Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 18
Hliðarspor | Tvöfeldnin varð Eliot Spitzer ríkisstjóra í New York að falli en hann var opinberlegur baráttumaður gegn spillingu og lauslæti. Tónlist | Hvaða erindi átti Fílharmóníuhljómsveit New York undir stjórn Lorins Maa- zels til Norður-Kóreu? Tíska | Michelle Obama kemur til dyranna eins og hún er klædd - í „kennetískunni“ sígildu. 18 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Jón og séra Jón eru hvergiþað sama; ekki í Banda-ríkjunum og ekki í kynlífiog allra sízt í kynlífi í Bandaríkjunum. Bill Clinton for- seti og Eliot Spitzer ríkisstjóri New Yorkríkis eiga það sameig- inlegt að vera demókratar. Og báð- ir féllu á siðferðissvellinu. Clinton lét sig hafa auðmýkinguna og komst upp með sambandið við Mo- nicu Lewinsky, en Spitzer átti hins vegar engra kosta völ, þegar upp komst um vændiskaup hans og hefur nú sagt af sér. Hliðarsex þarf því ekki að binda endi á stjórnmálaferil, en getur á hinn bóginn gert það. Alexandra Marks og Ron Sherer benda á það í The Christian Science Monitor, að Clinton var orðlagður kvenna- maður og því var hliðarspor hans með Monicu Lewinski talið honum líkt, og almenningi dugðu iðrun hans og yfirbót. Eliot Spitzer hins vegar er opinberlega baráttumað- ur gegn spillingu og lauslæti og það er tvöfeldnin sem verður hon- um fyrst og fremst að falli. Vænd- iskaup eru líka litin öðrum augum en önnur kynferðisleg samskipti. „Ég hef valdið vonbrigðum og ekki staðizt þær siðferðiskröfur sem ég setti mér,“ sagði Spitzer, þegar upp komst um vændiskaup hans. Það þótti þunnur þrettándi til yfirbótar fyrir hræsni mannsins sem hafði farið hörðum orðum um hvers kyns spillingu og verið kall- aður „herra Hreinn“ fyrir vikið. Það hefur alltaf gefizt illa að tala tungum tveim. Og úr því hærri söðli sem menn detta, þeim mun verr koma þeir niður. Láttu þá bara gruna þig um græsku sagði ráðgjafi í bandarískri kvikmynd. Ef þú ert heppinn verður þér ekk- ert á og þá telst það þér heldur betur til tekna, en ef þú misstígur þig umbera menn það af því að þú ert bara ekki betri en þetta í þeirra augum og því hafa þeir hálft í hvoru alltaf átt von á mistökum hjá þér. En umfram allt ekki reyna að villa á þér heimildir. Það er yfirdrepsskapurinn sem er óþol- andi. Gegn fjármálaspill- ingu og vændi Eliot Spitzer fæddist í Bronx, New York, 10. júní 1959. Hann nam við Princetonháskóla og stundaði framhaldsnám í lögum við Harvard, sem hann lauk 1984. Tveimur árum síðar varð hann að- stoðarhéraðssaksóknari í Manhatt- an og gegndi þeirri stöðu í sex ár. Barátta hans gegn bófum vakti at- hygli og út á hana sóttist hann eft- ir því að verða saksóknari New York ríkis 1994. Litlu munaði að hann næði því takmarki þá en það tókst í annarri tilraun 1998. Fjór- um árum síðar var hann endur- kjörinn og naut þá hörku sinnar ekki einasta gegn byssubófum heldur og bankabófum, sem honum tókst að knýja til þess að greiða háar sektir fyrir margs konar fjár- málamisferli. Þeir sigrar öfluðu honum gælunafnsins „Fógetinn á Wall Street.“ Spitzer beitti sér líka gegn spillingu í stórfyrirtækjum og þótti handtakagóður við að hreinsa til í mörgu skúmaskotinu. Þá stjórnaði hann árangursríkri sókn á sviði atvinnu- og neytenda- mála og barátta hans gegn meng- un færði honum auknar vinsældir almennings sem og sókn hans á Jón og séra Jón HLIÐARSPOR»  Clinton og Spitzer eru báðir demókratar og báðir duttu á siðferðissvellinu.  Annar hélt forseta- embættinu þrátt fyrir Lewinskimálið, en hinn hefur sagt af sér sem ríkisstjóri vegna vændiskaupa. Reuters Dupre Ashley Alexandra Dupre hyggst nota sér frægðina til söngframa. Reuters Spitzer Eliot Spitzer sagði af sér sem ríkisstjóri vegna vændiskaupa » Þetta verður án efa einn afþeim leikjum sem maður mun rifja endalaust upp þegar ferl- inum er lokið. Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður eft- ir að lið hans, Portsmouth, sigraði Man- chester United, 1:0, í ensku bikarkeppn- inni. » Á þessum tíma var Bobby sábesti og tefldi betur en ég. En hann átti hins vegar við sálræna erfiðleika að stríða. Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, minntist vinar síns Bobbys Fischers á samkomu í Þjóðmenningarhúsinu á 65. ára afmælisdegi þess síðarnefnda, sem lést fyrr á árinu, en Spasskí tapaði fyrir Fisc- her í heimsmeistaraeinvígi í skák, sem haldið var í Reykjavík 1972. » Samband hugar og hjarta –af því ræðst karakter tafl- mennskunnar. William Lombardy, skákmeistari og kenn- ari og aðstoðarmaður Fischers, þegar „afa- keppnin“ var haldin á Reykjavík- urskákmótinu. » Ég ætla að stjórna með þaðað leiðarljósi að bæta það sem við gerðum vel og leiðrétta mistök okkar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætis- ráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins, sem sigraði í þingkosningunum á Spáni. » Það koma sífellt verri fréttir,sérstaklega frá Bandaríkj- unum, sem skipta miklu máli fyr- ir heimshagkerfið. Gylfi Magnússon, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, um efnahagsástandið. » Það er klárlega aðgeng-isvandamál að heilbrigð- iskerfinu öllu. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Með endurskipulagningu á vinnu starfsfólks á slíkum deildum spítalans er vonast til að hægt verði að stytta biðtíma eftir þjónustu um 50-75%. » Ég sé ekki fyrir mér miklabyltingu. Hrefna Haraldsdóttir, sem tekur við starfi listræns stjórnanda Listahátíðar í Reykja- vík í haust. » [Bubbi] hefur aldrei veriðleiðandi afl. Hann er eins og svampur sem sýgur umhverfi sitt inn og mótar sig og skoðanir sínar eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Úr leiðara Birgis Arnar Steinarssonar, ritstjóra tónlistartímaritsins Monitors. » Biggi verður að kyngja þvíað staðreyndin er sú að með Ísbjarnablús breytti ég íslenskri tónlistarsögu ásamt Utangarðsmönnum. Af vef Bubba, bubbi.is. » Vorboðinn ljúfi, lóan sjálf,ætti síðan að láta sjá sig fljót- lega eftir páska. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur, spurður um komu farfuglanna. » Ég lít á þetta sem algerlegafræðilega spurningu vegna þess að bankarnir hafa það ágætt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra, þegar hún, á ráðstefnu í Kaup- mannahöfn um alþjóðavæðinguna á Ís- landi, var spurð hvernig íslenska ríkisstjórnin myndi bregðast við færi svo að íslensku bankarnir lentu í erfiðleikum. » Að sýkna tvo þeirra á þeimforsendum að ekki var vitað nákvæmlega hver sparkaði í hvern og hvenær finnst mér mjög skrýtin niðurstaða. Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, um dóm héraðsdóms yfir þremur Litháum, sem sýknaðir voru af ákæru fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum. » Íslandi hefur verið umbylt ogí þeirri byltingu eru lyk- ilorðin einkavæðing, kvótakerfi, misskipting, útrás, græðgi, þræl- sótti, innflytjendur og stóriðja. Hannes Sigurðsson, safnstjóri Listasafns Akureyrar, í tilefni af uppákomunni „Átaksverkefni“ með yfirskriftinni Bæ bæ Ísland, sem 23 myndlistarmenn og fjöl- margir aðrir, sem vilja ræða landsins gagn og nauðsynjar, taka þátt í. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Golli Mesta tap FL Group Jón Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson á aðalfundi FL Group þar sem fram kom að tap félagsins nam tæplega 70 milljörðum króna á síðasta ári. VIKUSPEGILL»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.