Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 61 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi. Leikfélagið Snúður og Snælda sýna í Iðnó, Flutningana eftir Bjarna Ingvars- son og inn í sýninguna er fléttað atrið- um úr Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumsson sýningar verða 2.-6. og 9. mars kl. 14. S.562-9700. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a vinnnustofur spilasalur o.m.fl. Mánud. 10. mars veitir Skattstofan framtals- aðstoð. Þriðjud. 18. mars er leik- húsferð í Þjóðleikhúsið á Sólarferð, sýning hefst kl. 14, skráning á staðn- um og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Framtalsaðstoð verð- ur 11. mars kl. 9-12, skráning á skrif- stofu eða í síma 411-2730. Hæðargarður 31 | Heitur matur virka daga í hádeginu, hóflegt verð. Á mánudögum er félagsvist kl. 13.30. og skapandi skrif kl. 16, leiðb. Þórður Helgason cand. mag og ljóðskáld. Litla „listahátíðin“ er samsýning Leikslól- ans Jörfa og Listasmiðju Hæðargarðs. S. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30, hringdansar í Kópavogsskóla á þriðjud. kl. 14.20, ringó í Smáranum á miðvi- kud. kl. 12 og í Snælandsskóla á laug- ard. kl. 9.30. Línudans í Húnabúð, Skeifunni, á miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er ganga frá Egilshöll kl. 10. Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur 4. mars kl. 20 á Garðaholti. Venjuleg fundastörf og skemmtun. Kaffinefnd fundarins hverfi: 3, 10, 11, 14 og 18. Konur í kaffinefnd mæta kl. 19. Stjórn- in.www.kvengb.is. Kvenfélag Kópavogs | Aðalfundur Kvenfélags verður 12. mars kl. 20 í sal félagsins að Hamraborg 10, 2. hæð. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Sunnudagsfundur kl. 10 á Grettisgötu 89, 1. hæð. Vesturgata 7 | Páskabingó verður 1. mars kl. 12.45, veitingar. Þórðarsveigur 3 | Aðstoð við skatt- framtal 2008 verður veitt föstudag- inn 14. mars kl. 9-10.30. Þeir sem hafa hug á því að nýta sér þessa þjónustu geta pantað tíma hjá umsjónarmanni salarins, Þórðarsveig 3, í síma 891- 6056. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Kvenfélag Árbæj- arsóknar heldur fund 3. mars í safn- aðarheimilinu kl. 20. Fundarstörf, páskabingó og veitingar. Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er á miðvikdögum kl. 13-16.30. Spilað, föndrað og handavinna. Hafið sam- band við kirkjuvörð í s: 553-8500 ef bílaþjónustu er óskað. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund 4. mars kl. 12. Orgelleikur, íhugun og bæn. Kirkjustarf eldri borgara kl. 13-16, kirkjustarf Grafarvogskirkju kemur í heimsókn. Kaffiveitingar. Endað er með helgistund í kirkju. Umsjón Ragn- hildur Ásgeirsdóttir djákni. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, leikir, söngur fyrir krakka. Almenn samkoma kl. 14, Helga R. Ár- mannsdóttir prédikar, lofgjörð, barna- starf og fyrirbænir. Á eftir er kaffi og samfélag og verslun kirkjunnar verður opin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | English service at 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumenn Alyn og A.J. Jones frá Toronto, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt barnakirkja, öll börn 1-13 ára velkomin. Kristniboðssambandið | Samkoma kl. 20 í húsi KFUM og K á Holtavegi 28. Ragnar Gunnarsson segir frá ferð til Eþíópíu. Benjamín Ragnar Svein- björnsson spilar á fiðlu. Eftir samkom- una verða til sölu munir frá Afríku, bækur o.fl., línuhappdrætti með vinn- ingum og kaffiveitingar. Laugarneskirkja | Söngkonan Kristín Erna Blöndal heldur bænatónleika kl. 20 þar sem hún flytur lög sem orðið hafa henni til styrktar í sorg. Gunnar Gunnarsson leikur píanó, Jón Rafns- son á bassa og Örn Arnarson á gítar. Aðgangur er ókeypis. Selfosskirkja | Poppmessa kl. 20. Sr. Baldur Kristjánsson í Þorlákshöfn flyt- ur hugleiðingu. Tónlistinni stjórnar Þorvaldur Halldórsson söngvari. 70ára afmæli. Sjötuger í dag, 2. mars, Auður Hafdís Valdimars- dóttir. Auður er að heiman en fagnar afmælisdegi sín- um með fjölskyldu sinni í Bretlandi. dagbók Í dag er sunnudagur 2. mars, 62. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Ok. 10, 32.) Heildarsamtök launafólks,ASÍ, BHM, BSRB, KÍog SSF, ásamt Jafnrétt-isstofu, bjóða til ráð- stefnu þann 6. mars kl. 13 í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Yf- irskrift ráðstefnunnar er Aðferðir til að ná launajafnrétti – kostir, gallar og nýjar hugmyndir og er ráð- stefnan haldin í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6. “Ætlunin er að ræða vítt og breitt um aðgerðir sem miða að því að út- rýma launamun kynjanna,“ segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM og einn skipuleggjenda dag- skrárinnar. „Flestir eru sammála um að kynbundinn launamunur sé þjóðfélagsmein sem verði að upp- ræta en niðurstöður launakannana sýna að þrátt fyrir markvissar að- gerðir miðar afskaplega hægt.“ Halldóra nefnir t.d. að nýlegar rannsóknir hafa sýnt að konur fara fram á lægri laun en karlar: „Þetta er verulegt áhyggjuefni og bendir til þess að jafnréttisumræða síðustu ára hafi ekki skilað sér í auknu sjálfstrausti kvenna.“. Skipuleggjendur ráðstefnunnar hafa fengið málsmetandi aðila víða að úr samfélaginu til að fjalla um launajafnrétti. Lára V. Júlíusdóttir, formaður ráðgjafanefndar félags- málaráðherra um launajafnrétti, flytur erindi sem hún nefnir Að velta við steinum. Hvaða leiðir leiða til ár- angurs?. Signý Jóhannsdóttir, sviðs- stjóri sviðs opinberra starfsmanna innan Starfsgreinasambandsins, flytur erindið Gott væri að eiga góða skó. „Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir frá tilraunum hans stétt- arfélags til að leiðrétta launamun með svokölluðum jafnréttislauna- pottum, og Katrín B. Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar- bæjar, flytur erindi sem hún nefnir Mikilvægi markvissra aðgerða, en Akureyrarbær þurfti að endurmeta launastefnu sína í kjölfar dómsnið- urstaðna um að bærinn hefði brotið jafnréttislög,“ segir Halldóra. „Loks ætlar Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formað- ur Félags kvenna í atvinnurekstri, að kynna okkur sjónarhorn atvinnu- rekenda í erindinu Bera atvinnurek- endur ábyrgð á kynbundnum launa- mun?“ Finna má nánari upplýsingar á vefsíðum ASÍ, BHM, BSRB, KÍ og SSF Samfélag | Ráðstefna heildarsamtaka launafólks 6. mars í Rúgbrauðsgerðinni Leiðir að launajafnrétti  Halldóra Frið- jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá ML 1979, BA- gráðu í almennri bókmenntafræði frá HÍ 1988, stundaði fram- haldsnám í bók- menntum og leikhúsfræðum við La Sapienza í Róm 1989-1992 og stund- ar nú meistaranám í alþjóða- samskiptum við HÍ. Halldóra var dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 1992-2005, og þar áður fréttaritari. Hún hefur verið formaður BHM frá 2002 Tónlist Laugarneskirkja | Bænatónleikar verða kl. 20. Tilgangur tónleikanna er að gefa fólki kost á að koma í kirkju til að hlusta á tónlist og fá frið til að syrgja, minnast og hugsa á upp- byggilegan hátt um eigin lífsgöngu. Kirstín Erna Blöndal söngkona og hljómsveit. Fyrirlestrar og fundir Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kaffispjall Saving Iceland. Opinn fundur með bændum frá Þjórsá. Bændur sem munu skaðast af virkjun Þjórsár segja frá baráttu sinni við Landsvirkjun. Spjalla, rökræða og kaffiveitingar. Kvenfélagið Heimaey | Fyrsti fundur á nýju starfsári á morgun kl. 19. Seðlabanki Íslands | Málstofa verður 3. mars kl. 15 í fundarsal, Sölvhóli. Málshefjandi er Martin Seneca frá Há- skólanum í Árósum og ber erindi hans heitið „Financially constrained consu- mers and responses to shocks“. Kvikmyndir MÍR-salurinn | Fangi í Kákasus nefnist rússnesk kvikmynd frá 1996 sem sýnd verður kl. 15. Myndin gerist í Tétsníu. Rússnesk herdeild er send í leiðangur til afskekkts fjallahéraðs þar sem skæruliðar yfirbuga hana og tveir her- mannanna eru teknir til fanga og haldið í gíslingu. Bækur Glætan bókakaffi | Martyr’s Song eftir Ted Dekker er bók vikunnar. Þetta er skáldsaga á ensku þar sem höfund- urinn tekst á við spurningar um dauð- ann. Glætuverð 990 kr. (með cd). Einn- ig er til eftir sama höf. bókin Showdown, hún er í kiljuformi og kost- ar 850 kr. Fyrirlestrar og fundir Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kaffispjall Saving Iceland. Opinn fundur með bændum frá Þjórsá. Bændur sem munu skaðast af virkjun Þjórsár segja frá baráttu sinni við Landsvirkjun. Spjalla, rökræða og kaffiveitingar. Kvenfélagið Heimaey | Fyrsti fundur á nýju starfsári á morgun kl. 19. Seðlabanki Íslands | Málstofa verður 3. mars kl. 15 í fundarsal, Sölvhóli. Málshefjandi er Martin Seneca frá Há- skólanum í Árósum og ber erindi hans heitið „Financially constrained consu- mers and responses to shocks“. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd á www.mbl.is . Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FRÉTTIR vissir þú að... Reykjavíkurmótið í tvímenningi Reykjavíkurmótið í tvímenningi fer fram í Síðumúla 37 laugardaginn 8. mars. Mótið byrjar kl. 11 og er áætlað að ljúka spilamennsku fyrir kvöldmat. 3⁄4 para öðlast rétt í úrslit- um Íslandsmótsins í tvímenningi. Keppnisstjóri Björgvin Már Krist- insson. Skráning á bridge.is, í síma 587-9360 og á staðnum. Tvímenningur á Akureyri Eftir fyrra kvöldið í Heilsu- hornstvímenningi Bridgefélags Ak- ureyrar er staða efstu para þessi: Jónas Róbertsson – Pétur Guðjónsson 28 Haukur Jónsson – Hermann Huijbens 22 Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 20 Valmar Väljaots – Hans Viggó Reisenhus 14 Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi verður spilað laugar- daginn 8. mars í Lionssalnum, Skipagötu 14, 4. hæð, Akureyri. Mót- ið er öllum opið og 3⁄4 hluti para öðlast rétt til að spila í úrslitum Íslands- mótsins í tvímenningi sem fram fer í Reykjavík helgina 29.-30. mars. Nánari upplýsingar veitir Stefán Vil- hjálmsson, sími 898 4475. Frá Hreppamönnum Nú er lokið við að spila fjórar um- ferðir af fimm í aðaltvímennings- keppni vetrarins. Spilað er á þriðju- dagskvöldum á Flúðum og er spilað á átta borðum. Þátttakendur eru úr Hreppum og Skeiðum og einnig úr Bláskógabyggð. Hart er barist um fyrsta sætið og enn eiga nokkur pör sigurmöguleika. Eftir tvímenning- inn tekur við sveitakeppni. Röð efstu para er þannig: Karl Gunnl. og Jóhannes Sigmundsson 763 Guðrún Einarsd. og Hreinn Ragnarsson 739 Jón Þ. Hjartarson og Hörður Úlfarsson 736 Ingibj. Steindórsd. og Loftur Þorsteinss. 725 Magnús Gunnl. og Pétur Skarphéðinsson724 Bridsdeild Hreyfils Hafinn er þriggja kvölda tvímenn- ingur og eftir fyrsta kvöldið er stað- an þessi: Birgir Sigurðarson – Sigurður Ólafss. 196 Birgir Kjartanss. – Jón Sigtryggss. 190 Eyvindur Magnús. – Þorsteinn Kristinss.186 Eiður Gunnlaugss. – Jón Egilsson 174 Björn Stefánss. – Ragnar Björnsson 174 Næsta umferð verður spiluð nk. mánudagskvöld kl. 19.30. Spilað er í sal Sendibílastöðvarinnar í Sunda- höfn. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 28.2. Spilað var á átta borðum. Meðalskor 168. Árangur N-S Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 216 Ragnar Björnsson – Jón Lárusson 194 Ægir Ferdinandss. – Oddur Halldórss. 180 Árangur A-V Þröstur Sveinsson – Kristján Jónass. 217 Einar Einarsson – Magnús Jónsson 194 Viggó Nordqvist – Gunnar Andréss. 180 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 25. febrúar var spil- aður eins kvölds einmenningur með þátttöku 20 spilara. Hafþór Krist- jánsson vann með 62.5% skor. Efstu spilarar voru: Hafþór Kristjánsson +27 Loftur Þór Pétursson +25 Guðbrandur Sigurbergsson +24 Halldór Þórólfsson +20 Guðlaugur Bessason +18 Mánudaginn 3. mars byrjar Páskatvímenningur félagsins. Hann stendur yfir í 3 kvöld. Félagið spilar á mánudögum kl. 19.30 í Hampiðjuhúsinu, Flatahrauni 3. (Hraunsel) Upplýsingar veitir Erla í síma 659-3013. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is AÐALFUNDUR Heilaheilla var haldinn föstudaginn 22. febrúar sl. Fráfarandi stjórn félagsins var endurkosin. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, var einnig end- urkosinn. Í fréttatilkynningu kemur fram að fundinn hafi setið margir fé- lagsmenn frá höfuðborgarsvæðinu en einnig var fundinum sjónvarpað norður um heiðar og félagsmenn á Akureyri voru viðstaddir með fjar- skiptatækni gegnum sjónvarp. Í ræðu formanns kom fram að starfsemi Heilaheilla hefur aukist mjög á nýliðnu ári og að félagið styrkti sig stöðugt í sessi. Formað- urinn benti á að meginmarkmið fé- lagsins væri að bjarga mannslífum, bæði með fræðslu og félagsstarf- semi en einnig með samstarfi við fagaðila, svo sem hjúkrunarfólk og aðra. Þá kom m.a. fram í máli for- manns, að Heilaheill væri fyrst og fremst félag einstaklinga en ekki félaga. Heilaheill væri samansett úr svonefndum málefnahópum sem bæru uppi starfsemina. Starf hóp- anna byggðist fyrst og fremst upp á vinnu einstaklinga og að þetta einstaklingsform hefði vakið tölu- verða athygli víða erlendis, eink- um á Norðurlöndum. Sterk staða Í máli Eddu Þórarinsdóttur, leik- konu og gjaldkera félagsins, kom fram að fjárhagsstaða Heilaheilla er sterk þótt töluverðu fjármagni sé varið árlega í styrki til handa heilasjúkum og fjölskyldum þeirra. Þá hefur málefnahópurinn Faðmur staðið undir miklu aðstoðarstarfi við börn einstæðra foreldra sem orðið hafa fyrir heilaslagi. Aukin umsvif Heilaheilla Kynning Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, í ræðustól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.