Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 27. desember 1915. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði 22. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja á Syðri-Brúnavöllum í Skeiðahreppi í Ár- nessýslu, f. 4. nóv- ember 1882, d. 25. júní 1965, og Guð- mundur Magnússon sjómaður og síðar fiskmatsmaður í Ánanaust- um í Reykjavík, f. 15. nóvember 1883, d. 29. janúar 1932. Fóstur- foreldrar Margrétar voru hjónin Kristján Hannesson, f. 22. nóv- ember 1892, d. 27. nóvember 1973, og María Guðmundsdóttir, f. 5. júlí 1893, d. 13. apríl 1986. Systkini Margrétar eru Magnús, f. 17. júlí 1910, d. 8. október 1991, Óskar, f. 9. október 1911, d. 9. september 1977, Vilhjálmur, f. 13. maí 1913, d. 27. janúar 1998, Björn, f. 17. júní 1914, d. 24. júlí 1972, Gísli, f. 12. júlí 1917, d. 8. ágúst 1998, Guð- björg, f. 18. mars 1919, d. 20. ágúst 1945, Haukur, f. 4. júlí 1920, d. 12. júlí 2007, Guðmundur, f. 10. maí 1922, og Baldur, f. 9. júlí 1924. Margrét giftist 7. október 1944 Sigmundi Bergi Magnússyni bónda og ullarmatsmanni, f. 5. febrúar 1923. Foreldrar hans voru Sig- urlaug Katrín Pálsdóttir, f. 6. sept- ember 1890, d. 9. október 1982, og Magnús Jón Sigurðsson bóndi á Orustustöðum á Síðu í V- Skaftafellssýslu, f. 11. júní 1866, d. og c) Eva María sálfræðingur, f. 24. júlí 1975, maki Bjarni Guð- jónsson hugbúnaðarsérfræðingur, f. 19. febrúar 1974, þau eiga tvö börn. Dóttir Þorláks er Auður Ýrr líffræðingur, f. 12. apríl 1973, maki Andri V. Sigurðsson lögfræðingur, f. 10. desember 1972, þau eiga þrjú börn. 3) Sigurveig snyrtifræð- ingur, f. 10. maí 1952, maki Sveinn Guðmundsson fisktæknir, f. 14. mars 1951, synir þeirra eru a) Sindri viðskiptafræðingur, f. 11. ágúst 1978, sambýliskona Kristín Vala Matthíasdóttir verkfræð- ingur, f. 18. mars 1981, þau eiga eitt barn, og b) Örvar verk- fræðinemi, f. 6. júní 1984, sam- býliskona Daggrós Stefánsdóttir kennaranemi, f. 17. janúar 1984. 4) Guðmundur Ingi rafvirki, f. 10. maí 1952, maki Sigríður Á. Pálma- dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 7. febrúar 1960, synir þeirra eru Björn Orri, f. 18. febrúar 1986, og Bergur Már, f. 6. maí 2000. Margrét vann ýmis störf á Hótel Skjaldbreið og seinna á sauma- stofu Ullarþvottastöðvarinnar í Hveragerði. Hún stofnaði heimili með manni sínum í Hveragerði 1944. Þau störfuðu við búskap í Reykjakoti í Ölfusi frá 1955 til 1967. Á þeim árum starfaði Mar- grét nokkur sumur við Sum- arbúðir Þjóðkirkjunnar í Selinu. 1967 fluttu þau hjónin í Hvera- gerði, þar ræktuðu þau skrúðgarð sem oftar en einu sinni hlaut við- urkenningu. Í Hveragerði starfaði Margrét á Ullarþvottastöð Sam- bandsins. Margrét var jarðsungin frá Hveragerðiskirkju 1. mars, í kyrr- þey. 27. febrúar 1938. Fósturforeldrar hans voru Sigurveig Magnúsdóttir, f. 27. júní 1891, d. 20. maí 1960, og Guð- mundur Ólafsson, f. 15. desember 1882, d. 8. apríl 1941. Börn Margrétar og Sigmundar Bergs eru: 1) Guðbjörg Dagmar hjúkr- unarfræðingur, f. 17. júlí 1945, maki Heimir Pálsson lekt- or, f. 28. apríl 1944, þau skildu, börn þeirra eru a) Bergur verkefn- isstjóri, f. 30. janúar 1967, maki Adeline Tracz verkfræðingur, f. 18. apríl 1972, þau eiga tvö börn, b) Hildur kennari, f. 19. febrúar 1971, maki Guðrún Jarþrúður Baldvins- dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25. nóvember 1960, og c) Snorri fa- gottleikari, f. 5. september 1972, maki Telma Rós Sigfúsdóttir bóka- safns- og upplýsingafræðingur, f. 11. ágúst 1974, þau eiga tvö börn. 2) Kristjana María félagsráðgjafi, f. 27. nóvember 1948, maki Ingþór Jóhann Guðlaugsson lög- regluþjónn, f. 9. október 1945, d. 23. júlí 1981, seinni maki Þorlákur H. Helgason framkvæmdastjóri, f. 24. september 1948. Dætur Krist- jönu og Ingþórs eru a) Margrét framkvæmdastjóri, f. 18. febrúar 1967, maki Guðmundur Geir- mundsson kjötiðnaðarmaður, f. 8. október 1965, þau eiga tvo syni og eitt barnabarn, b) Íris leikskóla- kennari, f. 1. apríl 1972, maki Ólaf- ur Hallgrímsson lögfræðingur, f. 19. mars 1975, þau eiga þrjú börn, Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. (Prédikarinn 3:1) Við getum ferðast með tímanum, jafnvel inn í tímann. Það getur hins vegar reynst erfiðara að skilja tím- ann. Meta tímann, finna hjartslátt lið- inna kynslóða. Hver kynslóð lifir nefnilega sinn tíma og sumt geymir hún með sér. Margrét Guðmundsdóttir hefur lokið löngu dagsverki. Minningarnar eru fagrar, fullar af væntumþykju og hreinskilni. Ég hafði fengið að kynnast hluta af hennar lífshlaupi. Fagurkeranum, forvitnu náttúrubarni. Hún gat verið stutt til svars. Sumt geymdi hún örugglega með sér. Sterkastar eru minningarnar af samveru Margrétar og Bergs, sem varð hennar trausti lífsförunautur í meira en hálfa öld og allt til hinstu stundar. Bergur var alltaf nálægur. Það reyndi mikið á samskiptin hin allra síðustu ár, en það var eins og Margrét skynjaði óskipta nærveru hans og það var henni mikils virði. Ég er sannfærður um að hún kvaddi þennan heim sátt. Á kveðjustundu eru tengdamóður minni þakkaðar góðar minningar. Það er huggun í sorg. Mestur er söknuður Bergs sem sér á eftir ást- vini sem var honum allt. Þorlákur Helgason. Amma fæddist í kjallara á Stýri- mannastíg um jólin 1915, hún yfirgaf heiminn 93 árum seinna á Hjúkrunar- heimilinu Ási. Hún hafði lifað gríðar- legar breytingar, tvær heimsstyrjald- ir og leiðina frá því að vera barn sem býr við kröpp kjör í Reykjavík til þess að vera myndarleg húsmóðir, móðir fjögurra barna sem öll komust á legg, amma miklu fleiri barna, langamma og langalangamma. Við systkinin munum eftir sunnu- dagsbíltúrum í Hveragerði, þar biðu afi og amma, dekkað veisluborð og skrúðgarður sem átti engan sinn líka. Heimsóknin hófst yfirleitt í garðin- um, þá var genginn hringur og skoðað hvaða blóm væru farin að blómstra og hvernig nýjustu græðlingunum reiddi af, síðan kom gróðurhúsið og rósirnar, síðast athugað hvaða græn- meti væri orðið þroskað. Amma þekkti hverja einustu plöntu í garð- inum og gætti svo vel að þeim allra viðkvæmustu að hún setti yfir þær jógúrtdósir þegar mikið rigndi til þess að þær létu ekki undan þunga regndropanna. Amma var kvik og rösk, allt lék í höndunum á henni hvort sem voru hannyrðir, garðyrkja eða matargerð. Hún hljóp upp á Hamarinn fyrir ofan Hveragerði allt fram á níræðisaldur. Þangað var alltaf gaman að koma með og svo niður hjá Grýlu þar sem amma setti jafnvel sápu í hverinn til þess að gleðja barnabörnin. Sem barn var hún send í fóstur austur í Mýrarkot í Grímsnesi. Þar var hún fósturforeldrum sínum stoð og stytta strax og hún hafði aldur til og alla þeirra tíð. Hún tók að sér allt sem tengdist heimilisrekstri og þótti svo rösk og dugleg að hún var lánuð milli bæja til þess að aðstoða við slát- urgerð. Seinna saumaði hún og prjón- aði á krakkana sína fatnað eins og úr fínustu tískubúðum. Amma tók öllu með jafnaðargeði og hafði svör á reiðum höndum við hverju sem var. Hún var hnyttin í til- svörum og hafði húmor fyrir sjálfri sér og lífinu. Til Reykjavíkur flutti hún aldrei meir nema stutt í einu til þess að vinna. Hún starfaði sem stofustúlka og á Hótel Skjaldbreið þar sem hún var að störfum þegar landið var hernumið. Amma leit á sig sem Reykjavíkurmey, hún var alltaf glæsilega til fara og síung í anda. Hún fór austur í Hveragerði 1943 til þess að vinna á saumastofu. Þar kynntist hún afa, þau felldu hugi saman og bjuggu allan sinn búskap í Hvera- gerði og þar um kring. Þau voru ákaf- lega samheldin hjón. Síðustu árin, þegar amma þurfti á meiri hjúkrun að halda en afi, birti ævinlega í herberg- inu hennar þegar hann kom inn. Þrátt fyrir að flestir kraftar lífsins hefðu yf- irgefið ömmu hvarf aldrei ástin til afa. Þegar við ókum burt frá afa og ömmu á sunnudögum stóðu þau á tröppunum saman og veifuðu þar til bíllinn var kominn í hvarf. Nú fylgjum við ömmu úr hlaði og þökkum við- kynningu við kraftmikla hversdags- hetju sem vissi ekki hvað þreyta var. ,,Hvað er fólk að kvarta um þreytu, maður sest bara á þúfu augnablik.“ Það var hennar viðkvæði. Hildur Heimisdóttir. Elsku amma okkar. „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Þessi orð hafa lifað með okkur og hjálpuðu okkur mikið þegar hann pabbi dó fyrir 26 árum. Við sjáum það núna að guðirnir elska ekki síður þá sem deyja gamlir. 92 ár eru hár aldur og við höfum verið svo heppnar að eiga þig að frá því við fæddumst til síðasta dags. Þegar við systurnar horfum til baka og rifjum upp allar góðu minningarnar sem við eigum þá er af mörgu að taka. Það er samt svo einkennilegt að hugurinn leitar alltaf til allra sunnudaganna sem við fórum til ömmu og afa í Hveró. Við munum allar hvað okkur þótti gaman að klæða okkur upp í gömlu kjólana þína og okkur fannst við alltaf vera svo fín- ar í dragsíðum kjólum með perlufest- ar um hálsinn og lafandi eyrnalokk- ana með smellunum. Alltaf var rjúkandi nýtt bakkelsi á borðum, og þú, elsku amma, passaðir alltaf að gikkirnir fengju allar sínar sérþarfir uppfylltar. Alltaf voru pönnukökur með engri sultu, margar tegundir af sultu, bollur með búðingi og dásam- lega bananarúllutertan sérstaklega miðað við matvendni hvers og eins. Fastur liður var að horfa á Húsið á sléttunni klukkan fjögur í sjónvarp- inu og drífa sig svo heim á milli fimm og sex til að horfa á Stundina okkar heima á Selfossi. Okkur verður hugs- að til jólaboðanna á annan í jólum og laxaveislunnar þegar fyrstu kartöflur ársins voru bornar á borð með nýjum laxi, löngu áður en allir aðrir gátu far- ið að taka upp kartöflur. Þú bjóst til bestu súpur sem til voru og við hlökk- uðum alltaf svo til að vita hvaða teg- und yrði næst á borðum. Það er svo margt sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut þegar maður er yngri en áttar sig svo á síðar að er ekki endilega sjálfsagt. Við ólumst upp við að eiga dásamlega ömmu og afa sem alltaf voru hress og skemmti- leg. Þú varst alltaf í svo flottu formi, hlaupandi með okkur systrunum og frændsystkinunum upp á Hamar eða niður í bæ án þess að blása úr nös. Við sjáum það núna þegar ein okkar er sjálf orðin amma að það er ekkert sjálfsagt að eiga góða ömmu sem get- ur allt. Þú varst alltaf svo hreinskilin og auðvelt fyrir unglinga eins og okk- ur að misskilja það. Við gátum til dæmis verið sármóðgaðar yfir að líkj- ast einhverju fólki sem við þekktum ekki neitt og vorum þess fullvissar að væru hin mestu ólán í alla staði. Það var því dálítið skondið að komast iðu- lega að því að það var alls ekki leiðum að líkjast og meiningin hin besta í alla staði. Það er ekki hægt að minnast þín, elsku amma, án þess að nefna blómin þín og garðinn. Annar eins garður og þinn var ekki til á Íslandi. Það var alveg sama hvernig veðrið var, við fórum aldrei úr Hveragerði án þess að fara einn eða tvo hringi í garðinum og enn í dag er það okkur hulin ráðgáta hvernig þú gast munað öll þessi nöfn á þeim hundruðum teg- unda sem í garðinum voru. Við eigum eftir að sakna þín alveg ósegjanlega mikið elsku amma, en við erum vissar um að nú líður þér vel á nýjum stað. Elsku afi, við syrgjum saman hana ömmu sem átti fáa sína líka. Margrét, Íris og Eva María Ingþórsdætur. „… og ég skal segja þér, þeir sögðu það karlarnir í Vesturbænum að hún hefði verið eins og drottning þegar hún kom upp úr kjallaranum.“ Þessi orð hafði þáverandi tengdamóðir mín, Margrét Guðmundsdóttir, oftar en einu sinni við mig í frásögnum af móð- ur sinni. Hún var stolt af henni, þess- ari makalausu konu sem svaraði svo vel kröfum aldamótakynslóðarinnar um að láta ekki baslið smækka sig. Þeirri hetjusögu hefur Einar Már Guðmundsson gert eftirminnileg skil í skáldsögunum um ömmu sína og börn hennar. Sjálf lét Margrét aldrei deigan síga og stóð mér löngum fyrir sjónum sem eftirmynd þeirrar drottningar sem kom upp úr kjallaranum á Stýri- mannastígnum. Hún tók því sem að höndum bar án sjálfsvorkunnar alla ævi. Þess vegna mislíkaði henni þeg- ar skáldi þótti henta að láta stúlku- kornið fella tár, þegar hún var send að heiman sex ára gömul til fósturfor- eldra sem hún þekkti ekki, flutt eins og hver annar varningur austur yfir Fjall og upp í Grímsnes. Því grátur- inn var ekki sannleikanum sam- kvæmur! Jafnvel á þeim aldri mætti hún örlögunum án þess að láta erf- iðleikana smækka sig. Það orðaði hún svo í samtali við mig: „Það er bara alls ekki satt! Ég grenjaði ekki!“ Eins og drottning hélt hún heimili sitt við mis- jafnar aðstæður. Eins og drottning bauð hún í fermingarveislur og af- mæli, en aldrei vissi ég drottninguna glaðari en þegar hún leiddi mann um verðlaunaðan blómagarðinn, þar sem hún lagði metnað sinn í að vera per- sónulega kunnug hverri jurt og þekkja nafn hennar ekki einasta á ís- lensku heldur líka latínu. Oft brosti hún þá góðlátlega að fákunnáttu há- skólagengins tengdasonar sem ekki kunni flokkunar- og nafngiftakerfi Linnés eins og litlu töfluna. Þótti kannski stundum umhugsunarefni hvað það væri eiginlega sem menn lærðu á allri þessari skólagöngu. Það fór vel á því að Margrét Guð- mundsdóttir hefði síðustu vistaskipt- in þegar vordagar fara í hönd. Því þá er ég illa svikinn ef hún hefur ekki þegar tekið til við vorverkin í blóma- garðinum handan vatnanna miklu. Og ekki að vita nema þar verði nýr verð- launagarður þetta árið. Að leiðarlokum þakka ég Margréti ástúð og vináttu fyrr og síðar. Sig- mundi Bergi, afkomendum og ástvin- um öllum sendi ég alúðarkveðju. Blessuð sé minning góðrar konu. Heimir Pálsson. Margrét Guðmundsdóttir Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Herdís Jónsdóttir, sem nú er látin á áttugasta og sjöunda aldursári, var Herdís Jónsdóttir ✝ Herdís Jóns-dóttir fæddist á Seyðisfirði 2. mars 1921. Hún lést föstudaginn 18. jan- úar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóns Gunnlaugs Jón- assonar kaupmanns og málarameistara, f. á Eiríksstöðum á Jökuldal 5. febrúar 1883, d. 7. janúar 1964, og Önnu Sig- mundsdóttur, f. í Gunnhild- argerði 24. janúar 1888, d. 2. sept- ember 1965. Systkini Herdísar voru: a) Guðlaug Margrét, f. 25. júlí 1909, d. 25. apríl 1915, b) Sig- rún, f. 10. júní 1911, d. 13. apríl 1972, c) Jónas, f. 30. ágúst 1912, d. 8. febrúar 2001, og d) Guðlaugur f. 2. júní 1915, d. 19. mars 2005. Útför Herdísar hefur farið fram. frændkona góð og var okkur sannur og traustur vinur. Við systkinin höfum þekkt Herdísi frá því við munum eftir okkur og höfum alla tíð átt mikið og gott samband við hana og fjölskyldu hennar. Herdís var yngst fimm barna föðursyst- ur okkar, Önnu Sig- mundsdóttur, og manns hennar, Jóns G. Jónassonar. Einnig ólst systurdóttir Önnu, Guðrún Sigfúsdóttir, upp að hluta hjá þeim. Faðir Herdísar var fyrsti lærði húsamálari landsins, en stundaði lengst af verslunarrekstur á neðri hæð hússins á Norðurgötu 2 á Seyðisfirði, þar sem fjölskyldan bjó á efri hæð. Að koma á heimili þeirra var eins og maður las um í herragarðssögum 19. aldar, yfirbragð allt var glæsilegt og bar smekkvísi og listrænum hæfi- leikum Önnu og dætra hennar, Her- dísar og Sigrúnar, fagurt vitni. Hús- móðirin og dæturnar sem lifðu, sú elsta, Guðlaug, lést í barnæsku, voru vel verki farnar, listrænar handa- vinnukonur og lá margt fagurra muna eftir þær. Börnin gengu öll til mennta og var Herdís verslunarskólagengin. Anna og fjölskylda gerðu vel við ættingja sína og nutum við góðs af. Er faðir okkar fór í verslunarferðir til Seyðisfjarðar sneri hann oftar en ekki aftur með gjafir sem Anna og dæt- urnar höfðu sniðið og lagfært, hvort heldur var utanyfir- og spariflíkur, kjóla, skyrtur og buxur. Okkur er minnisstætt er Herdís var að alast upp og faðir okkar fór í þessar ferðir, hafði hann jafnan á orði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af skepnunum, þar sem Herdís tæki á móti, en hún var mjög elsk að dýrum. Var þessi unga systurdóttir pabba í miklu uppáhaldi hjá honum. Eftir skólagöngu fluttu Herdís og Guðrún til Reykjavíkur. Síðar bættist Sigrún í hópinn og keyptu þær systur sér hús við Tjarnargötu þar sem Sig- rún og Herdís héldu saman heimili, en hvorug giftist. Eftir að Sigrún lést, 1972, bjó Herdís í húsinu við Tjarn- argötu þar til skömmu fyrir andlát sitt. Hún vann lengst af á Hagstofu Íslands og á skrifstofu Sjóvártrygg- ingafélags Íslands í Reykjavík. Herdís var glæsileg, greind og mörgum góðum gáfum gædd. Systk- inin voru afar samrýnd en Herdís var einnig ákaflega frændrækin og naut frændfólk hennar í Reykjavík þess ævinlega. Hún var góðlynd og vildi öllum vel, listræn mjög og sýndi okk- ur oft nýjustu afrekin, hvort sem var útsaumur eða hlutir sem hún hafði gert upp. Herdís fylgdist vel með og gætti þess að halda góðu sambandi við frændfólk sitt. Reynist hún okkur traustur klettur, ekki síst þegar við fluttum til höfuðborgarinnar eitt af öðru. Það var gott til hennar að leita og ævinlega ánægjulegt að hitta og ræða málefni dagsins eða liðna tíma við Herdísi. Blessuð sé minning hennar. Systkinin frá Gunnhildargerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.