Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 39 einnig átt við um menningarstofnanir og án efa orðið til þess að þær eru í dag betur reknar en þær voru áður fyrr. Góður og aðhaldssamur rekstur má þó ekki verða til þess að hin eiginlegu markmið list- arinnar og menningarlegrar framþróunar tróni ekki efst á forgangslistanum. Stofnanirnar verða að þjóna menningunni en ekki öfugt – þær mega m.ö.o. ekki nota menninguna til að viðhalda sjálfum sér með sem ódýrustum hætti. Innan menningarinnar er flóra þess sem fram- leitt er jafnfjölbreytt og annarsstaðar í þjóðlífinu. Þar þrífast bæði góðir hlutir og vondir, metnaðar- lausir og háleitir. Mestu máli skiptir þó að í menningunni sé að eiga sér stað starf sem í felst raunveruleg frum- sköpun. Þar þarf að vera skilyrðislaust svigrúm fyrir hið óvænta svo nýjar hugmyndir kvikni og ferskir straumar verði til. Listsköpun sú er menn- ingin byggist á má ekki sligast eða ganga sér til húðar með sífelldum endurtekningum. Á síðustu áratugum hefur hlutverk listrænna stjórnenda breyst umtalsvert. Listrænum stjórn- anda samtímans, hvort sem hann vinnur í leikhúsi, á listasafni, með sinfóníuhljómsveit eða öðrum hlið- stæðum menningarstofnunum, dugir ekki lengur að hafa „einungis“ framúrskarandi listræna sýn. Ein brýnasta krafa samtímans gagnvart listræn- um stjórnendum af öllu tagi er sú að þeir afli fjár- magns – kunni til verka við fjáröflun. Önnur brýn krafa er um innsýn í rekstrarumhverfi og kunnáttu á því sviði. Þessar kröfur eru uppi jafnvel þótt list- rænir stjórnendur starfi með framkvæmdastjóra sér við hlið. Vitaskuld eru slíkar kröfur, þ.e. varð- andi þekkingu á markaðs- og rekstrarmálum, ekk- ert til að kvarta yfir. Þvert á móti. En þó einungis að því gefnu að þekking á menningunni sé jafn- framt helsti styrkur viðkomandi aðila. Hér á landi er það fyrst og fremst hlutverk stjórnvalda; ríkis og sveitarstjórna; að ráða list- ræna stjórnendur yfir hinar ýmsu menningar- stofnanir. Nú þegar flestir eru sammála um að samdráttur sé yfirvofandi vegna minna peninga- streymis í samfélaginu ríður á að þessir opinberu aðilar átti sig á mikilvægi þess að setja hin listrænu gæði og menningarlegan metnað ofar öðru. Sam- félag sem hugsanlega horfist í augu við samdrátt þarf enn frekar á því að halda að fjárfesta í fram- sækinni menningu og frumlegri sköpun, heldur en samfélag þar sem þensla ræður ríkjum. Ástæðan er sú að í skapandi þáttum menningarinnar – í hinni eiginlegu frumsköpun – koma fram þeir þættir sem hafa fleytt mannsandanum lengst fram á við frá örfófi alda. Þessi staðreynd á ekki einungis við um menn- ingu og listir. Vísinda- og tækniþróun er til að mynda nákvæmlega sömu lögmálum háð. Sem dæmi má taka þá ákvörðun sem stjórnvöld tóku beggja vegna járntjaldsins á tímum kalda stríðsins um að koma manni út í geiminn og síðan alla leið til tunglsins. Hugmyndin var í hugum flestra fráleit á þeim tíma sem hún var sett fram. En um leið og hún var orðin að markmiði í sjálfu sér hófst gríð- arlega flókin hugmyndavinna á ótrúlegustu sviðum sem að lokum gat af sér leið til að ná þessu fjarlæga markmiði. En það var ekki nóg með það. Ferlið sem slíkt gat líka af sér ólíklegustu uppgötvanir sem enn þann dag í dag setja mark sitt á okkar daglega líf. Sem dæmi má nefna allskyns efni, svo sem trefjaefni, er nú þjóna hversdagslegum til- gangi, tækninýjungar á sviði fjarskipta í gegnum gervihnetti, ljósmyndunar og þannig mætti lengi telja. Framfarirnar urðu sem sagt ekki einungis til þess að fleyta örlitlu broti mannkyns út í geiminn; þær urðu einnig til þess að fleyta hversdagslífi heildarinnar áfram svo um munaði. Allt þetta gerð- ist án þess að nokkur gæti séð það fyrir – án þess að nokkuð af því sem var uppgötvað væri upp- haflega í sjónmáli. Eðli hins skapandi máttar M annsandinn er þeirrar náttúru að geta þreifað sig áfram á ókunnugri stigu með undra- verðum hætti. Sá eiginleiki er grundvöllur alls þess sem er skapandi; í sköpun felst það að búa eitthvað til úr engu. Ef enginn hefði haft trú á getu mannsandans til frumsköpunar í gegnum tíð- ina hefðu framfarir vísast orðið litlar. Bestu tón- skáld heimssögunnar hefðu ekki valdið straum- hvörfum, menn hefðu ekki haft ánægju af því að taka djörfustu myndlistarmennina í sátt með tíð og tíma, né heldur rita seinni tíma fræðigreinar um byltingarkenndar bókmenntir sem enginn kunni að meta er þær voru skrifaðar. Við megum ekki gleyma að þeir skapandi þættir er mynda menninguna eru jafnframt þeir þættir er drífa samfélagið áfram sem heild. Fyrsta skref allra framfara er fólgið í fullkomlega óáþreifanlegu verðmæti – í góðri hugmynd. Og það er hlutverk þeirra sem stýra menningunni að skapa þann jarð- veg er þarf til að góðar hugmyndir nái fótfestu á metnaðarfullan hátt. Íslenskar menningarstofnanir verða að hafa hugmyndafræðilega framþróun að leiðarljósi í sinni vinnu, jafnframt því að huga að fjáröflun og rekstrarþáttum. Þótt gamlar, þekktar, eða jafnvel mjög vinsælar hugmyndir séu allra góðra gjalda verðar og góðar vísur aldrei of oft kveðnar, dugar ekki að reka metnaðarfullt menningarlíf einvörð- ungu á endurteknu efni, hvort heldur sem það á uppruna sinn hér eða annarsstaðar. Íslenskar menningarstofnanir verða að vera þess umkomnar að skapa eitthvað nýtt og taka þá áhættu sem í því felst. Ekki mun allt sem verður til fyrir slíkan til- verknað lifa áfram, en þótt ekki verði til nema eitt og eitt tímamótaverk er það ómetanlegt. Þegar allt kemur til alls eru það yfirleitt slík meistaraverk er flokkast sem þjóðargersemar er til langs tíma er litið, þau verða ómetanleg er meðalmennskan er gleymd og grafin. Að þessu sögðu má heldur ekki gleyma því að góðar hugmyndir eru ekki endilega dýrari í fram- kvæmd heldur en vondar hugmyndir. Framsækin sköpun getur notið gríðarlegra vinsælda og jafn- framt skilað efnahagslegum hagnaði. Um það eru mörg dæmi á sviði menningar, nægir að nefna Bítl- ana úr poppmenningunni, fyrrnefndan Michelang- elo úr fyrri tíð, marga seinni tíma rithöfunda, myndlistarmenn og flytjendur klassískrar tónlist- ar. Sú gagnrýna hugsun sem er mannsandanum eiginleg og iðulega finnur sér farveg í menningu er svo öflugt tæki til að skoða heiminn að hvorki hið opinbera né viðskiptalífið hefur efni á að horfa framhjá henni – og því síður þær menningarstofn- anir sem beinlínis hafa það hlutverk að þjóna list- unum. Merkingarleysið má ekki taka listina og menn- inguna yfir og því síður má umgjörðin verða hið ráðandi afl í skapandi ferli. Í staðinn fyrir að setja sköpunarferlinu mörk eiga stofnanir menningar- innar að fjarlægja takmarkanir og ýta undir að skref séu tekin út í óvissuna. Menningarpólitísk stefnumótun verður að tryggja frelsi mannsandans og um leið framgang nýrra hugmynda og frekari framfara. Að öðrum kosti er stoðunum kippt undan þeim öra vexti sem menningarframleiðsla hefur verið í og allri þeirri atvinnusköpun sem henni hef- ur fylgt. » Íslenskar menningarstofnanir verða að hafa hugmynda-fræðilega framþróun að leiðarljósi í sinni vinnu, jafnframt því að huga að fjáröflun og rekstrarþáttum. Þótt gamlar, þekkt- ar, eða jafnvel mjög vinsælar hugmyndir séu allra góðra gjalda verðar og góðar vísur aldrei of oft kveðnar, dugar ekki að reka metnaðarfullt menningarlíf einvörðungu á endurteknu efni, hvort heldur sem það á uppruna sinn hér eða annarsstaðar. rbréf Reuters Björk Mannsandinn er þeirrar náttúru að geta þreifað sig áfram á ókunnugri stigu. Sá eiginleiki er grundvöllur alls þess sem er skapandi; í sköpun felst það að búa til eitthvað úr engu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.