Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Raunir | Yfirhylming vegna ránsins á Natöschu Kampusch vekur ólgu í Austurríki Þeysireið | Knattspyrnu- maðurinn Paul Gascoigne hefur átt í vandræðum eftir að ferli hans lauk og hefur nú verið sviptur sjálfræði. Erlent| Þegar Kosovo lýsti yfir sjálfstæði fór fram þaulhugsuð sviðsetning á serbneskum þjóðernisrembingi í Belgrad. VIKUSPEGILL» Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Fyrir réttum áratug, 2. mars1998, hvarf tíu ára gömulausturrísk stúlka eins ogjörðin hefði gleypt hana. Hún fór frá heimili sínu í Vínarborg um morguninn og hélt sem leið lá í skólann. Næst spurðist til hennar átta og hálfu ári síðar. Stúlkan, Na- tascha Kampusch, sem varð tvítug á dögunum, er enn og aftur komin í sviðsljósið enda hriktir í stoðum stjórnkerfisins í Austurríki vegna nýrra upplýsinga um handvömm lög- reglu við rannsókn málsins og yfir- hylmingar af hálfu ráðamanna. Hermt er að stjórnarsamstarf Þjóð- arflokksins og jafnaðarmanna hangi á bláþræði af þessum sökum. Kampusch var sem kunnugt er hirt upp af götunni á leiðinni í skólann af sérlunduðum símvirkja, Wolfgang Priklopil, sem hélt henni nauðugri í dýflissu á heimili sínu í nágrenni Vín- arborgar, þangað til hún slapp fyrir tilviljun 23. ágúst 2006. Priklopil svipti sig lífi í kjölfarið með því að henda sér fyrir lest. Stungið undir stól Skömmu fyrir þingkosningar í Austurríki í október 2006 komst yf- irmaður innan lögreglunnar, Herwig Haidinger að nafni, að raun um að grunur hefði fallið á Priklopil fáein- um vikum eftir hvarf stúlkunnar en lögreglan ekki aðhafst í málinu. Í breska blaðinu The Sunday Times kemur fram að svo virðist sem innan- ríkisráðherrann á þessum tíma, Liese Prokop, hafi stungið téðum upplýsingum undir stól og opinberir starfsmenn villt um fyrir fjölmiðlum. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Prokop, sem sat á ráðherrastóli fyrir Þjóðarflokkinn, hafi fyrirskipað Ha- idinger að þagga málið niður til að fyrirbyggja hneyksli svo skömmu fyrir kosningar. Krafist hefur verið rannsóknar á málinu í þinginu sem gæti leitt til refsinga háttsettum embættismönn- um til handa. Prokop verður aftur á móti ekki dregin til ábyrgðar því hún lést skyndilega á gamlársdag 2006. Kampusch sjálfri er mjög brugðið yfir þeim tíðindum að hugsanlega hefði verið hægt að bjarga henni úr prísundinni fáeinum vikum eftir að henni var rænt. The Sunday Times fullyrðir að hún hafi misst alla trú á yfirvöldum. Hefur blaðið eftir henni að hún sé bálreið og hneyksluð og að meðferð málsins jaðri við „brjálæði“. Snýst um réttlæti, ekki peninga Lögfræðingar Kampusch eru nú með öll tromp á hendi og hafa hafið samningaviðræður við stjórnvöld um hugsanlegar skaðabætur. Er talið að þær gætu hlaupið á milljónum evra. Sjálf kveðst hún þó hafa minnstar áhyggjur af aurunum. „Ég varð af allnokkrum árum ævi minnar – mik- ilvægum árum. Verði mönnum á mis- tök er eðlilegt að þeir sýni viðleitni til að bæta fyrir þau og læra af þeim. Í mínum huga snýst þetta ekki um peninga, heldur réttlæti,“ er haft eft- ir Kampusch í The Sunday Times. Ef marka má yfirlýsingar ætlar ríkisstjórn landsins að axla sína ábyrgð. „Við erum að tala um stúlku sem var haldið fanginni í rúm átta ár. Það er eðlilegt að ríkisvaldið bregðist við í samræmi við það,“ sagði kanslari Austurríkis, Alfred Gusenbauer, á dögunum. Hann kemur úr röðum jafnaðarmanna. Vísbendingin sem fór framhjá yf- irmönnum lögreglunnar í Vínarborg var skýrsla lögreglumanns sem gerð var mánuði eftir hvarf Kampusch. Lögreglumaðurinn hafði veitt því at- hygli að Priklopil átti hvítan sendi- ferðabíl sem passaði við lýsinguna á bíl sem vitni taldi sig hafa séð stúlk- una fara upp í. „Maðurinn er einfari, ómannblend- inn og á í miklum erfiðleikum með samskipti við annað fólk,“ skrifaði lögreglumaðurinn. „Hann býr greini- lega með aldraðri móður sinni og er sagður hafa kynferðislega löngun til barna. Ekki er útilokað að hann eigi vopn í fórum sínum.“ Engin fjarvistarsönnun Staðfest er að tveir aðrir lögreglu- menn spurðu Priklopil út í bílinn en grunuðu hann ekki um græsku enda þótt hann hefði ekki fjarvistarsönnun daginn sem stúlkunni var rænt. Á blaðamannafundi eftir flótta Kampusch greindu embættismenn fjölmiðlum frá því, að Liese Prokop viðstaddri, að Priklopil hefði haft fjarvistarsönnun. Í téðri skýrslu lögreglumannsins sem grunaði hann segir aftur á móti: „Priklopil fullyrti að hann hefði verið heima allan dag- inn … Hann var einn og fyrir vikið gat enginn staðfest frásögn hans.“ Mál Kampusch vakti heimsathygli sumarið 2006 og var frægt viðtal aust- urríska sjónvarpsins við hana sýnt í 120 löndum, þeirra á meðal Íslandi. Óhætt er að fullyrða að Kampusch sé einn frægasti, ef ekki hreinlega fræg- asti, núlifandi Austurríkismaðurinn og hefur hún fengið ótal atvinnutilboð á undanförnum mánuðum. Hún kom vel fyrir í sjónvarpi og það er því engin tilviljun að hún vinn- ur nú að undirbúningi spjallþáttar sem fara mun í loftið með vorinu á sjónvarpsstöðinni PULS 4. Vinnu- heiti þáttarins er Á tali hjá Natöschu Kampusch. Í desember síðastliðnum hleypti Kampusch af stokkunum vefsíðu með fréttum, upplýsingum og mynd- um af sér sem hægt er að skoða á slóðinni natascha-kampusch.at. Svaf lögreglan á verðinum? RAUNIR» Associated Press Þolraun Natascha Kampusch notar orðið „brjálæði“ til að lýsa vinnubrögð- um austurrísku lögreglunnar. Hefði mátt leysa hana úr haldi eftir mánuð? Í HNOTSKURN »Natascha Kampusch hefurneitað að ræða smáatriði fangavistar sinnar við fjölmiðla og enn er ekki ljóst hvort hún sætti kynferðislegu ofbeldi. »Um tíma gerðu menn þvískóna að hún væri með Stokk- hólmsheilkennið en því neitar hún sjálf. »Kampusch hefur verið í litlusambandi við foreldra sína eftir flóttann. »Liese heitin Prokop, fyrrver-andi innanríkisráðherra, sem sögð er hafa þaggað mistök lög- reglu við rannsóknina niður, var á sinni tíð frækinn íþróttamaður og vann silfurverðlaun í fimmt- arþraut á Ólympíuleikunum 1968. Austurríska lögreglan grunaði Priklopil um brottnám Na- töschu Kampusch mánuði eftir hvarfið en aðhafðist ekkert Kanslarinn Alfred Gusenbauer. Fórnarlambið Kampusch tíu ára. Ræninginn Wolfgang Priklopil. vissir þú að...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.