Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.03.2008, Qupperneq 56
LAUGARDAGUR 1. MARS 61. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Uppsagnir hjá DeCode  Íslensk erfðagreining hefur sagt upp um 60 starfsmönnum. Uppsagn- irnar eru liður í aðhaldsaðgerðum og hafa sumir starfsmennirnir þegar látið af störfum, en eftir uppsagn- irnar starfa um 390 manns hjá fyrir- tækinu. » Forsíða Bændur bregða búi  Flótti er brostinn á í röðum bænda vegna mikilla hækkana á aðföngum undanfarin tvö ár. » Forsíða Sérstök öryggisfylgd  Öryggisskjöl utanríkisráðuneyt- isins verða flutt til skráningar á Ísa- firði í vor og verður ströng örygg- isgæsla viðhöfð, en að lokinni skráningu verða skjölin flutt aftur til Reykjavíkur. » 2 Krónan hindrun  Eitt helsta vandamál íslensks fjár- málamarkaðar er að ekki hefur tek- ist að laða að erlenda langtíma- fjárfesta og augljós hindrun er íslenska krónan. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Morgunblaðið, umhverfið og ál Forystugreinar: Uppsagnir | Samráð við Reykvíkinga UMRÆÐAN» Eldvarnir í Hvalfjarðargöngum Svar við persónulegri árás Ráðdeild og sjálfsbjörg Íslenskir bautasteinar Lesbók: Listasafn Íslands Ást, friður, frelsi og hamingja ’67 Börn: Frábær verðlaunasaga Sögubíllinn Æringi frumsýndur LESBÓK | BÖRN» 4& '4 4 4 4 4  4 4& ''4 5 $6!( / !,  $ 7 %   %!!'"! /#!  4 4' 4 4 4 4' 4 ''4 '4' . 82 ( 4' 4 4& 4 4 4' 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8!8=EA< A:=(8!8=EA< (FA(8!8=EA< (3>((A"!G=<A8> H<B<A(8?!H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 0 °C | Kaldast -8 °C  Norðaustanátt, víða 5-10 metrar á sek- úndu en hægari suð- vestan til. Skýjað og stöku él. » 10 TÖLVULEIKIR» Stríðið hefst um helgina Menn verja verð- mæt landssvæði með kjafti og klóm í Eve Online. Aðeins einn stendur uppi þegar yfir lýkur. » 50 FÓLK» Nútímaútgáfa af Marilyn Monroe? » 49 Er líf eftir Laug- ardagslögin? Ým- islegt er hægt að gera þegar sjón- varpsdagskráin bregst. » 51 SJÓNVARP» Stjörnur og skautar TÓNLIST» Hjálmar eru í frístunda- fíling í stúdíóinu. » 53 TÓNLIST» Brit-verðlaun gætu verið á næsta leiti. » 49 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Piltur látinn eftir umferðarslys 2. Ásdís Rán gæti unnið tugi millj. 3. Fyrirsæta fannst látin í Signu 4. Baltasar: Getur breytt öllu  Íslenska krónan styrktist um 0,7% ÍSLENSKA skjaldarmerkið er í forgrunni vegg- spjalds Vífilfells sem ætlað er að auglýsa sérkjör á krám í Reykjavík í tilefni af því að í dag eru 19 ár liðin frá lögleiðingu bjórsins. Að vísu er um afbökun á ríkisskjaldarmerkinu að ræða þar sem landvættirnar fjórar sjást með ölkrús í hönd. Í 12. grein laga um ríkisskjaldarmerkið segir að skjaldarmerki Íslands sé auðkenni stjórnvalda ríkisins og að notkun á því sé þeim einum heimil. Snorri Jónsson hjá auglýsingastofunni Vat- íkaninu sem hannaði veggspjaldið segir að þar hafi menn ekki leitt hug- ann að lögum um skjaldarmerkið þegar auglýsingin var gerð en það hafi alls ekki verið gert í þeim tilgangi að brjóta lög. Sé umrædd auglýsing brot á lögum um ríkisskjaldarmerkið gætu lög um þjóðfána Íslands einnig átt við þar sem fánann er að finna á sjálfu skjaldarmerkinu en í fánalög- um segir að enginn megi óvirða þjóð- fánann í verki. Þá gæti veggspjaldið brotið gegn áfengislögum því bannað sé að sýna neyslu áfengis í auglýs- ingum. | 46 Ölglaðar landvættir í auglýsingu Við skál Hluti veggspjaldsins. LÁGMARKSLAUN ættu að vera 218 þúsund krónur á mánuði, sam- kvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Að með- altali telja konur að launin ættu að vera 224 þúsund en meðaltal álits karla er 211 þúsund krónur á mánuði. 35% landsmanna sögðu að lág- markslaunin ættu að vera 200 þúsund krónur, 19% sögðu að þau ættu að vera 250 þúsund og nær 28% sögðu að þau ættu að vera 190 þúsund eða hærri. 14% töldu að þau ættu að vera hærri en 275 þúsund og 13% sögðu að þau ættu að vera 150 þúsund eða lægri. 97% voru sammála því að lögð yrði áhersla á hækkun lægstu launa. 64% svarenda voru andvíg verk- fallsboðun en 28% hlynnt. Stuðningur við verkfall er mestur hjá félags- mönnum Starfsgreinasambandsins eða 37%, 35% hjá BHM og BSRB og 23% hjá KÍ. Niðurstöðurnar eru úr símakönn- un sem Capacent Gallup gerði 15. til 26. febrúar. Svarhlutfall var nær 61% og úrtaksstærð 1.573 manns. Lágmarks- laun verði 218 þúsund „ÉG er sprelllifandi og þetta ævintýri með myndina hefur verið stórskemmtilegt,“ segir Kanadabúinn Ninalee A. Craig sem er kunn sem fyrirsætan á einni kunnustu ljósmynd 20. aldar, Bandarísk stúlka á Ítalíu, eftir Ruth Orkin, frá 1951. Hér er hún á Austurvelli en á myndinni frægu er hún 23 ára gömul og hópur karla starir á hana og blístrar. Craig segir myndina hafa ver- ið notaða til að sýna áreiti sem konur verða fyrir. „En ég skemmti mér þó konunglega,“ segir Craig sem kem- ur árlega hingað til lands og nýtur vetrarins. | 28 Stórskemmtilegt ævintýri Lenti fyrir 57 árum á einni kunnustu ljósmynd 20. aldar Morgunblaðið/RAX Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is VÍSINDAMENN við Uppsalahá- skóla í Svíþjóð hafa birt niðurstöður nýrra rannsókna er varða uppruna taminna hænsna og þeirra á meðal íslensku landnámshænsnanna. Nið- urstöðurnar voru birtar í gær á vefsíðu vísindatímaritsins PLoS Genetics. Rannsóknarvinnan er ekki síst mikilvæg fyrir þá staðreynd að hún kollvarpar kenningu Charles Darw- ins um uppruna taminna hænsna, en Darwin hélt því fram að uppruni þeirra væri fremur einfaldur, þ.e. að þau væru komin af rauðum villi- hænsnum (l. Gallus gallus). Vísindamennirnir frá Uppsalahá- skóla hafa nú afsannað þá kenningu og sýnt fram á að þó hænsnin séu vissulega að mestum hluta komin af rauðu villihænsnunum þá hafi snemma átt sér stað kynblöndun. Kynblöndunina röktu vísinda- mennirnir með því að bera kennsl á genið sem veldur gulum fótalit tam- inna hænsna. Þetta gen var svo rakið til leppahænsna (l. Gallus sonneratii) og því þykir sýnt að landnámshænan á sér uppruna í að minnsta kosti tveimur tegundum hænsna. „Við vitum ekki hvers vegna maðurinn valdi að temja ein- mitt þessa gerð hænsna. Kannski að hænsn með gula fætur hafi þótt vera hraustari eða frjósamari. Ef til vill hafa þau bara heillað menn vegna þessa útlitseinkennis,“ segir prófessor Leif Andersson sem stýrði rannsóknarverkefninu. Fjallað er um niðurstöðurnar m.a. á vefnum Telegraph.co.uk og situr þar fyrir sem afbragðsdæmi um tamda hænu landnámshænan Dröfn á Brandshúsum í Flóa. Kenning Darwins felld? Uppruni taminna hænsna, þ.á m. íslensku landnámshænsn- anna, er mun flóknari en vísindamenn hafa talið hingað til Í HNOTSKURN »Guli liturinn í hænum á samauppruna og t.d. bleiki liturinn í laxi. »Genið sem fannst skráir fyrirensími sem brýtur niður lit- inn, það er ekki virkt í húð hænsna og því eru fæturnir gulir. »Niðurstöðurnar birtust á vefvísindatímaritsins PLoS Genetics. Flóknar Landnámshænur á ferð. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.