Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 22
U
tanríkisráðuneytið í
samstarfi við Þróun-
aráætlun Sameinuðu
þjóðanna (UNDP)
stendur fyrir verkefn-
inu Nordic Business Outreach.
Verkefnið miðar að því að auka
tengsl einkageirans við þróunarríki
með því að byggja upp samstarfs-
verkefni. Markmið verkefnisins
felst í að sýna fram á þá miklu
möguleika sem samstarf við einka-
geirann á sviði þróunarsamvinnu
hefur upp á að bjóða. Verkefnið
tengist Global Compact Sameinuðu
þjóðanna og Þúsaldarmarkmið-
unum, sem íslensk stjórnvöld hafa
líkt og aðrar þjóðir samþykkt sem
útgangspunkt þróunarsamvinnu
næstu árin. Lögð er áhersla á hlut-
verk einkageirans í baráttunni gegn
fátækt og ábyrgð þeirra í uppbygg-
ingu efnahags og atvinnulífs í þró-
unarlöndum.
Ragna Sara Jónsdóttir er verk-
efnisstjóri verkefnisins en hún hef-
ur verið að ljúka námi í viðskipta-
og þróunarfræði við Viðskiptahá-
skólann í Kaupmannahöfn auk þess
sem hún starfaði sem viðskipta-
fulltrúi í sendiráði Íslands í Kaup-
mannahöfn.
Um síðustu aldamót voru svo-
nefnd Þúsaldarmarkmið Sameinuðu
þjóðanna samþykkt. Þar var m.a.
stefnt að því að berjast gegn fá-
tækt, barnadauða og mennt-
unarskorti í þróunarlöndum og
standa þau fram til ársins 2015. Um
leið biðlaði þáverandi fram-
kvæmdastjóri SÞ, Kofi Annan, til
einkageirans, grasrótarsamtaka og
annarra alþjóðastofnana um að
leggja markmiðunum lið, enda þótti
ljóst að Sameinuðu þjóðirnar
myndu ekki ná þeim upp á eigin
spýtur.
Þessi viðleitni hefur á Norð-
urlöndum alið af sér átak sem nefnt
er Nordic Business Outreach. „Nor-
dic Business Outreach er liður í að
fá einkageirann til liðs við þróun-
araðstoð,“ segir Ragna Sara. „Öll
verkefni sem þar hafa verið sett á
fót miða að því að vinna að einu eða
fleirum af þessum markmiðum. Og
það er mjög mismunandi hvaða
markmiðum er unnið að hverju
sinni.“
Þróunarsamvinna á
nýjum á nýjum forsendum
Í markmiðslýsingum Sameinuðu
þjóðanna er lögð áhersla á hvað það
geti verið gott fyrir viðskipti við-
komandi fyrirtækja að sinna þróun-
araðstoð. Er þetta ekki svolítið nýr
vinkill í þróunaraðstoðinni?
„Samstarf hins opinbera við
einkageirann hefur í raun átt sér
stað frá því snemma á tíunda ára-
tug síðustu aldar, en undanfarin ár
hefur því vaxið fiskur um hrygg og
getur tekið á sig ýmsar myndir.
Forsenda samstarfs við einkafyr-
irtæki á þessu sviði er að verkefnin
séu sjálfbær. Lögð er aukin áhersla
á að samstarfið samræmist grunn-
viðskiptahugmynd viðkomandi fyr-
irtækis. Besta og frægasta dæmið
um velheppnað samstarf af þessu
tagi er samvinna Sameinuðu þjóð-
anna og Coca Cola. Coca Cola hafði
komið sér upp einu besta dreifikerfi
í Afríku, á ákveðnum svæðum var
það betra en kerfi alþjóðastofnana
og hins opinbera. Coca Cola tók þá
að sér að dreifa eyðnilyfjum til af-
skektra svæði í nokkrum Afr-
íkulöndum með kókbílnum. Þetta er
gott dæmi um það hvernig ákveðin
þekking eða eiginleikar sem fyr-
irtæki búa yfir geta nýst í þróun-
artilgangi. Það er verið að falast
eftir þekkingu, dreifikerfi og mann-
auði sem fyrirtækin búa yfir. En
auðvitað eru verkefnin ólík og þekk-
ing innan fyrirtækja líka svo ólík að
það þarf að búa til hvert samstarfs-
verkefni alveg frá grunni. Það er
ekkert fast mót sem hægt er að
steypa utan um öll verkefni heldur
þarf að finna út úr því með hverju
fyrirtæki fyrir sig hvað það geti lát-
ið renna af mörkum. Þá er ekki
bara verið að tala um pen-
ingagjafir.“
Og um leið er þetta liður í að
gera stjórnendur fyrirtækja sam-
félagslega ábyrgari?
„Já en þarna er reyndar gert að
forsendu að það þurfi að vera ágóði
af verkefninu í þróunarsamhengi en
líka viðskiptalega. Verkefnið þarf
með öðrum orðum að vera góð við-
skiptahugmynd, því ef fyrirtæki eru
bara að leggja þróunaraðstoð lið af
góðsemi sinni þá eru minni líkur á
að þau sjái tilgang í að halda verk-
efninu við. Svo best er ef viðkom-
andi verkefni er algerlega samþætt
markmiðum fyrirtækisins. En þetta
er nýtt form og það er nú í þróun.
Og hér á Íslandi er það rétt að
byrja.
Utanríkisráðuneytið skrifaði und-
ir samstarfsssamning við Þróun-
aráætlun Sameinuðu þjóðanna
(UNDP – United Nations Develop-
ment Programme) í apríl á síðasta
ári. Síðan hefur verkefnið verið
kynnt fyrirtækjum hér á landi.
Markmiðið er svo að koma á fót
nokkrum samstarfsverkefnum á
næstu þremur árum og sjá hver
reynslan verður af þeim. Einna
helst er horft til fyrirtækja sem eru
með einhverja starfsemi fyrir í þró-
unarlöndunum eða á nýjum mörk-
uðum. Svo verður athugað hvort
þar sé einhver samstarfsgrundvöll-
ur. Þetta hefur verið gert í Noregi
og Danmörku í nokkur ár og þar
hafa stór og þekkt fyrirtæki komið
að eins og Danfoss, Grundfoss,
Statoil og Volvo group.“
Kanntu að nefna dæmi um árang-
ur norræns fyrirtækis á þessu sviði
áþekkt dæminu af Coca Cola?
„Ég get nefnt danskt fyrirtæki
sem framleiðir olíu úr sérstökum
hnetum sem síðan er notuð í krem
og sápur. Danirnir voru að vinna við
þetta í Burkina Faso. Þeim fannst
erfitt að horfa þar upp á fátæktina í
kringum sig. Það voru mest konur
sem unnu fyrir þá og þær tóku iðu-
lega börnin með sér í vinnuna. Dan-
irnir vildu gera eitthvað til að bæta
hag þessa fólks. Þeim datt fyrst í
hug að reisa skóla fyrir börnin. En
þá hefði þurft einhvern til að sjá um
hann og þar með hefði fyrirtækið
verið búið að binda sig við þennan
skóla, yrði að reka hann og það
hefði kostað mikla vinnu að halda
verkefninu sjálfbæru Svo þeir ráð-
færðu sig við UNDP í Kaupmanna-
höfn og komust að því að það sem
vantaði þarna væri atvinnuskapandi
hvati. Loks afréðu þeir í samstarfi
Þróun og viðskipti geta
Morgunblaðið/RAX
Samfélagsleg ábyrgð Ragna Sara Jónsdóttir verkefnisstjóri segir fyrirtæki í auknu mæli vera farin að hugsa um samfélagslega ábyrgð.
Markmið verkefnis, sem
utanríkisráðuneytið í
samstarfi við Þróun-
aráætlun Sameinuðu
þjóðanna stendur fyrir,
miðar að því að auka
tengsl einkageirans við
þróunarríki. Hallgrímur
Helgi Helgason hitti
Rögnu Söru Jónsdóttur,
sem er verkefnisstjóri
þessa samstarfs-
verkefnis.
»Ef fyrirtæki eru
bara að leggja þróun-
araðstoð lið af góðsemi
sinni þá eru minni líkur
á að þau sjái tilgang í að
halda verkefninu við.
Markmið Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru meðal annars að berjast gegn fátækt, barnadauða og menntunarskorti í þróunarlöndunum og standa þau til ársins 2015.
daglegtlíf