Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 34
Llífshlaup 34 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ E ftir Söngskólann í Reykjavík tók Ítalía við og þegar því fram- haldsnámi lauk var hann kominn með verkefni á Ítalíu, en þau strönduðu á síðustu stundu, því í bók þeirra ítölsku stóð að Ísland væri ekki í Evr- ópusambandinu og punktum basta! Ekkert dugði að halda því fram að Ís- lendingar hefðu sömu réttindi til vinnu á Ítalíu og þjóðir innan Evr- ópusambandsins, eins og raunin er. Það stóð ekkert um það í bókinni. Svo Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Íris Viðarsdóttir fluttu heim til Ís- lands með drengina tvo; Valdimar Viktor og Viðar Snæ. Íris hafði komið með strákana til Mílanó, þegar Jó- hann Friðgeir var búinn að vera þar í hálft ár, og þarna bjó fjölskyldan í hálft fjórða ár. „Það var auðvitað óðs manns æði að flytja svona út,“ segir hann nú. „Við vorum með tvö börn; ellefu og eins árs. Það bjargaði okkur að vita ekki hvað við vorum að fara út í. Og þegar við komum heim vorum við í stórum mínus því námið var dýrt og við höfðum lagt allt undir; selt íbúðina okkar svo við áttum ekki í eigið hús að venda. Tengdaforeldrar mínir skutu yfir okkur skjólshúsi þar til við keyptum þessa íbúð hér í Hrís- rimanum.“ Í jarðarfarir og óperuna – Hvað tók við hjá þér? „Ég var svo heppinn að eiga vini eins og til dæmis Guðna Guðmunds- son, organista í Bústaðakirkju, bless- uð sé minning hans, og fékk fljótlega töluverða vinnu við að syngja við jarðarfarir, sem var og er enn aðal- atvinna menntaðra klassískra söngv- ara á Íslandi. En ég var líka svo heppinn, að Bjarni Daníelsson óperustjóri bauð mér fastráðningu til þriggja ára. Hún reyndist okkur góð búbót. Ég neydd- ist hins vegar til þess að segja samn- ingnum upp eftir eitt ár, því mér buð- ust svo mörg tækifæri erlendis, aðallega í Þýzkalandi, sem ég hafði satt að segja ekki átt von á svona snemma. Síðan hef ég mikið unnið erlendis en búið hér á Íslandi.“ – Af hverju ekki fastráðning ytra? „Mér hefur verið boðin fastráðning oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. En það er bara ekki hægt fyrir mig, líka yfirleitt illa launað. Fastráðning getur verið ágæt og þá sérstaklega fyrir unga söngvara fyrst eftir að þeir ljúka námi og fyrir suma söngvara hentar hún kannski betur.“ – Hvernig er lausamennskan? „Hún er alveg svakaleg harka. Þetta er harður heimur og ekki síður hér heima. Hún byggist fyrst og fremst upp á tengslaneti, ég er ekki bara með einn umboðsmann, það er sniðugra að hafa þá fleiri og ég er með fjóra; tvo í Bretlandi, einn í Þýzkalandi og einn á Ítalíu.“ – Og haft nóg að gera? „Ég kvarta ekki. Ég hef sungið í Þýzkalandi, á Ítalíu, í Sviss og Aust- urríki, Makedóníu, Rússlandi, Nor- egi, Bretlandi, Írlandi og Bandaríkj- unum.“ Krabbamein konunnar setti strik í reikninginn „Við fjölskyldan lentum í töluverð- um hrakningum í ársbyrjun 2007, þegar Íris konan mín greindist með krabbamein. Ég afboðaði öll verkefni ytra fram á mitt ár, þar á meðal Toscu í Höfðaborg í Suður-Afríku og Madame Butterfly hjá Wales- óperunni í Cardiff, og lokaði dagbók- inni. Þetta varð mjög dramatískt mál fyrir okkur fjölskylduna. Íris var ófrísk, gengin sex mánuði með, og er talið að meðgangan hafi hrundið af stað blæðingum, sem rannsóknir leiddu í ljós að stöfuðu af krabba- meini í ristli. Hún var drifin í svaka- legan uppskurð, læknar héldu á leg- inu utan líkamans á meðan og svo var bara allt sett inn aftur. Það var svo á 20 ára brúðkaupsafmælinu okkar, 10. janúar, að við fengum góðu fréttirnar, menn höfðu komizt fyrir þetta ill- kynja krabbamein, sem var greint sem annars stigs krabbamein, og barninu varð ekki meint af. Ég náði í sexrétta máltíð út í bæ og við héldum upp á daginn á sjúkrahúsinu með kertaljósum og huggulegheitum. Svo fæddist litla stúlkan og við höf- um kallað hana engilinn okkar. Sem hún er.“ Og söngvarinn lítur ást- úðlega til dótturinnar, sem hefur deilt með okkur morgunkaffiborðinu, en gefur nú sterklega til kynna að hún vilji halla sér stundarkorn. Þá kemur til kasta mömmu. „Ég naut mikils skilnings, þegar ég afboðaði verkefni erlendis, meðal annars hjá óperunni í Cardiff, og mér var vel tekið þegar ég fór af stað aft- ur. Þeir vilja fá mig í Wales, á því er engin breyting, það á bara eftir að finna rétta tímapunktinn.“ Fimm óperur í USA – Þú söngst í fyrsta skipti í Banda- ríkjunum í haust. Hvernig kom það til? „Ég er með duglegan umboðsmann í London sem vinnur talsvert í banda- ríska markaðnum. En útslagið gerði Marta, eiginkona Domingos, sem kom hingað og sá Toscu og varð yfir sig hrifin af sýningunni. Hún og óp- erustjórinn í Tulsa eru vinkonur og þannig opnuðust þær dyr.“ – Hvernig var að syngja í Banda- ríkjunum? „Það er sko ekki tekið út með sæld- inni að komast þar inn, það er ekki nóg að óperuhús vilji fá þig, heldur þarftu líka að sanna að þú sért betri en einhver bandarískur söngvari sem gæti sungið hlutverkið fyrir yfirvöld- um þar. Þú þarft að senda upptökur, meðmæli og gagnrýni og ég veit ekki hvað og hvað. En þegar þú ert kom- inn yfir þröskuldinn, þá er mjög gott að syngja í Bandaríkjunum. Þeir borga miklu betur en í Evrópu og þeir hugsa miklu betur um þig. Í Þýzkalandi fara menn til dæmis ekki tommu út fyrir samninginn. Ég tel vera miklu minni klíkuskap í Banda- ríkjunum en í Evrópu; á Ítalíu getur þú til dæmis keypt hlutverk og heilt klapplið. Bandaríkjamenn eru miklu hreinni og beinni. Og ef þú bara stendur þig á eigin verðleikum, þá opnast þér ýmsar dyr.“ – Hefur sú orðið raunin hjá þér? „Ég er kominn með samninga um fimm óperur á næstu þremur árum; þrjár í Tulsa; þar á meðal Don Carlo og Turandot, Nabucco í Flórída og eina til tvær í New York, hjá New York City Opera, en viðræður eru í gangi um hvaða óperur það verða.“ – Hvað með Evrópu? „Ég mun syngja í Toscu í Aust- urríki í ágúst og I Pagliacci og Cavall- eria Rusticana í Grikklandi í lok ágúst. Í sumar syng ég svo á nokkr- um tónleikum í Þýzkalandi, þar á meðal hinu stóra árlega evrópska klassíkfestivali í Essen í júní.“ – Nú ertu að syngja hér heima í La Traviata. „Já. Það er gott að fá tækifæri til að vinna hérna heima. Það er ekki bara bezt að búa á Íslandi, það er líka bezt að syngja hérna vegna fjölskyld- unnar. En verkefnin eru ekki nóg til þess að lifa af þeim og þess vegna verður maður að fara í útrás.“ Meðan söngvarinn bregður sér frá spyr ég konu hans, Írisi Björk Við- arsdóttur, hvort hún sjái þau ekki búa erlendis, en hún segir þau ekki geta hugsað sér að búa í útlöndum. „Námsárin í Mílanó reyndust mér að minnsta kosti nóg. Ég var komin með mikla heimþrá og ég held hann líka. Hann er auðvitað mikið í burtu, stundum bara fjóra daga, en líka stundum mánuð og það tekur í. Þetta er eins og sjómannslíf. Ég hef reynt að fara til hans í lengri útilegum. Það auðveldar okkur lífið.“ „Já ég væri ekkert án hennar Ír- isar minnar,“ segir söngvarinn, sem er kominn aftur og hefur heyrt síð- ustu orð konu sinnar. – Syngurðu með honum? Nú hlær Íris. „Það gleymdist nú al- veg að setja í mig raddbönd.“ „Ég hef röddina,“ segir hann. „Og hún allt annað.“ – Hvert er þitt uppáhaldstónskáld? „Verdi, engin spurning,“ svarar hann hiklaust. „Ég hef sérhæft mig í ítalska faginu og þar stendur Verdi upp úr, Puccini líka. Ég hef sungið rússneskar óperur og líka þýzkar, en það er ekki í uppáhaldi hjá mér, þótt framtíðin eigi eftir að leiða okkur Wagner saman. Ég hef prufað mig aðeins í Wagner og hann hentar mér mjög vel. En ég er ekkert að flýta mér í hann. Ég hef fengið tilboð um að syngja Wagner í Þýzkalandi en ýtt þeim frá mér. Það hefur allt sinn tíma. Starfsævi tenórsins er kannski ekki svo löng, 25 ár, og það er algengt að menn hætti þetta 55-60 ára. Radd- böndin eldast líka. Pavarotti var ein- stæður í raun og Domingo, sem er nú reyndar farinn að færa sig yfir í bari- tóninn í vaxandi mæli. Ég get örugg- lega þegar þar að kemur sagt að ég sé að fara yfir í baritóninn, því menn undrast oft hvað ég á auðvelt með að syngja lágu nóturnar. Ég skoða þetta betur þegar ég er orðinn sjötugur, ef ég næ þeim góða aldri.“ Þetta er allt Þuríði „að kenna!“ – En af hverju varð ítalska fagið fyrir valinu? „Kennarar mínir; Þuríður Páls- dóttir og Bergþór Pálsson, sögðu rödd mína kjörna fyrir það. Þuríður tók nú svo djúpt í árinni að segja að ef ég færi ekki þá leið myndi hún hætta að kenna mér. Það er því varla hægt að segja að ég hafi átt nokkurt val! Þuríður hafði miklar áhyggjur af því að ég fyndi ekki réttu kennarana á Ítalíu, en ég hitti á þá réttu eftir nokkra leit, konu að nafni Giovanna Canetti og karl að nafni Franco Ghitti, gamlan tenórsöngvara sem söng oft og deildi verkefnum með Pavarotti. Canetti var minn aðal- kennari en ég vildi líka læra hjá ten- ór, sem gæti miðlað mér af reynslu sinni. Ég prufaði þá nokkra, en fann strax að Ghitti hentaði mér.“ – En hvað er þetta ítalska fag eig- inlega? „Það byggist meðal annars á því að hvelfa tóninn rétt, þegar þú ferð upp í hæðina. Þú átt að finna tóninn koma upp hnakkann á þér og fara út um ennið.“ Jóhann Friðgeir lýsir með höndunum, hvernig tónninn á að fæð- ast og ferðast. – Og ég sem hélt að þú syngir með munninum! „Við skulum bara halda okkur við það,“ segir hann og hlær. „Það lítur ekki nógu vel út á prenti að Jóhann Friðgeir Valdimars- son syngi með enninu!“ Svo heldur hann áfram alvarlegur í bragði: „Auðvitað geta menn sungið margskonar og mismunandi, ef þeir endilega vilja. En mér finnst það skipta meginmáli að velja réttar raddir í hlutverkin. Margar óperur eru til dæmis ekki fyrir mig, það er fullt af söngvurum að syngja Rossini eða jafnvel Verdi án þess að raddir þeirra passi við tónlistina eða að þeir geta ekki í raun sungið hana rétt hvað varðar tækni og annað. Verk eftir Mozart, Verdi og Wagner eru fyrir mismunandi raddtýpur svo dæmi séu tekin. Söngvarar þróast í mismun- andi áttir á söngferlinum. Breiddin er mjög mismunandi hjá hverjum og einum. Mér finnst Evrópa orðin dálítið spillt að því leytinu til að menn velja ekki alltaf hentugustu raddirnar. Og þýzku húsin spara í drep; ráða helzt ekki gestasöngvara, en halda sig við sitt fastráðna fólk. Þá er ekki alltaf víst að rödd og rulla smelli saman. Þetta bitnar auðvitað á listinni þegar lengra dregur.“ – Manstu eitthvert skondið atvik að segja mér? „Það hefur náttúrlega eitt og ann- að borið við,“ segir hann hugsi og lít- ur til konu sinnar. „Manstu þegar stjórnandinn datt út af pallinum?“ spyr hún. Og svo skellihlæja þau. Það var á Ítalíu 2001. Jóhann Frið- geir var að syngja í Suður-Tíról, nán- ar tiltekið í Bolazano. Þetta voru tón- leikar fyrir Rai3-sjónvarpsstöðina og fóru fram í kirkju; verkið var Stabat Mater eftir Rossini. Íris var í salnum. Stjórnandinn var röggsamur í meira lagi, með stórar og taktfastar hreyf- ingar og allt í einu missteig hann sig út af pallinum og féll kylliflatur á sviðið og nóturnar þyrluðust um allt. „Við stóðum nær öll upp í þessari stóru kirkju og supum hveljur,“ segir hún. „Og við áttum mörg bágt með okkur því þetta var svo fyndið,“ segir hann. „En karl rauk á fætur aftur og upp á pallinn og svo var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorizt.“ „En þetta var mjög óþægilegt,“ segir hún. „Því áhorfendur fylgdust nú mest með stjórnandanum og það fóru stun- ur um kirkjuna, þegar áheyrendum fannst hann fara of nálægt brúninni.“ Verdi er minn maður Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson hefur sungið víða í Evrópu og er kominn yfir bandaríska þröskuldinn. Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór syngur nú í La Traviata hér heima, en svo tekur útrásin við aftur með verkefnum í tveimur heimsálfum. Freysteinn Jóhannsson ræddi við hann. » (mamma segir,) að ég hafi verið sísyngj- andi strákur, ég man reyndar að hún söng þó- nokkuð með mér; hún milliröddina og ég laglín- una. Ég vandist á þetta og kom stundum til hennar og bað hana að syngja með mér skrýtnu röddina. En ég fór ekki mikið lengra en það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.