Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 67

Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 67 ■ Fim. 6. mars kl. 19.30 Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg. Auk hans eru á efnisskránni verk meist- aranna Brahms og Bach í meistaralegum hljómsveitarbúningi Schönbergs og Weberns. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 13. mars kl. 19.30 Páskatónleikar Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir, Brahms, eins mesta snilldarverks kórbókmenntanna. ■ Lau. 15. mars kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen er eitt áhrifaríkasta snilldarverk tuttugustu aldarinnar.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is vissir þú að... BANDARÍSKA tímaritið Paper valdi nektarsenu Philips Seymour Hoffman í kvikmyndinni Before the Devil Knows You’re Dead sem verstu nektarsenu kvikmyndasög- unnar. Það var að vísu kvikmynda- gagnrýnandinn Dennis Dermody sem valdi senu Hoffmans þá verstu en hann segir að myndin sem hann hafi af Hoffman og Marisu Tomei í ástarleik sé sem brennd í huga hans. Hitt vekur þó ef til vill furðu margra að Dermody valdi nekt- arsenu með leikaranum Patrick Dempsey sem oft er nefndur Dr. McDraumur af aðdáendum sínum, sem þá næstverstu í kvikmyndasög- unni en þar vísar Dermody til gam- anmyndarinnar Some Girls frá 1988 þar sem Dempsey kemur fram á Evu-klæðunum. Atriðið fær þig ekki til að hugsa McDraumur held- ur McSnáði. Í þriðja sæti kemur svo bandaríski fótboltafréttamaðurinn Terry Bradshaw sem svamlaði um í stóru fiskabúri í kvikmyndinni Failure to Launch sem kom út fyrir tveimur árum. Fjórða sætið féll svo í hlut hins 72 ára Donalds Suther- land sem fór úr hverri einustu spjör í læknisskoðun í kvikmyndinni Space Cowboys frá árinu 2000 og fimmta sætið hlaut svo Óskars- verðlaunaleikkonan Kathy Bates sem mun hafa hneykslað kvik- myndagesti með því að hlaupa um frumskóg allsnakin og leðjuborin í kvikmyndinni At Play in the Fields of the Lord sem enginn man hve- nær kom út. Hoffman Nektaratriðið í nýjustu mynd Hoffman er víst ekki talið í erótískari kantinum. McDraumur Patrick Dempsey hef- ur víst ekki alltaf verið svona mikill draumur. Verstu nektarsenur kvikmynda- sögunnar Fáðu úrslitin send í símann þinn SÖNGKONAN Gwen Stefani segir að hún hafi skemmt sér stórkostlega við það að reyna að eign- ast barn. Stefani á fyrir nærri tveggja ára gamlan son Kingston með eig- inmanni sínum, rokk- aranum Gavin Rossdale en nú munu hjónakornin eiga von á öðru barni. „Það var frábært að reyna að verða ófrísk,“ við- urkenndi söngkonan í við- tali við V tímaritið á dög- unum. Í sama viðtali ræddi Stefani um móð- urhlutverkið og hvernig það breytti lífi hennar að eignast Kingston en þess má geta að peyinn var val- inn sá flottasti í tauinu í öðru glystímariti á dög- unum. „Ég fer næstum að gráta þegar ég byrja að tala um Kingston. Ein- faldir hlutir eins og að svæfa hann eru svo magnaðir að það er ólýs- anlegt.“ Þá sagði hún einnig í viðtalinu að Kingston væri þegar byrjaður að hlusta mikið á tónlist og byrjaður að slamma eins og pabbi hans. „Hann syngur mjög mikið og slammar þá oft um leið. Ég elska hann svo mikið. Hann er það besta sem hef- ur komið fyrir mig.“ Gaman að reyna að eignast barn Þrjú á palli Gavin Rossdale, Gwen Stefani og annað barn þeirra hjóna á leiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.