Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 17
rekstri Bakkavarar, hætta fjárfest- ingarbankastarfsemi og gera lífið auðveldara? „Þú segir nokkuð,“ segir Ágúst og hlær. „Nei, nei, alls ekki. Við ein- beitum okkur að rekstri Bakkavar- ar og svo verður áfram. Auk þess var Exista afar farsælt skref fyrir okkur til að byggja upp öflugt fyr- irtæki í kringum eignir okkar bræðra í Kaupþingi og Bakkavör. Við skulum gera okkur grein fyr- ir því að Exista er nú í einstakri stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Exista er langstærsti eigandi öfl- ugasta tryggingafélags Norð- urlanda, Sampo, sem einnig er stærstur eigandi Nordea, að sænska ríkinu frátöldu, en Nordea er stærsti banki Norðurlanda. Ex- ista er jafnframt langstærsti eig- andi Kaupþings, sem er sá banki sem hefur vaxið af mestum krafti á Norðurlöndum á síðari árum. Jafn- framt er Exista einn af lykilhlut- höfum í Storebrand, sem er að skapa sér leiðandi stöðu á norræn- um líftryggingamarkaði. Þessi staða okkar hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum og víðar, enda erum við nýtt nafn á norrænum fjár- málamarkaði. Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hve mikil afl Exista er orðið í tryggingum og fjármálaþjónustu á Norðurlöndum.“ Peningarnir fara úr landi – Hvað finnst þér um háa stýri- vexti Seðlabankans? „Mér finnst þeir fullkomlega óraunhæfir. Og það er áhugavert hvað hefur gerst núna, krónan er að veikjast gríðarlega og ég sé ekki af hverju sú þróun ætti ekki að halda áfram. Samt er Seðlabankinn ekki byrjaður að lækka vexti ennþá. Ég sé ekki hvernig Ísland á að hafa efni á því að halda þessu vaxtastigi. Af hverju í veröldinni eigum við að borga þessa vexti til eigenda er- lendra jöklabréfa? Ég held að við höfum ekki efni á því og ættum að hætta því í snarhasti, hvað sem líð- ur verðbólgumarkmiðum. Það er einfaldlega ekki hægt að keyra þjóðfélagið svona áfram. Enginn rekstur og engin heimili í þessu landi standa undir þessu vaxtastigi. Það er ósköp einfalt. Íslendingar standa ekki undir því að borga 15 eða 16% í vasann á erlendum fjár- festingarsjóðum. Þessir peningar fara úr landi og ég veit ekki hvernig mönnum dettur í hug að þetta sé hægt til eilífðar. Það er sjálfsagt að reyna að sporna við verðbólgu, en krónan mun lækka, hvað sem Seðla- bankinn gerir.“ – Það hefur einnig verið rætt um að taka upp annan gjaldmiðil? „Við neyðumst á endanum til þess, hjá því verður ekki komist. Spurningin er aðeins hvernig. Sum- ir segja að eina leiðin sé að ganga í ESB og þeir hafa örugglega mikið til síns máls. Ég er persónulega ekki hlynntur inngöngu í ESB, nema ef það væri fyrir þá sök að við kæmumst í myntbandalagið. Önnur rök eru léttvæg. Ég held að þetta sé stóra málið og átta mig ekki alveg á því hvernig við getum leyst gjald- miðilsvandann öðruvísi en að ganga í slíkt bandalag með öðrum þjóð- um.“ – Hvað um svissneskan franka eða norska krónu? „Ég held að það væri ekki rétt að fara í ríkjabandalag með Noregi eða Sviss. Ég get ekki séð hvernig það ætti að ganga fyrir sig, en það er um að gera að skoða alla möguleika. Ég er ekki með lausnina á hreinu, en það verður kannski þrautalend- ingin að ganga í ESB og leysa með því gjaldmiðilsvandamálið. Hitt er annað mál, það þarf að taka ákvörð- un og það sem fyrst.“ – Þú segir að það stefni í óefni? „Þetta hefur verið fyllirí og nú er kominn tími til að taka út timb- urmennina. Allt tal um nýtt álver eða stóriðju er eins og að teygja sig eftir flöskunni að morgni og fá sér afréttara. Það mun aðeins fresta timburmönnunum, sem koma óhjá- kvæmilega fyrr eða síðar. Það veltir enginn fyrir sér vaxandi útgjöldum ríkisins, þar sem enginn virðist sjá þörfina á ráðdeild eða aðhaldi. Það þýðir einfaldlega ekki að velta vand- anum á undan sér, menn þurfa að takast á við hann og ástandið verð- ur erfitt í eitt til tvö ár á meðan við erum að trappa okkur niður. En til langs tíma trúi ég því að grunn- forsendur efnahagslífsins séu í góðu lagi og við munum smám saman sigla út úr þessu ástandi.“ – Nú stendur til að hefja aftur hvalveiðar í sumar. Þú hefur verið andsnúinn hvalveiðum, hafa þær haft áhrif á Bakkavör? „Ég held að þær hafi neikvæð áhrif fyrir Ísland. Hvort það hefur haft áhrif á viðskiptin, hvort ein- hverjir hætta að kaupa fisk eða ís- lenskar vörur, þá eru það örugglega einhverjir, en ekki slíkur fjöldi að við verðum áþreifanlega vör við það. En það er verið að leika sér að eldinum og fyrirtæki eins og Bakkavör er mjög viðkvæmt fyrir neikvæðri umræðu um hvalveiðar. Okkar viðskiptavinir, sem eru eink- um verslunarkeðjur, hafa skýra stefnu varðandi umhverfismál og fé- lagslega ábyrgð fyrirtækja. Hval- veiðar eru angi af þeirri umræðu og við finnum áþreifanlega fyrir óánægju viðskiptavina með stefnu Íslendinga í hvalveiðimálum. Þeir hafa ekki hætt viðskiptum. Munu þeir gera það ef Íslendingar halda áfram að veiða 15 langreyðar? Nei, ég held ekki. Vandamálið er að það þjónar engum tilgangi að veiða 15 langreyðar og urða þær. Það hefur engin áhrif á stofninn, við högnumst ekkert á því og það eina sem hefst út úr því er neikvæð umræða um Ísland á alþjóðavettvangi. Ekkert annað.“ » Það þarf að skoða hlutina í stærra sam-hengi. Ég get nefnt Citigroup, UBS, Morgan Stanley og fleiri virta og heims- fræga banka sem hafa verið nærri því að riða til falls síðustu mánuði. Margir bankar hafa sótt til Mið-Austurlanda eða Kína til að ná sér í neyðarhlutafé. Slíkt hefur ekki gerst hjá íslensku bönkunum. Ég hef ekki séð sambærilegar afskriftir hjá íslensku bönkunum og hafa verið hjá nokkrum fræg- ustu bönkum í heimi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 17 Fátt er mikilvægara en að tryggja æsku landsins örugga og bjarta framtíð. Ef þú gefur fermingarbarni 5.000 kr. gjafabréf í Framtíðarsjóð bætir Sparisjóðurinn 2.000 kr. við gjöfina. Við höfum trú á framtíðinni. Líttu við á spar.is og kynntu þér kosti Framtíðarsjóðsins Há raunávöxtun innlánsreikninga Verðtryggður reikningur Hægt að semja um reglubundinn sparnað Hægt að leggja inn hvenær sem er Það þarf ekki kraftaverk Við breytum 5.000 kr. í 7.000 kr. spar.is F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.