Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 24
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Pífur, blúndur, litríkt silkisatín, leður og loð-feldir. Það má telja nokkuð ljóst að ekki leit-uðu fatahönnuðirnir sem sýndu haust- ogvetrartískuna 2008/09 á tískuvikunni í París allir innblásturs í sama ranni. Dómsdagur – öllu glaðlegri en orðið sjálft, var þannig þema Issey Miyake en villimaðurinn (eða -konan) réð ríkjum hjá Jean Paul Gaultier. Hönn- uðurinn, sem venjulega hlýtur hrós fyrir frumleika og óttaleysi við að feta nýjar slóðir, fékk hins vegar blendnari viðbrögð hjá tískuspekúlöntum að þessu sinni. Leður og loðfeldir í miklu magni voru enda aðal sýningar Gaultiers sem var meira að segja ófeiminn við að prýða fyrirsætur sínar dýrslegum höfuðfötum. Comme des Garçons hönnuðurinn Rei Kawa- kubo skemmti sér á sama tíma við að mara á mörkum smekkleysunnar. Fléttur, blúndur, borðar og gervifelldir tvinnuðu þar skemmtilega saman fínlegri hyskisvísun, fjötrablæti og kvennadyngjum. Junya Watanabe, sem hannar fyrir sama merki, hélt sig hins vegar við áhrifa- mikin einfaldleika sem svartur höfuðbúnaður fyrirsætanna undirstrikaði enn frekar. Hjá Galliano voru ráðandi svipaðir straum- ar og á hátískusýningu hans í janúar – sterk- litað og glansandi satínsilki – þó að andi fatalínunnar nú væri meira í átt við sjöunda áratuginn. Samskonar litadýrð einkenndi hönnun Christian Lacroix, sem var á fjör- miklum daðurnótum með egglaga kokteilkjólum í sterkbleiku, appels- ínugulu og túrkíslitu satíni. Hvert sem fatasmekkurinn því stefnir á komandi vetri – að fínlegum kvenleika, innra villidýrinu, einfaldleika eða fortíð- arhyggju, þá ætti alla vegna að mega slá því föstu að veturinn 2009 þurfi líklega ekki að vera svo leiðinlegur. Bardot Áhrif leikkonunnar í þessari hönnun John Galliano eru augljós. Bleikt Litríku satínefnin úr hátísku- línunni réðu enn ríkjum hjá Galliano. Villt Dýrslegt höfuðfat frá Jean-Paul Gaultier. Fjötrablæti Rei Kawakubo hjá Comme des Garcons tvinnaði fjötrablæti saman við kvennadyngjur. Látlaus Klæðileg hversdags- kápa frá Viktor and Rolf. Einfalt Yohji Yamamoto hélt sig við asísku naumhyggjuna. Kvenlegt Skúlptúrlegur einfaldleiki var ráðandi hjá Junya Watanabe. Daður Kjólar Christian Lacroix voru litríkir. Pífur Stuttur og einfaldur pífukjóll frá Viktor and Rolf. Söluvænt Pífur og shiffon lofa söluvænni línu hjá Givenchy. Sixtís Áhrif sjö- unda áratugarins leyna sér ekki í hönnun Gallianos fyrir Dior. Dómsdagur og dýrsleg hönnun Reuters Námskeið við félagsfælni Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Kvíðameðferðarstöðvarinnar: www.kms.is Skráningu að ljúka 4. mars n.k. á næsta námskeið við félagsfælni (óöryggi í samskiptum) á kms@kms.is eða síma 822-0043. Skráning hafin á sams konar námskeið fyrir unglinga. M b l 9 77 49 5 Einnig er hafin skráning á námskeiðið „Bætt líðan með hugrænni atferlismeðferð“ þar sem kenndar eru leiðir til að bæta samskipti og breyta hugarfari og viðbrögðum sem stuðla að vanlíðan. tíska 24 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.