Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 21
hljóð, sem ýttu undir samhljóm og
reglu.
Tónlistarfæði í Norður-Kóreu
byggist á lofsöngvum
Þessu hefur meira eða minna ver-
ið fylgt í einræðisríkjum. Opinbert
tónlistarfæði íbúa Norður-Kóreu
byggist á ættjarðaróðum tileinkuð-
um kommúnistaflokknum, lofsöngv-
um tileinkuðum hinum ástsæla leið-
toga, föður hans, hinum mikla
leiðtoga Kim Il-sung, og hetjulegum
baráttuanda kóresku þjóðarinnar.
Nánast ekkert annað er leyft –
nema í helgustu véum leiðtoganna
sjálfra. Sagt er að sonur hins ást-
sæla leiðtoga, Kim Jong-chol, sé
aðdáandi Erics Clapton. Bresku
rokkstjörnunni hefur nú verið boðið
að koma fram í Norður-Kóreu og
það yrði saga til næsta bæjar.
Ótti einræðis-
herra við tónlist
Ströng höft voru sett á rokktón-
list í einræðisríkjum kommúnista og
það sama átti við um djass í Þýska-
landi á tímum nasista. Ástæðurnar
voru platónskar: litið var á stjórn-
lausar ástríður sem ógn við full-
komna reglu ríkisins. Einmitt af
þessum sökum varð „forboðin“ tón-
list pólitísk. Ungt fólk í andófsham í
Þýskalandi Hitlers – „Swing Ju-
gend“ – hlýddi á djass á laun.
Andrúmsloftið í Tékkóslóvakíu
árið 1968 var rafmagnað vegna inn-
fluttra tóna Rolling Stones og Mot-
hers of Invention, hljómsveit
Franks Zappa. Þegar sovéskir
skriðdrekar bundu enda á vorið í
Prag hótaði lögregluþjónn ungum
manni með því að hann myndi
„berja tónlist Zappa“ úr honum.
Václav Havel var aðdáandi
Zappa. Það átti einnig við um tékk-
neska rokkhljómsveit, sem hét The
Plastic People of the Universe og
kom af stað slíku uppnámi meðal
kommisaranna að meðlimum henn-
ar var varpað í fangelsi, ekki vegna
þess að þeir stunduðu pólitíska
starfsemi, heldur, svo vitnað sér í
söngvara hljómsveitarinnar, Milan
Hlavsa, vegna þess að „við vildum
bara gera það sem okkur líkaði að
gera“.
Auðvitað var það málið. Hlavsa og
hinir síðhærðu vinir hans, sem eru
heiðraðir í snilldarlegu leikriti
Toms Stoppards, Rokk og ról, vildu
ekki að ríkið spillti hjá þeim veisl-
unni. Þeim var sama hvað komm-
isörunum fannst. Þeir vildu dansa
eftir eigin höfði.
Dvorak og Wagner eru augljós-
lega ekki Zappa eða Rolling Stones.
Og komi Clapton til Pyongyang sem
gestur stjórnvalda kann hann að
vera kominn svo langt frá uppruna
sínum að hann geti ekki tendrað
kveikiþráð byltingar. Þegar Rolling
Stones komu loks fram í Kína árið
2003 féllust þeir á að sleppa nokkr-
um af djarfari lögum sínum vegna
þess að, eins og tónleikahaldarinn á
staðnum orðaði það: „Þeir vita að
það er munur á kínverskri og vest-
rænni menningu. Þeir vilja ekki
gera neitt í andstöðu við kínversk
stjórnvöld.“ Þar fór andinn frá 1968.
Hefur Maazel
eitthvað til síns máls?
Maazel gæti engu að síður haft
eitthvað til síns máls. Það er mögu-
leiki að það gæti haft jákvæð áhrif
að leika góða tónlist í Norður-Kór-
eu. Í stórveldi Stalíns var engin þörf
fyrir erlendar, klassískar hljóm-
sveitir, það voru nógu margar fyrir.
Kínverjar þurftu heldur ekki lengur
á Stones að halda. Það er fullt af
rokkhljómsveitum fyrir í Kína. En
hreðjatak einræðisherranna í Norð-
ur-Kóreu er byggt á algerri ein-
angrun.
Í hálfa öld hafa íbúar Norður-
Kóreu verið án allrar listar, hug-
mynda og tónlistar sem ekki nýtur
velþóknunar ríkisins. Þeim var sagt
að Norður-Kórea væri lítið, hug-
rakkt ríki sem væri umsetið djöful-
legum óvinum undir forustu Banda-
ríkjamanna. Þessi stanslausi, væni-
sjúki áróður hefur skapað eitthvað,
sem kalla mætti geðsjúkrahús
heillar þjóðar, þar sem fáfræði, ógn
og tortryggni ráða ríkjum.
Undir slíkum kringumstæðum
gæti meira að segja hefðbundin dag-
skrá klassískrar tónlistar í flutningi
Fílharmóníusveitar New York verið
ferskur andblær. Hann mun ekki
steypa einræðisríkinu en veita þeim,
sem eru neyddir til að búa þar, ein-
hverja huggun. Og það er, svo langt
sem það nær, nógu góð ástæða til að
koma fram.
Í HNOTSKURN
»Fílharmóníuhljómsveit NewYork undir stjórn Lorins
Maazels kom fram í leikhúsi í
Pyongyang, höfuðborg Norður-
Kóreu, 26. febrúar.
» Í upphafi voru leiknir þjóð-söngvar Norður-Kóreu og
Bandaríkjanna og stóðu gestir
á meðan.
»Greina mátti tár á hvörm-um margra tónleikagesta,
sem allir voru með nælu með
mynd af Kim Il-sung í barm-
inum, að því er fram kom í frá-
sögn The New York Times.
»Tónleikarnir voru víðasýndir í beinni útsendingu,
þar á meðal í Norður-Kóreu, og
var talið að 200 milljónir
manna hefðu fylgst með þeim.
»Þetta er í fyrsta skipti sembandarísk menningar-
samtök hafa farið til Norður-
Kóreu frá því að Kóreu-
stríðinu lauk. Svo margir
bandarískir ríkisborgarar hafa
ekki heldur heimsótt landið frá
þeim tíma.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 21
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
15
49
0
3
/0
8
+ Nánari upplýsingar og bókanir á
www.icelandair.is eða í síma 50 50 100
* Innifalið í verði: Flug aðra leiðina, flugvallarskattar og gjöld.
Sölutímabil: 13.–16. mars. Ferðatímabil: 1.–30. apríl.
KAUPMANNAHÖFN
Verð frá 8.800 kr.*
Vortilboð:
TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ!
Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem ætla að
vinna að verkefnum á sviði umhverfis- eða ferðamála í sumar.
Við bjóðum fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára sem starfa hjá okkur
á sumrin. Hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja okkar en um árabil
hafa þeir sinnt umhverfismálum og bætt aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða um
land. Við viljum eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og öðrum
umhverfisbótum ásamt t.d. stígagerð og stikun gönguleiða.
Við bjóðum fram vinnuframlag unglinganna og flokkstjórn yfir þeim.
Við óskum eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni,
samkvæmt nánari lýsingu á umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu
Landsvirkjunar, www.lv.is.
Nánari upplýsingar veita: Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi og Ragnheiður Ólafsdóttir
umhverfisstjóri í síma 515 9000 – thorsteinn@lv.is og ragnheidur@lv.is.
Umsóknum skal skila í síðasta
lagi 4.apríl með vefumsókn á
www.lv.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
0
57
7
Margar hendur vinna létt verk
Samstarfsaðilar óskast!
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Höfundur er prófessor í mannrétt-
indum við Bard College. Nýjasta bók
hans heitir Murder in Amsterdam:
The Death of Theo Van Gogh and the
Limits of Tolerance. ©Project Syndi-
cate.