Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 41 maður hrífst bara með, getur ekki annað en fundið fyrir hvirfilbylnum sem er einhvers staðar innra með okkur. Hið innra líf er einnig yrkisefni Gabríelu Friðriksdóttur, sem og samtíminn, þó svo hún notfæri sér myndmál og táknheim liðins tíma í verkum sínum. Það er eins og áður ósýnilegir efnisþættir séríslensks en um leið evrópsks raunveruleika birt- ist í verkum hennar, hulin fortíð sé leidd fram í dagsljósið. Yfir verk- unum svífur óraunveruleikatilfinn- ing, sagt er skilið við rökhyggju og hversdagslega upplifun svo minnir á vitstol, vímu eða martröð. Innsetn- ingar hennar eru áleitnar og óþægi- legar í samræmi við nálgun listakon- unnar og vinnuaðferð hennar sem byggist á innsæi og trú á kraft myndarinnar, í hvaða formi sem er, skúlptúr, myndbandi eða málverki. Guðný Rósa Ingimarsdóttir beitir oftar en ekki hníf við gerð verka sinna, sker út í pappír eða önnur efni. Hún beitir teikningum til að birta innri heim, heim líffæra jafnt sem hugmynda og mynstra, líf- fræðilegra sem tilbúinna. Mynd- heimur hennar er persónulegur en með sterkum tengingum við al- þjóðlega strauma og stefnur, ekki síst kemur belgísk tilfinning upp í hugann og listamenn allt frá Magritte eða Broodthaers til Pat- rick Van Caeckenbergh. Það lofar sannarlega góðu hjá Listasafninu að velja saman sterka listamenn sem ekki tengjast á yf- irborðinu eða í gegnum miðil eða efnistök eins og stundum vill brenna við, heldur er tengslin á milli þeirra einmitt að finna hið innra, í sam- ræmi við viðfangsefni þeirra. Það er vel að sýningunni staðið, mikil vinna lögð í framsetningu verka sem skilar sér ríkulega og henni fylgir ítarlegur og fallega hannaður bæklingur. Sýningin Streymið fjallar um við- fangsefni sem snertir alla; hug- arheim einstaklingsins í samtím- anum en ekki síst er hún áhrifarík upplifun mynda, hljóða, tónlistar og þrívíðra verka, eins og myndlistinni einni er lagið. Ragna Sigurðardóttir Egg Í verkum Gabríelu Friðriksdóttur er sagt „skilið við rökhyggju og hversdagslega upplifun svo minnir á vitstol, vímu eða martröð“. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 EYKJAVÍK! Reykjavíkurborg hvetur alla borgarbúa til að færa hugmyndir um betra borgarumhverfi inn á nýjan ábendingavef. Þar er einnig hægt að kynna sér aðrar tillögur og veita þeim stuðning. EINN, TVEIR OG REYKJAVÍK! www.reykjavik.is sími: 411 11 11 Rótarýsjóðurinn, ROTARY FOUNDATION, sem rekinn er af Alþjóða Rótarýhreyfingunni, mun veita allt að 70 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2009-2011. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Í þessu skyni hefur Rótarýsjóðurinn komið á samvinnu við sjö virta háskóla: Universidad del Salvador, Argentínu University of Queensland, Ástralíu Duke University & University of North Carolina, USA University of California-Berkeley, USA University of Bradford, Englandi Sciences Po, Frakklandi International Christian University, Japan Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Rótarýhreyfingin á Íslandi má senda eina umsókn. Val íslenska umsækjandans fer fram eftir ítarleg viðtöl og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga geta ekki sótt um styrkinn. Sex Íslendingar hafa fengið friðarstyrki frá því þeir voru fyrst veittir árið 2002. Nánari upplýsingar um námið, háskólana og umsóknarskilmála er að finna á heimasíðu Rotary International: rotary.org/ foundation/educational (Rotary Centers for International Studies). Einnig má nálgast upplýsingar á skrifstofu Rótarýumdæmisins. Sími 568-2233 (eða í síma 525-4818). Þeir sem hafa hug á að sækja um styrk eru beðnir um að senda ítarlegt æviágrip og lýsingu á markmiði með framhaldsnámi fyrir 30. mars til Skrifstofu Rótarý- umdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, merkt "Friðarstyrkur". ALÞJÓÐLEGIR FRIÐARSTYRKIR RÓTARÝHREYFINGARINNAR 2009-2011 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is RITHÖFUNDURINN Ólafur Gunnarsson ætlar að standa fyrir sérstakri beat-hátíð á heimili sínu við Stóru-Klöpp við Suðurlandsveg hinn 3. maí næstkomandi. Hátíðin verður haldin í samstarfi við góðan félaga Ólafs, beat-skáldið Ron Whitehead. „Ég vil nú ekki kalla hann síðasta beat-skáldið, en hann er einn af þeim sem tilheyra þessari hverfandi kynslóð,“ útskýrir Ólafur, en Whitehead þessi er frá Ken- tucky-fylki í Bandaríkjunum. „Hann var mikill vinur þessara frægu manna eins og Allen Ginsberg og Gregory Corso, auk þess sem Hunter S. Thompson var mikill kunningi hans, sá sem skrifaði Fear and Loathing in Las Vegas.“ Steikur og leynigestir Ólafur segir að Whitehead sé nú á ferðalagi um heiminn, og ætlar hann að lesa upp úr verkum sínum í sem flestum löndum. Ísland verður að sjálfsögðu ekki skilið útundan. „Það vildi þannig til að þegar On The Road eftir Jack Kerouac varð hálfrar aldar gömul var gefin út bók til heiðurs henni. Ég þýddi On The Road á íslensku og í kjölfarið hafði Whitehead samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að leggja til efni í þessa minningarbók, sem ég og gerði, og reyndar Mich- ael Pollock líka,“ segir Ólafur. „En hann er sem sagt í heimsreisu, og spurði mig hvar hann gæti kastað sínum svefnpoka hér á Íslandi. Ég sagði honum að honum væri vel- komið að vera nokkra daga hjá mér, og hann ætlar að vera bæði hjá mér og Michael Pollock. Þegar ég fór svo að lýsa því fyrir honum að ég byggi rétt fyrir utan bæinn, og að það væri bæði mikið grassvæði í kringum húsið og góður trépallur, fékk hann þá hugmynd að við héldum svona beat-dag.“ Góðir gestir munu mæta á hátíðina, og White- head mun að sjálfsögðu lesa upp úr verkum sínum. „Síðan ætla bæði Einar Kárason og Michael Pollock að lesa upp, og Jónsi úr Sigur Rós ætlar líka að mæta og gera það sem hann gerir best. En svo er sennilegt að það verði einhverjir leynigestir, bæði erlendir og íslenskir. Þá verð- ur líka brenna, grillað ofan í börnin og boðið upp á steikur og kartöflu- salat handa þeim fullorðnu,“ segir Ólafur. „Svo má kannski koma því að að ef einhver Íslendingur þekkir Keith Richards mætti benda honum á að hann er velkominn,“ segir Ólafur að lokum og hlær. Beat-hátíð á Íslandi Ginsberg, Kerouac, Burroughs og félagar í brennidepli í maí Einar Kárason Ólafur GunnarssonJónsi í Sigur Rós. Í KVÖLD verða haldnir bæna- tónleikar helgaðir sorginni í Laug- arneskirkju, en tilgangur þeirra er að gefa fólki kost á að koma í kirkj- una og hlusta á tónlist „þar sem bænir og sálmar tjá það sem við get- um oft ekki sagt með eigin orðum,“ eins og segir í tilkynningu. Kirstín Erna Blöndal söngkona, bassaleikarinn Jón Rafnsson, gít- arleikarinn Örn Arnarson og píanó- og orgelleikarinn Gunnar Gunn- arsson koma fram á tónleikunum. Þeir eru hluti af verkefninu „Sorgin og lífið“ sem Kirstín Erna hefur staðið fyrir frá því árið 2002 og hefur meðal annars falist í tónleikahaldi í Laugarneskirkju, Hallgrímskirkju og Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Tónleikarnir fara fram í dag, sunnudag og hefjast klukkan 20. Að- gangur er ókeypis. Morgunblaðið/Golli Við flygilinn Kirstín Erna Blöndal söngkona, Gunnar Gunnarsson píanó- og orgelleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Örn Arnarson gítarleikari. Bænatónleikar helgaðir sorginni og lífinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.