Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 33 ✝ Ragnar Guð-björn Axelsson fæddist í Ólafsfirði 3. júlí 1936. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hornbrekku 23. febrúar síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Petreu Að- alheiðar Rögnvalds- dóttur húsfreyju, f. 16.11. 1908, og Pét- urs Axels Péturs- sonar sjómanns, f. 4.1. 1912, d. 23.4. 1960. Systkini Ragn- ars eru Rögnvaldur Kristinn, f. 1935, d. 1935, Rögnvaldur Krist- inn, f. 1937, d. 1957, Ásta Bjarn- heiður, f. 1938, Sveinbjörn, f. 1940, Sæunn Halldóra, f. 1942, Sigurrós, f. 1943, d. 1944, Lára Sigurbjörg, f. 1945 og Hanna Brynja, f. 1949. Dóttir Ragnars og Höllu Gísla- dóttur, f. 1938, er Sumarrós Hild- ur, f. 1956, maki Bergur Finnsson, f. 1950, sonur þeirra er Jakob Gunnar, f. 1990. Ragnar giftist hinn 16.12. 1978 Gabriellu Oddrúnu Eyfjörð Þorsteins- dóttir, f. 1930, d. 1987. Fyrir átti hún 7 börn, þau eru Þor- steinn, f. 1950, Rós- ant, f. 1951, Frið- björg, f. 1955, Oddur, f. 1958, Jó- hanna, f. 1960, El- ísabet, f. 1962, og einn er látinn. Ragnar ólst upp í Ólafsfirði og bjó þar alla sína tíð. Hann var frá unga aldri hlynntur sjómennsku sem hann stundaði frá fermingu fram til 1983 er hann kom alfarið í land vegna veikinda. Hann hélt samt áfram veiðiskap sínum í ám og vötnum landsins eins og honum var einum lagið. Alla tíð þótti hon- um best að vera í Ólafsfirði og finna fyrir mættinum, gleðinni og friðnum sem fylgdi tilverunni þar. Útför Ragnars fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku pabbi, við kveðjum þig með þessum orðum og og biðjum þér blessunar um eilífð. Far glaður þinn veg. Þín dóttir, tengdasonur og barna- barn, Sumarrós, Bergur og Jakob Gunnar. Okkur bræðurna langar með þess- um línum að minnast móðurbróður okkar, Ragnars Guðbjörns Axelsson- ar sjómanns, sem jarðsunginn er í dag, laugardag, frá Ólafsfjarðar- kirkju. Raggi var alltaf nærri okkur í okk- ar uppvexti og tilveru. Þeir bræður, hann og Bubbi byggðu sér myndar- legt tveggja hæða steinhús við hliðina á húsi foreldra okkar við Hlíðarveg- inn hér í Ólafsfirði og þar bjó Raggi á efri hæðinni um lengri tíma. Raggi var sjómaður alla tíð. Hann var farsæll sem slíkur og kom við flestalla þætti íslenskrar útgerðar- sögu. Hann hóf sjósókn um fermingu á árabát, síðan á trillu með afa Axeli, var á hinum ýmsu vertíðarbátum og lauk síðan sinni sjósókn á skuttogar- anum Sólbergi, ÓF 12 frá Ólafsfirði. Minningarnar eru margar. Allt frá því að fá að fara með frænda í fjár- húsin að sinna rollunum, skreppa fyr- ir hann út í sjoppu að kaupa 8 pulsur með öllu og 1 malt með, yfir í þann tíma sem við unnum saman í saltfiski heima í Ólafsfirði og landsmálin voru krufin þar til mergjar. Þetta með 8 pulsurnar er sko engin prentvilla. Á sínum yngri árum var frændi mikill matmaður, alveg orðlagður sem slík- ur. Er ekki frítt við að hann hafi geng- ist svolítið upp í því, allavega er það haft eftir kokki einum á bát sem hann var á, að ef Raggi væri um borð, þá þyrfti heilt lambalæri í sunnudags- matinn, bara fyrir hann. Það er ef til vill náttúra mikilla mat- manna að vera liðtækir við tilreiðslu matfanga. Það var altént svo að fáir höfðu betra lag á að salta kjöt en Raggi, og þegar okkur vantaði að vita hvernig best væri að flá sel og tilreiða, var gott að leita í smiðju til hans. Á góðri stundu var enginn glaðari en Raggi. Hann hló hátt og mikið og innilega þegar svo bar undir, jafnvel svo að hann táraðist. Tvær utanlandsferðir fórum við saman. Sú fyrri var til Glasgow og Edinborgar og sú seinni til Benidorm. Óhætt er að segja að frændi hafi virkilega átt sinn þátt í því að báðar þessar ferðir hafa orðið okkur bræðr- um ógleymanlegar. Raggi var víðlesinn og átti ágætt bókasafn. Blöðunum gerði hann líka góð skil og var þannig vel með á nót- unum í þeim þáttum sem þar voru til umræðu hverju sinni. Eftir að heilsa hans bilaði má segja að við höfum enn betur fengið að kynnast því hvern mann hann hafði að geyma. Oftar en ekki héldum við að nú væri svo komið að erfitt yrði fyrir okkar mann að komast til heilsu á ný, en alltaf kom hann til baka. Með sínu æðruleysi og lítillæti sem oft ein- kennir mikla menn vann hann sig frá hverri þraut og bar höfuðið hátt. Nú er frændi lagður af stað í sína hinstu för og trúum við því að viðtök- urnar verði góðar í nýrri höfn. Elsku amma, Rósa, mamma, Bubbi, Ásta, Lára og Hanna; okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Ásgeir Logi Ásgeirsson og fjölskylda, Kristján Ragnar Ásgeirsson, Sigurgeir Frímann Ásgeirsson. Það er oft erfitt að vakna. Að vakna við símtal heiman frá Íslandi sem bar fréttir um að Raggi frændi væri dáinn varð þó til að mig langaði ekkert fram úr rúminu þann morguninn. Mamma hringdi strax og hún fékk fréttirnar og lét okkur vita. Þetta er skrítin til- finning. Mér finnst ólíklegt annað en að næst þegar við komum heim til Ólafsfjarðar eigi ég eftir að vera á kíkkinu eftir honum. Gá hvort ég sjái ekki bílinn hans á ferðinni. Hann og Bubba frænda úti að forvitnast um gang mála í bænum og næstu hér- uðum. Raggi, líkt og öll hans systkin og amma, varð fyrir þungum áföllum um ævina, ástvinamissi sem erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig maður sjálfur tæki á. Við þessa erfiðleika bættist síðan heilsuleysi sem varð til þess að Raggi varð að breyta til í ýms- um málum og það gerði hann. Það þarf styrk til að breyta áralöngum venjum, hvort sem um góða siði eða slæma er að ræða. Hann sýndi okkur að hann bjó yfir þessum styrk og kom lagi á sitt líf, sem skapaði grunn fyrir að við fengum þó að njóta nærveru hans fram til þessa dags. Raggi var góður frændi. Alltaf for- vitinn um okkar hagi, hvort okkur liði vel, hvort okkur gengi vel, hvort allt væri ekki í lagi. Alltaf spenntur fyrir að heyra sögur af börnunum okkar og hlæja að bröltinu í þeim. Það var bara svo gott að vera nálægt honum. Raggi bjó orðið sökum heilsu sinn- ar á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði, ásamt ömmu og Bubba frænda, bróður hans. Þetta veit ég að var gott fyrirkomulag fyrir hann, en það sem okkur fannst gott að sjá var að hann lokaði sig ekkert inni. Raggi var mikið á ferðinni. Við sáum bræð- urna í bíltúrum, við hittum á Ragga í berjamó, við veiðar frammi í á eða úti á bryggju. Hann var oft að veiða og fékk oft fisk og það fannst krökkun- um okkar spennandi og vildu standa sig vel við veiðimennskuna eins og hann. Við söknum Ragga sárt. Þessa góða frænda og allrar sögunnar sem með honum er nú liðin undir lok. Elsku amma, mamma, Bubbi, og elsku frænkur; mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Axel og fjölskylda, Spáni. Jæja Raggi minn þá er víst komið að kveðjustund. Stund sem mitt barnslega eðli hélt að væri í órafjar- lægð og ég hugði ekki að. Stund sem ég á erfitt með að sætta mig við enda þú gegnt ákveðnu hlutverki alla mína lífsleið og verið mér svo nálægur síð- astliðin ár. Ég þarf ekki annað en að loka augunum, þá finnst mér ég vera komin í stofuna til ykkar Ellu á Hlíð- arveginum; sjö, átta ára, uppnumin af öllum fallegu hlutunum ykkar. Upp- stoppaðir fuglar og kópur sem ég hélt svo upp á, glitrandi styttur í öllum regnbogans litum og ekki má gleyma fallegu stólunum sem báru sessur bróderaðar af Ellu. Ég gat dvalið heilu tímana hjá ykkur enda allt gert til þess að stundirnar yrðu sem skemmtilegastar. Þessar minningar eru mér svo dýrmætar. Seinni árin urðu þér síðan erfið. Þú veiktist, hófst þá þín þrautaganga og hún Ella þín lést eftir höfðinglega baráttu við krabbamein, mótlætið varð mikið. Við hittumst sjaldan en hugur minn var oft hjá þér. Það var síðan veturinn ’96 að ég kom norður til að kenna og þú bjóst með ömmu í Háaskála. Vinskapur okkar var svo heill, stutt í grín og mik- ið hlegið, gantast með liðinn tíma og samferðafólk. Ég var mikið hjá ykkur enda heilagt að koma eftir kennslu og fá mér kaffi og smurt sem þið voruð búin að sjá fyrir. Er amma fékk sér síðan lúr kveiktum við okkur í sígar- ettu og ræddum dagsins önn. Ég fyllti þig af kjaftasögum úr bæjarlífinu og þú minntist gamallar tíðar. Ég sakna enn þessara stunda. Einnig horfðum við oft á brjálaðar hasarmyndir í sjón- varpinu enda þú sólginn í þær, átum karamellur og hlaup í tonnavís og lof- uðum hvort öðru að borga tannlækn- areikningana er að þeim kæmi. Þessi vetur var mér ómetanlegur og Guðs gjöf að fá það tækifæri að umgangast ykkur ömmu svona mikið. Þú varst stangveiðimaður fram í fingurgóma, áttir allar veiðigræjur og þið Ási voruð duglegir að veiða. Síð- astliðin sumur varstu farinn að koma með okkur til Árnýjar og Ásgríms að Mallandi í vötnin góðu. Þar áttum við öll yndislegar stundir með þeim heið- urshjónum. Er við Magni tókum sam- an voruð þið ekki lengi að mynda þennan ljúfa vinskap sem hélt þar til yfir lauk og er Mikael heyrði að þú værir dáinn bað hann Guð í bænum sínum að gera þig að engli. Síðan spurði hann daginn eftir hvar sálin þín væri og líkami, ég reyndi að út- skýra eftir megni fyrir fimm ára gömlum dreng hvernig farið væri. Í bænum sínum um kvöldið var Guð beðinn um að gera við þig og senda þig til ömmu og Bubba. Hann vissi að það væri ekki hægt en hann langaði bara svo að knúsa þig. Mig vantar líka, elsku Raggi, að fá að setjast nið- ur með þér með síðasta kaffibollann og kyssa þig og knúsa í kveðjuskyni. Ég er samt Guði þakklát fyrir að hafa veitt þér hvíldina enda hún þér náðug ég veit að vel var tekið á móti þér, þú umvafinn ást og hlýju á endastöð og nýir tímar teknir við. Við sem eftir stöndum full saknaðar ornum okkur við minningar um þig. Ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll er kemur að hinstu kveðjustund. Ég kveð þig elsku frændi, takk fyr- ir allt, Magni og Mikael Viktor senda góðum frænda og félaga kveðju. Við sjáumst, þín Petrea. Ragnar Guðbjörn Axelsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, FREYGERÐUR GUÐRÚN BERGSDÓTTIR, Austurbyggð 17, Akureyri, lést að Dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 23. febrúar. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigrún Finnsdóttir, Daníel Þórðarson, Guðmundur Finnsson, Gréta Stefánsdóttir, Bergur Finnsson, Sumarrós Ragnarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA SIGRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR, áður til heimilis að Hringbraut 107, Reykjavík, er lést aðfaranótt mánudagsins 25. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 3. mars kl.13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins s. 543 3700. Unnur Björgvinsdóttir, Björg Björgvinsdóttir, Valdimar Karlsson, Steinunn Þórisdóttir, Björn S. Jónsson, Björgvin Þórisson, Helga Jónatansdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRSÆLL HERMANNSSON, Dynskógum 9, Hveragerði, lést á Landspítala, Fossvogi, fimmtudaginn 21. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00. Ragnheiður Guðrún Þorgilsdóttir, Margrét Ársælsdóttir, Hjálmar Brynjúlfsson, Hafsteinn Már Ársælsson, Helga J. Sigurjónsdóttir, Hermann Ársælsson, Sigríður Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BRAGI VIÐAR PÁLSSON, Björgum 2, Hörgárdal, lést á heimili sínu miðvikudaginn 27. febrúar. Hafdís Jóhannesdóttir, Sigmar Bragason, Anna Þóra Ólafsdóttir, Viðar Bragason, Ólafía K. Snælaugsdóttir, Fanndís Viðarsdóttir, Kristófer Fannar Sigmarsson, Daníel Freyr Sigmarsson, Kristín Ellý Sigmarsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, FRÍÐA GUÐBJARTSDÓTTIR frá Kvígindisdal, Kjartansgötu 15, Borgarnesi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fimmtudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 13.00. Valur Thoroddsen, Haukur Valsson, Kristín Einarsdóttir, Hildur Valsdóttir, Snædís Valsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Anna Valsdóttir, Árni Magnússon, Magnús Valsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.