Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á HEIMASÍÐU Spalar hf. er að
finna grein um tilraunaboranir í
Hvalfjarðargöngunum með það fyrir
augum að leggja ný göng mun ofar í
berginu en núverandi
göng liggja. Ef það
verður ofan á að leggja
væntanleg göng mun
ofar í berginu, verður
ekki hægt að nýta
þetta góða tækifæri í
það að auka eldvarnir í
göngunum, sem er þó
mjög brýnt vegna þess
að núverandi eldvarnir
í göngum eru af afar
skornum skammti, ein-
ungis nokkur slökkvi-
tæki. Til að auka eld-
varnir í
Hvalfjarðargöngum er mjög ár-
íðandi að ný göng liggi samhliða nú-
verandi göngum, þannig að hægt sé
að gera flóttaleiðir á milli ganganna
á nokkrum stöðum ef upp kemur eld-
ur í göngunum eða ef mengunarslys
á sér stað þar. Með því móti á fólk
einhverja möguleika á að forða sér
og fara í gegnum eldvarnarhurðir og
yfir í hliðargöngin, gerist þess þörf.
Ég ritaði grein sem birt var í
Morgunblaðinu fyrir um einu og
hálfu ári varðandi eldsvoða sem varð
í Mont Blanc-göngunum árið 1999
þar sem 39 manns létust og 34 bif-
reiðar eyðilögðust. Grein mín var
byggð á fyrirlestri sem Eric Ciroud,
fyrrverandi slökkviliðsstjóri í
Chamonix-héraði í Frakklandi, hélt
þann 6. júlí 2006 fyrir slökkviliðs-
menn og lögreglumenn á höfuðborg-
arsvæðinu, en Eric var einn þeirra
sem stjórnuðu aðgerðum í eldsvoð-
anum í Mont Blanc-göngunum. Mont
Blanc-göngin voru opnuð árið 1965
og voru þá lengstu jarðgöng í heimi,
en þau eru um 11,6 km löng. Þau eru
í Alpafjöllum og liggja á milli Frakk-
lands og Ítalíu. Lega ganganna er
þannig að þau eru hæst í miðju, en
halla niður í átt að gangamunnanum.
Fram kom hjá Eric að eldurinn í
Mont Blanc-göngunum
hafi magnast mjög
hratt og hafi ekki orðið
við neitt ráðið. Ef tak-
ast eigi að ráða við eld
eins og þann sem varð í
Mont Blanc-göngunum
árið 1999, þurfi að
slökkva hann innan 3-
10 mínútna eftir að
hann kemur upp. Eftir
það verði hitinn orðinn
svo mikill, að ekki verði
við neitt ráðið og ekki
hægt að komast að eld-
inum, jafnvel með besta
hlífðarbúnaði sem völ er á. Hitinn í
eldsvoðanum í Mont Blanc-
göngunum var mældur og mældist
hann vera um 1200 stig. Ekki náðist
að slökkva þann eld fyrr en eftir tvo
sólarhringa og var þá allt brunnið
sem brunnið gat, m.a. var malbikið
brunnið á 2 km kafla. Endurbygging
Mont Blanc-ganganna tók 3 ár, þar
til hægt var að hleypa umferð á þau á
ný.
Við ritun greinarinnar um Mont
Blanc-göngin kynnti ég mér við-
bragðstíma næstu slökkviliða og
kom í ljós að viðbragðstími slökkvi-
liðsins á Akranesi ofan í botn Hval-
fjarðarganga er 16 mínútur, en
slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á
Tunguhálsi í Reykjavík um 20 mín-
útur. Það segir manni, samkvæmt
kenningu Erics slökkviliðsstjóra, að
það væri of seint fyrir þessi slökkvi-
lið að komast að eldi, sem magnast á
svipaðan hátt og gerðist í Mont
Blanc-göngunum árið 1999. Því er
það eina sem getur bjargað fólki sem
statt er í Hvalfjarðargöngunum ef
eldsvoði brýst þar út, er að til séu
góðar flóttaleiðir.
Samkvæmt upplýsingum á heima-
síðu Spalar hf. fóru 2.030.000 bifreið-
ar um Hvalfjarðargöng síðastliðið
rekstrarár sem gerir 5.561 bifreið á
sólarhring. Ef að meðaltali eru þrír
menn í hverri bifreið, þá fara 16.683
manns í gegnum göngin á hverjum
sólarhring og ef við gefum okkur það
að 3/4 þeirra 12.512 manns fari um
göngin á tímabilinu frá kl.07:00-18:00
þá fara um 1.140 manns um göngin á
klukkutíma. Þetta er gríðarlegur
fjöldi fólks og má því búast við að ef
alvarlegur eldsvoði brýst út í Hval-
fjarðargöngunum, að þar verði eitt-
hvert manntjón og jafnvel mjög mik-
ið. Því þarf að nota tækifærið við
lagningu nýrra ganga og huga vel að
eldvörnum og búa til flóttaleiðir sem
fólk getur nýtt sér, ef eldsvoði brýst
út í Hvalfjarðargöngunum.
Með því að leggja ný göng mun of-
ar í berglögum Hvalfjarðar, er verið
að útiloka þann möguleika sem felst í
samhliða göngum, sem hægt væri að
nota sem flóttaleið vegna eldsvoða
eða eiturefnaslysa, sem geta átt sér
stað í Hvalfjarðargöngum.
Eldvarnir í
Hvalfjarðargöngum
Gísli Breiðfjörð Árnason vill að
ný fyrirhuguð Hvalfjarðargöng
verði samhliða þeim sem nú eru
»Ef það verður ofan á
að leggja væntanleg
göng mun ofar í berg-
inu, verður ekki hægt að
nýta þetta góða tæki-
færi í það að auka eld-
varnir í göngunum.
Gísli B. Árnason
Höfundur starfar sem rannsókn-
arlögreglumaður hjá lögreglu
höfuðborgarsvæðisins.
ÞAÐ er ekki oft sem maður brosir
allan hringinn þegar sýnt er fram á
að maður hafi haft rangt fyrir sér.
Ég var allt að því sannfærður í vet-
ur að ekki stæði til að
byggja nýjan spítala.
Meðal annars hafði ég
tjáð áhyggjur mínar á
síðum dagblaðanna. Í
dag kom það skýrt í
ljós að mér hafði orðið
svolítið brátt í brók og
ótti minn ekki á rökum
reistur. Reyndar er
mér vorkunn að stíflan
skyldi bresta í vetur
því ég hef beðið eftir
deginum í dag í meir
en 25 ár.
Dagurinn 27. febr-
úar 2008 mun lengi
vera í minnum hafður á Landspít-
alanum. Í dag gerðist það sem allir
starfsmenn Landspítalans hafa beð-
ið eftir árum saman. Heilbrigð-
isráðherra, Guðlaugur Þór, Inga
Jóna og fleiri háttsettir embætt-
ismenn héldu fund með okkur
starfsmönnunum. Það er ekki á
hverjum degi sem svo fríður hópur
mætir á fund með okkur enda var
mjög vel mætt af hálfu starfsmanna.
Það var mikil eftirvænting í hópn-
um. Við fórum ekki tómhent af
fundinum.
Guðlaugur Þór og Inga Jóna tóku
af öll tvímæli um að til stendur að
byggja nýtt sjúkrahús fyrir Íslend-
inga. Auk þess var tekið fram að
verkið yrði klárað en ekki skilið eftir
hálfklárað. Framtíðarsýnin er kom-
in á hreint. Til stendur að byggja
nýjan og góðan spítala fyrir alla
landsmenn. Hann mun þjóna öllum
Íslendingum vel og lengi. Ten-
ingnum er kastað.
Svartsýnisraddir munu sjálfsagt
heyrast eftir sem áður. Ég er sann-
færður um að þegar
úrtölumenn munu sjá
nýjan spítala rísa og
átta sig á muninum á
gamla og nýja tím-
anum munu þeir skilja
mikilvægi hans. Aftur
á móti munum við sem
höfum þráð þennan
dag árum saman mæta
bjartsýnni til vinnu á
morgun. Sjúklingar
spítalans munu kunna
að meta það.
Það er ekki ónýtt að
fá góðar gjafir á jól-
unum en það eru ekki
alltaf jól. Áfram verðum við í gömlu
húsunum nokkur ár til viðbótar. Á
fundinum kom fram skilningur á því
að gera okkur vistina bærilega með-
an við bíðum eftir nýju húsi. Sjálf-
sagt verður það mun léttara fyrir
starfsfólk og sjúklinga að þola nú-
verandi ástand vegna þeirra tíðinda
sem boðuð voru í dag.
Nauðsynlegt er fyrir alla aðila
sem að þessum málum koma að
byggja ekki bara hús. Þó að góð að-
staða starfsmanna og sjúklinga sé
forsenda árangurs á heims-
mælikvarða, sem við stefnum öll að,
þá er sjúkrahús miklu meira.
Sjúkrahús er fólkið sem vinnur þar,
stundum nefnt mannauður nú til
dags. Til að ná hámarks ávöxtun á
þeim auði þarf ýmislegt að koma til.
Stjórnendur þurfa að gæta þess að
skapa ekki ónauðsynleg tilefni fyrir
hinn almenna starfsmann að kvarta.
Við sem nöldrum þurfum að gera
það með góðum rökum og að vel yf-
irlögðu ráði. Nauðsynlegt er fyrir
gæslumenn pyngjunnar að meta
störf þeirra sem vinna með veikt
fólk. Til að hámarka líkur þess að
Íslendingar eigi kost á góðri heil-
brigðisþjónustu þurfum við að
tryggja það að fólk í heilbrigð-
isstéttum sé metið að verðleikum.
Til að ungt fólk hafi áhuga á að
koma til starfa í heilbrigðiskerfinu
og sinna veikum meðbræðrum sín-
um þurfum við sem vinnum þar að
muna eftir því jákvæða í vinnu okk-
ar og það sem fær okkur til að
starfa áfram. Við þurfum að kynna
störf okkar sem eftirsóknarverð.
Það er áhyggjuefni að ungt fólk ætl-
ar ekki að starfa innan heilbrigð-
iskerfisins í framtíðinni. Vissar for-
sendur liggja alltaf að baki áliti fólks
á eigin starfi. Því er nauðsynlegt að
þeir aðilar sem skapa þær forsendur
vandi til verka og hugsi ekki ein-
göngu um skammtímagróða heldur
ávöxtun auðs til framtíðar, eins og
nýbygging Landspítalans ber með
sér.
Teningnum er kastað –
nýtt Háskólasjúkrahús
Gunnar Skúli Ármannsson
skrifar um heilbrigðiskerfið
og nýtt sjúkrahús
» Það er ekki oft sem
maður brosir allan
hringinn þegar sýnt er
fram á að maður hafi
haft rangt fyrir sér.
Gunnar Skúli
Ármannsson
Höfundur er læknir.
ÉG er meistaranemi í þróun-
arfræðum við félagsvísindadeild
Háskóla Íslands, á heimasíðu Há-
skóla Íslands er eftirfarandi ritað
um námið: MA-námi í þróun-
arfræðum (60e) er
ætlað að veita nem-
endum fræðilega,
hagnýta og að-
ferðafræðilega þekk-
ingu til að takast á
við viðfangsefni á
sviði þróunarmála,
jafnframt því að und-
irbúa þá undir rann-
sóknarvinnu. Sam-
hliða náminu hef ég
verið í ýmsum fé-
lagsstörfum innan
Háskóla Íslands, má
þar helst nefna; for-
maður Samfélagsins,
félags diplóma-,
meistara- og dokt-
orsnema félagsvís-
indadeildar HÍ, 2006-
2007, fulltrúi Vöku í
stjórn stúdentaráðs
HÍ, fulltrúi í jafnrétt-
isnefnd stúdentaráðs,
fulltrúi í alþjóða- og
jafnréttisnefnd Vöku,
fulltrúi í gæðanefnd
háskólaráðs og rit-
stjórn Stúdentablaðs-
ins 2006-2007. Einnig
hef ég unnið með
meistaranáminu hjá
Rauða krossi Íslands,
aðstoðað fjölfatlaðan nemanda með
heimanám og lesið yfir fræðigrein-
ar hjá Kristínu Loftsdóttur, dósent
við mannfræðiskor HÍ.
Í aðdraganda seinustu kosninga
til stúdentaráðs Háskóla Íslands
setti Röskva, samtök félagshyggju-
fólks, inn tilkynningu í Morg-
unblaðið þar sem þau gagnrýndu
mig persónulega fyrir úttekt sem
alþjóða- og jafnréttisnefnd Vöku
stóð fyrir um aðgengi fatlaðra í
fimm helstu byggingum Háskóla
Íslands. Þar segir meðal annars:
Það er því í hæsta máta undarlegt
að Fjóla Einarsdóttir, fulltrúi
Vöku, skuli ráðast í úttekt á að-
gengi fatlaðra upp á eigin spýtur,
vitandi það að Háskólinn sjálfur
muni kosta slíka úttekt aðeins
mánuði seinna. Jafnframt vakna
spurningar um hæfni hennar til að
gera slíka úttekt á vísindalegan og
gagnlegan hátt. Yfirlýsinguna frá
Röskvu má sjá í heild sinni á bls. 9
í Morgunblaðinu 4. febrúar 2007.
Ég var að vonum mjög slegin við
að fá svona persónulega árás á
mig þar sem ég vann að þessari
úttekt með sex manna nefnd,
fannst undarlegt af hverju ég var
tekin út og gagnrýnd harðlega op-
inberlega. Þetta var einnig und-
arleg yfirlýsing í ljósi þess að ekki
var búið að birta skýrslu nefnd-
arinnar um úttektina
og hafði Röskva þar af
leiðandi ekki vitneskju
um umfang hennar.
Það sem sló mig þó
mest var að með því
að efast um hæfni
manneskju til þess að
gera úttekt um að-
gengi fatlaðra (sem
var gerð í samstarfi
við fatlaða ein-
staklinga) á vísinda-
legan og gagnlegan
hátt sem er að ljúka
námi sem á undirbúa
fólk undir rannsókn-
arvinnu er ákveðin
vantraustsyfirlýsing á
rannsóknartengt
meistaranám við Há-
skóla Íslands. Helstu
ástæður þess að ég
skrifa þessa grein er
að ég vil hreinsa
mannorð mitt af þess-
um efasemdum
Röskvu um hæfni
mína sem rannsak-
anda. Mér finnst það
mikilvægt sökum þess
að ég er að skila af
mér 25 eininga rann-
sóknarverkefni 25.
apríl næstkomandi sem fjallar um
götubörnin í Windhoek, höfuðborg
Namibíu. Ég hef unnið hörðum
höndum að þessu verkefni, á vís-
indalegan og að ég tel gagnlegan
hátt, samkvæmt viðurkenndum
reglum eigindlegra rannsókn-
araðferða undir handleiðslu dr.
Jónínu Einarsdóttur, dósents við
mannfræðiskor Háskóla Íslands.
Ég efast um að kennarar mínir
vilji að nemendur þeirra sem vinna
að ársrannsóknarverkefni séu yf-
irlýstir opinberlega vanhæfir um
að gera tveggja tíma úttekt á vís-
indalegan eða gagnlegan hátt, sem
gerð var í samstarfi við eitt stykki
nefnd í þokkabót. Ég vona að með
þessari grein hafi ég útskýrt mál
mitt og vonandi hreinsað mannorð
mitt af þessum ásökunum Röskvu
– sem eins og fram hefur komið ég
leit á sem persónulega árás og op-
inbera niðurlægingu.
Svar við
persónulegri árás
Fjóla Einarsdóttir svarar
persónulegum árásum Röskvu
Fjóla Einarsdóttir
»Helstu
ástæður
þess að ég
skrifa þessa
grein er að ég
vil hreinsa
mannorð mitt af
þessum efa-
semdum
Röskvu um
hæfni mína sem
rannsakanda.
Höfundur er meistaranemi í þróun-
arfræðum við Háskóla Íslands.
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæð-
isflokksins er gripinn tauga-
veiklun sem verður ekki skýrð á
annan veg en að skjólstæðingar
flokksins í fjármálalífinu óttist
um sinn hag. Í fjölmiðlum og á
þingi tala þingmenn einka-
framtaksins kinnroðalaust fyrir
pilsfaldakapítalisma. Upphlaup
þigmannanna kemur í kjölfar
kröfu bankamanna um að lífeyr-
issjóðirnir hætti sparnaði launa-
fólks í bankahítina.
Fjármálafurstarnir vilja að
almenningur borgi fyrir fíflsku
peningaaðalsins.
Áður en Sjálfstæðisflokkurinn
ákveður að veita almannafé til
bjargar fjármálastofnunum
ættu þeir að íhuga íhaldssöm
grunngildi eins og ráðdeild og
sjálfsbjörg. Ráðdeild er að eyða
ekki um efni fram og hafa borð
fyrir báru. Sjálfsbjörg lærist á
því að bjarga sér á eigin efnum.
Íslensku bankarnir eru rúnir
trausti erlendis og búa við erfið
lánskjör. Bankarnir geta engum
nema sjálfum sér kennt um
ófarirnar. Þeir sýndu ekki ráð-
deild en fá nú tækifæri til að
læra sjálfsbjörg.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins ættu ekki að fikta við siða-
lögmál sem eru undirstaða
flokksins.
Stjórnmálaflokkar geta staðið
af sér fjármálakreppu en ekki
siðferðilegt skipbrot.
Páll Vilhjálmsson
Ráðdeild
og sjálfsbjörg
Höfundur er blaðamaður.