Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 37
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 37 Allir þeir sem ferðast hafa útfyrir hina margfrægulandsteina vita hve lesta-kerfi er hentugur ferða- máti. Til dæmis milli flugvallar og miðborga. Það tekur jú til dæmis 19 mínútur að fara með lestinni frá Gardermoen-flugvelli inn í miðborg Oslóar. Segi og skrifa: 19 mínútur. Allir þeir sem vilja vita það vita líka að slíkur ferðamáti milli Kefla- víkur og miðborgar Reykjavíkur gerir allt tal um nauðsyn flugvallar í Vatnsmýrinni að úreltu bulli á stundinni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að fjarlægðin frá Gar- dermoen til miðborgar Oslóar er álíka og fjarlægðin frá Keflavík- urvelli og niður í Hljómskálagarð. Sem betur fer er þetta málefni nú aftur komið til umræðu eftir að þing- menn úr öllum flokkum sameinuðust á dögunum um þingsályktunar- tillögu um að þetta verði kannað rækilega frá öllum hliðum auk al- menns léttlestakerfis um höfuðborg- arsvæðið. Vonandi verður tillagan samþykkt og málið sett í fullan gang, því það blasir auðvitað við, eins og þingmennirnir rekja í greinargerð sinni, að notkun rafknúinna almenn- ingssamgagna ætti að vera sjálf- sagður hluti af samgöngukerfi landsmanna, bæði í ljósi umhverfis- verndar og hagkvæmni. Viðbrögðin við tillögu þingmann- anna hafa einkennst af mjög yfir- borðskenndri umfjöllun og jafnan fylgt sögu að í sex ára gamalli skýrslu hafi menn komist að þeirri niðurstöðu að lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur svaraði ekki kostn- aði. Þá er nauðsynlegt að halda því til haga að þar var af einhverjum fá- ránlegum ástæðum við það miðað að lestin færi milli Mjóddar í Breiðholti og Keflavíkur. Hverjum datt slík firra í hug? Þætti mönnum það eðlileg þjónusta að flugrútan takmarkaðist við þá leið? Það væri eins og að þjóð- vegakerfi landsins endaði allt saman við Litlu kaffistofuna eða Sandskeið en þaðan yrðu menn svo að redda sér eftir húsagötum inn í borgina. Töldu menn í alvöru að einhverjir aðrir en íbúar Neðra-Breiðholts myndu nýta sér slíka lest? Þarna var sannarlega byrjað á vitlausum enda. Ég hæddist að þessari fáránlegu Mjóddarlest á þessum vettvangi í september 2004 eftir að skýrslan um hana var kunngjörð og setti þá einn- ig fram eigin hugmyndir um lestar- samgöngur úr miðbæ Reykjavíkur á göngu-, hjóla- og lestarbrú yfir Skerjafjörð og áfram til Keflavíkur. Einnig sá ég fyrir mér að aðrar slíkar brautir mætti leggja til dæmis milli akreina eftir endilöngum þeim fyrirferðarmiklu og einatt troðfullu umferðaræðum sem liggja um borg- arsvæðið þvers og kruss. Eina eftir Hringbraut og Miklubraut og upp í Mosfellsbæ, aðra eftir Sæbraut og Sundabraut og enn önnur færi um Gullinbrú, Ártúnshöfa og Mjódd og suðurúr. Þetta væru grunnleiðirnar en síðan mætti auðvitað fjölga safn- leiðum smám saman. Ekki vöktu þessir þankar mínir nokkur áþreifanleg viðbrögð á sín- um tíma og gufuðu bara upp eins og Mjóddarlestin til Keflavíkur. Nú eru vonandi aðrir tímar og betri upp runnir, þar sem menn reikna dæmi af þessu tagi alveg til enda og frá öll- um hliðum, en byrja ekki á vitlaus- um enda eins og fyrir sex árum og reikna sig af staðfestu og einurð í óbreytt ástand. Má núna tala um lest- arsamgöngur í alvöru? Sveinbjörn I. Baldvinsson vissir þú að... MÓTUM EIGIN FRAMTÍÐ ÍSLAND OG EVRÓPA I Ð N Þ I N G 2 0 0 8 Taktu daginn frá 6. mars H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Evrópumálin verða til umræðu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 6. mars. Dagskrá hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00. Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Krónan og ferðaþjónustan – Nauðsyn á kennslu í sveifluhagfræði Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður Ísland og Evrópa – Mótum eigin framtíð. Já af hverju ekki? Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems hf. Lífskjör ráðast af samkeppnishæfni fyrirtækja Helgi Magnússon Ávarp formanns Samtaka iðnaðarins Össur Skarphéðinsson Ávarp iðnaðarráðherra Illugi Gunnarsson, alþingismaður ESB, evra og breytt heimsmynd Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður Framtíðin liggur í heimsvæðingunni Þinginu stýra Árni Snævarr, fréttamaður, og Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri hjá Alcoa Fjarðaáli. Þingið er opið og aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.