Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 30
sjónarhólar og sjónarmið XII
30 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
A
T er nafnið á Tímariti
íslenzkra arkitekta og
líklega koma fleiri af
fjöllum en ég og kann-
ast ekki við þetta
tímarit. En það þarf víst meira en
nafnið eitt til að fá menn til að
reka upp stór augu í öllu því of-
flæði prentmiðla sem dengt er inn
úr dyrunum hjá hverjum manni.
Þá er eins víst að spurt sé: Eru
það nú einhver tíðindi að nýtt
tímarit, kannski glanstímarit,
skjóti upp kollinum?
Í sjálfu sér þarf það ekki að
vera fréttnæmt, en ég tel að svo
hafi verið þegar þessu riti var
hleypt af stokkunum. Svo mjög
kemur byggingarlist hverri mann-
eskju við að það er vægast sagt
fráleitt að reyna ekki að fylgjast
með því sem þar er á döfinni.
Þegar Tímaritið AT rak á mínar
fjörur nýlega og fyrir einskæra
tilviljun, þá hafði ég aldrei séð það
eða heyrt getið um það. Ég hélt
satt að segja eftir að hafa í marga
áratugi verið áhugamaður um
byggingarlist, innlenda sem er-
lenda, og ritað einhver ókjör um
efnið, aðallega í Lesbók Morg-
unblaðsins, að ég þekkti helztu
heimildir íslenzkar um samtíma
byggingarlist. En svo reyndist nú
ekki vera og því verð ég að bæta
við að þetta kom mér ánægjulega
á óvart
Ritstjórinn, Valþór Hlöðversson,
útvegaði mér nokkur blöð frá síð-
ustu árum og vitanlega kom það
ekki á óvart að efni er vandað og
áhugavert og og í annan stað er
það góð heimild um það bezta í ís-
lenzkri byggingarlist síðustu ára.
Guggenheim við Lækjartorg
Þeirri hefð er haldið að ritstjór-
inn, sem nú er Valþór Hlöðvers-
son, skrifar ritstjórnargrein
fremst í blaðið og fjallar þá um
eitthvert stórmál sem á döfinni er.
Í næstsíðasta hefti tímaritsins,
sem út kom í maí 2007 er óhætt
að mæla með áhugaverðum leiðara
eftir ritstjórann um íslenzku
byggingalistarverðlaunin, sem af-
hent voru seint á síðasta ári. Sér-
stök valnefnd valdi tíu verk sem
þóttu koma til greina og fengu
þau viðurkenningu.
Albína Thordarson arkitekt
skrifar einnig athyglisverða grein
um verðlaunin, Einar E. Sæ-
mundsson landslagsarkitekt skrif-
ar um sína sérgrein og Þráinn
Hauksson landslagsarkitekt skrif-
ar um Bláþráðinn – útivistarleið
um strandlengju höfuðborg-
arsvæðisins. Hér er að mörgu að
hyggja.
Þungaviktarefni tímaritsins er
umfjöllun um Íslenzku byggingar-
listarverðlaunin 2007 Með svo
glæsilegt myndefni í höndunum
hefðu aðstandendur blaðsins átt
að láta það koma fram svo enginn
vafi léki á, hver eða hverjir eru
höfundar ljósmyndanna. Eftir all-
nokkra leit fann ég það líka, en þá
með svo smáu letri að annað eins
smáletur hef ég ekki séð áður.
Munið að góðir ljósmyndarar eru
líka listamenn eins og þið og eiga
skilið fulla virðingu. Undir að-
almyndini úr Bláa lóninu er nafn
ljósmyndarans þar að auki sett of-
an í dökkan flöt og er gersamlega
ólæsilegt. En þetta eru smáatriði.
Flestir muna eftir þeim um-
ræðum sem urðu þegar bruninn
varð á horni Austurstrætis og
Lækjargötu. Í ljósi þess að ör-
skammt frá þessum stað á sér nú
stað stórfelld ný uppbygging, þar
sem Tónlistarhúsið verður í önd-
vegi, mátti láta sér detta í hug að
nú yrði tækifærið notað og þetta
fræga „Haraldarhorn“ við Lækj-
artorg yrði látð verða glæsilegt
framhald af byggingunum við
Tónlistarhúsið. En varla var hætt
að rjúka úr brunarústunum þegar
ráðamenn lýstu því yfr að við
uppbyggingu hér yrði íhaldssemin
í fyrirrúmi og allt endurreist sem
líkast þeim byggingum sem fyrir
voru.
Af þessu tilefni skrifaði Valþór
Hlöðversson leiðara í tímaritið
sem ber fyrirsögnina „Guggen-
heim við Lækjartorg“. Þar segir
hann meðal annars svo:
„Hvað varðar uppbyggingu á
brunareitnum á horni Lækjargötu
og Austurstrætis á hiklaust að
fela færustu arkitektum að hanna
þar hús sem sómir nýrri öld og
fellur að þeim háreistu brunagöfl-
um sem þar eru beggja vegna.
Það er unnt með því að færa
Hressingarskálann úr stað og loka
þar með þeim hring sem Guðjón
Samúelsson og félagar sáu fyrir
sér þegar Reykjavík hóf að þróast
úr bæ í borg.
Það segir e.t.v. nokkuð um læsi
þjóðarinnar á nútímaarkitektúr
þegar því er haldð fram í sífellu
að ef ný hús verði byggð í mið-
borginni hljóti þau að verða ljót;
musteri gróðafíknar og í fullkom-
inni andstöðu við allt sem fagurt
er, gamalt og gott!
Hverslags bull er þetta eig-
inlega? Hvers vegna svara arki-
tektar ekki fyrir sig? Er ekki ver-
ið að vega að starfsheiðri þeirra?
Í þessu sambandi má minna á
fyrirhugaða uppbyggingu allt frá
Tónlistar- og ráðstefnuhúsi suður
að Lækjartorgi og má gera ráð
fyrir að þau hús verði glæsilegir
fulltrúar nútímaarkitektúrs. Nýtt
hús á þessu horni handan torgs-
ins, í nútímalegum stíl, mundi þá
tengja gamla mðbæinn einkar vel
við þetta uppbyggingarsvæði.“
Í framhaldi af þessu segir Val-
þór Hlöðversson að ýmsar fornar
iðnaðarborgir hafi risið úr ösku-
stónni vegna verka eftir snillinga
á borð við Calatrava, Pelli og
Foster að ógleymdum Frank
Gehry, sem með Guggenheimsafn-
inu í Bilbao á Spáni eigi mestan
þátt í því að mikill fjöldi ferða-
manna komi nú sérstaklega þang-
að vegna þess.
Og að lokum spyr Valþór:
„Væri ekki gaman að sjá nýtt
Guggenheim við Lækjartorg?“
Ég segi jú, ekki kannski alveg
eins krumpað og í Bilbao á Spáni,
en eitthvað sem vakið gæti athygli
út fyrir landsteinana.
„Hversvegna svara
arkitektar ekki fyrir sig?“
Þessi spurning ritstjórans hefur
lengi verið tímabær. Á meðan ég
vann við Lesbók Morgunblaðsins
reyndi ég hvað eftir annað að
vekja upp umræður meðal arki-
tekta og að minnsta kosti að fá þá
til að taka þátt í umræðum um
það sem efst var þá á baugi. En
það var árangurslaust. Þeir tóku
mér ævinlega vel og lofuðu öllu
fögru en síðan gerðist ekki neitt.
AT, tímarit arkitekta, ætti þó
að geta orðið sá vettvangur sem
Perla Sigvalda Með grein um arki-
tektinn Sigvalda Thordarson eftir
Albínu Thordarson er birt þessi
mynd af stofunni á Ægisíðu 90, sem
er íbúðarhús og ein af perlum Sig-
valda. Þarna hefur hann bók-
staflega teiknað allt, stórt og smátt,
en Þjóðminjasafnið lét mynda það
áður en fjölskyldan seldi húsið.
Sendiherrabústaður í Berlín Arkitektar: Hjördis Sigurgísladóttir og
Dennis Davíð Jóhannesson. Hér er glæsibragur hvar sem á er litið og húsið
er dæmi um frábæran íslenzkan arkitektúr, en hefur líklega kostað sitt.
Þegar blaðinu er
flett og það lesið,
þá getur maður
ekki annað en
dáðst að því hvað
við eigum þrátt fyrir
allt mörg mannvirki
sem eru glæsileg
og listræn.
Glerkápa Tónlistarhúsið er efa-
laust merkasta bygging sem nú er á
döfinni og er forsíðumyndin á kápu
tímaritsins í nóv. 2005 helguð þessu
verki. Þarna hafa menn leikið sér
með hin myndrænu áhrif frá gler-
kápu Ólafs Elíassonar listamanns.
Góð leiðsögn þegar mikið er
Íslensk tímarit um
byggingalist hafa ekki
verið á hverju strái og
því kom tilurð AT,
Tímarit íslenskra arki-
tekta, Gísla Sigurðs-
syni skemmtilega á
óvart. Eftir að hafa
gluggað í nokkur tölu-
blöð er dómur hans sá
að tímaritið sé menn-
ingarrit á sínu sviði.