Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 19

Morgunblaðið - 01.03.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 19 Nú er að bresta á, að frum-kvæði þeirra RagnheiðarSkúladóttur, Guðrúnu Jó- hönnu Guðmundsdóttur og Bjarna Jónssonar, alþjóðleg leiklist- arhátíð í Reykjavík, Lókal nefnist hún og stendur yfir dagana 5.–9. mars. Orðið lókal, sem notað er yf- ir stað og það sem er staðbundið bæði hér og víða um lönd, lýsir þeirri hugsun er liggur að baki há- tíðinni. Henni er ætlað að verða staður þar sem leikflokkar, er- lendir og innlendir, kynna nýja strauma í leiklist og eiga ekki að- eins fund með íslenskum áhorf- endum heldur blanda sjálfir geði saman um stund, miðla reynslu sinni og þekkingu hver til annars. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Elena Krüskemper, sem kemur frá Bonn, býður sjö sýningum á stað- inn frá Íslandi, Frakklandi, Belgíu og Bandaríkjunum. Flestar sýn- inganna jafnt innlendar sem er- lendar sýnast mér eiga það sam- eiginlegt að þær tengjast spunaleikhúsi sem fengið hefur víða byr undir báða vængi síðasta áratug. Þar er hefðbundinn rammi leikhússins, túlkun leikstjóra á texta leikritaskálds, rofinn. Leik- arar, dansarar, leikstjórar spinna út frá texta eða utan um hug- myndir, búa til ný rými með nýrri tækni og þar mætast gjarnan list- greinar á annan veg en áður hefur tíðkast. Verið er sem sagt á ein- hvern hátt að afbyggja hefð- bundnar menningarlegar hug- myndir okkar um leikhús.    Frá Frakklandi kemur Viv-arium Studio sem talinn er af vísum mönnum einn af hug- myndaríkustu tilraunaleikhópum þar í landi. Hann er aðeins fimm ára gamall og undir stjórn mynd- listarmannsins Philips Quesne. Í verkinu L’Effet de Serge frá 2007, sem flutt verður á ensku, velta menn fyrir sér formi og tilgangi einleiksins. Erna Ómarsdóttir í samvinnu við Lieven Dousselare kemur frá Belgíu með nýtt verk, þrjú þúsund ára Talandi tré sem ferðast um heiminn ásamt laglínu og segir sögur. Sliguð eins og við erum af niðursoðnum skyndibitum bandarískrar menningarfram- leiðslu, hefur okkur hætt til að skeyta lítið um amerískt leikhús og hvaða tilraunir sjálfstæðir leik- hópar eru að fást við handan Atlandsála. Hér er bætt úr því. Frá New York kemur Nature Theatre of Oklahoma en það er stofnað af hjónunum Kelly Copper og Pavol Liska. Hann er Slóvaki sem 16 ára gamall gerðist innflytjandi til Oklahoma. Enskan er sögð ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá hon- um. Tengsl milli manna skapast með látbragði og fasi, segir hann í blaðaviðtölum og: „Málið hefur reynst ónothæfur tungumáls- miðill í póstmódernismanum.“    Verkið No dice sem kannski máþýða sem Ekkert er um að vera byggir á hljóðrituðum sam- tölum Pavols Liska við vini og vandamenn sem leikararnir vopn- aðir I–pod spinna út frá og dansa í kringum. Hinn leikhópurinn, New York City Players, er undir stjórn höfundarins, tónskáldsins og leik- stjórans Richards Maxwell sem New York Times hefur fullyrt að sé einna áhugaverðasti listamað- urinn sem sprottið hefur úr amer- ísku tilraunaleikhúsi undanfar- inna ára. Hann er þekktur fyrir mínimalisma, knöpp samtöl, smátt látbragð. Í leikhópi hans mætast oft atvinnuleikarar og áhugaleik- arar, hann notfærir sér hljóð og myndbandsupptökur. Efniviðinn sækir hann í amerískan hvers- dagsleika og amerískt aðgerða- leysi. Hingað kemur hann með verkið Ode to the man who kneels eða Óður til mannsins sem knék- rýpur, gamansaman vestra í söng- leikjastíl.    Dagskrá hátíðarinnar ætti aðgefa leikhúsáhugafólki gilda ástæðu til að hlakka til næstu viku þar sem því gefst kostur á að færa sig á milli staða og bera saman ís- lensku sýningarnar sem boðið er til hátíðarinnar, Baðstofuna, Hér og Nú og Óþelló, Desedemónu og Jagó, við það sem er að gerast í Bandaríkjunum og Evrópu, sjá Ís- land í samhengi. Eða eins og ein- hver sagði: Þessari metnaðarfullu tilraun til að hrista upp í og hrista saman í íslensku leikhúslífi er að- eins hægt að bregðast við með því mæta á staðinn, vilji maður ekki standa í stað. Lókal 2008 » Flestar sýningannajafnt innlendar sem erlendar sýnast mér eiga það sameiginlegt að þær tengjast spuna- leikhúsi sem fengið hef- ur víða byr undir báða vængi síðasta áratug. No dice Ekkert um að vera hjá leikurunum í verki Pavols Liska. majak@simnet.is AF LISTUM María Kristjánsdóttir SMEKKUR er jafnmargur og mennirnir. Kynni því að erta ein- hverja tónleikagesta að sá er hér ritar hefur enn ekki látið heillast af tónskáldum „ungþýzka“ skólans á ofanverðri 19. öld (Wagner, Liszt og Bruckner) í sama mæli og þeir. En þar með er líka grunntónn gef- inn, og öndverðir jafnt sem sam- sinntir geta þá miðað við hann. Satt að segja átti ég ekki von á þeirri ríflegu aðsókn sem við blasti á fimmtudagskvöld. En trúlega gæti glæsilegt orðspor unga pólska einleikarans haft sitt að segja, og líklega meira en efnisvalið, enda hvorki seinni píanókonsert Liszts né 3. sinfónía Bruckners meðal mest fluttu hljómsveitarverka síð- rómantísku meistaranna. Ei heldur hér á landi, eins og fram kom af gagnlegum neðanmálsupplýsingum tónleikaskrár – verk Liszts 1956, 1973, 1986 & 1998, sinfónía Bruck- ners 1966, 1969 & 1994. Hvað olli valinu nú er mér auðvitað ókunnugt, en oft ræðst slíkt af verkefnaskrá viðkomandi stjórn- anda, þó ekki þurfi það alltaf að vera. Hinn tiltölulega stutti [21’] pí- anókonsert Liszts frá 1861 rann ljúfar niður en ég þorði að vona. Og hvað sem segja má um vir- túósatiktúra ungverska píanóljóns- ins þá bryddaði það a.m.k. upp á einni gjöfulli nýjung, stefrænum ummyndunum, sem mörg síðari tíma tónskáld hafa fært sér í nyt, enda í markvissri útfærslu mun skilvirkari aðferð en sumir papp- írsstrúktúrar módernismans. Það mátti og heyra í þessum óvenju- sinfóníska konsert er lét einleik- arann stundum leika undir með ýmsum sólóinnskotum úr hljóm- sveitinni; örugglega fáheyrt á sín- um tíma. Hitt skipti þó ekki minnstu hvað verkið var frábær- lega vel flutt af hljómsveitinni, og þá ekki sízt af hinni ungu en þaul- músíkölsku Ewu Kupiec er lék jafnt af dúndrandi krafti sem krist- alstærum skýrleika. Enda var bravóað án þess að nokkur þurfti að krumpa tær í laumi. Slíkt kall- aði á aukalag, og tók Kupiec fyrir hið gagnkunna Träumerei úr Barnasenum Schumanns svo reyndist skóladæmi um að gera einfaldleikann áhugaverðan. Oft hafa velmeinandi göfuguggar síðari tíma hæðzt að vinum og nemendum Bruckners, er þótti við hæfi að stytta hljómkviður guð- hrædda sveitaorganistans í hlust- vænna horf, ýmist með eða án samvinnu höfundar. En mikið skildi ég þá í tilviki 3. sinfóníunnar. Þrátt fyrir verulegar styttingar 2. útgáfu bar nærri klukkustundar langt verkið í mínum eyrum með sér að betur hefði mátt brýna bus- ann. Burtséð frá ýmsum fallegum stöðum var framvindan oft óheyri- lega langdregin, og bætti ekki úr skák losaralegur heildarsvipur, undirstrikaður af epísódískum senuskiptum á milli alþagna. Engu að síður lék SÍ fruntavel undir nat- inni stjórn Volmers, og má segja að markviss mótun hans og sveigj- anleg dýnamík hafi léð þessu múr- steinsverki Bruckners eins mikinn þokka og frekast var unnt. Múrsteinn í magnaðri túlkun TÓNLIST Háskólabíó Liszt: Píanókonsert nr. 2 í A Op. 125. Bruckner: Sinfónía nr. 3 í d. Ewa Kupiec píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- andi: Arvo Volmer. Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 19:30. Sinfóníutónleikarbbbmn Ríkarður Ö. Pálsson SEX ár voru liðin frá því ég heyrði síðast í Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur. Það var á sama stað og sl. miðvikudag, og ól þá af sér fyrirsögnina „Skeinu- hættur sjarmi“. En sex ár eru langur tími, og þó að söngkonan, sem lengst af hefur starfað í Þýzkalandi (fastráð- in 1997 við Komische Oper Berlin), hafi hér nýjast vakið eftirtekt í upp- setningu ÍÓ á Ariadne á Naxos í haust sem leið missti ég, líkt og trúlega þó- nokkrir viðstaddra á umræddum vel sóttum tónleikum, af þeirri fram- komu. Það lá því óneitanlega spenna í lofti þennan miðvikudag háð óvissu um hvert söngtjáningin hefði þróazt í millitíðinni. Slík spenna mótast eins og gefur að skilja jafnt af jákvæðum sem nei- kvæðum hvötum. En þó sízt skyldi örva frumstæða þórðargleði verð ég að játa að í fyrri hluta læddist að mer dulítill uggur. Þar voru ljóðasöngs- lögin í fyrirrúmi, og þó að undantekn- ingin, Jubal’s lyre-arían úr „Joshua“- óratóríu Händels, hefði mátt róa mig niður fyrir óperuefnið eftir hlé virtust Purcell-lögin tvö – annað hið alþekkta Music for a while, ásamt Schubertl- jóðunum fimm (þekktust Auf dem Wasser zu singen og Gretchen am Spinnrade) – varla bera með sér full- komið vald á ljóðasöngsgreininni. Víða vottaði fyrir öryggislitlum andstutt- leika. Textaframburður – einkum á ensku – var oft frekar daufur, og inn- takstúlkun, nema helzt í spunaljóði Grétu, var af skornum skammti enda tjáningin í þokkabót háð blaðlestri. Jafnframt var píanóleikur Kopeckys víða fullsterkur og jafnvel ívið harður á köflum. Eftir hlé kvað við annan tón. Hér var sungið utan að og auðheyrt að flytjendur voru á heimavelli. Una voce poco fa, alkunn skapgerðararía Ros- inu úr Rakara Rossinis, var tekin með sannkölluðum glæsibrag, og engu kröfuminna flúrið í Qui la voce úr „I puritani“ Bellinis lék lauflétt í barka Arndísar. Quel guardo Norinu úr „Don Pasquale“ Donizettis var sömu- leiðis bráðheillandi og skartaði fanta- flottri lokakadenzu söngkonunnar. Loks kórónaði Les oiseaux-aría Ol- ympíu úr Sögum Hoffmanns eftir Of- fenbach frábæran seinni hálfleik með fruntaöruggum spintó-stökkum þar sem sviðsleikshæfileikar Arndísar fóru á gamansömum kostum með beitingu vatnsglass í stað upp- trekkilsis á þeim stöðum sem leik- brúða Dr. Coppelíusar varð stopp. Snjallt tilbrigði! Stormandi und- irtektir kölluðu síðan á aukalag, vals- aríuna góðkunnu úr sama verki. Þrátt fyrir byrjunarblikur fór sem sagt á betri veg í tæka tíð. Um smit- andi tjáningu og sviðsnærveru Arn- dísar í óperudeildinni var engin spurn- ing, og þótt röddina skorti svolítinn fyllingarkraft á neðsta sviði (t.a.m. var neðsti botnstaður í Un poco áttund- aður upp) var hæðin yfirmáta fögur. Að sama skapi varð píanóleikur Kurts mun samstæðari í seinni hluta, og má því óhætt fullyrða að áheyrendur hafi arkað kátir út af ærnu tilefni. Ógnvæn spenna farsæl lausn TÓNLIST Salurinn Sönglög og aríur eftir Purcell, Händel, Schubert, Rossini, Bellini, Donizetti og Offenbach. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran, Kurt Kopecky píanó. Miðviku- daginn 27. febrúar kl. 20. Einsöngstónleikarbbbmn Ríkarður Ö. Pálsson RÚNA Þorkelsdóttir myndlist- arkona hefur lengi verið búsett í Amsterdam og þekkt fyrir rekstur bókverkabúðarinnar Boekie Woe- kie sem hún rekur ásamt tveimur öðrum. Hún er grafíklistakona og hefur um nokkurt skeið unnið að blómamyndum í mikilli fjölbreytni sem hún sýnir nú í Grafíksafninu og sýndi einnig nýverið í Gallerí + á Akureyri. Verkin eru þrenns konar; teikn- uð beint á pappírsplötur í A4 stærð, stækkuð upp í vegg- spjaldastærð og í póstkortaformati sem boðskort á sýninguna en það- an er titill hennar kominn. Það er mikið frjálsræði og kraftur í myndum Rúnu, þar sem oft er prentað lag yfir lag, svo litir og form blandast saman, eða skærum og björtum litum er spilað saman af leikni. Hún hefur þakið veggi Grafíksafnsins með stórum mynd- um sínum svo minnir á litríkt veggfóður þar sem kallast á bæði William Morris og Andy Warhol. Vinnulag Rúnu er mjög virkt, hún notfærir sér möguleika miðils- ins á sterkan og persónulegan hátt og tengir áhorfendur við sýn- inguna bæði með boðskortunum sem eru myndverk út af fyrir sig og með sköpun þessa allsherjar blómahafs sem umlykur mann í rýminu. Undanfarin ár hefur Rúna unnið að prentun bókverks með blómamyndum í samvinnu við aðra listamenn og er þar um afar fal- legan og eigulegan grip að ræða. Í heildina er sýning Rúnu gef- andi, myndir hennar ferskar og eiginleikar vinnuaðferðarinnar njóta sín vel. Blómabreiður í anda Morris og Warhols MYNDLIST Grafíksafn Íslands Til 9. mars. Opið fim. til sun. frá kl. 14– 18. Aðgangur ókeypis. Póstkort til Reykjavíkur, grafík, Rúna Þor- kelsdóttir bbbnn Morgunblaðið/Valdís Thor Litríkt veggfóður „Það er mikið frjálsræði og kraftur í myndum Rúnu, þar sem oft er prentað lag yfir lag svo litir og form blandast saman, eða skær- um og björtum litum er spilað saman af leikni.“ Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.