Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Geir H. Haarde, forsætis-ráðherra, heim-sótti í vikunni Lúxemborg og Belgíu. Þar átti hann m.a. við-ræður við full-trúa í framkvæmda-stjórn Evrópu-sambandsins og framkvæmda-stjóra Atlantshafs-bandalagsins. José Manuel Barroso, for-seti fram-kvæmda-stjórnar Evrópu-sambandsins, sagði á blaðamanna-fundi með Geir H. Haarde á miðviku-dag að upp-taka evru kæmi aðeins til greina ef Ísland gengi í Evrópu-sambandið. Barroso sagði einnig að aðildar-ríki yrði að ganga í gegnum hið form-lega ferli og upp-fylla skil-yrði sam-bandsins fyrir upp-töku evru. Geir H. Haarde sagði að það hefði komið fram á fundum hans með forystu-mönnum ESB að Ísland gæti lent í póli-tískum erfið-leikum, yrði upp-taka evrunnar reynd ein-hliða, m.a í kringum EES-samn-inginn og Schengen-sam-starfið. ESB-aðild for-senda evrunnar Árvakur/Ólafur Stephensen Geir H. Haarde ræðir við José Manuel Barroso. Þrjú gefa kost á sér Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son gaf fyrir viku út yfir-lýsingu um að hann muni sitja áfram sem borgar-fulltrúi og odd-viti borgar-stjórnar-flokksins. Hann segir að enn sé „opið hver taki við em-bætti borgar-stjóra“ í mars á næsta ári. Eðli-legt sé að allur borgar-stjórnar-flokkur Sjálfstæðis-flokksins ákveði í sam-einingu hver verður borgar-stjóri fyrir hönd flokksins. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson hafa öll sagt við Morgun-blaðið að þau muni gefa kost á sér sem borgar-stjóra-efni Sjálfstæðis-flokksins. Fyrst inn-flytjenda Stanislaw Bukowski tekur sæti í stjórn Eflingar stéttar-félags 23. apríl nk. Hann er frá Póllandi og hefur búið á Íslandi í 7 ár. Hann verður þar með fyrsti er-lendi starfs-maðurinn sem tekur sæti í stjórn félagsins. Tatiana K. Dimitrova hefur verið ráðin leikskóla-stjóri á leik-skólann Berg á Kjalar-nesi. Tatiana er fyrsti út-lendingurinn sem ráðinn er í stöðu leikskóla-stjóra hjá Reykjavíkur-borg. Hún er búlgörsk að upp-runa en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Amal Tamimi, varabæjar-fulltrúi Samfylkingar, tók sæti í bæjar-stjórn Hafnar-fjarðar í vikunnu, fyrst inn-flytjenda. Amal er af pale-stínskum upp-runa. Hún flutti til Íslands 1995. Júróvision hiti Fyrir viku kom í ljós að lagið Full-komið líf eftir Örlyg Smára í flutn-ingi Regínu Óskar og Friðriks Ómars, verður fram-lag Íslands í Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva í ár. Friðrik Ómar sagði við það tæki-færi: „glymur hæst í tómri tunnu“. Fólk hefur mikið velt þessum ummælum fyrir sér og á sunnu-dag loguðu blogg-heimar. Mikil óánægja er nú meðal flytjenda í söngva-keppninni, því þeir hafi ekki gefið sam-þykki fyrir því að flutn-ingur þeirra yrði notaður á safn-diski. FÍH kannar nú rétt þeirra. Stutt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Friðrik Ómar Sjávar-útvegs-ráðuneytið hefur heimilað loðnu-veiðar á ný, eftir að Haf-rannsókna-stofnun endur-mældi loðnu-gönguna. Mæld voru um 470.000 tonn. Leyft verður að veiða alls 70.000 tonn til við-bótar, en vegna samninga um nýtingu loðnunnar fá Fær-eyingar og Græn-lendingar um 10.000 tonn samtals, Íslendingar 60.000 til við-bótar við það sem áður var veitt. Loðnu-vertíðin samt sú lakasta í um 20 ár. Magn-framboð af loðnu-hrognum er lítið, en markaðir fyrir hrognin verða stöðugt mikil-vægari. Það getur gefið hámarks-verðmæti fyrir þetta magn og nú fer allt á fullt. Allt á fullt í loðnunni Í ár var alþjóð-legri bragur á Óskars-verðlauna-hátíðinni en oft áður. Há-tíðin var haldin í 80. sinn í Los Angeles aðfara-nótt mánu-dags. Öll leikara-verðlaunin féllu Evrópu-búum í skaut, og þakkar-ræður voru fluttar á spænsku og frönsku. Eng-lendingurinn Daniel Day-Lewis þótti besti karl-leikari í aðal-hlutverki, fyrir hlut-verk sitt í There Will Be Blood. Hin franska Marion Cotillard var valin besta leik-konan í aðal-hlutverki fyrir túlkun sína á Edith Piaf í La Vie en Rose. Enska leik-konan Tilda Swinton fékk verð-laun fyrir bestan leik í auka-hlutverki í Michael Clayton. Spán-verjinn Javier Bardem þótti bestur í auka-hlutverki sem morð-óður þurs í No Country For Old Men eftir Coen-bræður. Mynd þeirra bræðra var valin besta myndin, þeir bræður saman besti leik-stjórinn, hand-rit myndarinnar það besta sem byggt var á áður út-gefnu efni og kvikmynda-takan í myndinni þótti sú besta. Alþjóð-legur Óskar Reuters Bestu leikararnir: Daniel Day-Lewis, Tilda Swinton, Marion Cotillard og Javier Bardem. Hinn íslenski Þursaflokkur þykir ein besta rokk-sveit Íslands-sögunnar. Þursarnir sneru aftur hinn 23. febrúar og héldu 30 ára afmælis-hljóm-leika í Laugardals-höllinni ásamt Caput-hópnum. Tónlistar-gagnrýnandi Morgun-blaðsins, Orri Harðarson, sagði hljóm-leikana hafa verið framúr-skarandi góða og full-komna á köflum. Þrusu-góðir Þursar Árvakur/Eggert Landsliðs-þjálfari ráðinn Guðmundur Þórður Guðmundsson var í vikunni ráðinn landsliðs-þjálfari í handknatt-leik. Hann er að koma í þriðja skipti til starfa hjá HSÍ vegna lands-liðsins. Guðmundur tók við þjálfun lands-liðsins 2001 þegar Þorbjörn Jensson hætti sem landsliðs-þjálfari eftir HM í Frakklandi – og hann hætti síðan sem landsliðs-þjálfari eftir Ólympíu-leikana í Aþenu 2004. Guðmundur var svo aðstoðar-maður Alfreðs Gíslasonar, fyrr-verandi landsliðs-þjálfara, 2006-2007. Meistarar í fyrsta sinn Snæfell úr Stykkishólmi og Grindavík urðu á sunnu-daginn bikar-meistarar í körfu-knattleik. Snæfell vann Fjölni úr Grafar-vogi í karla-flokki, 109:86. Í kvenna-flokki lagði Grindavík að velli Hauka úr Hafnarfirði77:67. Þetta er fyrsti bikar-meistara-titill beggja liða. Íþróttir Árvakur/Kristinn Ingvarsson Guðmundur Þórður Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.