Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 16
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Paul Gascoigne stendur einsog myndastytta fyrir fram-an fjörutíu þúsund áhang-endur Arsenal á Wembley- leikvanginum í Lundúnum. Hendur ber við himin. Tottenham hefur lagt erkiféndur sína að velli í undanúrslit- um bikarkeppninnar og Gazza, eins og hann er einatt kallaður, á inni fyrir gleðinni. Lagði drög að sigrinum með óstöðvandi skoti beint úr aukaspyrnu sem söng í netinu fyrir aftan David Seaman. Sumir hefðu látið sér nægja að fagna með eigin stuðningsmönnum en þar sem aursletturnar hafa gengið yfir Gazza allan leikinn má hann til með að heilsa upp á þá rauðklæddu líka. „Feiti fjandi,“ gellur í froðufell- andi kerlingu á áttræðisaldri. Eins gott að vösk sveit öryggisvarða stend- ur milli hennar og leikmannsins. Já, þau geta verið súr berin. Að hugsa sér að Gazza skuli hafa mætt til leiks svo til beint af skurðarborðinu, þar sem gert var að kviðsliti. Þetta er leiftur frá liðinni tíð, nánar tiltekið vorinu 1991, þegar Paul Gascoigne, einn hæfileikaríkasti sparkandi Englendinga frá upphafi vega, var á hátindi ferils síns og mátt- ar. Gazza var snillingur á velli. Jafn- vægi, kraftur, leikskilningur. Hann hafði það allt. Á þessum tíma var eng- inn hans jafningi. En eins og svo oft á ævi þessa lit- ríka listamanns var ógæfan handan við hornið. Í sjálfum úrslitaleiknum, fáeinum vikum síðar, var hann ekki í nokkru jafnvægi, flengdist um flötina og lauk keppni eftir um tíu mínútur með slitið krossband í hné. Meiðslin hlaut Gazza við að brjóta gróflega á Gary Charles, leikmanni Nottingham Forest. Hann kom ekki nálægt knetti í heilt ár. Táraðist eftir tapleik Eftir að Gazza komst aftur á ról átti hann nokkur prýðileg ár í boltanum, einkum hjá Rangers í Skotlandi, að ekki sé talað um Evrópumót landsliða í Englandi 1996, þar sem hann lék á als oddi. Flestir muna þó líklega best eftir Gazza á heimsmeistaramótinu á Ítalíu sumarið 1990. Hann var ein af stjörn- um þess móts og þegar hann felldi tár eftir tapið gegn Þjóðverjum í undan- úrslitum bræddi hann hjarta ensku þjóðarinnar. „Gazzaæðið“ brast á í kjölfarið og stóð um árabil. Auk aug- ljósrar snilligáfu var þessi tilfinninga- næmi æringi svo sympatískur og mannlegur að fólki gat ekki annað en þótt vænt um hann. Synd væri að segja að aumingja Gazza hafi haft jafn góða stjórn á lífi sínu og knettinum og enda þótt mönnum hafi brugðið á dögunum þegar hann var sviptur sjálfræði kom sú aðgerð ef til vill ekki á óvart. Þetta gerðist í kjölfar uppákomu á hóteli í Newcastle þar sem Gazza þótti líkleg- ur til að skaða annaðhvort sjálfan sig eða aðra. Lögreglan var kvödd á vett- vang og flutti Gazza á geðsjúkrahús með hans samþykki. Þar verður hann vistaður um sinn í skjóli geðheilbrigð- islöggjafarinnar. Þetta er síðasta áfallið af mörgum á liðnum árum. Upplitið á Gazza hefur nefnilega ekki verið djarft eftir að knattspyrnuferlinum lauk. Ennþá eins og lítill drengur „Gazza er ennþá eins og lítill drengur,“ sagði Paul Parker, fyrrver- andi félagi hans í enska landsliðinu, við fréttavef BBC. „Hann þráir um- fram allt að leika knattspyrnu en lík- aminn gerir honum það ekki kleift lengur. Hann langar að mæta á æf- ingu að morgni og etja kappi við þá bestu á laugardegi. Gazza hefur feng- ið tækifæri til að starfa áfram við knattspyrnu og í fjölmiðlum en það hefur ekki gengið af þeirri einföldu ástæðu að þetta er ekki það sem hann vill.“ Hér virðist Parker hitta naglann á höfuðið. Gazza á sér þá ósk heitasta að tíminn standi í stað. Hin fallna stjarna höndlar ekki lífið utan vallar. Athyglin og ófarirnar virðast hafa borið hann ofurliði. Snar þáttur í vandanum er sú stað- reynd að Gazza hefur þjónað Bakkusi röggsamlega gegnum tíðina, bæði fyrir og eftir að sparkferli hans lauk. Hann komst fyrir vikið á galeiðuna. Minnstu munaði að hann yrði sett- ur út úr enska landsliðinu fyrir EM 1996 vegna drykkjuláta á knæpu í Hong Kong í undirbúningsferð liðs- ins. Sú uppákoma er iðulega kennd við „tannlæknastól“. Tveimur árum síðar var Gazza ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi, þar sem hann þótti ekki í nægilega góðu formi. Skömmu áður höfðu náðst myndir af honum á öldurhúsum í vafasömum félagsskap. Skilnaður í skyndi Tveimur mánuðum síðar sótti eig- inkona Gazza, Sheryl, í skyndi um skilnað eftir að hann hafði gengið hraustlega í skrokk á henni í ölæði í Skotlandi. „Ég tel að hegðun Pauls hafi haft áhrif á heilsu mína,“ sagði Sheryl í eiðsvarinni yfirlýsingu sinni. Hjónabandið stóð aðeins í rúm tvö ár og saman eignuðust Sheryl og Gazza einn son, auk þess sem hann ættleiddi tvö börn hennar. Annað þeirra, Bianca, vakti athygli í Bretlandi fyrir fáeinum misserum þegar hún tók þátt í veruleikaþætti í sjónvarpi, Ástareyjunni. Eitt bresku dagblaðanna var svo ósmekklegt að birta mynd af henni liggjandi á gólf- inu eftir að hafa verið synjað inn- göngu í samkvæmi á vegum söngkon- unnar Kylie Minoque í sama tölublaði og greint var frá frelsissviptingu föð- ur hennar. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, hefur blaðið líklega hugs- að. Skilnaðurinn gekk nærri Gazza sem ritaðist inn á sjúkrahús í október 1998 vegna streitu og óhóflegrar drykkju. Eftir þetta var kappinn aðeins skugginn af sjálfum sér á vellinum en reyndi af veikum mætti að halda lífi í glæðunum. Hann var áfram undir járnhæl Bakkusar og sumarið 2001 krafðist lið hans, Everton, þess að hann færi í áfengismeðferð. Tók upp nafnið G8 Eftir að hafa leikið um tíma í Kína gekk Gazza sumarið 2004 til liðs við neðstudeildarliðið Boston United í Englandi sem leikmaður og þjálfari. Þar entist hann í þrjá mánuði. Um líkt leyti og hann yfirgaf Bost- on lýsti Gazza því yfir að hann hefði breytt nafni sínu í G8. „Það hljómar eins og „Great“ (hinn mikli), alltént með mínum Geordie-hreim,“ sagði hann hæstánægður en þess má geta að hann bar númerið 8 löngum á bak- inu á velli. Í ljósi þessara upplýsinga má velta því fyrir sér hvort við Íslend- ingar ættum ekki að kalla hann Magnús? Nafnið G8 hefur alltént ekki fest sig í sessi. Ekki lagaðist heilsan og síðla árs 2004 var Gazza lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Sumarið eftir komst svo í hámæli að hann glímdi við þunglyndi. Þakkaði Gazza m.a. Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrir- liða Englands, opinberlega fyrir að leggja sér lið í þeirri baráttu. Í október 2005 reyndi Gazza enn á ný að rétta úr kútnum þegar hann tók við starfi knattspyrnustjóra utan- deildarliðsins Kettering. Honum var sagt upp störfum eftir 39 daga. Ástæðan? Drykkjuskapur. Að kvöldi dagsins sem hann missti starfið var Gazza handtekinn fyrir að ráðast á blaðaljósmyndara fyrir utan hótel í Liverpool. Hann var leystur úr haldi daginn eftir gegn tryggingu og ljósmyndarinn dró kæru sína síðar til baka. Enn var Gazza í fréttunum í maí í fyrra þegar hann var fluttur í ofboði á sjúkrahús vegna blæðandi magasárs. Hann var þá að halda upp á fertugs- afmæli sitt. Ekki hafa þó allar fréttir af kapp- anum verið slæmar. Þannig venti Gazza kvæði sínu í kross í fyrra og tók að sér hlutverk í kvikmynd. Hefur hún hlotið nafnið Final Run og mun vera í vísindaskáldsögulegum stíl. Myndin verður frumsýnd síðar á þessu ári. Þá hefur hann löngum verið óþreytandi að leggja góðu málefni lið. Það besta sem gat komið fyrir Þrátt fyrir allar sínar misgjörðir, agaleysi og vandamál nýtur Paul Gascoigne enn víðtæks stuðnings og velvildar í Englandi, ekki síst meðal áhugamanna um knattspyrnu og sparkenda sjálfra. Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, sem þekkt hefur Gazza frá því hann var unglingur, lítur þennan síðasta gjörn- ing hans uppbyggilegum augum. „Eftir að hafa rætt við föður hans og systur er ég sannfærður um að þetta var það besta sem gat komið fyrir hann,“ sagði Keegan við fréttavef BBC. „Nú gefst fólki sem þykir vænt um hann og getur hjálpað honum tækifæri til að gera það.“ Graham Taylor, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Englands, telur að Gazza hafi ekki verið í nægilega góðum fé- lagsskap hin síðari misseri. „Paul er týpan sem hikar ekki við að gefa fólki síðasta hundraðkallinn sinn. Það hafa alltof margir fært sér það í nyt gegn- um árin.“ David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vonar að Gazza takist nú loksins að snúa við blaðinu: „Gazza er drengur góður og einatt boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Nú þarf hann sjálfur á hjálp að halda og vonandi snýst gæfan nú á sveif með honum.“ Ég geri þau orð að mínum. Galeiðuróður galgopans  Sparkundrið Paul Gascoigne vistað á geðsjúkrahúsi eftir langvarandi glímu við gjálífi og þung- lyndi  Gazza er sagður hafa átt erfitt með að höndla frægðina og álagið sem fylgdi snilligáfunni Reuters Útbrunninn Paul Gascoigne var ekki svipur hjá sjón þegar hann reyndi að endurvekja knattspyrnuferilinn hjá kínverska liðinu Gansu Tianma 2002. Í HNOTSKURN »Paul Gascoigne er fertugurað aldri. Hann lék 57 lands- leiki fyrir England og skoraði í þeim tíu mörk. »Kennari kom einu sinni aðGazza þar sem hann var að æfa eiginhandaráritunina í landafræðitíma. Hann gaf þá skýringu að hann ætlaði sér að verða frægur knattspyrnumað- ur. »Á unglingsárum hjá New-castle var hann um tíma skó- sveinn Kevins Keegans og fékk það óþvegið þegar hann týndi öðrum skó markaskorarans mikla. ÞEYSIREIл Tár Gazza vann hug og hjarta Eng- lendinga á HM á Ítalíu árið 1990. Æringi Gazza bregður á leik með dómaranum George Courtney. 16 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ „Gazza er gull af manni sem vill allt fyrir alla gera. Hann var lífsgleðin uppmáluð á þessum tíma og það var alltaf skemmtilegt að vera í kringum hann. Það er mjög auðvelt að láta sér þykja vænt um Gazza,“ segir Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, sem lék með Paul Gascoigne hjá Tottenham á árunum 1988-92 og varð þeim vel til vina. „Gazza elskaði að spila fótbolta og þessi barnslega einlægni og leikgleði smitaði út frá sér. Svo var hann auðvitað alveg ótrúlega uppátækjasamur og hrekkj- óttur. Það var aldrei lognmolla á æfingum hjá Totten- ham,“ segir Guðni. Hann bætir þó við að stundum hafi Gazza farið yfir strikið í þeim efnum. „Hann kunni sér ekki hóf í stríðninni frekar en öðru.“ Að sögn Guðna fór snemma að bera á óhófi og aga- leysi hjá Gazza. Það mun svo hafa aukist eftir að halla tók undan fæti á ferlinum og sérstaklega eftir að hann lagði skóna á hilluna. „Gazza er ákaflega einlægur kar- akter og það hefur reynst honum erfitt að höndla álag- ið og frægðina, sérstaklega á hann erfitt uppdráttar í mótlæti. Þess vegna hefur sigið jafnt og þétt á ógæfu- hliðina hjá honum. Honum til vorkunnar má þó segja að það er ekki heiglum hent að þola umfjöllun bresku pressunnar sem ber mann á höndum sér einn daginn en Gazza er gull af manni rífur mann niður þann næsta.“ Guðni lýsir Gazza sem einstökum hæfileikamanni á velli en því miður hafi hann ekki haft jafnvægi og aga í sínu einkalífi til að uppfylla allar þær væntingar sem við hann voru bundnar. Því fór sem fór. „Það má þó ekki gleyma því að hann náði um tíma hæstu hæðum, nægir þar að nefna heimsmeistarakeppnina á Ítal- íu árið 1990.“ Guðni hefur lítið haft af Gazza að segja í seinni tíð og kveðst hafa hitt hann síðast þegar Bolton og Everton öttu kappi í úrvalsdeildinni árið 2001. „Eftir þann leik skiptumst við á treyjum og óskuðum hvor öðrum góðs gengis. Hann virkaði í ágætu jafnvægi þá.“ Guðni hefur fylgst með fréttum af óförum síns gamla félaga undanfarin ár og viðurkennir að í ljósi þess sem á undan er gengið komi síðustu upplýsingar honum ekki í opna skjöldu. „Gazza á greinilega við mikla erf- iðleika að stríða. Nú er hann hins vegar kominn undir læknishendur og vonandi verður það til þess að hann nái sér aftur á strik í þessari erfiðu baráttu. Hann á það svo sannarlega skilið.“ Guðni Bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.