Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 01.03.2008, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 1. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég man fyrst eftir Ármanni frænda mín- um er hann kom í heimsóknir niður á Snotrunes. Hann var öðruvísi gestur. Ármann var alltaf með bílstjóra og bíl. Hann tók aldrei bílpróf og átti aldrei bíl, hafði líklega ekki áhuga á því. Mér fannst hann alltaf mjög vel klæddur, fínn í tauinu. Flottar húfur og pípan á sínum stað. Í þessum heimsóknum fór Ármann um Neslandið, við krakkarnir með. Hann þekkti hverja þúfu og hvern stein. Mundi öll örnefni og fræddi okkur. Sagði sögur og atvik úr sinni bernsku þegar hann ólst upp á Snotrunesi. Ég held að honum hafi þótt mjög vænt um Snotrunes og Borgarfjörð. Næst man ég eftir Ármanni á Eið- um, fékk að heimsækja Eygló, Ingu og Ármann í nokkra daga. Man eftir öllum bókunum á Garði, snyrti- mennskunni inni og fallega garðinum, trjánum og víðáttunni. Hvernig var hægt að búa á stað þar sem hvorki var sjór eða fjöll? Fór með Ármanni að veiða silung í Eiðavatninu. Löng ganga fannst mér, allt gert á rólegan og öruggan hátt. Veiðin góð og Inga bjó til lostæti úr vatnafiskinum. En Ármann var ekki veiðimaður, hann hafði samt áhuga á veiðisögum, enda alinn upp í veiðimannasamfélagi. Hann stundaði sjálfbæra veiði í Eiða- vatni. Seinna dvaldi ég einn vetur hjá Ár- manni og Ingu er ég var í Alþýðuskól- Ármann Halldórsson ✝ Ármann Hall-dórsson fæddist á Snotrunesi í Borg- arfirði eystra 8. maí 1916. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ás- kirkju 22. febrúar. anum á Eiðum. Fékk ég herbergi Eyglóar sem var þá í námi í Reykja- vík. Ég var síðastur í röðinni af fjórum systk- inum sem dvöldu þar og voru í námi á Eiðum. Ég tel að það hafi verið okk- ur mikið gæfuspor að fá að vera hjá Ármanni og Ingu, það verður aldrei fullþakkað. Ármann kenndi mér þennan vet- ur íslensku. Hann náði strax vel til bekkjarins, ekki með látum eða há- vaða. Nærvera hans hafði góð áhrif. Áhugi hans og kunnátta skiluðu sér. Einnig reynslan og lífsgleðin. Eftir að Ármann og Inga fluttu inn á Egilsstaði kom ég oft þar og gisti. Gestrisni þeirra hjóna var ótrúleg. Þá fræddi Ármann mig á lífinu sem Borgfirðingar og Víknamenn lifðu þegar hann var að alast upp. Hann vissi allt og kunni að segja frá. Þvílíkt minni. Það sem eftir Ármann liggur skrif- að les ég oft. Í gönguferðum suður á Víkur er nauðsynlegt að hafa Búkollu með. Við lestur hennar lifnar mann- lífið við. Það er gott að hafa þekkt Ármann. Ármann var góður maður. Njáll Eiðsson. Ármann Halldórsson, kennari við Alþýðuskólann á Eiðum, var sam- kennari föður okkar Þórarins Sveins- sonar um nokkurra áratuga skeið. Ár- mann bjó með sinni fjölskyldu á Garði sem stendur fjær skólanum og aðeins fyrir ofan Þórarinshús þar sem við bjuggum. Á hverjum degi á leið til vinnu gekk hann fram hjá Þórarins- húsi og sló úr pípunni sinni á stein- stólpann við hornið á húsinu. Þegar við heyrðum Ármann slá úr pípunni á stólpann, þá var tími til að tygja sig í skólann, klukkan að verða átta. Ár- mann kenndi íslensku og dönsku. Hann hafði gaman af kennslu og átti auðvelt með miðla og ná til nemenda sinna. Hann hafði yndi af því að rök- ræða um bókmenntaleg efni og þótti ekki verra ef hægt var að draga póli- tík inn í umræðuna. Eiðar voru menntasetur og höfðu menningarlegt yfirbragð sem stafaði ekki síst af nærveru Ármanns. Hann var fræðimaður og rithöfundur og á því sviði lagði hann sig eftir austfirsk- um menningararfi. Á Garði var bóka- herbergi sem var þakið bókum frá gólfi upp í loft. Skrifborð stóð á miðju gólfi frá glugga og var ávallt þakið bókum og blöðum. Þetta var griða- staður Ármanns, þarna sat hann löngum stundum og grúskaði og skrifaði í takt við tifið í veggklukk- unni. Pípulyktina lagði út úr herberg- inu. Samstarf föður okkar og Ármanns við uppfræðslu nemenda og uppbygg- ingu skólastarfs var alla tíð mjög gott og vinsamlegt. Ármann hafði þann eiginleika að gæða skólastarfið á Eið- um bæði mjúkri og mildri hlýju. Á uppeldisárum okkar systkininna á Eiðum var Ármann alltaf til staðar og var alla tíð hluti af okkar tilveru. Samgangur á milli heimilanna var mikill og hans rólegu, kómísku og hnyttnu tilsvör settu lit sinn á til- veruna. Ármann gaf okkur veganesti menntunar og menningar sem hefur fylgt okkur alla tíð. Við systkinin vilj- um þakka Ármanni samfylgdina á Eiðum og þær hlýju minningar sem við tengjum við hann. Við sendum Ingibjörgu, Eygló, Knúti og börnum þeirra okkar inni- legustu samúðakveðjur. Börn Stefaníu og Þórarins Sveins- sonar frá Eiðum. Fáir Austfirðingar hafa gefið sam- tíð sinni jafn mikið og Ármann Hall- dórsson frá Snotrunesi. Hann gat sér fágætan orðstír sem kennari við Al- þýðuskólann á Eiðum í röska þrjá áratugi, vinsæll jafnt af samstarfs- fólki sem nemendum. Aðalkennslu- greinar hans voru íslenska og danska en í báðum þeim greinum aflaði hann sér framhaldsmenntunar. Kennaran- um Ármanni kynntist ég ekki af eigin raun en rithöfundinum og félagsmála- frömuðinum þeim mun betur. Greinar eftir hann tóku að birtast í austfirsk- um blöðum og tímaritum fljótlega eft- ir að hann hóf kennslu á Eiðum. Hann hafði snilldartök á íslensku máli, text- inn spratt fram eins og lindarvatn, áreynslulaust að því virtist, léttur og blæbrigðaríkur en mergjaður ef svo bar undir. Barn að aldri las ég greinar eftir hann í tímaritinu Snæfelli, sem ÚÍA hóf að gefa út 1946 og var Ár- mann ritstjóri þess. Auk frásagna af vettvangi ungmennafélaganna birtust þar ádrepur eftir ritstjórann sem eftir var tekið, t.d. greinin „Fulltrúar rík- isins“ um drykkjuskap á útihátíðum og önnur um óviðunandi samkomuhús og bágan aðbúnað þess tíma að hvers kyns félagsstarfsemi. Tímaritið Snæfell varð ekki langlíft en hálfum öðrum áratug síðar lyfti Ármann merki á ný með Múlaþingi, ársriti sem brátt vann sér traustan sess. Með honum stóð þar í stafni ann- ar Borgfirðingur, Sigurður Óskar Pálsson, og var samstarf þeirra einkar endingargott. Stakkur Múla- þings reyndist hins vegar til muna of þröngur fyrir Ármann og undir hans ritstjórn kom út hátt í tugur bóka með margvíslegum sagnafróðleik. Upp úr 1970 urðu þáttaskil í lífi Ár- manns og konu hans Ingibjargar Kristmundsdóttur. Þau fluttu sig um set frá Eiðum í Egilsstaði og upp frá því urðu ritstörf og fræðimennska að- alviðfangsefni bóndans sem lyfti hverju grettistakinu á fætur öðru á meðan kraftar entust. Ritsafnið um Sveitir og jarðir í Múlaþingi sem út kom í fjórum bindum 1975–1978 hefði líklega aldrei orðið barn í brók án Ár- manns sem ritstjóra og aðalhöfundar, í öllu falli ekki sú vinsæla „Búkolla“ sem enn mun vera mest notaða upp- sláttarrit austanlands. Jafnhliða lagði þessi ódrepandi penni grunn að Hér- aðsskjalasafni Austfirðinga sem fyrsti vörslumaður þess frá stofnun 1975 til árins 1984. Samstarf okkar Ármanns var af margvíslegum toga og allnáið um skeið. Við vorum á svipaðri bylgju- lengd hvað lífsviðhorf snerti og einnig í stjórnmálstarfi var gott að leita í viskubrunn hans. Hugmyndin að Safnastofnun Austurlands óx upp úr samtölum okkar á milli og Ármann var ritari nefndarinnar sem skilaði áliti til SSA 1972 en með því var lagð- ur grunnur að þessari nýbreytni. Ég leit oft við í Útgarði hjá þeim hjónum og enn leggur ylinn af þeim samveru- stundum. Úr stundaglasinu var síð- asta ritið frá hendi Ármanns, minn- ingarþættir, myndskreyttir af Elíasi bróður hans og þá runnin upp ný öld. Um ókomin ár munu margir leita í þann gilda og óbrotgjarna sjóð sem Ármann ánafnaði þjóðinni til varð- veislu. Hjörleifur Guttormsson. Mótun manna á æskuárum hefur oft áhrif í lífinu öllu, góðir kennarar gegna þar oft mikilvægu hlutverki. Ég átti því láni að fagna varðandi íslenskt mál og meðferð þess í ræðu og riti að hafa átt lærifeður sem af lífi og sál leiðbeindu og vöktu áhuga fyrir vönd- uðum bókmenntum. Þar átti Ármann Halldórsson sinn ríka og gjöfula þátt þann vetur sem ég naut leiðsagnar hans sem kennara. Hann hafði í kennslu sinni yfirvegað- an en um leið býsna ágengan stíl sem vakti bæði til frekari umhugsunar og hvatti til vandvirkni, jafnvel nostur- semi í málfari öllu. Hann var einn af þessum mönnum, alltof sjaldgæfu, sem sameina þann aga er kemur eins og af sjálfu sér og þessa hlýju elsku- semi svo að enginn vildi á hlut hans ganga. Ármann var ekki aðeins sá sem leið- beindi og gjörði kröfur til annarra, hann gjörði ekki síður kröfur til sjálfs sín, það sönnuðu ritverk hans öll, mál- farið tært í oft krefjandi einfaldleik sínum en jafnframt með ákveðinni ög- un, hann bjó gömlum sögnum hinn vandaða búning en jafnframt var frá- sögnin ljós og lifandi. Svo ótalmörgu var bjargað frá glötun, svo margt dregið í dagsljós fram sem okkur nú- tímafólki er hollt að hugleiða, heim- ildaöflun öll til fyrirmyndar og list- fengið í meðferð málsins nýtur sín vel, jafnvel í upptalningu staðreynda. Það ritverk hans sem ég lít oftast í allra bóka sem sífellda uppsprettu fróðleiks um menn og málefni eystra, stórvirki Ármanns: Sveitir og jarðir í Múlaþingi myndi nægja eitt sér til að varðveita minningu hans sem fræðimanns og rithöfundar, en í hillunum mínum finn ég svo ótalmörg önnur verk hans og alltaf dáist ég jafnmikið að hinum ótrúlegu afköstum hans og enn frekar þeirri alúð sem hann hefur lagt að hverju og einu. Fyrir okkur gömlu Eiðamennina er bókin hans um Al- þýðuskólann á Eiðum hreint ómetan- leg svo aðeins sé dæmi nefnt um rit- verk hans. Austfirðingar munu um langan aldur verða Ármanni afar þakklátir fyrir ævistarfið: kennslu, safnvörzlu og bækur hans allar, ekki síður hversu mikill Austfirðingur og ekki minnst Borgfirðingur hann var, en allra helzt er þó þakkað fyrir mann- kostadreng mikilla hæfileika. Ármann átti heiða samfélagssýn réttlætis, friðar og jafnaðar, hann var einlægur sósíalisti og dýrmæt þótti mér hans trúa og trausta fylgd við sameiginlegan málstað, þjóðrækni hans og heimssýn öll fóru einkar vel saman. Hann var sá mikli gæfumaður að eignast einstaklega góðan og traustan lífsförunaut ágætra eiginleika í henni Ingibjörgu og eins var honum dýrmæt fósturdóttirin Eygló og hennar fólk. Við Hanna sendum þeim okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. Ég kveð Ármann þakklátum huga með hlýrri þökk fyrir leiðsögnina á Eiðavetrinum og alla hina mætu kynningu áranna. Þar fór gegnheill og góður drengur. Helgi Seljan. Þegar þetta er ritað, föstudaginn 22. febrúar 2008, er til moldar borinn einn víðsýnasti Austfirðingur af lið- inni öld, Ármann Halldórsson, kenn- ari frá Eiðum. Það var gæfa undirritaðs að kynn- ast þessum hægláta og prúða öðlingi sem alltaf var reiðubúinn til aðstoðar þegar rell mitt náði eyrum hans. Skipti þá ekki máli hvort vettvangur- inn var æskulýðsmál, uppflettingar í ✝ Hannes Ingvars-son fæddist á Skipum í Stokkseyr- arhreppi 31. mars 1922. Hann lést á sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingvar Hannesson bóndi á Skipum, f. 10. febrúar 1878, d. 16. maí 1962, og kona hans Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 22. ágúst 1887, d. 9. ágúst 1974. Alsystkini Hannesar eru: Vilborg, f. 1918, Guðmundur, f. 1920, d. 1925, Sigtryggur, f. 1923, Guðmunda, f. 1925, d. 2004, Sigríður, f. 1928, Pétur, f. 1930, d. 2007, og Ásdís, f. 1933. Með fyrri konu sinni, Vilborgu Jónsdóttur, sem lést 1916, átti Ingvar þau Sig- urbjörgu, f. 1910, Margréti, f. 1911, d. 2003, Jón, f. 1912, Gísla, f. 1913, d. 1941, og Bjarna, f. 1915, d. 1999, sem var ætt- leiddur af Konráði Konráðssyni lækni og Sigríði Jónsdóttur. Hannes bjó á Skip- um til ársins 1967 en upp frá því á Selfossi. Hann lauk barna- skólaprófi á Stokks- eyri. Öll sín upp- vaxtar- og unglingsár vann hann við bú for- eldra sinna og stund- aði sjómennsku samhliða frá 16 ára aldri. Meirapróf tók hann á Selfossi og frá 22 ára aldri til sjötugs, eða í tæplega hálfa öld, starfaði hann sem bílstjóri hjá Kf. Árnesinga, lengstum við mjólkurflutninga. Útför Hannesar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Hannes var mjög barngóður og hafði gaman af að spjalla við mig og sagði gjarnan við ættingjana: „Veistu bara hvað hún sagði?....!“ og svo skellihló hann. Hannes og Sigtryggur kenndu okkur Gísla bróður svolítið að tefla, því taflmennskan var eitt helsta áhugamál þeirra og fylgdust þeir með skákþáttum í útvarpinu og voru virkir þátttakendur í taflfélögum. Eitt sinn buðu þeir Gísla með sér til Reykjavík- ur á alþjóðlegt skákmót sem haldið var í Lídó, í kring um 1960, og þótti honum mikið varið í að sjá þessa stór- meistara etja kappi. Mér er líka mjög minnisstætt þegar ég fór „austrí“ með Ragnheiði systur í fyrsta skipti, Hannes tók við henni og setti hana á rúmið sitt og lék við hana. Við vorum innilega sammála um hvað ég væri heppin að eiga svona fallega litla syst- ur. Minnisstætt er að ekki var flasað að neinu þegar trillan var sjósett. Þarna mun hafa verið lagður grunnurinn að farsælu ævistarfi Gísla er hann fékk að fara með þeim sinn fyrsta róður. Gaman þótti okkur líka að fylgjast með þegar þeir smíðuðu frystikistuna og buðu svo til ísveislu í kjallaranum. Ég var mikið með þeim, aldrei var tal- að um að ég væri kannski að þvælast Hannes Ingvarsson ✝ Innilegar þakkir fyrir vináttu og sýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INDIÖNU INGÓLFSDÓTTUR, Starrahólum 7, Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð. Stefán Gunnar Vilhjálmsson, Sigríður Jóna Ásmundsdóttir, Jóhann Gunnar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, JÓHANNS T. EGILSSONAR frá Akureyri, fyrrum útibússtjóra, Lækjarsmára 6, Kópavogi, sem lést 9. febrúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13-D á Landspítala og á Hjúkrunarheimilinu EIR. Björg Jónsdóttir, Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Ólafur H. Torfason, Egill Jóhannsson, Kristín Gunnarsdóttir, Örn Jóhannsson, Ane Mette Sørensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, GÍSLA BRYNJÓLFSSONAR frá Þykkvabæjarklaustri, til heimilis að Árskógum 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir hlýhug og góða umönnun starfsfólks á Dagvist Vitatorgi, öldrunardeild Landakots og í Skógarbæ. Þóranna Brynjólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.