Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SÉRSTAKA öryggisfylgd þarf að hafa þegar öryggisskjöl utanríkis- ráðuneytisins verða flutt til skrán- ingar á Ísafirði í vor. Samningagerð Þjóðskjalasafnsins og ráðuneytisins vegna verkefnisins er að ljúka og tekur þá við vinna vegna fram- kvæmdarinnar sjálfrar. Skjölin flutt aftur til Reykja- víkur að lokinni skráningu Skjölin eru frá tímabilinu 1945 til 1991 og er um að ræða skjöl sem snerta öryggismál íslenska ríkisins. Skráningin fer fram að einhverju leyti í ráðuneytinu sjálfu en mestur hluti skjalanna verður fluttur til Ísa- fjarðar til skráningar og að því loknu verða skjölin flutt aftur til Reykja- víkur þar sem þeim verður komið í geymslu, ýmist hjá Þjóðskjalasafn- inu eða ráðuneytinu sjálfu. Styrkja héraðsskjalasöfnin víða um land Um gríðarlegt magn af skjölum er að ræða, eða um tvö þúsund hillu- metra, að sögn Ólafs Ásgeirssonar þjóðskjalavarðar, að viðbættum skjölum frá Pósti og síma sem varða öryggismál ríkisins. Þjóðskjalasafn- ið mun vinna að skráningu skjalanna í verktöku og tekur vinnan nokkur ár. „Við fögnum þessu viðbótarverk- efni,“ bendir Ólafur á. „Á Ísafirði er öflugt héraðsskjalasafn og við erum að leggja drög að því að styrkja þau víða um land.“ Í vor eru því fyrirhugaðir miklir skjalaflutningar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og segir Ólafur að fylgja verði ákveðnum öryggis- reglum á þessum ferðum. „Höfum sérstakan vara á okkur“ „Við höfum sérstakan vara á okk- ur í þeim efnum,“ segir hann en af öryggisástæðum upplýsir hann ekki í hverju þær ráðstafanir felast. Gera megi ráð fyrir að upplýsingar í sum- um skjölum séu viðkvæmar og því þurfi að gæta þeirra vel. Ströng öryggisgæsla við flutning skjala  Tvö þúsund hillumetrar af viðkvæmum gögnum um örygg- ismál ríkisins verða fluttir til Ísafjarðar til skráningar í vor AUGLÝSINGASTOFAN Jónsson og Lemacks var sigurvegari árlegr- ar Lúðrahátíðar auglýsingastofa og markaðsfólks, sem haldin var í gær. Stofan hreppti verðlaunagripinn Lúðurinn í átta flokkum af fjórtán sem keppt var í. Fíton, Hvíta húsið og Ennemm hlutu hvert um sig verðlaun í tveimur flokkum. Í flokkunum auglýsinga- herferðir, tímaritaauglýsingar, veggspjöld og umhverfisgrafík hlutu Jónsson & Lemacks Lúðurinn fyrir auglýsingar sem gerðar voru fyrir bókaverslanir Eymundsson. Þá sigraði stofan í flokkunum út- varpsauglýsingar fyrir Júdas sem framleidd var fyrir Hive, mark- póstur Sjálfstætt fólk sem fram- leidd var fyrir Lífís, vefauglýsingar fyrir Veðurfjarstýringu sem fram- leidd var fyrir Glitni og í opnum flokki fyrir Rolex aðgöngumiða fyrir SÍA-hátíðina. Fíton fékk verðlaun í flokkunum almannaheillaauglýsingar, bæði í prentmiðlum og öðrum miðlum, fyrir VR-auglýsingar. Ennemm sigraði í flokkunum dagblaðaauglýsingar og sjónvarps- auglýsingar fyrir Síðustu kvöld- máltíð Símans. Þá fór Hvíta húsið með sigur af hólmi í flokkunum viðburðir fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis og vöru- og firmamerki Samtakanna 78. Það eru ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, og Samband ís- lenskra auglýsingastofa sem standa fyrir Lúðrinum. Þetta var í 22. sinn sem keppnin var haldin og bárust 630 auglýsingar í hana. Sjötíu voru tilnefndar til verðlauna og sóttu 470 manns úr markaðs- og auglýs- ingageiranum afhendinguna í gær. Jónsson & Lemacks sigruðu Verðlaun markaðsfólks og auglýsingastofa fyrir bestu auglýsingarnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Síðasta kvöldmáltíðin Ennemm sigraði í flokki dagblaðaauglýsinga. Gylfi Þór Þorsteinsson afhenti verðlaunin fyrir hönd Morgunblaðsins. Hjörvar Harðarson og Jón Sæmundsson framkvæmdastjóri fögnuðu verðlaununum. HITINN í Reykjavík í febr- úar var 0,6 gráð- um undir meðal- lagi, sem er -0,2 gráður, en 1,1 stigi yfir meðal- lagi á Akureyri, þar sem meðal- hitinn er -0,3 stig, samkvæmt tölum í gær- morgun. Tölur um úrkomu liggja ekki fyrir en Trausti Jónsson, veð- urfræðingur á Veðurstofunni, hefur á tilfinningunni að hún hafi ekki verið mjög mikil. Trausti segir að hitinn hafi verið undir meðallagi í Vestmannaeyjum, á Suðvesturlandi og Vestfjörðum. Hann bendir á að ekki hafi verið mjög hlýtt í febrúar í fyrra en þar á undan hafi hitinn í mörgum febr- úarmánuðum verið yfir meðallagi. Hitinn í Reykjavík undir meðallagi Trausti Jónsson 90% LANDSMANNA treysta Há- skóla Íslands og er það mesta traust sem stofnun hefur notið frá upphafi mælinga Gallup. Traust til borgarstjórnar Reykjavíkur mælist hins vegar aðeins 9% og er það minnsta traust sem sést hefur í mælingum Gallup. Traust á HÍ hefur aukist um 5% frá síðasta ári. Traust á lögreglunni hefur aukist um um tvö prósentu- stig og er nú 80% sem er besta út- koma lögreglunnar frá því traust- mælingar hófust 1993. Traust þjóðarinnar til heilbrigðiskerfisins hefur hins vegar minnkað um tvö prósentustig og er nú 68%. 42% treysta Alþingi Traust til umboðsmanns Alþingis hefur aukist um 5 prósentustig og er 62%. Ríkissáttasemjari nýtur 61% trausts, 14 prósentustigum meira en síðast. Þjóðkirkjan nýtur 52% trausts, Alþingi 42% miðað við 29% síðast, bankakerfið 40% og dómskerfið 39% trausts. Þetta eru niðurstöður úr síma- könnun Capacent Gallup dagana 15.–26. febrúar. Svarhlutfall var nær 61% og úrtaksstærð 1.573 manns. 90% lands- manna treysta HÍ ♦♦♦ MENNTAMÁLARÁÐHERRA und- irritaði í gær samning við Mennta- félagið ehf. um rekstur nýs fram- haldsskóla sem verður til við sameiningu Iðnskólans í Reykja- vík og Fjöltækniskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára og gildir frá 1. júlí næstkomandi, en skólinn verður stærsti framhalds- skóli landsins með vel á þriðja þús- und nemendur á yfir 40 náms- brautum. Fram kemur í frétt af þessu til- efni að til að byrja með verður námsframboð í hinum nýja skóla óbreytt, en samið hefur verið um þróun námsframboðs í skólasamn- ingi og samráðshópur á vegum skólans og menntamálaráðuneyt- isins mun starfa. Þá munu eig- endur Menntafélagsins leggja fram 100 milljónir króna til þróun- arstarfs, en það eru Samtök iðn- aðarins, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samorka, Samband íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Félagið hefur annast rekstur Fjöl- tækniskóla Íslands með samningi við menntamálaráðuneyti frá árinu 2003, en það er ekki rekið í ágóðaskyni heldur rennur allur hugsanlegur ágóði af rekstri þess beint í skólareksturinn. Markmið að fleiri velji iðn- og starfsnám Markmið sameiningar skólanna er m.a. að móta öflugan iðn- og starfsmenntaskóla og að fjölga nemendum sem velji sér iðn- eða starfsnám um 10% á samningstím- anum. Einnig að auka skilvirkni í iðn- og starfsnámi og að draga úr brottfalli í iðn- og starfsnámi um 20% á þremur árum. Menntafélagið rekur sameinaðan iðnskóla Morgunblaðið/RAX PILTUR sem slasaðist alvar- lega í bílslysi á Vesturgötu á Akranesi hinn 18. febrúar síðastlið- inn lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi síðast liðinn fimmtudag. Hann hét Þor- valdur Kristinn Guðmundsson, fæddur árið 1989, og var til heimilis á Höfðabraut 4 á Akranesi. Tveir voru í bílnum er slysið varð og slösuðust báðir alvarlega. Annar piltanna var útskrifaður af gjör- gæsludeild nokkrum dögum eftir slysið. Piltur látinn eftir bílslys Þorvaldur Kristinn Guðmundsson ♦♦♦ KÚABÚ í Skagafirði hefur verið sett í einangrun eftir að smitsjúkdómur- inn hringskyrfi greindist í sláturgrip frá bænum og athugað verður með frekari aðgerðir eftir helgi. Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarum- dæmis, segir að sjúkdómurinn hafi aðeins greinst í einum nautgrip en sýni hafi verið tekin úr fleiri gripum. Í fyrrahaust greindist hringskyrfi í nautgripum á tveimur nágrannabæj- um í Eyjafirði, en Ólafur segir að ekki sé vitað um nein tengsl milli þeirra og bæjarins í Skagafirði. Fyrstu aðgerðir miða að því að hindra frekari smitdreifingu, en Ólafur segir að umrædd tilfelli gefi vísbendingu um að sjúkdómurinn sé útbreiddari en talið hafi verið. Hringskyrfi orsakast af húðsvepp sem nefnist Trichophyton verrucos- um og einkennin eru hringlaga hár- lausir blettir í húð. Smitið berst með snertingu og getur borist í fólk. Setja bæ í Skagafirði í einangrun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.