Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 47 vissir þú að... FLÓRÍDA KYNNING Hótel Loftleiðum 1. og 2. mars kl. 12-18. Þórhallur Guðjónsson fasteignasali hjá Garðatorgi eignamiðlun og Meredith Mahn fasteignasali hjá Domus Pro í Orlando hafa undafarin ár aðstoðað marga Íslendinga við kaup á eignum í Flórída. Við þekkjum vel hverfin og væntingar Íslendinga og veitum þjónustu alla leið. Á kynningunni verðum við mikið af upplýsingum um hin ýmsu hverfi. Nú er afar hagkvæmt að kaupa fasteignir í Flórída - hagkvæmt gengi og gott verð. Íbúðir - raðhús og einbýli að öllum stærðum og gerðum. Flórída er paradís fjölskyldunnar og himnaríki golfarans. Þórhallur sími 896-8232 thor@gardatorg.is Skriðuland í Dalabyggð - Tækifæri Til sölu u.þ.b. 400 fm söluskáli með veitingastað og verslun ásamt u.þ.b. 120 fm íbúðarhúsi. Staðsetning er einstök og er hér um að ræða tækifæri fyrir aðila til að taka þátt stóraukinni verslun, veitingasölu og þjónustu við ferðamenn m.a. aðstöðu fyrir gistirými, hjólhýsi, fellihýsi og tjöld. Mjög fallegt útsýni. Staðsetning er miðja vega á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, athugið að umferð til Vestfjarða verður um Skriðuland þegar framkvæmdum lýkur við nýjan veg sem liggur um Arnkötludal. Fjarlægð frá Reykjavík er einungis 2,5 klst. akstur. Innifalið í heildarverði eru öll tæki og innréttingar svo og lager. Tilboð óskast. Möguleg eignarskipti á íbúð. Nánari upplýsingar veitir Geir Sigurðssonfasteignasali. Sigluvogur 7, botngata Glæsileg risíbúð Opið hús í dag milli kl. 14 og 15 BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Glæsileg og mikið endurnýjuð 105,6 fm, 4ra herb. risíbúð ásamt bílskúr sem er innr. sem stúdíóíbúð. Fallegur garður með skjólgirðingum, palli og fallegu garðhúsi. Mjög fallegt nýlegt eldhús með hvítri innr. mosaikflísum milli innr. og borðkrók við fallegan kvistglugga m/frönskum gluggum sem einnig eru í stofunni sem er mjög falleg með nýlegu parketi. 3 herbergi og glæsilegt baðherbergi. Húsið er í rólegri botngötu og vel staðsett stutt í alla þjónustu. Sjón er sögu ríkari! Verð 31,9 millj. Sólveig og Elvar taka vel á móti gestum. Teikningar á staðnum. Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Agnar Agnarsson Sigurberg Guðjónsson hdl. Hrafnhildur Bridde, lögg.fasteignasali 821 4400 534 2000 www.storhus.is Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 17:00 - 17:30. STEINASEL 5, 109 RVK. EINBÝLISHÚS MEÐ NÝUPPGERÐRI, 4RA HERB. ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ M/SÉRINNGANGI. SÉRSTÆÐUR BÍLSKÚR M/VINNURÝMI UNDIR. Húsið er skráð um 244 fm en er að sögn eiganda um 300 fm. Hæðin og risið skiptast í tvö rúmgóð svefnherb., baðherb., rúmgóða stofu, sjónvarpshol og eldhús. Íbúðin á jarðhæð skiptist í þrjú svefnherb., rúmgóða stofu, eldhús, þvottahús, baðherb. og vinnuherb. VERÐ 69 MILLJ. ÁHV. 16,5 MILLJ. GOTT LÁN. Í NÝLEGRI umfjöllun um vænt- anlega Búðarhálsvirkjun á Tungn- ársvæðinu kom fram að Landsvirkjun hefði áform eða væntingar um Skaftárveitu, sem felst í því að Skaftá sé veitt úr sínum alda- gamla farvegi og yfir á Tungnársvæðið. Þessi umræða eða vangaveltur Lands- virkjunar eru með öllu óskiljanlegar, þar sem skýlaus réttur Skaftfellinga er að Skaftá sé virkjuð heima í héraði. Þessi réttur nýtur líka verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskár Lýðveldisins Íslands. Í Grágás sem er forn lagaskrá og lögskýringarrit Íslendinga, ritað einhvern tímann á þjóðveldisöld, kemur fram að árfar- vegi megi ekki breyta og er því hluti af eign heimamanna. Líklegt er að þetta ákvæði hafi verið til frá upphafi landnáms og hafi lög- sögumenn varðveitt þar til lög voru fyrst skráð hér á landi. Ljóst er að virkjunin yrði gíf- urlegt hagsmunamál og lyftistöng fyrir Skaftfellinga, sem hingað til hafa borið skarðan hlut frá borði þegar kemur að uppbyggingu og sköpun atvinnutækifæra. Ekki síst í ljósi þess að fræðimenn telja að ol- íuverð muni hækka mjög mikið á næstu árum og jafnvel margfaldast í verði. Um leið mun verðmæti raf- orku aukast, er gerir virkjanir dýr- mætari og virkjanakosti fýsilegri.. Skaftárvirkjun er líka mjög góð- ur kostur þegar tekið er tillit til umhverfissjónarmiða, sjálfbærrar þróunar og arðsemi framkvæmda. Vatnsaflsvirkjanir eru líka í eðli sínu umhverfisvænar og sjálfbærar, enda byggja þær afkomu sína á vistvænni og endurnýt- anlegri orku. Rafmagn- ið sem þær framleiða er líka hreint orkuform og er því beislun fall- vatnsins mikilvægt framlag Íslands gegn losun gróðurhúsa- lofttegunda. Það er því erfitt að réttlæta það til lengdar að þessi mikla fallorka sem Skaftá ber til sjáv- ar skuli um aldur ævi vera ónotuð, engum til gagns. Sérstaklega í ljósi þess að umhverfisáhrif af virkjuninni eru ásættanleg og með tilheyrandi mótvægisaðgerðum má samnýta þessa virkjun til gróð- urverndar og til uppgræðslu, land- inu til hagsbóta. Það er alveg ljóst að í framtíðinni verður Skaftá virkjuð. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær. Því verða Skaftfellingar að tryggja það að orkan frá Skaftá verði beisluð heima í héraði og helst nýtt þar líka við uppbyggingu hátæknistarfa eins og til dæmis fyrir hýsingu netþjóna fyrir öflug og framsýn fyrirtæki. Skaftfellingar, látum ekki tækifærið renna okkur úr greipum. Virkjum Skaftá heim í héraði Virkjun Skaftár er gífurlegt hagsmunamál og yrði lyfti- stöng fyrir Skaftfellinga, segir Ágúst Thorstensen Ágúst Thorstensen »Réttur Skaftfellinga til að tryggja sér sér Skaftá og nýtingu árinn- ar er verndaður í stjórn- arskránni. Höfundur er matvælafræðingur. Sími 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.