Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „ÞEIR hafa verið að elta mig hingað og þangað um heiminn; hingað til New York, til Los Angeles fyrr á árinu og til Santíagó í Chile og verða svo á hælunum á mér út þetta ár,“ segir Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari en þeir sem fylgja honum svo grannt eftir eru kvikmyndagerð- armenn sem vinna að gerð heim- ildamyndar um hann. Það eru vel þekktir menn úr bransanum, þeir Friðþjófur Helga- son og Páll Steingrímsson, sem gera myndina; Friðþjófur er framleið- andi, en Páll meðframleiðandi, að sögn Páls. Hann segir þá Friðþjóf ætla sér árið í að klára myndina. Vildi helst ekki En hvað segir Kristinn um þenn- an gjörning – hann er þekktur að stakri hógværð, og lítið sem ekkert fyrir að trana sér fram svo vægt sé til orða tekið. En auðvitað er ekki hægt að líta á heimildamynd um söngvarann okkar sem framhleypni af hans hálfu. „Páll og Friðþjófur voru búnir að hafa samband við mig nokkrum sinnum og ég vildi helst ekkert með þetta hafa – maður fer hjá sér þegar svona kemur upp. En svo var það í þriðja skiptið að ég sagði að það yrði á þeirra ábyrgð og þeir gætu gert myndina ef þeir vildu. Þannig standa málin. Þeir eru líka með gamalt efni sem ég býst við að þeir vinni úr.“ Kristinn segir að í myndinni verði myndefni frá Metropolitan-óperunni frá sýningum með honum í haust, og einnig frá Óperunni í Los Angeles, úr uppfærslunni á Tristan og Ísold sem Kristinn söng í fyrir skömmu. „Í Chile fékk Friðþjófur að taka myndir hvar sem hann var og fékk auk þess efni frá óperunni. Hann kvikmyndaði baksviðs og um allt húsið.“ Mikill heiður Kristinn kveðst reyna að hugsa sem minnst um kvikmyndatökurnar meðan á þeim stendur. „Mér finnst mér vera sýndur mikill heiður, í fyrsta lagi með því að detta þetta í hug, og í öðru lagi að koma því í framkvæmd. Það gerir það að verk- um að maður getur ekki afþakkað svona sæmd þótt manni finnist mað- ur varla hennar verðugur. En þeir trufla mig ekkert þegar þeir eru ná- lægt og gott að hafa þá í kringum sig öðru hvoru eins og góða gesti.“ Gat ekki afþakkað svona sæmd Heimildamynd „Ég vildi helst ekkert með þetta hafa – maður fer hjá sér þegar svona kemur upp,“ segir Kristinn Sigmundsson óperusöngvari. Friðþjófur Helgason og Páll Steingrímsson vinna að heimildamynd um Kristin Sigmundsson óperusöngvara Ljósmynd/Friðþjófur Helgason LISTASAFN Íslands gefur tóninn fyrir komandi tíma á safninu á ný- opnaðri sýningu þriggja listakvenna; þeirra Emmanuelle Antille, (Sviss 1972), Gabríelu Friðriksdóttur og Guðnýjar Rósar Ingimarsdóttur sem vakið hefur athygli á síðustu ár- um. Sýningarstjóri er Halldór Björn Runólfsson og aðstoðarsýning- arstjóri er Harpa Þórsdóttir. Emmanuelle Antille vinnur verk sín í myndbönd og ljósmyndir og beinir sjónum sínum helst að nán- asta umhverfi. Eftirminnilegasta verk sýningarinnar er tvímælalaust myndband hennar Hvirfilbyljir í hjarta mér, Tornadoes of my heart, frá árinu 2004–5 sem sýnt er á feiknastórum veggflötum í myrkv- uðum sal. Í forgrunni eru unglingar á leiksviði samtímans, í niðurníddu umhverfi, hjólabrettabrautum, hrað- brautum og náttúrunni sem hér er athvarf til fíkniefnaneyslu. Í bak- grunni sjáum við skýstrók. Antille leikur á mörkum draums og veru- leika, kvikmynda og kvikmyndlistar og nýtir möguleika frásagnar í mynd á afar áhrifaríkan hátt með áherslum í nærmyndum, klippingu og samspili mynda. Ljósmyndir og myndbönd Antille eru einnig sýnd í öðrum sal og gefa breiðari innsýn í list hennar, sem er nútímaleg og klassísk í senn. Nær- myndir úr verkum hennar eru eins og klipptar úr dramatískum mál- verkum endurreisnarinnar, tilvist- arvandi unglinganna sígildur allt frá því að James Dean skapaði fyr- irbærið ungling í kvikmynd Nicholas Ray, Rebel without a cause árið 1955. Unglingar í bókum Douglas Coupland koma líka upp. Þessi víða skírskotun gefur verkum Antille aukið gildi en aðalatriðið er þó að Listin á öld hvirfilbyljanna MYNDLIST Listasafn Íslands Til 1. maí. Opið 11–17 alla daga nema mán. Aðgangur ókeypis. Streymið/La Durée, samsýning þriggja listamanna. bbbbn Mörk „Antille leikur á mörkum draums og veruleika, kvikmynda og kvik- myndlistar og nýtir möguleika frásagnar í mynd á afar áhrifaríkan hátt.“ Skurður Guðný Rósa Ingimars- dóttir sker út í pappír. smáauglýsingar mbl.is REOG Þarf að leggja göngustíg, hirða gróður, setja upp körfuboltahring eða framkvæma eitthvað annað? SAMRÁÐ UM BETRA BORGARUMHVERFI vissir þú að...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.