Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.03.2008, Blaðsíða 33
draumur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 33 Mér samdi alltaf vel við svertingja, þeir kölluðu mig Stóra-Stjóra og það var allt í góðu milli okkar. Þeir eru ágætisfólk en koma hráir úr sveit- unum og kunna ekki neitt. En þetta voru auðvitað tveir aðskildir heimar. Þegar ég kom í land fór ég til Jó- hannesarborgar og leitaði í blöð- unum að fyrirtæki til sölu en sá var nú gallinn að menn vildu fá peninga fyrir fyrirtækin! Þá átti ég bara því miður ekki til. En svo komst ég í samband við konu sem rak hjúkr- unarmiðlun sem var til í að taka við víxlum frá mér. Og systir hennar, Aletta Maria Henning, kom til starfa hjá mér; hún varð seinna konan mín, alltaf kölluð Letty [Hún lézt fyrir 6 árum – innskot]. Ég auglýsti eftir hjúkrunarfræð- ingum í blöðum í Bretlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Ég hafði ekki yfir neinu húsnæði að ráða en komst í samband við mann að nafni Finger sem átti fimm sjúkrahús og vantaði hjúkrunarfræðinga. Hann átti líka tvær íbúðablokkir sem ég leigði af honum og gat þar með boðið hjúkr- unarfræðingunum upp á húsnæði líka. Þessa atvinnumiðlun rákum við í tíu ár en þá vildum við breyta til svo við seldum.“ – Hvað voruð þið með marga hjúkrunarfræðinga á ykkar snær- um? „Þeir voru þrjú, fjögur hundruð þegar mest var. Þegar við seldum urðum við að leggja fram alls kyns gögn, þar á meðal launaseðla og þá kom í ljós að um 7.000 hjúkr- unarfræðingar höfðu komizt á launa- skrá hjá okkur á tíu árum.“ – Af báðum kynþáttum? „Þetta voru langflest konur. En já, bæði hvítar og svartar, þó flestar hvítar. Blökkukonurnar fóru til starfa á blökkumannaspítölum og þær hvítu á sjúkrahús fyrir hvíta. Þetta var ekkert vandamál.“ – Sömu laun? „Já, sömu laun fyrir sömu vinnu ef menntunin var sú sama. Þessi atvinnumiðlun er enn til og sá sem keypti af okkur kom fyrir nokkru í heimsókn til mín hingað til Íslands.“ – Hvað tók við hjá ykkur? „Við keyptum gluggaverksmiðju og rákum hana í nokkur ár. Bara bisniss,“ bætir hann við þegar hann sér spurn í augum mér. Heldur svo áfram: „Þetta var 3.000 fermetra verksmiðja, reyndar sú minnsta í landinu, en við framleiddum glugga í um 3.000 hús á ári. Og við tókum upp nýtt sölufyrirkomulag; í stað þess að menn þyrftu að panta og bíða svo í tvær, þrjár vikur framleiddum við helztu stærðirnar á lager þar sem menn gátu bara komið og tekið gluggana með sér. En svo seldum við verksmiðjuna og fluttum hingað til Íslands.“ – Af hverju? „Suður-Afríka var að verða allt öðru vísi þjóðfélag. Aðskilnaðurinn brotnaði niður smátt og smátt en það verður að segjast eins og er að menn réðu ekki við þá þróun. Afbrotum og glæpum fjölgaði.“ – Sem þú fórst ekki varhluta af. „Nei. Einu sinni þegar ég var að koma frá því að sækja laun starfs- fólksins í bankann sat hópur blökku- manna fyrir mér með hnífa og byssur. Fjórir réðust að mér og stungu mig í handlegg og fótlegg en byssumennirnir biðu álengdar. Laununum rændu þeir. Næsta föstudag þegar ég kom úr bankanum sömu erinda sá ég allt í einu ræningjana fyrir aftan mig í um- ferðinni. Þeir ætluðu bara að vera áskrifendur að laununum hjá mér og minna 70 manna! Ég brá á það ráð að aka að næstu lögreglustöð og þá létu þeir sig hverfa. Þetta var náttúrlega ekki notalegt og svo var brotizt inn hjá annarri dóttur minni og hún og börnin lentu í lífshættu. Þá þótti okk- ur mælirinn fullur og við fluttum til Íslands.“ Bílauppboðsmark- aðurinn brást hér – Flýgurðu enn? „Nei. Ég hef ekkert flogið síðustu árin. Ég var aðallega í sviffluginu hér í gamla daga en náði mér í blindflugs- réttindi og í S-Afríku átti ég hlut í flugvél; Mooney super 21, og flaug þar vítt og breitt. Það var mjög gam- an. Ég var eini einkaflugmaðurinn á þeim slóðum með blindflugsréttindi!“ – Ferðu út á flugvöll til að skoða vélar sem þar hafa viðkomu? „Já, já. Það er alltaf gaman að skoða flugvél.“ – Af hverju þessi flugdella? „Ég veit það ekki satt að segja. Ég vann hjá Flugfélagi Íslands á sumrin þegar ég var í Verzló og kannski það hafi kveikt eitthvað í mér.“ – Þú varst ræðismaður Íslands í S- Afríku. Í hverju var það starf fólgið? „Það bárust endalausar fyr- irspurnir, bæði frá Íslendingum og mönnum suður frá, flestar við- skiptalegs eðlis eða persónulegar. Ég reyndi að svara þeim sem bezt ég gat. Annað var það nú ekki.“ – Og þú varst talsvert í fréttum hér heima. „Já, menn, þar á meðal Mogga- menn, voru duglegir að hringja í mig þegar þeir vildu taka púlsinn á stöð- unni þarna suður frá.“ – Aldrei dottið í þig að gefa út bækur? „Nei, en í Suður-Afríku gaf ég út dagbækur í gríðarlegu magni og seldi bönkum og öðrum fyrirtækjum sem merktu þær og gáfu við- skiptavinum. Þessar dagbækur bjó ég til og prentaði líka. Þetta var það eina sem ég kom nálægt prenti þar. Þau Hilmar og Aletta Maria eign- uðust tvær dætur og sonur Hilmars og nafni kom frá Íslandi og ólst upp hjá föður sínum í S-Afríku. Hilmar segir að þeim hafi liðið vel meðan allt lék í lyndi. Þau bjuggu í þúsund fer- metra húsi og höfðu þjónustufólk. Hilmar varð verkfræðingur, Erlend- ína lögfræðingur en fær ekki prófið viðurkennt hér og kennir ensku, við- skiptaensku og lagaensku við Há- skólann í Reykjavík. Kristín er menntuð sem innanhússarkitekt en fær prófið ekki viðurkennt hér. Þegar Hilmar var kominn aftur til Reykjavíkur stofnaði hann uppboðs- markað með bíla, en í Jóhann- esarborg fer drjúgur hluti bíla- viðskipta fram á slíkum mörkuðum. En á Íslandi gekk hugmyndin ekki upp. „Ég skil það nú eiginlega ekki. Þetta hefur skotgengið erlendis. Það vantaði ekki að fólk kæmi á mark- aðinn en það var ekkert selt.“ Hilmar yngri var frumkvöðull í kvótamarkaði á Íslandi og faðir hans gekk til liðs við hann á því sviði. En svo sinnaðist þeim feðgum: „Hann ætlaði að selja fyrirtækið og mig með. Við höfum ekki talazt við síðan.“ – Hvað lengi? „Það eru komin ein tíu ár.“ – Hefurðu lent svona upp á kant við marga menn? „Nei, það er nú svo skrýtið að ég er dagfarsprúður maður og hef ekki lent upp á kant við aðra en þessa tvo menn sem standa mér næst; föður minn og son. Þegar ég hafði búið tíu ár erlendis kom faðir minn í heim- sókn og það fór sæmilega á með okk- ur. En við minntumst aldrei á Vik- una, Hilmi eða neitt frá þeim tíma. Nú eru liðin tíu ár síðan okkur Hilm- ari varð sundurorða. Kannski sé kominn tími til þess að við tölumst við.“ Kvótakerfið skynsamlegt En þótt Hilmar A. Kristjánsson hafi ekki fundið sér starfsvettvang í sjávarútveginum eftir námið hjá Ein- ari ríka er annað uppi á teningnum nú; hann rekur KM-kvótamarkað. „Já, ég dútla svona við þetta í ró- legheitum.“ – Og ert sáttur við kvótakerfið? „Vandamálið var að þorskstofninn er takmarkaður og því þurfti að stemma stigu við því að honum yrði útrýmt. Ég held að kvótakerfið sé skynsamleg leið til þess að koma í veg fyrir að fiskurinn verði þurrk- aður upp. Það hefur að mínu viti reynzt mjög vel. Menn fengu kvóta út á veiðireynslu og svo gátu menn keypt og selt.“ – Og kvótakóngarnir? „Þetta kerfi hefur gert marga menn auðuga, það er rétt. En skiptir það mestu máli? Er ekki aðalatriðið að fiskur sé áfram í sjónum? Ég er ekkert öfundsjúkur yfir því þótt einhverjir menn græði peninga á kvótakerfinu. Það er bara ein hlið þess. Og hún heldur ekki fyrir mér vöku.“ »En þegar þeim skól- anum lauk og kom til minna kasta að hasla mér völl fann ég enga glóru í sjávarútveginum og á endanum ákvað ég að fara úr landi. freysteinn@mbl.is Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugard. Tvær verslanir fullar af nýjum vörum m bl 9 82 84 6 Lepel undirföt - sundföt - náttföt Lejaby, Charnos, Elixir undirföt N&N, Miraclesuit aðhaldsundirföt Panache undirföt - sundföt Peter Murray kvenfatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.