Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 21.02.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 37 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, útskurður og myndlist kl. 13, Grandabíó-Vídeóstund kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, jóga, al- menn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/ dagblöð, myndlist, hádegisverður, bókband, kaffi. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16, leiðb. Hafdís Benediktsd. Rúta frá Laugarnes- kirkju sækir íbúa kl. 13.30 og verður farið í kirkj- una þar sem sr. Gísli Kolbeins segir frá ferðum Skáld-Rósu. Dalbraut 18-20 | Lýður og harmonikkan kl. 14, guðsþjónusta annan hvern fimmtudag kl. 15.10. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Að- alfundur FEB verður 23. febr. nk. kl. 13.30 á Hótel Loftleiðum í sal 1-3. Leikhópurinn Snúður og Snælda frumsýna 24. febr., kl. 14 í Iðnó, Flutn- ingana eftir Bjarna Ingvarsson og inn í sýninguna er fléttað atriðum úr Skugga-Sveini eftir Matt- hías Johumsson. Næstu sýningar verða 27. febr., 2., 6. og 9. mars. Sýningar hefjast kl. 14. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-kórinn æfir í KHÍ kl. 17. Nýjar raddir velkomnar. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður, al- menn leikfimi og málm- og silfursmíði fyrir há- degi, róleg leikfimi og bókband kl. 13, bingó kl. 13.45, myndlistarhópur kl. 16.30 og dönsku- kennsla kl. 16 og kl. 17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna og ganga kl. 9, hádegisverður, kl. 13, handavinna, brids og jóga. Félagsheimili KR | Aðalfundur KR-kvenna verð- ur 28. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfundastörf. Gestir verða Sigrún Ægisdóttir og Dýrfinna Torfadóttir. Léttar veitingar. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Bókband kl. 10, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi kl. 13, boccía kl. 14, gler, leir, búta- saumur og handavinnuhorn kl. 13. Skrifstofa FEBG opin kl. 13–15, ferð á Garðaholt frá Jóns- húsi kl. 19.15 og Garðabergi kl. 19.30, skráning í bæjarferð 25. febrúar, 1.500 kr. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, umsj. sr. Svavar Stefánsson. Frá hádegi eru vinnustofur opnar, m.a. myndlist og perlusaum- ur. Á morgun kl. 10.30 er leikfimi (frítt) í ÍR- heimilinu v/Skógarsel, á eftir er kaffi og spjall. S. 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Smíðar og útskurður kl. 9. Samverustund með handavinnuívafi kl. 13.15, kaffiveitingar. Bingó á morgun kl. 14. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, handa- vinna og postulínsmálun kl. 9-16.30, Líkamsrækt í Árbæjarþreki kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur, félagsvist kl. 14, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jóhönnu kl. 9–16, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30, kaffiveit- ingar í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Hátíð á morgun kl. 10; Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um Íslendinga- sögurnar? Leiðb. Trausti Ólafsson. Kór Breiða- gerðisskóla og Jörva kl. 14 og myndlistarsýning Jörva og Hæðargarðs. Listasmiðjan afhendir Jörva dúkkurnar sínar í nýjum fötum. S. 568- 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og Listasmiðjan opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, boccia karlaflokkur kl. 10.30, handverks- og bókastofa kl. 13, postulínsmálun kl. 13, boccia kvennaflokkur kl. 13.30, kaffiveit- ingar. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 11. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og handavinnustofa opnar kl. 9-16, leirlist kl. 9-12, boccia kl. 10, hug- mynda- og listastofa kl. 13-16. Hárgreiðsustofa, s.588 1288, s. fótaaðgerðarstofa 568 3838. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19, í félagsheimili Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og að- stoð v/böðun. Boccia, handavinna, spænska framhald, hádegisverður, kóræfing, leikfimi og kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bók- band, morgunstund, boccia upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin, DVD-framhalds- myndasýning kl. 15, hárgreiðslu- og fótaaðgerð- arst. opnar alla daga, spilað kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, leikfimi kl. 13, félagsvist kl. 14.30, kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Samsöngur með organista í neðri safnaðarsal kl. 14, kaffi á eftir. Klúbbur 8 og 9 ára barna kl. 17 og TTT-starfið kl. 18. Efni beggja fundanna er "spilafundur" og allir eiga að koma með spil. Breiðholtskirkja | Trú og stjórnmál. Biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 20. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12, leik- fimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12. 6-9 ára starf kl. 16-17. Meme junior kl. 19.30-21.30. digra- neskirkja.is Dómkirkjan | Opið hús í safnaðarheimilinu Lækj- argötu 14a kl. 14-16, kaffi og spjall. Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22, bænastundir kl. 20.30 og 21.30, prestur á staðnum. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12, ýmsir fyrirlestrar, kaffi, djús og brauð fyrir börn- in. TTT fyrir börn 10-12 ára í Víkurskóla kl. 15-16. Guðni Ágústsson les 12. passíusálm kl. 18. Grensáskirkja | Hversdagmessa með Þorvaldi Halldórssyni kl. 18-19. Bænin, orð Guðs og alt- arisganga eru uppistaða messunnar en lögð er áhersla á að stilla töluðu máli í hóf. Hversdags- messan einkennist af kyrrð og einfaldleika. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal á eftir. Háteigskirkja | Íhugað í söng, bæn og lestur Guðs orðs kl. 20. Máltíð Drottins er höfð um hönd, fyrirbæn og smurning, fyrir þá sem þess óska. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Vinafundur í Setrinu kl. 14-16. Rifjaðar upp gamlar minn- ingar, viðhorf og skoðanir, rætt um hversdaginn og trúna. Kristín sér um kaffið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Samvera eldri borgara í kaffisal kl. 15. Söngur, hlustað á Guðs orð og kaffiveitingar. Bænastund í kaffisal kirkj- unnar kl. 20. Kennsla um grundvöll kristinnar trúar kl. 20. Kristniboðsfélag kvenna | Aðalfundur félagsins er kl. 17. Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Hró- bjartsdóttir verður með hugleiðingu. Bæna- stund á undan fundi kl. 16.30. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður á eftir. Samvera eldri borgara kl. 14. Sr. Gísli Kolbeins fjallar um ferðir Skáld-Rósu. Kaffiveitingar í umsjá kirkjuvarðar og þjón- ustuhóps. Sóknarprestur leiðir stundina. Adr- enalín gegn rasisma, 9. og 10. bekkur kl. 17. Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðsfélagi kirkj- unnar kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar. Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrða- og fyr- irbænastund kl. 22. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna, kaffi í lok stundarinnar, bibl- íulestur er einu sinni í mán. 50 ára afmæli. Fimmtugur er í dag, 21. febrúar, Heimir Freyr Hálfdanarson mennta- skólakennari. Hann tekur á móti gestum á hlaupársdag, 29. febrúar, í Þróttarasalnum í Laugardal kl. 19.30. dagbók Í dag er fimmtudagur 21. febrúar, 52. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Félagsráðgjafafélag Íslands ogFélag stjúpfjölskyldna efnatil málþings 22. febrúarnæstkomandi undir yf- irskriftinni Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna? Samstarfsaðilar eru RBF, HÍ, HR, Heimili og skóli, Bisk- upsstofa og Samtökin ’78. Valgerður Halldórsdóttir er formað- ur Félags stjúpfjölskyldna: „Stjúp- fjölskyldan hefur verið nánast ósýnileg í opinberri stefnumótun og umræðu til þessa, þrátt fyrir að stjúpfjölskyldan sé orðið hið hefðbundna fjölskylduform fyrir stóran hluta barna. Með mál- þinginu viljum við skapa vitundarvakn- ingu jafnt í samfélaginu og meðal þeirra fagaðila sem sinna málaflokkn- um og stunda rannsóknir.“ Málþingið hefst með erindi Júlíu Sæ- mundsdóttur, nema í félagsráðgjöf: „Hún segir frá eigin reynslu af því að eignast stjúpföður og fjallar um þau áhrif sem fjarvera kynföður getur haft,“ segir Valgerður sem sjálf flytur erindi um óraunhæfar hugmyndir og fyrirmyndir um tengsl innan stjúpfjöl- skyldna og veltir fyrir sér hvort stjúp- tengsl séu vannýtt auðlind. „Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofunnar, fjallar um opinberar skráningar, en í núverandi kerfi er lítið haldið utan um tölulegar upplýsingar varðandi stjúp- fjölskylduna,“ segir Valgerður. „Bætt skráning í opinberum gögnum myndi ekki aðeins auðvelda rannsóknir, held- ur gefa stjúpfjölskyldum meiri við- urkenningu og mikilvægan sýnileika.“ Páll Ólafsson, formaður Fé- lagsráðgjafafélagsins, segir frá reynslu sinni sem faðir með börn á tveimur heimilum og dr. Sigrún Júlíusdóttir og Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi fjalla um rannsóknir í félagsráðgjöf. „Í lokin munu Sigurður Árni Þórð- arson, prestur í Neskirkju, Helga Mar- grét Guðmundsdóttir hjá Heimili og skóla og Guðbjörg Ottósdóttir frá Sam- tökunum ’78 greina frá sínum hug- myndum um hvernig megi efla velferð stjúpfjölskyldunnar og haldnar verða pallborðsumræður með þátttöku Ágústs Ólafs Ágústssonar, alþing- ismanns og formanns nefndar sem m.a. fjallar um málefni stjúpfjölskyldna.“ Upplýsingar um dagskrá og skrán- ingu eru á www.stjuptengsl.is Samfélag | Málþing um velferð stjúpfjölskyldna kl. 14 á föstudag í Öskju Stjúpfjölskyldan sýnileg  Valgerður Hall- dórsdóttir fæddist í Reykjavík 1961. Hún lauk BA í stjórnmálafræði og mannfræði frá HÍ 1989, gráðu í kennslu- og upp- eldisfræði frá sama skóla 1994, öðlaðist starfsréttindi í félagsráðgjöf 1997 og meistaragráðu í félagsráðgjöf 2006. Hún kenndi við FB og síðar MS, var skólafélags- ráðgjafi í Lækjarskóla og Setbergs- skóla og sviðsstjóri við hug- og fé- lagsgreinasvið MS. Hún starfrækir einstaklings- og fjölskylduráðgjöfina Stjúptengsl, er stundakennari við HÍ og jafnframt framkvæmdastjóri FÍ. Tónlist DOMO Bar | Tónleikar til heiðurs Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara en hann varð nýlega sjötugur. Fram koma margir af djassleikur- um þjóðarinnar. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Gamla Bókasafnið í Hafnarfirði | Rokktónleikar kl. 20, húsið opnar kl. 19.30. Rokksveitirnar We Made God, Diagon og Ten Steps Away leika. www.gamlabokasafnid.is. Hlégarður | Tómas R. Einarsson verður með sjö manna hljómsveit 22. febrúar kl. 21, þar sem spiluð verða lög af latínplötum Tómasar, Kúbanska, Havana og Romm Tomm Tomm. Miðaverð er 2.000/1.500 kr. Forsala aðgöngu- miða er í Bókasafni Mosfells- bæjar, Kjarna, virka daga frá kl. 12-19. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Guðfinna Eydal talar um ástina í sambönd- um kl. 17.15. Hún ræðir um hvað ástin felur í sér, hvort hún er til staðar, hvað hún gerir fyrir mann, hvað getur ógnað o.fl. Einnig eru fyrirsp. og umræður. Ókeypis að- gangur. Fyrirlestrar og fundir Byggðasafn Hafnarfjarðar | Arn- dís Árnadóttur listsagnfræðingur heldur fyrirlesturinn, Skatthol, enskir stólar og marglit gólfteppi. Um híbýlaprýði í Sívertsens- húsinu á fyrri hluta 19. aldar. Fyr- irlesturinn hefst kl. 20 í Pakkhús- inu, Vesturgötu 8, aðgangur er ókeypis. Háskóli Íslands | Hádegisfyr- irlestur Rannsóknastofu í vinnu- vernd: Missum ekki erlent starfs- fólk úr landi. Gefum þeim tæki- færi til menntunar og starfsþró- unar. Fyrirlesari er Hulda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Mímis–símenntunar. M.a. verður fjallað um í hvaða störf erlendir starfsmenn ráðast og tækifæri sem erlendu starfsfólki bjóðast til starfsþróunar o.fl. Fyrirlest- urinn fer fram kl. 12.15 í Odda v/ Sturlugötu, stofu 101. Landakot | Fræðslunefnd Rann- sóknastofu í öldrunarfræðum heldur fræðslufund kl. 12.15 í kennslusalnum á 7. hæð á Landa- koti. Guðrún Dóra Guðmanns- dóttir hjúkrunarfræðingur fjallar um kvarða og matslykla í rafrænu öldrunarmati (RAI PAC) og hvernig megi nýta þá í starfi. Norræna húsið | Guðrún Bryn- leifsdóttir heldur fyrirlestur og gefur að smakka úr matarkistu Skagafjarðar kl. 16.30. Lena Abrahamsson og Björn Ylipää frá Svíþjóð halda fyr- irlestur kl. 15, um það hvort hægt sé að nota mat og drykk sem list- rænt tjáningarform. Þau eru bæði kokkar. Sögufélag, Fischersundi 3 | Rannsóknarkvöld Félags ísl. fræða kl. 20. Kristján Eiríksson fjallar um nýja útgáfu ljóðmæla Einars Sigurðssonar í Eydölum, helstu einkenni á skáldskap Ein- ars og þýðingu hans í íslenskri bókmenntasögu. Einnig verða rædd ýmis sjónarmið varðandi útgáfur kveðskapar frá síðari öld- um. Þjóðarbókhlaðan | Júlíana Þ. Magnúsdóttir þjóðfræðingur heldur fyrirlesturinn 20. aldar arfsagnageymd og sagnasam- félag milli Sanda, kl. 17. Hún fjallar um sagnasjóð sagnamanna í Vestur-Skaftafellssýslu og sam- band umhverfis og samfélags- gerðar við mótun og myndun sagna og sagnamenningar. Þjóðminjasafnið | Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur stendur fyrir málþingi um móðurmáls- kennslu tvítyngdra barna í tilefni af alþjóðlega móðurmálsdeginum sem haldinn er hátíðlegur víða um heim. Málþingið hefst kl. 15.30 og fer fram í fyrirlestrasal. Nánari uppl. á www.vigdis.hi.is. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Hægt er að senda á netfangið dagbok- @mbl.is. FYRIRLESTUR á vegum Rann- sóknastofu í vinnuvernd verður haldinn föstudaginn 22. febrúar kl. 12.15–13.15 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101. Í fyrirlestri sínum spyr Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar spurninganna „Sitja erlendir starfsmenn á Íslandi við sama borð og innfæddir í sam- bærilegum stöðum? og Hvaða tæki- færi hefur erlent starfsfólk til starfsþróunar?“ Fyrirlesturinn nefnist: Missum ekki erlent starfsfólk úr landi – gef- um þeim tækifæri til menntunar og starfsþróunar. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.riv.hi.is. Fyrirlestur um stöðu erlends starfsfólks FRÉTTIR FAAS eða Félag aðstandenda Alz- heimerssjúkra gengst fyrir fræðslufundi á Grand hóteli Reykjavík fimmtudaginn 28. febr- úar nk. kl. 20 til að kynna árangur af nýrri íslenskri tækni og rann- sóknum til að greina Alzheim- erssjúkdóminn af öryggi og miklu fyrr en áður. Í fréttatilkynningu kemur fram að félagsmenn FAAS hafa lagt sitt af mörkum við þróunarvinnu Mentis Cura sem nú virðist vera að skila árangri með nýrri tækni til að greina Alzheimerssjúkdóminn. Mentis Cura er íslenskt frum- kvöðlafyrirtæki stofnað árið 2004. Kostir við áreiðanlega og tím- anlega greiningu eru margir, m.a. með tilliti til lyfjagjafar. Sjúkling- ur svarar lyfjagjöf betur ef hún á sér stað snemma á sjúkdómsferlinu og læknir er síður hikandi við að ávísa á lyf ef hann getur verið viss í sinni sök og sér hvernig sjúkling- ur svarar lyfjagjöf. Niðurstöður benda til að aðferðin geti t.d. greint áhrif Alzheimerslyfja á fólk með sjúkdóminn, segir í tilkynn- ingu. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.alzheimer.is. Ný tækni til að greina Alz- heimerssjúk- dóminn GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti stillir sér upp með nokkrum Gana-búum í Accra, höfuðborg Gana í gær. Bush er nú í op- inberri heimsókn í Afríku. Bush í Afríku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.