Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 55 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix Gunnar Ingi mágur minn er látinn, allt of snemma. Ungur maður sem á konu og börn á náttúrulega að fá að ala upp börnin sín, eignast barnabörn og fá að spilla þeim eins og allir afar gera. En því miður er það ekki hlutskipti allra. Þegar Gunnar veiktist fannst mér að þetta hlyti að líða hjá, en því miður markaði það þrautagöngu í tvö ár. Göngu sem hann gekk, þjáður á lík- ama. Og alla gönguna gekk Linda við hlið hans, hélt utan um hann og gaf honum styrk, alltaf, alltaf til staðar bæði á nóttu og degi. Lífið er brot- hætt, það höfum við séð síðustu mán- uði. Ekkert er sjálfsagt. Gunnar kvartaði aldrei yfir hlut- skipti sínu, var æðrulaus hvað sem á gekk, tók þátt í sorgum vina sem misstu sína ástvini, þó hann fyndi sjálfsagt sjálfur hvert stefndi. Hann trúði að eitthvað nýtt tæki við. Sjálf- sagt er hann farinn að hanna nýja leikvelli fyrir börnin í landinu án þján- inga. Já, örugglega búinn með nokkr- ar rennibrautir og kastala. Elsku Linda, þú ert frábær og börnin þín líka. Kannski smá villing- ar, en það var pabbinn líka. Ég veit að Gunnar er frjáls núna og er að segja einhverjar sögur og brandara, þar sem allir hlæja, honum tókst oftast vel upp með það.Við getum tekið Gunnar okkur til fyrirmyndar á margan hátt. Hann kvartaði ekki, felldi aldrei dóm, heldur þakkaði fyrir það sem hann átti, konuna sína, börn- in, tengdasoninn og svo hann Tiger, hundinn sinn og bara alla í kringum sig. Og ekki má gleyma besta vini Gunnars, honum Óskari, sem mitt í sinni sorg kemur 2-3 á dag til vinar síns og tekur þátt í okkar sorg. Elsku Linda og börn og tengdason- ur, Stína og allir aðrir sem sakna Gunnars. Gunnar er frjáls. Gunnar, takk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Kær kveðja, Jón H. Björnsson. Elskulegur mágur minn Gunnar Ingi er látinn eftir hetjulega baráttu við hvítblæði. Elsku Gunnsi, mikið er sárt að kveðja þig, þú hefur verið mér sem bróðir í svo mörg ár. Hjörtu okkar gráta. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera með þér á laugardaginn, við töluðum um margt, þú varst svo ánægður með allt, kvartaðir aldrei og með húmorinn á réttum stað eins og vanalega. Þið Linda ætluðuð á Ladda- showið á sunnudaginn og þú varst glaður yfir því, þér fannst fátt skemmtilegra en að hlæja. Kara Ísabella kom auðvitað með eitt listaverkið enn fyrir þig, það gladdi þig ávallt að sjá litlu skottuna, þú ljómaðir af gleði þegar hún var hjá þér, hún elskar þig svo mikið og skil- ur þetta ekki enda er gott að hún minnist þín eins og þú varst, með gít- arinn í hönd að spila og syngja fyrir hana eins og þú hafðir gert síðan snúllan fæddist. Þú varst ætíð dug- legur við að spila fyrir hana og jafnvel þegar þú veiktist reyndir þú þitt besta. Músíkin átti vel við þig, þú varst með hana í blóðinu. Mikið eigum við eftir að sakna þín, elsku Gunnsi. Margar eru þær minningar sem við eigum með þér og við munum minnast þín eins og þú varst fyrir veikindin. Annað mundir þú ekki vilja. Barðist ávallt eins og hetja, elskaðir systur mína og börnin ykkar svo heitt. Elsku Gunnsi, sárt er að kveðja, við elskum þig ávallt og varðveitum minningar um þig í hjörtum okkar, Gunnar Ingi Ingimundarson ✝ Gunnar IngiIngimundarson fæddist á Hólmavík 21. janúar 1969. Hann lést á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 10. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavík- urkirkju 19. febrúar. guð blessi þig, elsku Gunnsi. Elsku Linda systir, Sara María, Guðjón Ingi, Unnur Ágústa, Sverrir Svanhólm, Egill, Tiger og fjöl- skylda. Við biðjum góða Guð um að blessa ykkur og styrkja ykkur á þessum erfiða tíma, munið ávallt að Gunnar var hetjan okkar allra og að hann gafst aldrei upp. Megi ljós Gunnars ávallt lifa með okkur öllum. Við elskum ykkur öll. Góði guð, blessaðu okkur öll. Samúðarkveðjur, Ásdís Sverrisdóttir og fjölskylda. Ég óska þess að þú værir hér, vegna þess að þú brosir svo fallega, þú hlærð svo ljúft, þú ert svo fallegur, ljúfur og góður, af því þú ert faðir minn. Þín Unnur. Elsku Gunnar minn. Nú ertu kom- inn á betri stað eftir erfiða baráttu í gegnum veikindinn. Alltaf þegar ég spurði þig hvernig þú hefðir það, svaraðir þú ávallt, bara fínt eða mjög gott. Þú kvartaðir aldrei og þú varst svo sterkur. Elsku Gunnar mér þykir ótrúlega vænt um þig. Elsku Linda og börn, megi Guð hjálpa ykkur í gegnum sorgina og vaka yfir ykkur og fjölskyldum. Rushit Derti. Dimitri. Ég mun aldrei gleyma því hve erf- iður, sorglegur og langur þessi dagur var. Dagurinn sem ég fékk þær fréttir að þú, elsku frændi minn, værir að deyja. Ég vissi að þessi dagur kæmi en var þó engan vegin undir hann bú- in. Ég mun heldur aldrei gleyma þeim friði og þeirri ró sem var yfir þér þeg- ar ég kom til þín í stofuna þína. Aldrei framar kvalir, eftir langa og hetjulega baráttu tekur við nýtt og betra líf hjá þér, elsku frændi. Ég las eitt sinn ljóð eftir Stein Steinarr en í því stóð … hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? Í þetta sinn er ég hvort tveggja, nú hefur stór partur í lífi mínu og okkar allra dáið en annar komið í staðinn. Nú byrjar kafli í lífi okkar þar sem minningin um þig lifir sterkt og alltaf. Í 29 ár erum við, ég og þú, búin að gera okkur minningarsjóð. Ég man kannski ekki öll árin en ég man þau bestu. Þegar ég loka augunum og hugsa um þig kemur strax í huga mér mynd af þér hlæjandi. Þú hlóst alltaf svo innilega að það var ómögulegt að hlæja ekki með þér. Það er heldur ekki sjaldan sem ég man eftir þér með tárin í augunum í þvílíku hláturskasti að segja frá einhverju stórkostlegu sem þú lentir í, heyrðir eða sást. Það er mér líka í svo fersku minni þegar ég fór að læra á gítar. Þú komst í heimsókn til mömmu og pabba og sást gítarinn minn. Þegar þú vissir að ég var að læra á hann fórum við í borð- stofuna og þú spilaðir fyrir mig og sagðir mér frá því þegar þú fórst á gít- arnámskeið. Við sátum lengi saman, þú að spila á gítar og að sýna mér hvernig ég átti að bera mig að og ég að hlusta á sögur frá því þú varst í iðnskólanum og á gítarnámskeiði í Reykjavík. Þessa stund ætla ég alltaf að muna. Síðast þegar ég hitti þig rétt rúm- um degi áður en þú kvaddir þennan heim áttum við saman ljúfa stund. Ég kom til þín eftir skóla á föstudegi, það lá svo vel á þér og þú varst svo frábær eins og alltaf. Þú opnaðir augað og hreyfðir höndina sem var búin að vera máttlaus svo lengi. Þegar ég hrósaði þér fyrir það sagðir þú bara: „hann er seigur kallinn“ og brostir út í annað. Já, þú varst sko seigur og átt heiður skilinn fyrir alla þá baráttu sem þú háðir við aðstæður sem margir hefðu ekki umborið eins lengi og þú. Við töluðum líka um krakkana þína þennan dag, þú varst svo stoltur af þeim öllum og elskaðir svo mikið. Þau eru búin að heyja hetjulega baráttu með þér og eru svo einstaklega dug- leg að orð fá því ekki lýst. Minning þín mun lifa í þeim og með okkur. Eftir að þú komst frá Svíþjóð gönt- uðumst við stundum með það að þú værir nú alveg að verða pabbi minn. Og þegar Eygló Rún, litla systir mín, frétti að þú værir dáinn spurði hún hvort pabbi fengi þá aftur frumurnar sínar. Elsku skinnið. Ég sakna þín svo mikið, elsku frændi minn, og mun varðveita minn- ingu þína alltaf. Elsku amma, Linda, Sara María og Egill, Guðjón Ingi, Unnur Ágústa og Sverrir Svanhólm ég sendi ykkur mínar dýpstu samúð- arkveðjur og öll mín stærstu knús eru ykkar alltaf. Hjartans kveðjur, elsku frændi. Ragna Kristín Árnadóttir (Ragna Stína.) Elsku Gunni, þá er „Gullvagninn“ kominn að sækja þig, með pabba þín- um, Lofti, ömmu Dísu, Kidda litla og fleirum. Allir taka þér með opinn faðm. Það er sárt til þess að vita að ungur maður í blóma lífsins með eiginkonu og 4 börn er hrifinn á brott frá okkur. Gunnar Ingi var hetjan okkar, allt- af glaður og kátur, sama hvað á dundi. Linda og Gunni, alltaf talað um þau sem eitt. Það verður lengi minnst síð- asta gamlárskvölds á Skaga, allir saman komnir til að fagna nýju ári sem fyrr. Það var sungið og dansað eftir plötu Bjögga fram eftir nóttu „Gullvagninn“ og fl. Það var ekki gamlárskvöld nema fjölskyldur okkar væru saman. Um sumarið á nýju ári greinist þú með hvítblæði, það var mikið áfall fyr- ir alla. En þið Linda lögðust ekki í neitt volæði. Þú fórst í þínar meðferð- ir hér heima og um haustið fóruð þið Linda og Árni bróðir þinn til Svíþjóð- ar, hann gaf þér merg. Allt tókst vel með það og gaf það ykkur lengri frest til að vera saman, hetjuleg barátta hélt áfram hjá ykkur og börnunum. Það var frábært að koma á styrkt- artónleikana fyrir þig, sem hún Sara dóttir ykkar var búin að undirbúa án þess að þið vissuð af því. Svona er Sara alltaf að bralla eitthvað Gunni minn, ekki ólík þér. Það var gott að fá ykkur til okkar í Lambhagann rétt fyrir jólin, þú gekkst hér um eins og fínn herramað- ur. En stutt er á milli, þegar úrskurð- ur kom um að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir þig, nema að halda niðri verkjunum og næsta stoppistöð væri líknardeildin í Kópa- vogi, var okkur brugðið ,,það voru all- ir alltaf með veika von“. Það var alveg með ólíkindum þegar þú komst á líknardeildina, hvað þú varst alltaf jákvæður og skemmtileg- ur. Við sátum saman ég, þú, Linda, Óskar vinur ykkar, Erling bróðir þinn og gerðum að gamni okkar þessa 11 daga sem þú varst þarna. Það var mjög gott að þú skyldir geta ráðstafað því sem þú vildir fyrir útförina þína. Það eru bara ungar hetjur sem geta það eins og þið Linda eruð. Stína móðir þín er ekki síður hetjan þín, Gunni minn, hún sat með þér og stjanaði við þig. Starfsfólkið á líknardeildinni reyndist ykkur mjög vel og var gott að koma þangað, hafi það þökk fyrir. Elsku Gunni minn, það er tómleiki í hjörtum þeirra sem þekktu þig, þú kenndir okkur svo margt gott. Linda mín og börn, ykkar missir er mikill, við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku Gunnar. Jóhanna, Hafberg, börn og tengdabörn, Lambhaga. Vinur okkar Gunnar Ingi hefur kvatt þessa jarðvist eftir langa og hetjulega baráttu. Linda og börnin hafa staðið eins og klettar við hlið hans í öllu því mótlæti sem á þeim hefur dunið. Vert er að minnast frumkvæðis Söru Maríu, er hún skipulagði styrkt- artónleika til handa pabba sínum sem tókust mjög vel, auk þess hafði Gunn- ar Inga lengi langað að sjá sýninguna með Ladda, en þar sem erfitt hafði reynst að fá miða setti Sara sig í sam- band við Ladda, sem reyndist þeim vel og hugðust Gunnar og Linda fara á sýninguna á sunnudagskvöldinu, en æðri máttarvöld leyfðu það ekki. Gunnar Ingi var hjartahlýr, hjálp- samur og sannur vinur og var alltaf fyrstur til þess að rétta öðrum hjálp- arhönd þegar á þurfti að halda. Það hefur ætíð verið notalegt að kíkja í kaffisopa til þeirra hjóna og erum við ekki ein um þá skoðun, því heimili þeirra hefur ætíð verið eins og um- ferðarmiðstöð, stöðugur gestagang- ur, staður þar sem allir gátu verið þeir sjálfir, engin tilgerð eða múrar. Bara góðir straumar og ekki var verra ef Gunnar var að spila á gít- arinn eða hljómborðið, því hann var virkilega tónelskur og dundaði sér við að semja og spila í frístundum. Hann var glaðlyndur og hafði smit- andi hlátur og hans létta lund og já- kvæðni fleytti honum síðustu metr- ana í gegnum þessa dimmu kólgubakka lífsins. Sonur okkar, 8 ára gamall, hefur fylgst grannt með gangi mála og kom- ið með einlægar og staðgóðar lausnir á vandamálunum. Fyrir nokkrum mánuðum, er við vorum að koma okk- ur fyrir í nýja heimilinu hér í Dan- mörku, höfðum við verið að ræða um þessi illvígu veikindi sem hrjáðu Gunnar og bar þá á góma orð eins og vírus, hvítblæði og fleira í þeim dúr. Um kvöldið var verið að koma heim- ilistölvunni í samband og af þeim sök- um þurfti að keyra í gegn vírusvörn og fleira sem þurfti að uppfæra. Eitt- hvað fannst þeim stutta þessi gjörn- ingur taka of langan tíma, þar sem hann hafði verið í tölvusvelti í ca mán- uð, og var orðinn frekar óþolinmóður. Á meðan var reynt að útskýra fyrir honum hvernig þessi vírusvörn ynni og hvers vegna hún væri nauðsynleg. Þá datt út úr honum þessi gullmoli: Hvers vegna keyra læknarnir ekki bara vírusvörn í gegnum Gunnar? Bara ef lausnin væri svona einföld. Við minnumst hans með söknuði og biðjum guð að vernda og styrkja Lindu, Söru Maríu, Guðjón Inga, Unni Ágústu og Sverri Svanhólm sem og aðra aðstandendur og vini. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast þér, vinur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur frá Danmörku, Sólveig Ásta, Stefán Karl, Snæ- fríður Aþena og Oliver Flóvent. Elsku sonur minn. Takk fyrir alla þá ástúð og hetjudáð sem þú hefur sýnt mér á þessum stundum. Það verður mér ómetanlegt þegar fram líða stundir. Nú veit ég að þú er í öruggum höndumhonum hjá föður þínum og bræðrum. Þakka þér fyrir allt Guð blessi þig. Þín mamma. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR PÁLMADÓTTUR Tómasarhaga 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 3-A á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Pálmi Ó. Bjarnason, Anna K. Bjarnadóttir, Þorvaldur Gylfason, Kristinn Bjarnason, Kolbrún Eysteinsdóttir, Sigurður Bjarnason Bjarni Bjarnason, Ásdís Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug vegan andláts, ARNÓRU FRIÐRIKKU SALÓME GUÐJÓNSDÓTTIR, síðast til heimilis að Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Skjóli 3. hæð. Eiríkur Valdimarsson, Arnfríður H. Valdimarsdóttir, Ólafur Árnason, Magnúsína G. Valdimarsdóttir, Þór G. Þórarinsson, Sigurjóna Valdimarsdóttir, Kristjón Sigurðsson, Arnór V. Valdimarsson, Guðlaug Jónsdóttir, Páll G. Valdimarsson, Soffía Gísladóttir, Sigurborg Valdimarsdóttir, Jón Egilsson, Guðjón Valdimarsson, Ólafía G. Einarsdóttir, og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.