Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 57
ekki má gleyma Ragnhildi dóttur Þórdísar sem bættist í stórfjöl- skylduna. Nú varð bara enn fleira fólk og meira fjör í fjölskylduboð- unum. Þórdís lést árið 1989. Jón var jafnaðarmaður af bestu gerð og lét til sín taka á þeim vett- vangi, sat m.a. í bæjarstjórn Ak- ureyrar nokkur ár. Með Jóni er genginn sómamaður sem mátti ekki vamm sitt vita, sannfæringu sinni trúr, vinfastur, traustur og tryggur. Að leiðarlokum þökkum við hon- um samfylgdina í rúmlega 60 ár. Við sendum Hrafnhildi, Kristínu og Ragnhildi ásamt fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns B. Rögnvaldssonar. Margrét og Úlfhildur Rögnvaldsdætur. Ég hef verið átta ára þegar ég kynntist Jomba frænda mínum fyrst. Var þá hjá ömmu og afa á Hvammstanga þegar hann, kona hans og dóttir komu þangað í heim- sókn. Svipmikill og broshýr maður mætti mér þá, hláturmildur og hreinn og beinn. Skemmst er frá því að segja að strax frá fyrstu kynnum leið mér afar vel í návist Jomba og fjölskyldu hans. Þeir voru þrír bræðurnir, Mundi í Laufási sem var elstur, þá Björn afi og Jombi, og það er svo sterkt í minn- ingunni hvað þeir áttu það sam- merkt að vera léttir í lund og alltaf með svo hlýtt og traustvekjandi við- mót. Þessi létta lund þeirra var jafnvel í nokkru ósamræmi við þá staðreynd að á æskuárunum ólust þeir upp hver í sínu lagi við harða lífsbaráttu, eins og títt var um fá- tækar fjölskyldur í þá daga. En það segir sitt um upplag þeirra og það hve sterk bönd tengdu þá saman, að þeir unnu bug á þessum aðskilnaði þegar þeir stálpuðust, fluttust til Hvammstanga og byggðu móður sinni torfhús, á stað þar sem nú er inngangurinn í félagsheimilið þar. Örlögin höguðu því nú þannig að engir þeirra bræðra voru samfeðra, því fyrsti unnusti hennar Sigríðar langömmu minnar fórst í sjóslysi og henni auðnaðist ekki að stofna til varanlegs sambands upp frá því. En það þykist ég vita að þessi kona hefur verið alveg einstök mann- eskja, með slíkt geðsupplag að ekk- ert fékk bugað glaðværð hennar og jafnaðargeð, því einmitt þannig voru þeir bræðurnir. Andstreymið varð aðeins til að efla þau. Enda minnist ég þess t. d. ekki að hafa hitt Jomba fyrir án þess að hann hafi verið brosandi og léttur í lund, jafnvel eftir að hafa misst tvo lífs- förunauta, því nokkur ár eru nú síð- an Þórdís kvaddi, og áður var Jombi búinn að missa fyrri eig- inkonu sína. Í hvert sinn er ég hitti hann sagði hann gamansögur og fór með kveðskap sem hann kunni í ómældu magni, enda naut hann þess að skemmta öðrum, og góða skapið hans smitaði út frá sér frá fyrsta augnatilliti. Á æskuárunum dvaldist ég mikið á sumrin hjá ömmu og afa, og eftir þessi fyrstu kynni mín við Jomba, Þórdísi og Kristínu urðu gagnkvæmar heim- sóknir þeirra mér mikið tilhlökk- unarefni. Ferðin sem ég fór eitt sinn með ömmu og afa til Akureyr- ar verður mér alltaf minnisstæð, því þau hjónin Jombi og Þórdís voru frábær heim að sækja. Seinna átti ég oft eftir að njóta þess að gista hjá Jomba í Grænugötunni þegar ég sótti vinnu til Akureyrar, og hve- nær sem ég kom því við á ferðum mínum um landið sótti ég frænda minn heim, enda var það eins og að hlaða batteríin að njóta návistar hans. Það var sama hvert samræður okkar leiddu okkur, nálgunin við umfjöllunarefnið var alltaf krydduð þessum léttleikandi húmor sem ein- kenndi Jomba. Hann var slíkur maður að öll samskipti við hann voru kennslustundir um jákvætt hugarfar og afstöðu til lífsins. Það að eiga Jomba að voru forréttindi sem hafa gert mig að ríkari manni. Ég votta öllum aðstandendum Jomba samúð mína. Þorkell Á. Jóhannsson. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 57 ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS BJARNASONAR hæstaréttarlögmanns, Bergstaðastræti 44, sem lést 10. febrúar. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim starfsmönnum á Landspítalanum við Hringbraut, í Fossvogi og á Landakoti, svo og á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, sem um lengri eða skemmri tíma veittu honum kærleiksríka hjúkrun og aðstoð á allan hátt. Megi ósérhlífni ykkar, gæska og fag- mennska nýtast áfram sem best öðrum til líknar. Kristín Haraldsdóttir, Bjarni Jónsson, Ásthildur Helga Jónsson, Haraldur Örn Jónsson, Agla Ástbjörnsdóttir, Ásgeir Pálsson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARÐAR GUÐMUNDSSONAR hárskerameistara. Sérstakar þakkir færum við Friðbirni Sigurðssyni lækni, hjúkrunarfólki krabbameinsdeildar LSH, heimahlynningu og líknardeild LSH í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Rósa Helgadóttir, Helga Harðardóttir, Halla Harðardóttir, Þóra Harðardóttir, Sigurgeir Þorleifsson, Inga Sigríður Harðardóttir, Gunnar Guðjónsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, SNORRA ÞÓRS RÖGNVALDSSONAR húsgagnasmíðameistara, Goðabyggð 12, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks F.S.A. , sjúkraþjálfunar á Hlíð, séra Svavars A. Jónssonar, Oddfellowreglunnar á Akureyri, Karlakórs Akureyrar-Geysis, einsöngvara og tónlistarfólks. Guð blessi ykkur öll. Margrét H. Ögmundsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARNAR SIGURÐSSONAR, (BILLA), frá Hauganesi, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dalbæjar á Dalvík fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. Örn Viðar Arnarson og fjölskylda, Ómar Eyfjörð og fjölskylda. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, systur og frænku, SVANDÍSAR JÚLÍUSDÓTTUR, Skúlagötu 78, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Óskars Þ. Jóhannssonar læknis og starfsfólks deildar 11-E á Landspítala Hring- braut, heimahlynningar, Valgerðar Sigurðardóttur yfirlæknis og starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Karl Valur Guðjónsson, Díana Björnsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Sveinn Þór Hallgrímsson, Júlíus Kristinsson, Lotte Knudsen, Kristján Kristinsson, Egill Kristinsson, Hafdís Ósk Gísladóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Hjartans þakkir öllum þeim er sýndu okkur hlýhug, samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ELÍNAR ÁRNADÓTTUR, Furugrund 30, Kópavogi. Þakklæti til góðs starfsfólks líknardeildar Landspítalans Landakoti. Einar Jónsson, Bjarni Bergmann Sveinsson, Þorbjörg Kristvinsdóttir, Úndína Bergmann Sveinsdóttir, Björn Brynjólfsson, Ásmundur Bergmann Sveinsson, Hallveig Finnbogadóttir, Árni Bergmann Sveinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Rúnar Bergmann Sveinsson, Jón Þór Bergmann Sveinsson, Steinhildur Hjaltested, Róslind Bergmann Bordal, Dag Bordal, Sigrún Friðgeirsdóttir, Logi Úlfljótsson, Haukur Örn Björnsson, Sigrid E. Guðmundsdóttir, Úndína Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður og afa, STEINGRÍMS HELGASONAR stórkaupmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð norður á hjúkrunarheimilinu Eir. Unnur Heba Steingrímsdóttir, Nikulás Róbertsson, Helga Guðrún Steingrímsdóttir,Eiríkur Hauksson, Jón Hólmgeir Steingrímsson, Soffía Hilmarsdóttir, Ingunn Steingrímsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS GUÐBJARTSSON sjómaður, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis á Klapparstíg 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 4. mars kl.15.00. Viðar Elíasson, Guðrún Halldórsdóttir, Hilmar Elíasson, Linda B. Gunnarsdóttir, Svanur Elí Elíasson, Selma Björk Elíasdóttir, Halldór Guðbjartur Elíasson, Sesselja Guðbjörg Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Minningarathöfn um konu mína, móður okkar, ömmu og langömmu, RANNVEIGU EIRÍKSDÓTTUR Skerjavöllum 8, Kirkjubæjarklaustri, fer fram í Selfosskirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.30. Athöfn að Prestbakka verður auglýst síðar. Einar Bárðarson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðmunda S. Stephensen, Skeiðarvogi 95, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag Aðstandenda Alzheimerssjúklinga (FAAS), s. 533 1088. Eiríkur F. Stephensen, Borghildur Stephensen, Gyða Stephensen, Carl van Kuyck, Finnur og Kasper.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.