Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 67 ■ Fim. 6. mars kl. 19.30 Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg. Auk hans eru á efnisskránni verk meist- aranna Brahms og Bach í meistaralegum hljómsveitarbúningi Schönbergs og Weberns. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 13. mars kl. 19.30 Páskatónleikar Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir, Brahms, eins mesta snilldarverks kórbókmenntanna. ■ Lau. 15. mars kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen er eitt áhrifaríkasta snilldarverk tuttugustu aldarinnar.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is vissir þú að... BANDARÍSKA tímaritið Paper valdi nektarsenu Philips Seymour Hoffman í kvikmyndinni Before the Devil Knows You’re Dead sem verstu nektarsenu kvikmyndasög- unnar. Það var að vísu kvikmynda- gagnrýnandinn Dennis Dermody sem valdi senu Hoffmans þá verstu en hann segir að myndin sem hann hafi af Hoffman og Marisu Tomei í ástarleik sé sem brennd í huga hans. Hitt vekur þó ef til vill furðu margra að Dermody valdi nekt- arsenu með leikaranum Patrick Dempsey sem oft er nefndur Dr. McDraumur af aðdáendum sínum, sem þá næstverstu í kvikmyndasög- unni en þar vísar Dermody til gam- anmyndarinnar Some Girls frá 1988 þar sem Dempsey kemur fram á Evu-klæðunum. Atriðið fær þig ekki til að hugsa McDraumur held- ur McSnáði. Í þriðja sæti kemur svo bandaríski fótboltafréttamaðurinn Terry Bradshaw sem svamlaði um í stóru fiskabúri í kvikmyndinni Failure to Launch sem kom út fyrir tveimur árum. Fjórða sætið féll svo í hlut hins 72 ára Donalds Suther- land sem fór úr hverri einustu spjör í læknisskoðun í kvikmyndinni Space Cowboys frá árinu 2000 og fimmta sætið hlaut svo Óskars- verðlaunaleikkonan Kathy Bates sem mun hafa hneykslað kvik- myndagesti með því að hlaupa um frumskóg allsnakin og leðjuborin í kvikmyndinni At Play in the Fields of the Lord sem enginn man hve- nær kom út. Hoffman Nektaratriðið í nýjustu mynd Hoffman er víst ekki talið í erótískari kantinum. McDraumur Patrick Dempsey hef- ur víst ekki alltaf verið svona mikill draumur. Verstu nektarsenur kvikmynda- sögunnar Fáðu úrslitin send í símann þinn SÖNGKONAN Gwen Stefani segir að hún hafi skemmt sér stórkostlega við það að reyna að eign- ast barn. Stefani á fyrir nærri tveggja ára gamlan son Kingston með eig- inmanni sínum, rokk- aranum Gavin Rossdale en nú munu hjónakornin eiga von á öðru barni. „Það var frábært að reyna að verða ófrísk,“ við- urkenndi söngkonan í við- tali við V tímaritið á dög- unum. Í sama viðtali ræddi Stefani um móð- urhlutverkið og hvernig það breytti lífi hennar að eignast Kingston en þess má geta að peyinn var val- inn sá flottasti í tauinu í öðru glystímariti á dög- unum. „Ég fer næstum að gráta þegar ég byrja að tala um Kingston. Ein- faldir hlutir eins og að svæfa hann eru svo magnaðir að það er ólýs- anlegt.“ Þá sagði hún einnig í viðtalinu að Kingston væri þegar byrjaður að hlusta mikið á tónlist og byrjaður að slamma eins og pabbi hans. „Hann syngur mjög mikið og slammar þá oft um leið. Ég elska hann svo mikið. Hann er það besta sem hef- ur komið fyrir mig.“ Gaman að reyna að eignast barn Þrjú á palli Gavin Rossdale, Gwen Stefani og annað barn þeirra hjóna á leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.