Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 66
Þegar fyrstu hljóm- arnir af The Mercy Seat ómuðu tók ég eftir því að kona við hlið mér fór að gráta… 70 » reykjavíkreykjavík vissir þú að... Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is KIMI records eða Afkimi ehf. gerir út frá Akureyri og voru fjórar plöt- ur á þess vegum í umferð síðasta haust. Tvær þeirra, plötur Benna Hemm Hemm og Mr. Silla & Mon- goose, voru í dreifingu á meðan Hellvar og Hjaltalín voru alfarið gefnar út af Kima. Aðkoma Kima að útgáfu og dreifingu er mismunandi eftir verkefninu hverju sinni og boð- ar Baldvin nýjar áherslur í þessum efnum. „Bráðum kemur út platan Sweaty Psalms með raftónlistarmanninum Klive, sem er listamannsheiti Úlfs nokkurs Hanssonar. Þetta er eins konar æfing fyrir útgáfuna. Úlfur kom með tilbúinn „master“ (frum- eintak) til mín ásamt umslags- hönnun og ég sé svo um að fram- leiða og dreifa. Tónlistin er tilraunakennd og illseljanleg svo ég tali nú tæpitungulaust. Við gerum okkur báðir grein fyrir því. Tónlistin er það góð að mér finnst að hún eigi að komast víðar. Platan fer svo inn í titlaskrá Kima, gefur henni vigt, og ég og Úlfur „dreifum“ áhættunni ef svo má segja.“ Baldvin segir að engin ein regla gildi um hvernig útgáfum er háttað. „Allar ákvarðanir eru teknar í samráði við listamennina og pen- ingamál og slíkt er allt uppi á borð- um. Ég legg áherslu á þennan sýni- leika. Framkvæmdin við hvert verkefni fer svo bara eftir því hvað hentar hverju sinni. En þetta fyr- irkomulag snýst um að listamað- urinn sjái einhverja uppskeru fyrir það sem hann er að leggja fram, eitthvað sem hefur engan veginn verið sjálfgefið í þessum bransa.“ Eftirspurnin mikil Baldvin segist mikill áhugamaður um tónlist og það hafi rekið hann út í þessa starfssemi. „Mig langaði til að starfa innan þessa geira. Maður er að taka þátt í að koma einhverju á framfæri sem hefur tilfinningalegt gildi fyrir fólk, maður er á óbeinan hátt að taka þátt í sköpunarferlinu og það er gefandi. Ég sé ekki annað en að það sé þörf fyrir það sem ég er að gera. Eft- irspurnin eftir minni þjónustu er meiri en ég kemst yfir að anna. Ég er með tvo hjálparkokka en enga skrifstofu – ennþá.“ Um þessar mundir er verið að styrkja stoðir fyrirtækisins, bæði fjárhagslegar og svo vörulegar. „Íslenski markaðurinn gerir mér kleift að halda þessu úti. Íslendingar gera sér far um að kaupa íslenska tónlist og styðja við bakið á henni.“ Margar útgáfur af smærri gerð- inni hafa notið virðingar jafnt sem vinsælda um heim allan í gegnum tíðina. Þar fara einatt saman tónlist- arleg gæði og sterk, listræn sýn og nægir að nefna nöfn eins og Sub Pop, Touch & Go, Domino og 4AD þessu til sönnunar. Baldvin segist helst taka Thomas Morr og útgáfu hans, Morr Music, sem gerir út frá Berlín, til fyrirmyndar. „Ég hef orðið þess heiðurs aðnjót- andi að kynnast honum persónulega og þetta er frábær gaur. Ég hef tek- ið dálítið mið af því hvernig hann stundar þessi fræði en honum hefur orðið verulega ágengt með sína listamenn. Ég verð líka að nefna Mugison, sem gerir þetta sjálfur frá A til Ö.“ Horft til útlanda Baldvin, sem er fæddur 1979, hef- ur í gegnum tíðina verið stórtækur í alls kyns félagsmálum og gegnt for- mannsstöðu í ótal nefndum og ráð- um. Hann lýsir því að í fyrra hafi myndast gat í stundatöfluna, en hann hefur átt því að venjast að sýsla í ýmsu öðru meðfram námi, en hann stundar nú nám í við- skiptafræði. Stjörnurnar röðuðust svo allar saman síðasta sumar, þeg- ar Björn Kristjánsson, Borko, var að leita sér að útgefanda. Útgáfan var þá stofnsett. Baldvin neitar því að fyrirtækið hafi verið hugsað sem einhvers konar æfing meðfram náminu, en það hafi þó vissulega hjálpað til við reikningshaldið. Bald- vin er auk þess heimspekimennt- aður og segir hann að þrýstingur á að hann eigi að ganga inn í banka- kerfið að loknu viðskiptanámi sé lítt heillandi. Hann hafi engan áhuga á slíku. Baldvin segist horfa til útlanda með plötur sínar, margar þeirra krefjist einfaldlega stærri markaðar en þrífst hér. Í ár koma fimm plötur út á vegum kimi records sem bætast við þær fjórar sem fyrir eru. Nú sé hann að leita að dreifingaraðilum í Skandinavíu og svo verði fleiri lend- ur unnar í framhaldinu. „Það sem mig langar til að gera er að auglýsa þetta vel úti en til þess þarf ég að fá fjársterkan aðila inn í þetta – einhvern sem er reiðubúinn til að tapa peningum eins og ég! En grínlaust, ég vil byggja listamennina upp á öðrum mörkuðum. Ég vil ekki selja 100 eintök í Þýskalandi af ein- hverri plötunni, ég vil selja 5000 ein- tök eða hvað það nú er. En til þess að koma þessu í gang þarf töluverða fjármuni í kynningu. Plata Klive er ágætt dæmi sem á góðan séns á ýmsa markaði erlendis en sala hér innanlands yrði alltaf takmörkuð.“ Baldvin er bjartsýnn á fram- haldið. „Svona útgáfa á að geta þrifist vel, svo fremi að maður fari ekki fram úr sér. Ég vil frekar gefa út lít- ið og vanda mig heldur en að ryðja efni í massavís út. „ Næstu útgáfur Kima er þriðja breiðskífa Benna Hemm Hemm, sem kemur út í sumar. Önnur plata Morðingjanna kemur síðan 13. mars og um líkt leyti hoppar plata Borko, Celebrating Life, upp í hillur. „FULL ÞÖRF Á SVONA ÚTGÁFU“ HIÐ NÝSTOFNAÐA ÚT- GÁFU- OG DREIFINGAR- FYRIRTÆKI KIMI RE- CORDS KOM AF KRAFTI INN Í SÍÐASTA JÓLA- PLÖTUFLÓÐ. BALDVIN ESRA EINARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ER BJARTSÝNN Á FRAMHALDIÐ. www.kimirecords.net Morgunblaðið/G. Rúnar Morgublaðið/Ómar Útgefandinn „Allar ákvarðanir eru teknar í samráði við listamennina og peningamál og slíkt er allt uppi á borð- um. Ég legg áherslu á þennan sýnileika,“ segir Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri Kimi Records. Ljósmynd/Matthías Ingimarsson Gítarhetjur Mr. Silla & Mongoose, Benni Hemm Hemm og Hjaltalín eru á meðal þeirra sem eru komin á mála hjá Kimi með einum eða öðrum hætti. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.