Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 60

Morgunblaðið - 02.03.2008, Síða 60
60 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Geir H. Haarde, forsætis-ráðherra, heim-sótti í vikunni Lúxemborg og Belgíu. Þar átti hann m.a. við-ræður við full-trúa í framkvæmda-stjórn Evrópu-sambandsins og framkvæmda-stjóra Atlantshafs-bandalagsins. José Manuel Barroso, for-seti fram-kvæmda-stjórnar Evrópu-sambandsins, sagði á blaðamanna-fundi með Geir H. Haarde á miðviku-dag að upp-taka evru kæmi aðeins til greina ef Ísland gengi í Evrópu-sambandið. Barroso sagði einnig að aðildar-ríki yrði að ganga í gegnum hið form-lega ferli og upp-fylla skil-yrði sam-bandsins fyrir upp-töku evru. Geir H. Haarde sagði að það hefði komið fram á fundum hans með forystu-mönnum ESB að Ísland gæti lent í póli-tískum erfið-leikum, yrði upp-taka evrunnar reynd ein-hliða, m.a í kringum EES-samn-inginn og Schengen-sam-starfið. ESB-aðild for-senda evrunnar Árvakur/Ólafur Stephensen Geir H. Haarde ræðir við José Manuel Barroso. Þrjú gefa kost á sér Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son gaf fyrir viku út yfir-lýsingu um að hann muni sitja áfram sem borgar-fulltrúi og odd-viti borgar-stjórnar-flokksins. Hann segir að enn sé „opið hver taki við em-bætti borgar-stjóra“ í mars á næsta ári. Eðli-legt sé að allur borgar-stjórnar-flokkur Sjálfstæðis-flokksins ákveði í sam-einingu hver verður borgar-stjóri fyrir hönd flokksins. Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson hafa öll sagt við Morgun-blaðið að þau muni gefa kost á sér sem borgar-stjóra-efni Sjálfstæðis-flokksins. Fyrst inn-flytjenda Stanislaw Bukowski tekur sæti í stjórn Eflingar stéttar-félags 23. apríl nk. Hann er frá Póllandi og hefur búið á Íslandi í 7 ár. Hann verður þar með fyrsti er-lendi starfs-maðurinn sem tekur sæti í stjórn félagsins. Tatiana K. Dimitrova hefur verið ráðin leikskóla-stjóri á leik-skólann Berg á Kjalar-nesi. Tatiana er fyrsti út-lendingurinn sem ráðinn er í stöðu leikskóla-stjóra hjá Reykjavíkur-borg. Hún er búlgörsk að upp-runa en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Amal Tamimi, varabæjar-fulltrúi Samfylkingar, tók sæti í bæjar-stjórn Hafnar-fjarðar í vikunnu, fyrst inn-flytjenda. Amal er af pale-stínskum upp-runa. Hún flutti til Íslands 1995. Júróvision hiti Fyrir viku kom í ljós að lagið Full-komið líf eftir Örlyg Smára í flutn-ingi Regínu Óskar og Friðriks Ómars, verður fram-lag Íslands í Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva í ár. Friðrik Ómar sagði við það tæki-færi: „glymur hæst í tómri tunnu“. Fólk hefur mikið velt þessum ummælum fyrir sér og á sunnu-dag loguðu blogg-heimar. Mikil óánægja er nú meðal flytjenda í söngva-keppninni, því þeir hafi ekki gefið sam-þykki fyrir því að flutn-ingur þeirra yrði notaður á safn-diski. FÍH kannar nú rétt þeirra. Stutt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Friðrik Ómar Sjávar-útvegs-ráðuneytið hefur heimilað loðnu-veiðar á ný, eftir að Haf-rannsókna-stofnun endur-mældi loðnu-gönguna. Mæld voru um 470.000 tonn. Leyft verður að veiða alls 70.000 tonn til við-bótar, en vegna samninga um nýtingu loðnunnar fá Fær-eyingar og Græn-lendingar um 10.000 tonn samtals, Íslendingar 60.000 til við-bótar við það sem áður var veitt. Loðnu-vertíðin samt sú lakasta í um 20 ár. Magn-framboð af loðnu-hrognum er lítið, en markaðir fyrir hrognin verða stöðugt mikil-vægari. Það getur gefið hámarks-verðmæti fyrir þetta magn og nú fer allt á fullt. Allt á fullt í loðnunni Í ár var alþjóð-legri bragur á Óskars-verðlauna-hátíðinni en oft áður. Há-tíðin var haldin í 80. sinn í Los Angeles aðfara-nótt mánu-dags. Öll leikara-verðlaunin féllu Evrópu-búum í skaut, og þakkar-ræður voru fluttar á spænsku og frönsku. Eng-lendingurinn Daniel Day-Lewis þótti besti karl-leikari í aðal-hlutverki, fyrir hlut-verk sitt í There Will Be Blood. Hin franska Marion Cotillard var valin besta leik-konan í aðal-hlutverki fyrir túlkun sína á Edith Piaf í La Vie en Rose. Enska leik-konan Tilda Swinton fékk verð-laun fyrir bestan leik í auka-hlutverki í Michael Clayton. Spán-verjinn Javier Bardem þótti bestur í auka-hlutverki sem morð-óður þurs í No Country For Old Men eftir Coen-bræður. Mynd þeirra bræðra var valin besta myndin, þeir bræður saman besti leik-stjórinn, hand-rit myndarinnar það besta sem byggt var á áður út-gefnu efni og kvikmynda-takan í myndinni þótti sú besta. Alþjóð-legur Óskar Reuters Bestu leikararnir: Daniel Day-Lewis, Tilda Swinton, Marion Cotillard og Javier Bardem. Hinn íslenski Þursaflokkur þykir ein besta rokk-sveit Íslands-sögunnar. Þursarnir sneru aftur hinn 23. febrúar og héldu 30 ára afmælis-hljóm-leika í Laugardals-höllinni ásamt Caput-hópnum. Tónlistar-gagnrýnandi Morgun-blaðsins, Orri Harðarson, sagði hljóm-leikana hafa verið framúr-skarandi góða og full-komna á köflum. Þrusu-góðir Þursar Árvakur/Eggert Landsliðs-þjálfari ráðinn Guðmundur Þórður Guðmundsson var í vikunni ráðinn landsliðs-þjálfari í handknatt-leik. Hann er að koma í þriðja skipti til starfa hjá HSÍ vegna lands-liðsins. Guðmundur tók við þjálfun lands-liðsins 2001 þegar Þorbjörn Jensson hætti sem landsliðs-þjálfari eftir HM í Frakklandi – og hann hætti síðan sem landsliðs-þjálfari eftir Ólympíu-leikana í Aþenu 2004. Guðmundur var svo aðstoðar-maður Alfreðs Gíslasonar, fyrr-verandi landsliðs-þjálfara, 2006-2007. Meistarar í fyrsta sinn Snæfell úr Stykkishólmi og Grindavík urðu á sunnu-daginn bikar-meistarar í körfu-knattleik. Snæfell vann Fjölni úr Grafar-vogi í karla-flokki, 109:86. Í kvenna-flokki lagði Grindavík að velli Hauka úr Hafnarfirði77:67. Þetta er fyrsti bikar-meistara-titill beggja liða. Íþróttir Árvakur/Kristinn Ingvarsson Guðmundur Þórður Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.