Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING DANSKI rithöfundurinn Naja Mar- ie Aidt fékk í gær Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir smá- sagnasafnið Bavian. Átta ár eru síðan verðlaunin féllu síðast Dana í skaut og Aidt sagðist ekki hafa trúað eigin eyrum þegar tilkynningin barst. „Ég er ofboðslega hissa og mjög glöð. Þetta er mikill heiður fyr- ir mig,“ sagði hún í samtali við danska blaðið Politiken. „Mér var illt í maganum í morgun þegar ég vakn- aði. En ég reyndi að draga úr spenn- ingnum eins og ég gat yfir daginn. Það verður maður jú að gera þegar maður er tilnefndur til verðlauna, því svo fær maður þau kannski ekki. Svo að þetta er bara dásamlegt.“ Naja Marie Aidt hefur gefið út átta ljóðabækur og þrjú smásagna- söfn, auk þess sem hún hefur skrifað nokkur leikrit og kvikmyndahandrit. „Ég er sérstaklega ánægð með að fá verðlaunin fyrir smásagnasafn. Þetta er sigur fyrir smásagnaformið og ég vona að þetta hvetji fleiri til þess að lesa smásögur, sem mér finnst einmitt stórkostlegt form af- lestrar.“ Í umfjöllun sinni um tilnefningar til verðlaunanna í Lesbók Morg- unblaðsins fyrir viku sagði Soffía Auður Birgisdóttir það heyra til und- antekninga að smásagnasöfn hlytu verðlaunin. Um Bavianen sagði Soffía meðal annars: „Sögur Aidt eru afar áhrifaríkar í grótesku raunsæi sínu og sýn hennar á hversdagslífið er beinlínis uppáþrengjandi.“ Í ár voru þau Kristín Steinsdóttir og Bragi Ólafsson tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd. Trúði ekki eigin eyrum Norðurlandaráð verðlaunaði Aidt Verðlaunuð Naja Marie Aidt FINNSKI harmonikkuleik- arinn Tatu Kantomaa og Hjör- leifur Valsson fiðluleikari leiða saman hesta sína í tónlistar- húsinu Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit klukkan 15 í dag. Þar ætla þeir að eigin sögn að flytja „lauflétta, en um leið blóðheita og safaríka efnis- skrá.“ Hjörleifur Valsson lærði fiðluleik í Noregi, Tékklandi og Þýskalandi og starfar nú við kennslu í tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Tatu Kantomaa hefur leikið á harmónikku frá blautu barnsbeini og hefur meðal annars spilað með Caput-hópnum og Rússíbönum. Tónlist Harmonikka og fiðla í Laugarborg Hjörleifur Valsson Hjálmar Þorsteinsson hélt sína fyrstu myndlistarsýningu á Akranesi fyrir fjörutíu árum og nú er hann snúinn aftur á gamlar slóðir eftir langa dvöl í Danmörku. Hann opnar mál- verkasýningu á morgun í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Hjálmar er að mestu sjálf- menntaður í myndlist, en hefur sinnt henni markvisst í áratugi. Helsti áhrifavaldur hans er hollenski málarinn Vincent van Gogh og skilgreinir Hjálmar sig sjálf- ur sem expressjónista. Sýningin stendur til 9. mars og er Listasetrið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Myndlist Hjálmar snýr aftur á Skagann Hjálmar Þorsteinsson TÓNLEIKARÖÐ Tónlist- askólans í Reykjavík í Nor- ræna húsinu lýkur í dag klukk- an tvö með Vínarklassík. Meðal fjölmargra tónlist- arnema sem spila á tónleik- unum í dag er söngkonan Ragnheiður Gröndal, en í þetta skiptið mun hún vera í öðru hlutverki en vanalega og leika á píanó. Meðal þess sem boðið verður upp á er fyrsti þáttur sónötu í D-dúr op. 6 eftir Ludwig van Beethoven og sónata nr. II fyrir tvær víólur, selló og kontrabassa eftir Wagenseil. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Tónlist Vínarklassík í Norræna húsinu Ragnheiður Gröndal Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞÓRBERGSSMIÐJA er heiti hátíð- ar sem haldin verður í Háskóla Ís- lands helgina 8. og 9. mars en þar verður þess minnst á fjölbreytilegan hátt, að 12. mars verða 120 ár frá fæðingu Þórbergs Þórðarsonar. „Þetta á ekki aðeins að vera sam- tal sérfræðinga heldur fjöl- skylduskemmtun þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Bergljót S. Kristjánsdóttir, prófessor við HÍ, sem er í undirbúningsnefndinni. Bergljót segir að fyrirlestrar og dagskrárliðir tengist hugðarefnum Þórbergs. „Báða daga verður byrjað með Müllersæfingum og þá verða fyrirlestrar um eilífðarmálin, skrímsli og pólitík, orðasöfnun og bókmenntir, og Fjölnir Torfason og Þorbjörg Arnórsdóttir á Hala fjallar um uppruna Þórbergs. Lilla-Hegga meðal gesta Fyrirlesarar verða margir þessa daga. Meðal þeirra eru rithöfund- arnir Bragi Ólafsson og Stefán Máni, en fyrirlestur hans kallast Hann var einu sinni nörd, Helga Jóna Ásbjarnardóttir (Lilla-Hegga), Auður og Sólveig, dæturs Einars ríka, og Guðrún Kvaran sem fjallar um orðasöfnunarævintýri Þórbergs. Ýmis tónlist verður flutt, meðal ann- ars af Erni Arnarsyni, Baggalút og Dr. Gunna og Heiðu úr Unun. Aukinn áhugi virðist vera á verk- um og ævi Þórbergs þessi misserin. Þórbergssetur opnaði að Hala árið 2006 og á síðustu tveimur árum hafa tvær bækur um skáldið komið út. „Þegar Þórbergur var að skrifa mörg verka sinna, eins og Suð- ursveitarbækurnar, þá töldu sumir þetta heldur ómerkilegt efni,“ segir Bergljót. „Nú er þessi heimur horf- inn og til að mynda stendur Suð- ursveitarbálkurinn eftir sem einhver merkilegasta saga byggðarlags. Þórbergur var ólíkindatól; hann sviðsetti sig í verkunum sem sérvitr- ing, lýsti því hvað hann var ófram- færinn í návist kvenna og gerði grín að skáldsögum. Fólk trúði þeirri sviðsetningu. Svo kemur í ljós að all- ar stelpur skotnar í honum, „sönnu“ sögurnar hans voru skáldskapur og annað í þeim dúr, mýtan hrynur. Nú er komin fram kynslóð sem ég held að Þórbergur eigi betur við en margar aðrar. Þegar hann er að skrifa, samþættir hann ákaflega margt. Nú lifum við á tímum þar sem talað er um að fólk eigi að vera þverfaglegt og allt í einu kynnist ungt fólk rithöfundi sem hafði áhuga á öllu og samþætti það í verkum sín- um á hugkvæman hátt. Hann leyfir sér líka ærsl og tekur sig ekki eins hátíðlega og margir aðrir. Svo ekki sé talað um hvað hann hvetur til að menn séu gagnrýnir á vélræna hugs- un og klisjur í máli.“ Hugvísindastofnun og Bók- menntafræðistofnun standa að Þór- bergssmiðju, í samvinnu við Mími, félag stúdenta íslenskum fræðum, Forlagið, sem gefur út verk Þór- bergs, og Morgunblaðið. Byrjar á Müllersæfingum Í Þórbergssmiðju verður fjallað um helstu hugðarefni Þórbergs Þórðarsonar Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Í Umskiptingastofunni Þórbergur og Matthías Johannessen ræða saman. Matthías fjallar um kynni sín af Þórbergi í Þórbergssmiðjunni. Í HNOTSKURN » Þórbergssmiðja verður íHáskóla Íslands helgina 8. og 9. mars. » Skrímslastofa verður fyrirbörn báða dagana, í umsjón Mímisliða. » Bryndís Petra Bragadóttirstýrir Mullersæfingum. » Meðal fyrirlesara verðaGuðmundur Andri Thors- son, Pétur Gunnarsson, Ingunn Snædal, Dagný Kristjánsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ástráð- ur Eysteinsson, Kristín Svava Tómasdóttir og Kristján Ei- ríks. SÝNINGIN sem Sara Björnsdóttir opnar í dag ber nafnið Víma / Intoxication og er óður hennar til rauðvíns- drykkju. Á sömu sýningu er hún með vídeóverk um reykingar. „Ég er að fjalla um rauðvín og sígarettur sem hvort tveggja hafa sínar neikvæðu hliðar. Við vitum að sígarettureykingar eru banvænar og ógeðslegar og hættulegar, en við heyrum aldrei neitt annað. Ég bý þess vegna til ofboðslega fallega sýningu um þessi tvö vímu- efni, en það skín samt margt í gegn annað en fegurð og rómantík,“ segir Sara. Verkin á sýningunni hafa verið sýnd áður, en koma nú saman sem ein heild í fyrsta skipti. Sá hluti sem fjallar um rauðvínið samanstendur af ljósmyndum sem Sara sýndi í Gallery Crystal Ball í Berlín. „Í myndlistinni finn- ur maður sér eitthvað til að vinna út frá sjálfur, eitthvað sem er manni kært þá og þá stundina. Núna ákvað ég að vinna þessa sýningu um rauðvín og gera því hátt undir höfði og búa til eitthvað sjúklega fallegt sem væri líka einhver firring í og brenglun. Þetta eru svolítið tvöföld skilaboð. Það er svo mikið af áfengissjúklingum á Ís- landi, það virðast allir sem drekka áfengi vera vissir um að þeir séu sjúklingar. Mér finnst þetta svo mikið bull.“ Vídeóverkið kom fyrst fyrir almenningssjónir á Sequences-hátíðinni í október. „Það er myndband sem heitir Salem Lights og sýnir sígarettureyk. Það bara til- heyrir, sígaretta og rauðvínsglas.“ Sýningin er haldin í Gallerí Ágúst og verður opnuð klukkan 16 í dag. Reykmettaður óður til rauðvínsdrykkju Víma Brot af einu ljósmyndaverkanna á sýningu Söru Björnsdóttur í Galleríi Ágúst. ALLT frá árinu 2000 hefur Dieter Roth akademían stefnt myndlist- arnemum til Seyðisfjarðar þar þem þeir hafa dvalið við listsköpun í stuttan tíma og sýnt svo afrakst- urinn að verki loknu. Sýningin í ár ber nafnið HARDWARE/SOFTW- ARE og er haldin í menningar- miðstöðinni Skaftfelli. „Þetta eru allt verk sem þau hafa fengið að vinna á verkstæðum hérna víðs- vegar um bæinn, í stálsmiðjunni, trésmiðjunni og hér og þar. Þau eru með allskyns muni héðan af svæð- inu og næsta nágrenni. Verkin tengjast öll Seyðisfirði,“ segir Þór- unn Hjartardóttir framkvæmda- stjóri Skaftfells. Tveir listnemanna koma erlendis frá til þess að taka þátt í námskeið- inu á Seyðisfirði, einn frá Tallinn og annar frá Malmö. Þau Ástríður Magnúsdóttir, Dmitri Gerasimov, Eva Dagbjört Óladóttir, Logi Bjarnason, João Leonardo, Páll Haukur Björnsson, Una Björk Sigurðardóttir og Unn- dór Egill Jónsson eiga verk á sýn- ingunni og sýningarstjóri er Björn Roth. Úr smiðjunni Listnemar sýna seyðfirsk myndverk Í vinnslu Verk eftir Loga Bjarna- son verður til í Skaftfelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.