Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 1

Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 75. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is VÖXTUR Bakkavarar er stöðugur, þrátt fyrir erfið skilyrði árið 2007, félagið hefur keypt þrjú fyrirtæki árið 2008 og tækifærin eru gríðarleg í Kína og Bandaríkjunum, að sögn Ágústs Guðmundssonar, forstjóra Bakkavarar. Þá sér hann fram á hraðan vöxt á meginlandi Evrópu á næstu árum og segir skort á lánsfé ekki hafa náð til fyrirtækja eins og Bakkavarar, enda hafi lánskjör vegna fjármögnunar í Asíu fyrir rúm- hvað best út úr núverandi lánsfjárkreppu á heims- markaðnum.“ Háir stýrivextir Seðlabankans eru fullkomlega óraunhæfir, að mati Ágústs. „Af hverju í veröldinni eigum við að borga þessa vexti til eigenda erlendra jöklabréfa? Ég held að við höfum ekki efni á því og ættum að hætta því í snarhasti, hvað sem líður verð- bólgumarkmiðum.“ Hann segist ekki hlynntur inngöngu í ESB, en það kunni að verða þrautalending til að leysa gjald- miðilsvandann. Ástandið verði erfitt í eitt til tvö ár, en ekki þýði að velta vandanum á undan sér. | 10 Tækifæri til frekari vaxtar  Hraður vöxtur fram undan hjá Bakkavör á meginlandi Evrópu  Engin merki um að bankarnir hafi farið offari í útlánum eða fyrirtækjakaupum  Þrautalending að ganga í ESB? um mánuði verið vel undir 100 punktum, sem þyki gott. Ágúst segir að umræða um Exista hafi oft verið óvægin og illa rökstudd, félagið sé trútt sinni fjár- festingastefnu og undirliggjandi eignir séu fram- úrskarandi fyrirtæki, hvert á sínu sviði. Ekki séu nein merki um það að íslensku bankarnir hafi farið offari í útlánum eða fyrirtækjakaupum. „Svo sitja jafnvel greiningardeildir banka, sem hefur verið bjargað með neyðarlánum eða hlutafé, og gagnrýna íslensku bankana fyrir óhóf í útlánum og óábyrgan vöxt. Ég sé ekki betur en íslensku bankarnir komi Ágúst Guðmundsson Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Fílharmoníuhljómsveit New York þekktist boð stjórnvalda Norður- Kóreu um að halda tónleika í Pyongyang, en íbúar landsins hafa í hálfa öld verið án listar sem ekki nýtur velþóknunar ríkisins. Tónlist til að bæta orðstír stjórnvalda Eliot Spitzer, ríkisstjóri í New York, borgaði fúlgur fjár fyrir vændi, en var þó opinberlega baráttumaður gegn spillingu og lauslæti. Ekki allur þar sem hann var séður Michelle Obama þykir fylgja þeirri tískulínu, sem Jacqueline Kennedy, fyrrverandi forsetafrú, lagði á sjö- unda áratugnum, og hefur verið vinsæl allar götur síðan. Frú Obama í tísku að hætti Jackie O Utanríkisráðuneytið stendur fyrir átaki sem miðar að því að mynda samstarfsverkefni með íslenskum fyrirtækjum í þróunarlöndum. Ragna Sara Jónsdóttir er verkefn- isstjóri Nordic Business Outreach, sem er samstarfsverkefni utanrík- isráðuneytisins og Þróunaráætl- unar Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Markmiðið er að skapa sam- starfsverkefni opinbera og einka- geirans sem fela í sér viðskipta- tækifæri og þróunarmarkmið, segir Ragna Sara. Verkefnið á sér fyrirmynd í Nor- egi og Danmörku þar sem fjölmörg norræn fyrirtæki hafa tekið þátt í samstarfi með Þróunaráætlun S.Þ. „Þegar þróunarmarkmið og við- skiptatækifæri fara saman í sam- starfi verður ávinningur fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir Ragna Sara. Verkefnið leggur ekki áherslu á peningagjafir frá fyrirtækjum heldur virkjar þekkingu og reynslu einkaframtaksins. Góðar viðtökur Dæmi um vel heppnað samstarf er samvinna S.Þ. og Coca Cola, að sögn Rögnu Söru. Coca Cola Comp- any hafði yfir að ráða einu besta dreifikerfi í Afríku, betra en nokk- ur ríkisstjórn réð yfir, og tók að sér að dreifa eyðnilyfjum til afskekktra svæða. Ragna Sara segir athuganir á sambærilegum tilraunum á Norð- urlöndum sýna að það hafi jákvæð áhrif á starfsfólk fyrirtækja að vita að það sé að vinna starf sem gagnist öðrum. Hún segir hugmyndirnar hafa hlotið góðar viðtökur hjá ís- lenskum stjórnendum. | 22 Utanríkisráðuneytið kynnir samstarf við einkageirann í þróunarmálum Viðskiptatæki- færi í þróun Ragna Sara Jónsdóttir er verkefn- isstjóri Nordic Business Outreach Morgunblaðið/RAX Ragna Sara Jónsdóttir „Þegar þróunarmarkmið og viðskiptatækifæri fara saman í samstarfi verður ávinningur fyrir alla hlutaðeigandi.“ VIKUSPEGILL Leikhúsin í landinu Baðstofan >> 60 Öll leikhúsin á einum stað SUNNUDAGUR KYNLÍF Í ÁRBÍT KAPPAKSTURSHETJAN LITRÍKA JAMES HUNT FERILLINN RAKINN >> 27 DAGUR Í SJÚKRABÍL BLAÐAMAÐUR OG LJÓSMYNDARI FENGU AÐ FYLGJAST MEÐ >> 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.