Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 29

Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 29
bloggið. „Strax árið 2000 var ég kominn með sjónvarpsþátt plús blogg sem styðja hvort annað. Ég er ekki að lýsa mér sem ein- hverjum frumkvöðli en þetta hefur alltaf unnið saman og fyrir mér er það mjög mikilvægt vegna þess að ég lít á þetta sem heild. Það sem ég blogga hjálpar mér að fókusera það sem ég geri í sjónvarpinu,“ sagði Egill. Þannig að þetta er markviss markaðssetning hjá hon- um? „Já, já, Silfur Egils er að vissu leyti vörumerki. Ég gæti ekki verið án þess að skrifa og ég fann mitt form þegar þetta kom fram,“ sagði Egill. Fjölbreytni og frelsun Egill segir töluvert mikla frels- un felast í bloggskrifum. „Maður getur skrifað svo laust, það þarf ekki að huga svo mikið að upp- byggingunni. Ég set mig alltaf í miklu meiri stellingar þegar ég skrifa á pappír. Bloggfærsla getur verið ein lína en getur líka verið löng grein, getur verið lítill út- úrsnúningur eða eitthvað sem er ákaflega málefnalegt og úthugsað. Það er líka það sem er heillandi,“ sagði Egill. Þegar gengið er of langt Egill segir að þetta sé að sjálf- sögðu tvíeggjað vopn sem á sínar slæmu hliðar. „Skuggahliðarnar eru svo þessi hystería sem grípur stundum um sig á blogginu og hvað svona vondar hugmyndir og vond sýn á hlutina getur náð mik- illi útbreiðslu á skömmum tíma. Lúkasarmálið er oft nefnt sem dæmi um það en við höfum líka mýmörg önnur dæmi eins og þeg- ar menn æstu sig gegn femínistum í vetur og stór hópur fólks gekk allt of langt.“ Bloggið og stjórnmálin Egill segir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkana fylgjast grannt með blogginu. „Þú sást fyrir síð- ustu kosningar að annar hver stjórnmálamaður var að blogga en síðan eru þeir flestir horfnir núna. Þeir þurftu líka að berjast á þess- um vettvangi en eftir kosning- arnar sitjum bara við þessir gömlu bloggarar eftir, ég, Björn Bjarna- son og Össur og svo fjöldi óbreyttra borgara. En maður sér hvað þetta er tvíeggjað fyrir stjórnmálamenn, það getur verið svo stanslaus ófriður til dæmis í kringum ráðherra sem blogga mikið, eins og er í kringum Össur og Björn. En á hinn bóginn er það náttúrulega aðdáunarvert, því við vitum þá hvað þessir menn eru að hugsa. Ég veit ekki mikið hvað til dæmis Árni Mathiesen eða Krist- ján Möller eru að hugsa. Þetta er miklu opnara aðgengi sem við höf- um að bloggurunum og kannski er þarna kominn nútíminn í stjórn- málum,“ sagði Egill. Er bloggið að breyta íslensku þjóðfélagi? „Já, lífið er miklu óþægilegra fyrir stjórnmálamenn held ég. Þetta er ótrúlega gott aðhald, ef við tökum sem dæmi ráðningu héraðsdómara á Norðurlandi um daginn þá varð þetta mál miklu erfiðara vegna þess hvað það eru margir að fjalla um það á netinu og fyrir vikið dvelur það lengur í vitund fólks. Þó að það sé að finna þessa tilhneigingu til móðursýki og tilhneigingu til ofurviðbragða þá hefur bloggið flesta kosti nokk- uð opins lýðræðis,“ sagði Egill. Straumurinn varð að beljandi fljóti Hann segist ekki hafa velt heim- spekinni á bak við bloggið svo mikið fyrir sér. „Ég nota þennan vettvang til að starfa á. Þetta er bara einhver straumur sem ég settist út í fyrir löngu og nú er hann orðinn að stóru beljandi fljóti. Ég verð að segja að það sem gerðist í kringum moggabloggið kom bara frekar flatt upp á mann, það er að segja að það skyldi á svo skömmum tíma verða svona rosa- lega stórt og mikið. Það var auð- vitað mikið til vegna þess hvað formið var aðgengilegt,“ sagði Eg- ill að lokum. athugasemdirnar því á þessum miðli blæs ég í minn lúður og þá finnst mér að menn eigi að eiga kost á því að vera mér ósammála. Samt held ég fast í ákveðnar reglur sem ég þarf stundum að minna á. Ég leyfi mönn- um að vera illyrtir í minn garð. Jafn- vel þegar menn saka mig um að sitja drukkinn og blogga og þaðan af verra læt ég það standa en þegar menn ráðast á aðra, sem ekki eru að- ilar að mínum miðli, tek ég það út og segi mönnum frá því. Það hefur ekki gerst oft en menn hafa ráðist með gríðarlegum köpuryrðum á bæði Halldór Ásgrímsson og Davíð Odds- son og eins hafa menn skrifað mjög rætnar athugasemdir um fjölskyldur stjórnmálamanna í öðrum flokkum en mínum og það tek ég út. Þetta hefur held ég gerst þrisvar eða fjór- um sinnum. Það eru ákveðnar lág- marks umferðarreglur í gildi og ég er löggan,“ sagði Össur og bætti við: „Ég hef aldrei tekið neitt út um sjálf- an mig þó að minni ágætu eiginkonu hafi oft þótt nóg um. „Bloggið bjargaði pólitísku lífi mínu“ Össur segir að bloggið sé ákaflega mikilvægt pólitískt tæki fyrir sig. „Ég held því fram að ég sé á „lífi eftir langa dvöl, sigra og ósigra í stjórn- málum út á mitt blogg. Ég held að ég hafi gengið í gegnum endurnýjun pólitískra lífdaga vegna bloggsins. Því þar kynntust menn mér með allt öðrum hætti, fengu miklu nánari kynni af mér og fengu hugsanlega fyllri mynd af því hvers konar maður ég er. Ég held að þar hafi komið í ljós að ég er ástríðuþrunginn stjórn- málamaður sem í hita augnabliks tek oft harða afstöður og leyfi fólki að sjá það. Á blogginu legg ég iðrin á borð- ið, svona er ég innan í mér, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Ég veit ekki hvort það hefur orðið til þess að fólki líki betur við mig sem stjórn- málamann en ég er sannfærður um að það virðir mig meir sem slíkan af því að ég hef sterkar skoðanir sem eru tilbrigði við mín meginstef. Ég er jafnaðarmaður sem er á móti auð- valdinu og með þeim sem eru þjáðir og smáðir,“ sagði Össur. Össur segist vera svolítið hégóma- gjarn eins og margir stjórn- málamenn og að ef einhver hrósar honum fyrir vel saman settan pistil þá finnst honum að þeim degi hafi ekki verið varið til einskis. „Bestu pistlarnir mínir hafa haft pólitíska undirtóna en verið gamansamir. Einu sinni skrifaði ég ágætan pistil um það þegar ég var í líkamsrækt með Clint Eastwood og Geir H. Haarde en sá pistill sem vakti hvað mesta athygli var þegar Kjartan Gunnarsson hætti sem fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og ég skrifaði um hann pólitísk eft- irmæli með fyrirsögninni Pólitískur „fixer“ kveður. Það voru ekki allir ánægðir með hann en ég var ánægð- ur með hann og ég minnist þess að tvö blöð birtu hann,“ sagði Össur. Dúndurtæki fyrir stjórnmálamann Hann heldur því fram að bloggið sé hnífskarpt pólitískt tæki fyrir stjórnmálamenn ef þeir nota það rétt. Og tekur sem dæmi að það sé gaman að lesa bloggið hans Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. „Hann er pottþéttur textagerð- armaður og það er gaman að lesa um það þegar hann er að keyra traktor- inn sinn í Fljótshlíðinni. Ég og Björn njótum þess auðvitað að við erum gamlir blaðamenn,“ sagði Össur. „Það er auðvelt að koma hlutum á framfæri á blogginu því þeir berg- mála í öðrum miðlum, endurkastast og leiftra annars staðar frá. Mörgum stjórnmálamönnum finnst eftirsókn- arvert að vera mikið í fjölmiðlum, það má vera að ég sé kominn yfir það. Allavega forðast ég blaðamenn heldur en að leita þá uppi þessi miss- erin en ég hugsa að drjúgur hluti af umfjöllun fjölmiðla sem mig varðar sé einhvers konar endurspeglun þess sem ég hef verið að skrifa á blogginu og að því leytinu til er þetta alveg dúndur tæki.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 29 Þjóðfélag er eitt marg-breytilegt og stundumstórfurðulegt fyrirbæri.Þetta er samfélag manna sem hafa sett alls kyns lög, boð, reglur og hefðir svo takast megi að lifa saman í sæmilegri sátt og samlyndi. En því fer fjarri að þetta samansafn af hvað megi og hvað ekki dugi til samlyndis. Stundum er það bara hreint ekki fyrir hendi og maður sér fólk vega mann og annan, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þá er á stundum hart brugðist við – beitt refsingum, allt frá dómum um innisetur svo að árum skiptir til félagslegs þrýstings, þar sem stór hópur fólks sýnir í tali og riti van- þóknun sína, eftir því hvert til- efnið er. Þeir sem brotið hafa af sér, í hvaða mæli sem er, bregðast við allt frá því að vera iðrandi syndarar til þess að sýna fádæma forherðingu og jafnvel hlæja að öllu saman. Svo er hin hliðin á peningnum – þegar samfélagið tekur að leitast við að verðlauna fyrirmyndar hegðun og góðmennsku. Þetta er jafnvel stundum gert með afar há- tíðlegum hætti, viðkomandi eru í fínasta falli boðnir heim til forset- ans, sem alvarlegur en með næst- um ómerkjanlegar brosviprur í svip sínum úthlutar fyrir- myndarfólkinu fálkaorðu af mis- munandi gráðu, væntanlega eftir hlutfalli fyrirmyndarhegðunar- innar. Svo koma til blöð, tímarit og fyrirtæki sem útnefna hetjur eða ótrúlega gott fólk. Það er sannarlega stundum furðulegt að fylgjast með öllu þessu. Sjá fólk sem er í raun bara ágætt úthrópað fyrir að segja skoðun sína – og svo hina sem maður veit að eiga til töluverðan ótuktarskap vera hafna upp fyrir góðgjörðir. En svona er samfélagið, það hefur þörf fyrir þetta dómarastarf og hefur óræða ánægju af öllu sam- an, til sögunnar kemur gott um- ræðuefni, – ýmist er þá talað í hneykslunartón eða aðdáunarrómi. Í Biblíunni er talað um að góð verk séu gerð, þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir. Sú ágæta regla er vafalaust ástunduð af sumum, en furðumargir virðast sjá um með einhverjum hætti að sem flestir viti af „góðverkum“ þeirra, – en gá ekki að því að um leið hættir verknaðurinn að vera „góður“, hann verður hégómlegur og snýst í versta falli upp í það að fólk berji sér á brjóst í sjálfs- aðdáun. Svo eru þeir ríku sem á stundum kaupa sér hylli og virð- ingu með „góðverkum “sem það auglýsir. Mér finnst fólk oft mis- skilja hvað góðmennska og hjálp- semi er. Þeir eru góðir sem hjálpa þegar þörf er á, án þess að ætlast til endurgjalds. Hjálpsemi er að leggja lið þótt það sé óþægilegt og jafnvel hættulegt. En allt okkar dagfar verður sjálfsagt dæmt á efsta degi, – lagt saman og dregið frá eftir því sem við á af hinum endanlega dómstóli. Fyrir óbreytta þegna er óneit- anlega vert að skoða eftir megni félagslegu hegðun í umhverfinu. Það skerpir skilning og stuðlar að eðlilegra sjálfsmati. Hafa ber í huga að velgjörðir eru oftast af hinu góða – en auglýstar geta þær snúist í hégómlega og sjálfs- dýrkun. Sinnuleysi og vafasamar gjörðir geta endað í einelti og ill- mennsku. Fróðlegt að skoða at- burði og frásagnir með þessum „gleraugum“. En það auðvitað er erfitt að dæmi þegarmaður er sjálfur hluti af þessari samfélags- legu heild. þjóðlífsþankar Hvað er að vera góður? Guðrún Guðlaugsdóttir Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Sími 551 3010 www.sjofnhar.is smá- auglýsingar mbl.is Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 31. mars nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS www.ferdamalastofa. is KAUPIR ÞÚ FERÐIR AF FAGAÐILUM? Fer›askrifstofum og fer›askipuleggjendum er skylt a› nota sérstakt au›kenni (sjá a› ofan) Fer›amálastofu í hvers kyns augl‡singum um fljónustu sína sem beinast a› neytendum og á heimasí›u sinni, svo neytendur geti gengi› úr skugga um a› tilskilin leyfi séu fyrir hendi. Au›kenni flessi sta›festa a› fer›askrifstofur og fer›askipuleggjendur sem selja fljónustu sína, innan lands jafnt sem utan, fullnægja kröfum laga nr. 73/2005 um skipan fer›amála. Gef›u fleim gaum! Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is – gefðu þá þessum merkjum gaum Upplýsingar um leyfishafa Ferðamálastofu er að finna á vefnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.