Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 25
1. Já, ég held að ég verði að líta svo á. Þannig litu aðrir á mig og það var vissulega sjálfsmynd mín. Það var óhugsandi annað en aðhyll- ast uppreisn gegn borg- aralegum viðhorfum á þess- um árum og ekkert eðlilegra en ungt fólk risi upp gegn ríkjandi við- horfum. 2. Það ár er táknrænt fyrir hippahugsjónina yfirhöfuð. Þá urðu straumhvörf og hippakyn- slóðin ögraði öllum viðteknum viðhorfum og skoðunum og fólk hræddist frjálslyndið sem fylgdi. Það er mér langminnisstæðast að ég fór í sumarskóla í London þar sem ég átti að læra ensku en það fór ekki mikið fyrir náminu en ég eignaðist þó gott samband við kennarana sem ráðlögðu mér að vera ekkert að mæta í skól- ann heldur sinna frekar hugðarefnum mínum sem tengdust tónlist og öllum þessum nýju viðhorfum. Carnaby street var vinsæll við- komustaður og Marquee-klúbburinn á Wardo- ur Street var mekka tónlistarinnar. Svo var ég svo heppinn að sjá Jimi Hendrix á tónleikum fyrir utan London. Það var toppurinn. Ég var bara sextán ára og svo barnalegur að ég leit frekar út fyrir að vera þrettán ára og í raun heldur ungur til að taka þátt í hippahreyfing- unni en einhvern veginn tókst mér að fá inn- göngu í hópinn og dyraverðir næturklúbbanna horfðu í gegnum fingur sér með aldurs- takmark. Í London var ég kallaður Joe the Fresh Kid og var bara glaður með það. 3. Allt til að byrja með. Uppreisnin eins og áð- ur er sagt og ekki spilltu frjálsar ástir og ætl- unin að skapa frið á jörðu. Það var okkur tví- mælalaust ofarlega í huga þó ekki værum við mjög raunsæ í þeim efnum en við trúðum því einlæglega til að byrja með að við gætum gert heiminn að miklu betri stað. Í okkar huga þurfti ekki meira til en að heimurinn allur fír- aði í einni feitri og þá myndi þetta allt lagast. En þetta varð auðvitað skugga- hlið hippahugsjónarinnar. Þær liðu á endanum allar upp í reyk og vímuefnum. 4. Ég hef á lífsleiðinni bara átt eina fyr- irmynd. Hef alltaf haft á móti stjörnu- dýrkun en ég virkilega dáði John Lennon og gekk svo langt að fá mér gleraugu eins og hann þó að sjónin væri fín. Hann var mesti uppreisnarmaðurinn í Bítlunum og þar af leiðandi minn maður. Hann gaf öllu langt nef og var ósmeykur að ögra og söng og samdi lög um frið og góða hluti af meiri einlægni en aðrir. 5. Úpps. Það man ég ekki. Skólafélögum mín- um í Versló var illa brugðið þegar ég mætti í hippamúnderingunni eft- ir dvölina í London. Það stakk verulega í stúf í þeim virðulega og íhalds- sama skóla. Jón heitinn Gíslason skólastjóri átti nú frekar erfitt þegar ég var gerður að ritstjóra skólablaðsins sem ég lagði auðvitað undir hippahugsjónir og viðtöl við fólk sem bjó í komm- únum í Reykjavík, viðtöl við Dag Sigurðarson og fleira í þeim dúr. Jón kall- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 25 aði mig á teppið og spurði hvort ég gæti ekki dregið úr þessu. Hann var ákaflega elskulegur en ég gat ekki svikið hugsjónina sem ég trúði heitt á um þetta leyti. 6. Eitt sinn hippi, ávallt hippi. Ég gat ekki séð að ég yrði nokkru sinni annað en hippi en auð- vitað runnu á mig tvær grímur eins og fleiri þegar halla tók undan fæti með þennan lífsstíl og fátt eitt var eftir annað en ólögleg fíkniefni. Það var ljóst að það gat aldrei orðið vit í því þó ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar. Það var stórmál að yfirgefa hippahreyfinguna. Maður var talinn svikari. Ég komst að þeirri nið- urstöðu að við fengjum engu áorkað með því að vera alltaf utangarðs og lýsti því yfir að ég ætlaði að taka þátt í hinu borgaralega sam- félagi og öðlast lágmarks viðurkenningu svo á mig yrði hlustað í framtíðinni og ég fengi hugs- anlega einhverju áorkað með þeim hætti að erfiðara yrði að afgreiða málflutning minn ef ég stæði undir venjulegum kröfum samfélags- ins. Þess vegna gætti ég þess að standa mig ávallt í skóla og rækti yfirleitt skyldur mínar. En ég er þrátt fyrir allt ansi mikill hippi enn inn við beinið. Þessi tími hafði varanleg áhrif á mig og ég er þakklátur fyrir hann þó svona færi. 7. Að vera góður strákur er að mínu viti það sem mestu skiptir. Ég flæki þetta ekkert frek- ar. 8. Nei, í meginatriðum lifir hippahugsjónin ekki lengur. Hún lenti hálfpartinn á öskuhaug- unum vegna þess hve fíkniefnaneysla var henni samofin. Þó eimir eftir af ýmsu eins og friðarhugsjóninni og að vera á varðbergi gagn- vart ríkjandi viðhorfum. 9. Ég hef alltaf verið villtur og fremur upp- reisnargjarn og tek mig mátulega hátíðlega. Ég dýrka enn það besta í tónlistinni frá þess- um tíma en finnst þó stundum óþægilegt að heyra hvað fíkniefnin eru samofin henni í mörgum tilfellum. Það var lifað í botn og það var merkileg reynsla. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi, fæddur 1952 Trúði heitt á hippahugsjónina Birna Þórðardóttir segir að sér sé ógerlegt að svara spurningunum nákvæm- lega eins og þær eru fram- settar. Þess vegna kaus hún hálfgert hugleiðinga- form, með spurningarnar þó í huga, en ekki í þeirri röð sem þær eru settar fram, né heldur svarar hún öllum spurningunum, t.d. kveðst hún ómögu- lega geta fundið svar við spurningu 5 (Hvað er það hippalegasta, sem þú hefur gert fyrr og síðar?)!!! – Hippa hvað?… 1. Ég var ekki hippi árið 1968 og reyndar aldrei, hafði engin efni á slíku. Það voru engir hippar á Íslandi 68. Hipparnir, sem þannig skilgreindu sjálfa sig, komu seinna til hér, við vorum dálítið á eftir! Flestir voru efri milli- stéttarkrakkar og betriborgarabörn sem fóru í matinn til mömmu á kvöldin og höfðu efni á rándýrum „hippafötum“. Sumarið 1967 var ég að vinna í Englandi, Sgt. Peppers kom út, mannlífsflóran var margbreytilegri en mig hafði órað og ég fékk mér stysta pils norðan Alpa, síðan hef ég haft afar einfaldan smekk. Í einhverri bókinni um blómabarnagötuna Haight Ashbury las ég lýsingu blaðamanns sem horfði hugfanginn á eina af skuggalegu sætu stelpunum, hipp og kúl, léttklædda og berfætta sem vera bar. Þegar henni varð stig- ið í hundaskít var ekkert að gera annað en hrista fótinn, sveifla makkanum og halda áfram. Ég man að mér fannst þetta hvorki hipp né kúl, enda yfirleitt þurft að hreinsa upp eigin skít. 2. Árið 1968 gerðist ég róttæk og virk í póli- tík. Víetnamstríðið var á fullu, herforingjarnir höfðu rænt völdum í Grikklandi eftir Próme- þeifs-áætlun Nató. Napalm og Agent Orange- aflaufgunareitrið í Víetnam og mannabúrin í Grikklandi, þar sem Mikis Theodorakis var pyntaður ásamt með þúsundum. Morg- unblaðið réttlætti allar athafnir Bandaríkja- stjórnar og grísku herforingjanna. Rík- isstjórn íhalds og krata einsleit í hundingshætti gagnvart glæpaverkum Bandaríkjastjórnar – bíddu, hefur ekkert breyst? Árið 1968 tók ég stúdentspróf, flutti til Reykjavíkur, gekk Keflavíkurgöngu í fyrsta skipti, mótmælti fundi Nató í Reykjavík þar sem þeim Dean Rusk og Pipinelis var boðið að spígspora á aumingjaskap okkar, þannig að ég vitni til ljóðs Jóhannesar úr Kötlum. Árið 1968 hafði ég lesið Tómas Jónsson met- sölubók og var búin að uppgötva Sigfús Daða- son. Árið 1968 var ég þess fullviss að ekkert fyr- irmyndarríki væri til og myndi vonandi aldrei verða til. Ég mótmælti innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu. Steinrunnin skrifræðisbákn austurblokkar voru aldrei mín deild. Árið 1968 var skelfilegt atvinnuleysi, þúsundir flúðu til Svíþjóðar og Ástralíu, Róska lét meira að segja Útilegumann Einars Jóns- sonar gefast upp og flytja til Ástralíu, fokið í flest skjól þegar Útilegumaðurinn gefst upp! Bráðabirgðalög sett á sjómenn, samkvæmt venju. Árið 1968 innritaðist ég í HÍ og var eina stelp- an í gallabuxum. Ég kynntist Dagsbrún- armönnum og Súmmurum, skáldum og skuggaböldrum, róttæklingum og öðru heið- arlegu fólki sem átti til samúð og samvisku. Í endurminningunni skein sólin allt sumarið 68. Árinu 1968 lauk með því að ég var barin í hausinn á miðjum Austurvelli og þar með út úr viðurkenndu borgaralegu samfélagi. Fínt! 4. Fullt af flottu og fínu fólki er til og hefur verið, sem betur fer, góðum manneskjum. Mig hefur hins vegar aldrei langað til að líkj- ast neinum, engir tveir eru eins og hvert og eitt okkar ber ábyrgð og getur ekki firrt sig henni. 6. Fjörutíu ár fram í tímann – hver hugsar þannig prívat og persónulega fyrir sig? Stjarnfræðilega séð er mér slíkt ómögulegt og hefur alla tíð verið. Kannski vegna þess að mikilvægast hefur verið að vera en jafnframt að gera, vera virk í augnablikinu, taka þátt, láta sig allt varða, ekki bíða til að tékka hvort eitthvað komi til með að ávaxta sig og bera arð. Heldur bera ábyrgð hér og nú! 3. Í kringum 1968 var hugmyndafræði komin í þrot, það urðu pólitísk og menningarleg skil, heimurinn var ekki bara svartur og hvítur, þótt sumir haldi slíkt enn í dag – og hafi aldr- ei efast!!!! Víetnamstríðið var viðbjóðslegt, réttlæting þess var mannskemmandi og van- virðandi fyrir hverja manneskju með siðferð- isvitund. Nákvæmlega eins og Íraksstríðið í dag og fleiri stríð alltumráðandi stórveldis hafa verið. Ungu fólki sér í lagi var misboðið, en eldra fólki einnig. Í Bandaríkjunum var þetta að sjálfsögðu mjög sárt, drengirnir komu heim í pokum, fjöldamorð voru framin, My Lai, stríðsglæpir, heima fyrir stirðnað kerfi, fyrirfram skráð hvernig bæri að hegða sér, við hvern og hvenær. Ku-klux-klan enn á fullu, yfirráðaréttur bleiknefja algjör. Andófi mætt með ofbeldi, eða hver man ekki morð þjóðvarðliðanna í Kent State University? Hér á landi voru reglurnar einnig stífar og það varð að brjótast undan þeim, reglur reglnanna vegna – nei þakk! Nái hugsunin ekki lengra en að því hvernig öðrum kunni að lítast á það sem ég er að gera – tja, þá er sennilega eins gott að leggja upp laupana. Alþjóðlega séð hafði hippahreyfingin, sem ómeðvituð, sjálfsprottin og óskipulögð hreyf- ing einstaklinga mikið að segja. Kerfið birtist sem óskapnaður í allri sinni óendanlegu smæð, keisarinn var nakinn. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að keisarinn er enn nakinn, hversu mikið af pelli og purpura hann lætur bera á sig – ég nota karlkynsorðið keisari og gef ekki færi á keis- uru. Vegna stöðugrar nektar hins valdasjúka keisara fagna ég þeim votti af borgaralegri óhlýðni sem örlað hefur á að undanförnu, allt eins mætti óhlýðnin vera óborgaraleg! 9. Það sem lifir í mér er að hafa aldrei gengist kerfinu á hönd, kerfinu sem lýtur eigin lög- málum til að viðhalda sjálfu sér og öllum þeim er völdin hafa og vilja hafa. Sjálfstæði og frelsi eru mér mikilvægari en öryggið sem breytist svo auðveldlega í fjötra, jafnvel glæsta. Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri Menn- ingarfylgdar Birnu ehf., fædd 1949 Hafði engin efni á að vera hippi Birna Þórðar- dóttir við ba- tikverk eftir Borghildi Óskarsdóttur. Bob Dylan Getnaðarvarn- arpillan var orðin öllum aðgengileg. Jafet Ólafsson, þriðji f. v., ásamt spilafélögum sínum til 40 ára; Ara Kr. Sæmundsen, framkvæmdastjóra Gróco ehf. og dr. í lífefnafræði, Ósk- ari Jónssyni, verkfræðingi hjá Norð- uráli og Gunnari Helga Hálfdan- arsyni, viðskiptafræðingi t.h. Jóhann Páll Valdimarsson og Gunnar Gunnarsson, auglýsingateikn- ari, í Glaumbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.