Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ 26. febrúar 1978: „Með við- brögðum nokkurra forystu- manna verkalýðshreyfing- arinnar við efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar er bersýnilega stefnt að því að skapa ástand óvissu og öryggisleysis í efnahags- og atvinnumálum. Launþeg- ar vita ekki á hverju þeir eiga von og öryggisleysið veldur því, að atvinnurekst- urinn getur ekki gert ráð fyrir, að áætlanir sem gerðar eru um reksturinn standist. Er slíkt óvissuástand laun- þegum í hag? Þeirri spurn- ingu verður að svara neit- andi. Yfirgnæfandi meirihluti launþega hefur áhuga á og hagsmuni af því að festa og öryggi ríki. Fólk vill búa við góð lífskjör og þau lífskjör hafa náðst á ný á síðustu misserum. Það er hagsmunamál launafólks að takast megi að halda þessu lífskjarastigi.“ . . . . . . . . . . 28. febrúar 1988: „Armando Valladare, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf, er lifandi tákn þess, að unnt er að lifa af hinar hræði- legustu ofsóknir og pynt- ingar. Í 22 ár mátti hann dúsa í fangelsi Fidels Castrós, kommúnistaleiðtoga á Kúbu, vegna þess eins að hann hafði ekki sömu skoðanir og Castró. Fyrir tilstilli samtaka eins og stjórnmálamanna víða um lönd og ekki síst vegna af- skipta Francois Mitterrands, Frakklandsforseta, var Vall- adares sleppt úr haldi á árinu 1982. Á síðasta ári skipaði Ronald Reagan þennan margpínda mann, sem aldrei tapaði sjálfsvirðingu sinni af því að hann sótti styrk í trúna á Jesú Krist, sendiherra Bandaríkjanna hjá Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóð- anna. Þar heldur Valladares áfram að berjast gegn ógn- arstjórn Fidels Castrós og fyrir rétti til handa þeim, sem ofsóttir eru um heim allan.“ . . . . . . . . . . 1. mars 1998: „Mikil umræða hefur farið fram um mennta- mál í þjóðfélaginu í kjölfar niðurstöðu hinnar alþjóðlegu TIMSS-könnunar á stærð- fræði- og raungreinaþekk- ingu framhaldsskólanema í 21 landi. Íslenskir nemendur urðu í þriðja sæti í könnuninni og hafa menn ýmist lýst ánægju sinni með þá frammi- stöðu eða bent á fyrirvara sem verði að hafa á könn- uninni. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Ís- lands, benti á í viðtali við Morgunblaðið í gær að erfitt sé að bera saman náms- árangur milli landa í fram- haldsskólum vegna þess hvað skólakerfin eru ólík. “ Úr gömlum l e iðurum 2 . mars Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KÚABÚSKAPUR Í VANDA Það hefur verið stórkostlegt aðfylgjast með þeim framförum,sem orðið hafa í kúabúskap á Íslandi síðasta áratuginn eða svo. Fjós hafa alltaf verið skemmtilegur vinnu- staður en aldrei sem nú. Hin nýju, tæknivæddu fjós hafa gjörbreytt stöðu kúabóndans, sem er ekki lengur bundinn við að vera heima við á til- teknum tímum dagsins til að mjólka, þótt auðvitað verði að hafa eftirlit með fjósunum og því, sem þar gerist. Síðustu misseri hafa óveðursský hins vegar hrannast upp og vísbend- ingar komið fram um, að þær rekstr- arlegu forsendur, sem nútímavæðing fjósanna hefur byggzt á, standist ekki vegna breyttra ytri aðstæðna. Í Morgunblaðinu í gær fullyrðir Daníel Jónsson, kúabóndi á Ingunn- arstöðum í Reykhólasveit, að flótti sé kominn í raðir bænda og nauðsynlegt sé að þeir fái 30 króna hækkun fyrir hvern mjólkurlítra nú þegar til þess að mæta 50-100% hækkun á aðföngum til bænda á undanförnum tveimur ár- um. Daníel bendir í þessu sambandi á hækkun á fjármagnskostnaði, áburði og olíu. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, bendir á í samtali við Morgunblaðið í gær að launahækkanir vegna nýrra kjara- samninga séu mjög þungar fyrir slát- urhús, kjötvinnslur og mjólkurstöðvar og af þeim sökum geti reynzt erfitt að hækka afurðaverð til bænda. Í raun og veru má segja, að bændur hafi gert allt á undanförnum árum, sem sérfræðingar hafa sagt, að þeir ættu að gera. Kúabúunum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Fram- leiðslumagnið á hverju búi, sem eftir stendur, hefur stóraukizt og þar með hagkvæmnin í mjólkurframleiðslunni. Nýjasta tækni hefur verið tekin í notkun við mjólkurframleiðslu á Ís- landi. Ef þetta dugar ekki til, hvað dugar þá? Hvað annað er hægt að ætl- ast til af bændum að þeir geri? Byggi þúsund kúa fjós í staðinn fyrir þrjú hundruð eða fimm hundruð kúa fjós? Breytir það nokkru? Er ekki búið að ná þeirri hagkvæmni á beztu búunum, sem hægt er? Nytin í kúnum hefur stóraukizt. Þegar horft er yfir hálfa öld er auðvit- að ljóst, að tekizt hefur að byggja hér upp kúastofn, sem er mun afkasta- meiri en hann var. Þeir, sem vilja flytja inn erlendan kúastofn vita, ekki hvað þeir eru að segja. Sporin frá því fyrir og um miðja tuttugustu öldina hræða. Í þessum efnum er ekki við bændur að sakast. Þeir hafa sýnt mikla fram- sýni og framtak. En þeir geta ekki fremur en bankarnir ráðið við ytri að- stæður, sem þeir hafa engin áhrif á. Stjórnvöld verða að skoða þetta mál mjög rækilega og sjá hvað hægt er að gera til þess að létta undir með kúa- bændum. Þær miklu framfarir, sem orðið hafa í kúabúskap á Íslandi á síð- ustu árum mega ekki fara forgörðum. Frekar er ástæða til að ýta undir að þeim verði haldið áfram og verkinu verði lokið. Framfarir í kúabúskap á undan- förnum árum hafa haft skapandi áhrif á sauðfjárbúskapinn. Þar eru vísbend- ingar um að áþekkar framfarir séu að hefjast, m.a. tæknivæðing fjárhús- anna. Það hefur orðið bylting í landbúnaði á Íslandi á undanförnum áratugum. Bændur hafa verið í hópi framsækn- ustu stétta landsins. Þeir verða ekki sakaðir um að hafa ekki fylgzt með tímanum eða að þeir hafi ekki tileink- að sér ný vinnubrögð og nýja tækni. Þvert á móti. Þeir hafa verið ótrúlega duglegir við að fylgjast með breyttum tímum. Nú standa kúabændur frammi fyrir ákveðnum vanda. Það verður að greiða leið þeirra út úr þeim vanda- málum. Einari K. Guðfinnssyni er treystandi til þess. Og mun áreiðanlega njóta til þess stuðnings þingmanna úr öllum flokk- um, sem vilja efla landbúnaðinn á Ís- landi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Á síðustu tveimur áratugum hefur hugtakið pólitísk stefnumótun í auknum mæli verið tengt menn- ingu og listum. Áhersla á menning- arpólitík og vægi stefnumótunar á því sviði jókst umtalsvert um það leyti sem farið var að kenna menningarfræði í há- skólum víða um heim. Rannsóknir á sviði menning- ar- og listframleiðslu, á samfélagslegum og efna- hagslegum áhrifum menningar, ásamt hugmyndafræðilegum umbrotum síðari hluta tutt- ugustu aldar, urðu til þess að menningin sem áhrifavaldur færðist nær almenningi en áður hafði tíðkast. Menningin var ekki lengur forréttindi út- valins hóps, heldur á allra færi að njóta, taka þátt í og hafa skoðun á; mikilsverður þáttur í daglegu lífi almennings og um leið stór hluti þeirra neysluvöru sem framleiðslu- og markaðskerfi samfélagsins byggir afkomu sína á. Umræður um menningu hafa þó allan þann tíma sem þessi þróun hefur verið að eiga sér stað verið litaðar viðhorfum er eiga sér mun lengri sögu – aldalanga sögu – rétt eins og saga siðmenning- arinnar. Menn hefur greint mjög á um vægi og gæði menningarframleiðslu – jafnvel fundist óvið- eigandi að tala um menningu eða listir með orðfæri framleiðslu- og markaðssamfélagsins. Tilhneiging til að flokka menningu eftir því hverjir framleiddu hana og kannski enn frekar eftir því hverjir neyttu hennar var lengi mjög sterk, þótt hún sé farin að láta undan síga á síðustu árum. Nú til dags horfast þó flestir í augu við þá staðreynd að starfsemi safna, tónlistarstofnanna, leikhúsa og bókaforlaga er auðvitað framleiðslustarfsemi. Velunnarar menningar fyrr á öldum Á fyrri öldum, ekki síst á tímum end- urreisnarinnar, gerðu „patrónar“ eða verndarar listanna sér góða grein fyrir því að í menningunni fólust sterkustu vaxtarsprotar samfélagsins. Ekki bara í skilningi menningarinnar eða listanna, heldur einnig í skiln- ingi vísinda, tækni og samfélagslegra framfara. Vísanir í verk Michelangelo á Ítalíu – en hann var ekki bara listamaður heldur einn frumlegasti skipulagsfræðingur og arkitekt síns tíma – eru nærtækar enn þann dag í dag, og þá ekki síður í verk Leonardos da Vinci, sem eins og allir vita mörkuðu tímamót á sviði vísinda. Uppfinningar Leonardos urðu þó ekki endilega allar framkvæm- anlegar á tímum þeirra sem styrktu hann til góðra verka. Þvert á móti má sjá að margar hugmyndir hans urðu ekki að veruleika fyrr en áratugum og jafnvel árhundruðum eftir að hann var uppi. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að jafnvel þótt ekki hafi allt sem honum datt í hug verið fram- kvæmanlegt á hans tímum, þá sáði hann fræjum frumlegrar hugsunar og sýndi fram á samhengi til- tekinna lögmála. Hann var til að mynda frum- kvöðull á sviði líffærafræði sem á hans tímum þótti vega mjög að almennt viðurkenndum hugmyndum um sambandið á milli manns og guðdóms, uppgötv- aði grundvallarlögmál tengd flugi og smíðaði margvíslegar vélar. Það má með öðrum orðum segja að fyrr á öldum hafi þeir sem fjárfestu í menningu, þ.e.a.s. auð- menn sem jafnframt voru pólitíkusar þeirra tíma, gert sér ljósa grein fyrir því að menningarstigið hækkaði eftir því sem hugmyndir urðu háleitari og mannsandinn frjálsari. Iðnbyltingin varð síðan til þess að auðugir aðilar úr hinni rísandi borgarastétt tóku að gera sér dælt við menningu og listir og fetuðu þar með í fótspor aðalsins. Hlutverk borgarastéttarinnar í fram- gangi menningarinnar varð sérstaklega áberandi í Bandaríkjunum, og enn þann dag í dag er það óskrifuð regla að þeir sem mest mega sín láti veru- legt fjármagn af hendi rakna til menningarmála í krafti einkaframtaksins. Í Evrópu átti áþekk þróun sér stað, en þó frábrugðin að því leyti að stjórnvöld tóku mun meiri ábyrgð á rekstri menningarstofn- ana og framleiðslu lista en í Bandaríkjunum. Þar má segja að sú almenna krafa hafi verið gerð að stjórnvöldum væri skylt að skapa öllum almenningi tryggan aðgang að menningu og listum, enda slík upplifun orðin að einum grunnþætti í menntun fólks. Markmiðið með aðkomu stjórnvalda var að tryggja að aðgengið væri ekki háð duttlungum og eða áhugasviði einstakra manna; að það væri þann- ig að allir gætu notið þess á jafnréttisgrundvelli. Sömuleiðs var hugmyndafræðileg orðræða orðin á þann veg að listamenn vildu vera óháðir í starfi sínu og töldu margir hverjir stuðning hins opinbera háðan færri skuldbindingum en stuðning einstak- linga. Evrópskt menningarlíf hefur notið þess í nokkra áratugi hversu mikill hugur og framsýni einkenndi uppgang eftirstríðsáranna. Framlög hins opinbera voru rausnarleg, enda til þess ætluð að reisa anda evrópskrar menningar úr rústum heimsstyrjald- arinnar. Sú hugsun var í takt við aðrar félagslegar og framfarasinnaðar áherslur þeirra tíma; heil- brigðiskerfi voru þróuð af jafnréttishugsjón, sam- göngukerfi og menntakerfi sömuleiðis. Undir lok tuttugustu aldar fer þó að bera á auknu aðhaldi á öllum þessum sviðum. Kostnaður hins opinbera hafði vaxið gríðarlega auk þess sem opinberu kerf- in voru í mörgum tilfellum sliguð af skriffinnsku og ómarkvissri stjórnsýslu. Aðhaldsferli hófst og um leið kom fram sú krafa, með vísun í fyrri tíma svo sem endurreisnina, að einkageirinn léti meira til sín taka á ýmsum sviðum – ekki síst á sviði menn- ingar. Enda er samþætting opinberra fjárframlaga og framlaga eða stuðnings úr einkageiranum nú orðin að reglu frekar en undantekningu í rekstri menningarstofnana víðast hvar. Á Íslandi var þó ekki til að dreifa sömu aldalöngu hefðinni og í öðrum Evrópulöndum á þessu sviði. Einkageirinn var fremur seinn að taka við sér og koma auga á þau sóknarfæri sem liggja í ímynd- arhönnun tengdri menningarstarfsemi, hvað þá að temja sér þann hugsunarhátt að það sé samfélags- leg skylda hans að láta eitthvað af hendi rakna til menningarmála þegar rekstrarafkoma er viðun- andi. Á allra síðustu árum hefur þó orðið gríðarleg breyting hvað þetta varðar. Líklegt má telja að þátttaka Reykjavíkurborgar í menningarborgaverkefninu árið 2000 hafi valdið nokkrum straumhvörfum á þessu sviði. Hugmynd- ir um ýmsa meginmáttarstólpa menningarinnar urðu að veruleika og í kjölfarið varð markverð hug- arfarsbreyting. Í Lesbók Morgunblaðsins 16. jan- úar sl. skrifaði Einar Falur Ingólfsson fréttaskýr- ingu um fjármögnun íslensks menningarlífs. Þar hafði hann eftir Sigurði Gísla Pálmasyni, sem var formaður fjáröflunarnefndar þegar Reykjavík var ein menningarborganna að þetta umhverfi hefði breyst mjög hratt. „Þá þótti mörgum mjög bratt að við lögðum upp með að máttarstólpar verkefnisins legðu fram fimm milljónir króna. Mönnum var boð- ið að dreifa greiðslunni á tvö ár. Næsti flokkur þar fyrir neðan voru þrjár milljónir. Það átti sér ekkert fordæmi að fara fram á styrk af þessu tagi – sumir misstu hökuna niður á bringu við að heyra upp- hæðina. Í dag heyrast allt aðrar tölur. Í fyrra held ég að hafi, til að mynda, safnast 27 milljónir frá einkaaðilum til að styrkja Steingrím Eyfjörð til farar á Feneyjatvíæringinn,“ sagði Sigurður Gísli. Í sömu fréttaskýringu greinir Þórunn Sigurð- ardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, frá því að hátíðin á síðasta ári hafi slegið met hvað aðkomu fyrirtækja áhrærir. Kostnaður við hátíðina þá nam um 150 milljónum króna og þar af komu um 40 milljónir frá stuðningsaðilum. Breyttir og erfiðari tímar framundan U mræður um breytta og erfiðari tíma framundan í viðskiptalífinu og tilheyrandi áhrif á samfélagið hafa þó á síðustu vikum ýtt undir ótta manna um samdrátt í fram- lögum einkageirans til menning- arinnar. Þær raddir heyrast að menningarlífið sé þegar farið að finna fyrir þessum áhrifum því mörg þeirra fyrirtækja sem hvað mest hafa látið renna til menningarmála séu farin að setja umsóknir um styrki og stuðning til hliðar í bili, þ.e.a.s. þær óskir sem ekki berast beint í þá sjóði sem hafa verið eyrnamerktir menningu, líknarmálum, íþróttum og samfélagsmálum af ýmsu tagi. Flestum er jafnframt ljóst að ekki dugar að láta menningargeirann, sem nú er ört vaxandi atvinnu- grein, drabbast niður þótt sveiflur verði í efnahags- lífinu. Krafan um að ríki og sveitarfélög standi vörð um menninguna og það framsækna afl sem í henni felst fær að sama skapi meiri hljómgrunn. Það er ekki nema eðlilegt því ekkert þróað nútíma sam- félag vill eða getur verið án menningar. Menningarpólitísk stefnumótun er því mikil- vægari en nokkru sinni fyrr hér á landi, ekki síst í ljósi þess hver stutt er síðan henni óx þokkalega fiskur um hrygg. Markmiðin þurfa að vera háleit E n hvaða sjónarmið þurfa að liggja að baki stefnumótunar á sviði menningar? Þrátt fyrir góðærið undanfarin ár hefur krafan um aukna hag- ræðingu innan fyrirtækja verið sett fram af töluverðum þunga. Hún byggist að sjálfsögðu á því að hagræða sem frekast er unnt til að gera reksturinn arðbærari. Þessi hugsun hefur Laugardagur 1. mars Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.