Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í pistli mínum fyrir viku rifjaði ég upp hendingar úr gamalli revíu, sem mig rámaði í, en sló þann varnagla sem betur fer, að mér þætti ósennilegt, að ég færi rétt með. Og það kom á daginn. Það hafði verið Árni Tryggvason leikari, sem fór með textann, en ekki Alfreð Andrésson. Tilefnið var sagan um lamaða mann- inn, sem Jesús læknaði og sagði við: „Statt upp, tak sæng þína og gakk.“ En Árni hafði verið ráðinn til þess af eigendum Bláu stjörnunnar, Alfreð, Haraldi Á. Sigurðssyni og Indriða Waage, að fara með kveðskap eftir Tómas Guðmundsson. Þetta hefur verið einhvern tíma á árunum eftir stríðið, en á þessum tíma kom Tómas að því að skrifa revíur með þeim fé- lögum og eflaust fleirum. Árna þótti kveðskapurinn frekar klúr, svo að Tómas kom til hans viku síðar með tvö atómljóð, og hér er annað þeirra eins og Árni man það best. En á þessum árum skemmtu menn sér við hvers konar skopstælingar, eins og menn geta séð með því að fletta Speglinum, þar sem m.a. Sveinn Bergsveinsson leikur sér að text- anum í Tímanum og vatninu, sem mér er sagt að Steini Steinarr hafi ekki verið vel við. Fyrir eitthvað um tvö þúsund árum mælti ein- hver maður við einhverja konu sirka þetta: „Tak sæng þína og gakk“ og konan tók sængina sína og sagði „takk“. Og árin runnu, ár og árhundruð runnu eins og tíeyringur í gegnum götóttan vasa á gamalli brók, og konan sem tók sængina og sængin sem kon- an tók eru hvorttveggja horfin í aldanna öskutunnu. Og í dag mælti allt annar maður við allt annan mann sirka þetta: „Tak sæng þína og gakk því hér læt ég loka!“ En ég plataði svínið, ég svaf í poka. Það sem gefur þessum texta gildi og gerir hann lifandi og skemmti- legan er tilvitnunin í orð Krists, sem allir kunna, – brosa kannski að, en minnast þess þó um leið, að þau hafa dýpri skírskotun en í fyrstu virðist. Og hér er ég kominn að því, sem ger- ir biblíuna einstaka, svo að henni verður einungis jafnað til Íslend- ingasagnanna. Í texta hennar úir og grúir af orðasamböndum, orða- tiltækjum og málsháttum, sem eru á hvers manns vörum, eins og hin gagnmerka bók Jóns G. Friðjóns- sonar prófessors, Rætur málsins, er skýrasti votturinn um. Um leið og farið er að hrófla við þessum tals- háttum dregur það úr áhrifum bibl- íunnar. Orð heilagrar ritningar verða ekki lengur trúverðug, ef þau missa þann enduróm í brjóstum manna, sem trúarrit verður að hafa. P.S. Í pistli mínum fyrir viku sagði ég, að ég þekkti ekki orðasambandið „að leggja net til fiskjar“, sem virðist hafa misskilist, þótt skrítið sé. Auð- PISTILL » Orð heilagrar ritningar verða ekki lengur trú- verðug, ef þau missa þann enduróm í brjóstum manna, sem trúarrit verð- ur að hafa. Halldór Blöndal „Statt upp, tak sæng þína og gakk“ vitað var ég að finna að viðbótinni „til fiskjar“ í nýju biblíuþýðingunni, sem er málskemmandi. Aldrei er tal- að um að renna færi til fiskjar (fisk- veiða) og enginn leggur línu til fiskj- ar. Þetta er sorglegt dæmi um þá tilhneigingu að eyðileggja myndir og gróin hugtök með útskýringum. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur hækkað verð á nautgripakjöti til bænda og er þetta fyrsta verðbreyt- ing á nautgripakjöti í rúmt ár, sam- kvæmt frétt á vef Landssambands kúabænda. Verðbreytingar eru misjafnar milli flokka, þær mestu eru um 10 krónur á kíló kjöts en sumir flokkar hækka þó ekkert. Verðhækkun til bænda NÝR forstjóri tekur við hjá bif- reiðaumboðinu B&L 10. mars næstkomandi. Erna Gísladóttir sem verið hefur forstjóri hverfur til annarra starfa en Kristinn Þór Geirsson tekur við forstjórastöð- unni hjá félaginu, að því er fram kemur í tilkynningu frá B&L. Kristinn Þór hefur undanfarið starfað sem stjórnarformaður B&L jafnhliða stjórnarformennsku í eignarhaldsfélaginu Sævarhöfða, en félagið á og rekur nokkur félög, þ.á m. bifreiðaumboðið Ingvar Helgason. Í tilkynningu er haft eftir Ernu Gísladóttur að hún kveðji fyrir- tækið í fullri sátt en jafnframt með söknuði. Kristinn Þór Geirsson seg- ist fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. „B&L er sterkt félag með mörg spennandi vörumerki og stefnan er að nýta enn betur þau sóknarfæri sem felast bæði í mann- auði og þeim umboðum sem félagið býr yfir.“ Kristinn for- stjóri B&L Kristinn Þór Geirsson BÚNAÐARÞING verður sett í Súlnasal Hótels Sögu í dag, sunnu- dag, kl. 13.30, en yfirskrift setning- arathafnarinnar verður „Að lifa af landsins gæðum“. Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur ávarp, forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flytur há- tíðarræðu og Einar Kristinn Guð- finnsson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, ávarpar samkomuna og veitir árleg landbúnaðarverð- laun. Blásarakvintett Reykjavíkur kemur fram og Grundartangakór- inn syngur nokkur lög. Meðal gesta verður Ib W. Jensen, varaformaður dönsku bænda- samtakanna, en aðgangur er öllum opinn og í boði eru kaffiveitingar. „Lifa af lands- ins gæðum“ Eftir Eyþór Árnason SÍÐASTLIÐIÐ fimmtudagskvöld fór fram keppni í tölti í Meistara- deild VÍS. Keppnin var að venju haldin í Ingólfshvoli. Húsið var kjaftfullt af áhorfendum sem létu vel í sér heyra og bjuggu til skemmtilega stemningu. Keppnin var gríðarlega spenn- andi en tveir knapar voru efstir og jafnir eftir úrslitin. Þeir Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Viðar Ingólfs- son voru langbestir þetta kvöld og áttu dómararnir greinilega í vand- ræðum með að velja á milli þeirra. Þorvaldur sem reið hinum stóra og mikla stóðhesti Rökkva frá Hár- laugsstöðum gekk ágætlega í for- keppninni en náði samt einungis inn í B-úrslit. Í B-úrslitunum var Rökkvi greinilega kominn í stuð og lék á als oddi og skilaði honum og Þorvaldi áfram inn í A-úrslitin. Í úr- slitum var Rökkvi greinilega kom- inn í enn meira stuð og sýndi sínar allra bestu hliðar. Hlífðu hestunum við bráðabana Efstur inn í A-úrslitin var Viðar á Tuma frá Stóra-Hofi. Tumi hefur verið helsti keppnishestur Viðars síðustu ár og hafa þeir farið mikinn í brautinni og unnið nokkra titlana. Það má einnig geta þess að Þorvald- ur og Rökkvi hafa einnig verið dug- legir við það að sópa til sín verðlaun- um en samt aldrei áður í tölti. Tumi var greinilega einnig í góðu formi þetta kvöldið. Hraðabreyting- arnar hjá þeim félögum voru alveg magnaðar enda létu áhorfendur heyra vel í sér þegar þeir voru að sýna þær. Svo fór að þeir Þorvaldur og Viðar voru hnífjafnir eftir úrslitin og stefndi í það að þeir ættu að ríða bráðabana en þeir ákváðu að gera það ekki til þess að hlífa hestum sín- um. Dómararnir áttu þá að endur- reikna einkunnir þeirra með meiri nákvæmni og gefa þeim svo sæt- isröðun. Svo fór að Þorvaldur Árni fékk fyrsta sætið hjá fjórum af fimm dómurum og því fyrsta sætið hans. Í þriðja sæti lenti Sigurður Sig- urðarson á Æsu frá Flekkudal en þau fengu hæstu einkunnina fyrir hægt tölt. Eftir þann árangur trónir Sigurður efstur í stigakeppni knapa með 22 stig en hann hafði áður unn- ið fjórgang og varð þriðji í smala. Í fjórða sæti var Jakob Svavar Sig- urðsson á Fróða frá Litla-Landi með einkunnina 7,50. Fimmti varð Hinrik Bragason á Lokk frá Þor- láksstöðum. Þeir áttu gríðarlega góða sýningu í forkeppninni en náðu ekki að halda sér uppi í samanburð- inum við aðra í úrslitum. Sigurbjörn Bárðarson á Kaliber frá Lækjar- botnum endaði svo í sjötta sæti með 7,33. Næst verður keppt í Meistara- deild VÍS 13. mars í gæðingafimi en hana vann einmitt Þorvaldur Árni í fyrra á Rökkva og verður spennandi að sjá hvort hann endurtaki leikinn. A-úrslit 1. Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Rökkvi frá Hárlaugsstöðum, Máln- ing, 8,28. 2. Viðar Ingólfsson, Tumi frá Stóra- Hofi, ÍB, 8,28. 3. Sigurður Sigurðarson, Æsa frá Flekkudal, Skúfslækur, 7,89. 4. Jakob Svavar Sigurðsson, Fróði frá Litla-Landi, Skúfslækur, 7,50. 5. Hinrik Bragason, Lokkur frá Þor- láksstöðum, Top Reiter, 7,39. 6. Sigurbjörn Bárðarson, Kaliber frá Lækarbotnum, Top Reiter, 7,33. B-úrslit 7. Eyjólfur Þorsteinsson, Komma frá Bjarnanesi, Blend, 7,44. 8. Daníel Ingi Smárason, Þjótandi frá Svignaskarði, Frumherji, 7,22. 9. Hulda Gústafsdóttir, Völsungur frá Reykjavík, Blend, 7,17. 10. Jón Gíslason, Stimpill frá Kálf- hóli 2, ÍB, 7,17. 11. Ísleifur Jónasson, Gæfa frá Kálf- holti, ÍB, 6,61. Liðakeppnin 1. Skúfslækur 58,5 stig 2. Málning 54 stig 3. IB 53,5 stig 4. Blend 49,5 stig 5. Top Reiter 46 stig 6. Frumherji 38,5 stig Staðan í stigakeppninni (10 efstu) Sigurður Sigurðarson 22 stig Þorvaldur Árni Þorvaldsson 14 stig Eyjólfur Þorsteinsson 12 stig Viðar Ingólfsson 11 stig Jakob Svavar Sigurðsson 11 stig Ísleifur Jónasson 10 stig Svanhvít Kristjánsdóttir 8 stig Ragnar Tómasson 8 stig Hinrik Bragason 6 stig Hulda Gústafsdóttir 4 stig Staðan í liðakeppni Blend 177,5 stig Skúfslækur 176,5 stig Top Reiter 153,5 stig ÍB ehf. 136 stig Frumherji 117,5 stig Málning 110 stig Hnífjafnir kappar í tölti Morgunblaðið/Eyþór Árnason Efstir í tölti Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum. Morgunblaðið/Eyþór Árnason Traustir Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.