Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 28
minna voru hugsjónirnar aðrar en þær sem blómabörnin börðust fyrir. Til að komast utan vann ég einnig í síldarverksmiðju fram að jól- um og þar hugsuðu menn meira um lýsi og mjöl en um hina nýju heimsmynd. Það var svo ekki fyrr en ég var kominn í Kenn- araskólann að hlutirnir fóru að skýrast um leið og hárið síkkaði og hýjungurinn á hök- unni varð að myndarlegu Jesú-skeggi. 3. Það sem hreif mig mest var hugmyndin um ást og frið. Hvað gæti bjargað vesölum heimi ef það væri ekki þetta tvennt. Hér var grund- völlurinn kominn. Ást og friður, hvað annað? 4. Það er ef til vill klisjukennt að segja að ein helsta fyrirmyndin hjá manni hafi verið Jesú Kristur eða „Sússi“ eins og krakkarnir kalla hann en hann kemur óneitanlega upp í hug- ann þegar spurt er um fyrirmyndina í bylt- ingunni. Hann hafði jú sjálfur staðið í ströngu fyrir ástina og friðinn og endað á krossgötum ef þannig má að orði komast. 5. Það fennir ört í sporin þegar nefna á ein- stök atvik úr byltingunni og ég veit heldur ekki hvort það er eitthvað til að stæra sig af en ég tók mig til eitt sinn og sneri öllum myndum og málverkum á heimili mínu á hvolf til að sýna foreldrum mínum fram á að mynd- listin heima væri ekki lengur list heldur að- eins hluti af húsgögnunum. Það væri ein- faldlega rangt að búa við list sem væri hætt að tala til manns, hætt að hafa áhrif. Þessi einkabylting mín við Þormóð- arstaðaveginn vakti litla hrifningu og mér mistókst algjörlega að fá heimilisfólkið til að hrífast með og ganga til liðs við hina nýju tíma nema þá helst Kristrúnu litlu systur mína sem fannst þetta helvíti töff ef ég man rétt. 6. Hvað framtíðina snerti þá sá maður aldrei lengra en fram á vorið, lifði meira fyrir daginn, já og kvöldið og það dugði með ágætum. Framtíðin var alltof langt í burtu og er einhvern veginn enn. 7. Lífsmottóið? Gera betur á morgun en gert var í dag og þetta með „að við hefðum getað verið betri hvort við annað“. 8. Hugsjónirnar frá 68-byltingunni og baráttan fyrir ást og friði höfðu óneit- anlega mikil áhrif á hin vestrænu sam- félög. Menn héldu auðvitað hver í sína áttina og urðu hluti af þeim samfélögum sem þeir voru sprottnir upp í. Með þátt- töku sinni í daglegu lífi og þessar hugsjón- irnar í farteskinu var hins vegar sáð fræjum þeirrar hugsunar að heiminum væri hægt að breyta til góðs. Ég væri stoltur ef ég gæti tal- ist til þessa fólks. 9. Það sem lifir frá 1968 er draumur um betri tíð. 28 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Jón Ársæll Þórð- arsson á göngu á Framnesveginum. mín, ekki síst þegar Jipparnir reyndu að kyrja Pentagon á loft og þegar bissn- ismennirnir í kauphöllinni í New York börð- ust um dollaraseðlana sem Jipparnir fleygðu niður af áhorfendapöllunum. (Skrílslæti hvað?) Uppátækin í kringum landsþing bandaríska Demókrataflokksins 1968 og tilnefning svínsins „hins ódauðlega Pigasus“ sem forsetaefnis hittu líka í mark hjá mér. Sama máli gegndi ekki um banda- rísk yfirvöld og seinna fylgdist ég með rétt- arhöldunum yfir the Chicago Seven og svarta hlébarðanum Bobby Seales. Og svo var auðvitað Bob Dylan. – En fyrirmyndir? Hmm... Já, kannski að einhverju leyti. 5. Það fer nú algjörlega eftir því hvað telst vera hippalegt. Að búa í kommúnu? Ganga berfætt? Bródera blóm í buxur og jakka? Mála lágmynd á stofuvegginn? Baka heil- hveitibrauð og búa til jógúrt? Taka þátt í mótmælaaðgerðum? Brenna brjóstahald- arann? Hlusta á Incredible String Band og Doors? Segja „Wow, maður!“ í tíma og ótíma?“ Been there, done that... 6. Ég er hreint ekki viss um að ég hafi velt því mikið fyrir mér. Aðalpælingin var auð- vitað að lifa fyrir daginn í dag, svona rétt eins og liljur vallarins, og setja framtíðinni ekki í of stífar skorður. Ég stórefast um að árið 1968 hafi ég hugsað lengra en til ársins 1969. Árið 2008 var eitthvað úr vís- indaskáldsögu, en af þeim las ég reyndar töluvert á þessum árum – og stundum enn. 7. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ stend- ur víst í Biblíunni. Ætli ég vildi ekki hafa það „ekki gera neinum það sem þú vilt ekki að þér sért gert“. Það er að segja: reyndu að sýna öðrum umburðarlyndi og skilning og berðu virðingu fyrir lífsháttum og skoð- unum annarra. Svo er aftur annað mál hvort manni tekst að lifa eftir því. 8. Já, ég held að hin svokallaða ’68- kynslóð hafi skilað ýmsu og miklu meira en henni er eignað, enda telja menn víst al- mennt að allir af þeirri kynslóð hafi reykt af sér hausinn og dópað frá sér allt vit. Ég er til dæmis nokkuð viss um að umhverf- isvernd og almennt frjálslyndi á Vest- urlöndum, t.d. gagnvart samkynhneigðum, eigi þar rætur. Frelsi, jafnrétti og bræðra- lag – eða var það hin franska byltingin? – eru jafngóðar hugsjónir nú sem þá, þó að þær verði fyrir bakslagi við og við. 9. Ég geng enn í síðum pilsum dags dag- lega. Og kannski eimir eftir af fleiru, það er aldrei að vita 1.-2. Nei, væntanlega hef- ur nú ekki verið hægt að kalla mig hippa. Ég var 15 ára mennta- skólamær, bjó heima hjá ömmu Möggu og fylgdi hennar boðum og bönnum – svona að mestu. Aftur á móti var farið að fréttast af hreyfingu „blóma- barna“ með tilheyrandi áherslum á ást og frið og ég verð að játa að hún höfðaði mikið til mín. Ekki spillti fyrir lag Scotts McKen- zies: For those who come to San Francisco / Summertime will be a love-in there / In the streets of San Francisco / Gentle people with flowers in their hair… Að vísu komst ég aldrei alla leið. En það kemur væntanlega engum á óvart, að það sem ég man best eftir frá árinu 1968 er stúdentauppreisnin og mót- mælin í París í maí, sem ollu ekki síst mik- illi ólgu í brjóstum menntaskólanema og vangaveltum um hvernig skólar – og þá einkum háskólarnir sem biðu okkar – ættu að vera. Vorið í Prag vakti líka fyrirheit um bjartari og betri heim og mennskari sósíal- isma. Varsjárbandalagið læknaði okkur svo rösklega af þeim ranghugmyndum með haustinu – og mig reyndar í leiðinni af ámóta ranghugmyndum sem ég kann að hafa gert mér um „roðann í austri“. 3. Þessu er fljótsvarað: ást og friður, um- burðarlyndi og að setja alltaf spurning- armerki við viðtekin gildi og viðhorf í stað- inn fyrir að telja slíkt heilagan sannleika. 4. Hmm – 1968 – ja, hver skyldi það nú hafa verið? Ég var auðvitað veik fyrir Rauða-Rudi Dutschke eins og svo margir en kolféll líka fyrir Jippunum Abbie Hoffman og Jerry Rubin. Einkum höfðaði pólitíska satíran og allt leikhúsyfirbragð hennar til Magnea J. Matthíasdóttir rithöfundur og þýðandi, fædd 1953 Tilnefning svínsins sem forsetaefnis hitti í mark hjá mér 1. Varst þú hippi kringum árið 1968? 2. Hvað varst þú að gera árið 1968 og hvað er þér minnistæðast frá því ári? 3. Hvað hreif þig mest við hugsjónir hipp- anna? 4. Hver var helsta fyrirmynd þín árið 1968? Af hverju? 5. Hvað er það hippalegasta, sem þú hefur gert fyrr og síðar? 6. Hvernig sást þú í stórum dráttum fyrir þér árið 1968 að líf þitt myndi þróast til dagsins í dag og þú yrðir staddur í tilverunni árið 2008? 7. Hvaða lífsmottó vildir þú helst geta haft í hávegum? 8. Hver er arfleifð hippanna, eða 68-kynslóðarinnar? 9. Hvað lifir enn af ’68- hugsuninni og lífsstílnum hjá sjálfum þér? 1. Maður hefði þurft að vera kalinn á hjarta til að hrífast ekki með þeim straumi hugsjóna sem flæddi um allan hinn vest- ræna heim í byltingunni sem kennd hefur verið við árið 1968. Og auðvitað hreifst maður með og ekk- ert varð sem áður. Af hverju? Af hverju ekki? Hér voru allt í einu komin svör við öllum þeim spurningum sem maður hafði verið að velta fyrir sér og ekki fengið neinn botn í. Nú var línan skýr og klár. Héðan af yrði ekki staðar numið. Nú skyldi heiminum breytt til hins betra. „Heimsyfirráð eða dauði“, hrópuðu sumir. 2. Ég bjó í Englandi þennan vetur og það fór ekki fram hjá neinum að meðal ungs fólks áttu miklar breytingar sér stað. Ég hafði ver- ið á sjó um sumarið en meðal skipsfélaga Jón Ársæll Þórðarson sálfræðingur og fréttamaður á Stöð 2, fæddur 1950 Hugmyndin um ást og frið hreif mig mest Fatahönnuðurinn Mary Quant lagði tískulínurnar. Magnea J. Matthíasdóttir. Jón Ársæll Þórðarson hússtrýkir Jesú í „Jesú Kristur Súperstjarna“, sem LR setti upp í Austurbæjarbíói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.