Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 34
34 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
12. mars 1978: „Loks var sú
ákvörðun tekin með efna-
hagsráðstöfunum ríkisstjórn-
arinnar að auka niður-
greiðslur um 1300 milljónir
króna. Allar þessar mildandi
ráðstafanir þýða, að kaup-
máttur ráðstöfunartekna
heimilanna eykst um tæp-
lega 1½% frá því sem annars
hefði orðið. Með þessum að-
gerðum er að því stefnt, að
kaupmáttur ráðstöf-
unartekna á mann á þessu
ári verði mjög svipaður því
og hann varð á síðasta ári
eða nær því jafnmikill og
hann varð mestur á árinu
1974 en eins og menn muna
stóðst sá kaupmáttur ekki
nema skamma hríð. Nú er
hins vegar von til, að hann
verði varanlegri.“
. . . . . . . . . .
13. mars 1988: „Smátt og
smátt hafa lífskjör batnað
svo mjög t.d. í Japan, að
launakostnaður þar hefur
hækkað að mun. Japanir eiga
nú í harðri samkeppni við
aðrar Asíuþjóðir, svo sem
Kóreumenn og Formósubúa,
sem hafa haslað sér völl í iðn-
aði vegna lægri launakostn-
aðar í Japan. Þá hefur þró-
unin í Bandaríkjunum orðið
sú, að launakostnaður þar er
hlutfallslega lægri en í mörg-
um öðrum löndum og þess
vegna byggja japönsku
bílafyrirtækin t.d. upp fram-
leiðslu í Bandaríkjunum
sjálfum.“
. . . . . . . . . .
15. mars 1998: „Eftir miklar
umræður og deilur var kom-
in sú niðurstaða, að bóndinn
á Stóra-Kroppi, íbúar í
Flókadal, meirihluti hrepps-
nefndar, vegagerð og skipu-
lagsyfirvöld gátu sætt sig við
ákveðna millileið. Þegar sú
niðurstaða lá fyrir töldu
menn víst, að ekki yrði um
frekari andmæli að ræða. Að
vísu lét Morgunblaðið í ljósi
þá skoðun á síðasta ári, að til
þess gæti komið miðað við
fyrri reynslu af störfum um-
hverfisráðherra, að Guð-
mundur Bjarnason mundi af
pólitískum ástæðum beita
valdi sínu til þess að bregða
fæti fyrir þessa málamiðlun.
Nú er komið í ljós, að þær
áhyggjur voru ekki úr lausu
lofti gripnar því að það hefur
hann nú gert.
Í viðamikilli úttekt á laga-
legri hlið málsins, sem birt
var hér í blaðinu nú í vikunni
voru leidd að því málefnaleg
rök, að ráðherrann hefði
lagaheimildir til þeirra ráð-
stafana, sem hann tilkynnti
fyrir nokkrum vikum, er
hann setti málið allt á byrj-
unarreit með því að vísa því
heim í hérað á nýjan leik og
fresta staðfestingu á vegar-
stæði, sem allir aðrir aðilar
málsins höfðu samþykkt.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BREYTINGAR Í
HEILBRIGÐISKERFI
Menn greinir enn á um það,hvort skynsamlegt hafi veriðað sameina Landspítala og
Borgarspítala. Hins vegar getur eng-
inn ágreiningur verið um, að sjálf
sameiningin eða framkvæmd hennar
er eitthvert risavaxnasta stjórnunar-
verkefni, sem nokkur maður hefur
tekið að sér í opinbera geiranum á Ís-
landi.
Magnús Pétursson hefur verið um-
deildur forstjóri Landspítala – há-
skólasjúkrahúss en hann hefur staðið
fast á sínu og það ber að virða. Það
hefði enginn maður komizt frá þessu
verkefni án þess að verða umdeildur
nema sá einn, sem ekkert hefði gert.
Hins vegar vekur sú ákvörðun heil-
brigðisráðherra furðu að ráðstafa
þessu starfi til bráðabirgða fram á
haust. Hér er um svo mikilvægt starf
að ræða, að æskilegt hefði verið að
framtíðarmaður í því hefði tekið til
starfa strax. En væntanlega eru rök-
studdar ástæður fyrir því, að þetta er
gert svona.
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur nú
tekið tvær lykilákvarðanir, sem
leggja grundvöll að miklum breyting-
um í heilbrigðiskerfinu. Í fyrsta lagi
með því að fá til starfa nýjan ráðu-
neytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu
og í öðru lagi með því að gera ofan-
nefndar breytingar á yfirstjórn Land-
spítala.
Þegar menn takast á við mikil og
erfið verkefni eru baggarnir, sem
menn draga á eftir sér, fljótir að hlað-
ast upp. Þess vegna getur verið skyn-
samlegt að takmarka starfstíma
hvers og eins í slíkum störfum.
Stóra spurningin er hins vegar
hvað fylgir í kjölfarið. Hvaða breyt-
ingar verða gerðar á Landspítala?
Hvaða breytingar verða gerðar á heil-
brigðiskerfinu öllu? Heilbrigðisráð-
herra hefur ekki gefið miklar vís-
bendingar um það, sem framundan er.
Þó er æskilegt að um þær breytingar
geti farið fram almennar umræður.
Heilbrigðiskerfið snertir hvern ein-
asta einstakling í þessu landi. Það
skiptir miklu að vel takist til.
Það má ætla, að þær breytingar,
sem núverandi ráðherra heilbrigðis-
mála stefnir að, snúist að einhverju
leyti um aukinn einkarekstur í heil-
brigðisþjónustu. Það getur verið af
hinu góða ef rétt er að því staðið. Í því
sambandi skiptir tvennt máli. Í fyrsta
lagi, að það verði byggður upp einka-
rekinn valkostur, þannig að fólk geti
valið á milli þess að nota opinbera
kerfið eða einkarekna kerfið. Í öðru
lagi hlýtur sú krafa að verða gerð til
einkareksturs í heilbrigðisþjónustu,
að kostir einkarekstrar komi fram, að
þjónustan batni með áberandi hætti
frá því, sem verið hefur.
Nú þegar er til staðar verulegur
einkarekstur í heilbrigðisþjónustu en
sá vísir að einkarekstri hefur ekki
endilega sýnt og sannað að þjónustan
sé betri. Það er löng bið eftir þjón-
ustu, alltof löng. Biðtími og biðraðir
einkenna heilbrigðisþjónustuna. Í of
mörgum tilvikum er sú þjónusta, sem
fylgir á eftir, ekki upp á marga fiska.
Þess vegna er beðið með eftirvænt-
ingu eftir þeim breytingum, sem heil-
brigðisráðherra ætlar bersýnilega að
gera, en það verða líka gerðar miklar
kröfur til þeirra breytinga.
Hitt fer ekki á milli mála, að ráð-
herrann er búinn að losa þannig um
kerfið, að eftirleikurinn verður auð-
veldari fyrir hann og þá lykilstarfs-
menn, sem hann velur með sér í þetta
verkefni.
Meðal fagfólks í heilbrigðisþjónust-
unni gætir vaxandi óþolinmæði. Fólk
vill að breytingar fari að sjá dagsins
ljós. Auðvitað tekur undirbúningur
þeirra tíma. Allar breytingar í þess-
um efnum kalla á vandaðan undirbún-
ing.
En væntanlega verður þess ekki
langt að bíða að heilbrigðisráðherra
kynni áform sín og að umræður geti
hafizt um þau.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
I
ngibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð-
herra lýsti þeirri skoðun á fundi í Kaup-
mannahöfn fyrir nokkrum dögum, að í
þingkosningum á Íslandi að þremur ár-
um liðnum yrði kosið um það, hvort Ís-
land ætti að gerast aðili að Evrópusam-
bandinu. Þetta er áhugaverð pólitísk yfirlýsing af
mörgum ástæðum.
Nú þegar fyrir liggur, að Samfylkingin hyggst
gera aðild að Evrópusambandinu að helzta kosn-
ingamáli sínu, þegar gengið verður til nýrra þing-
kosninga vorið 2011, er ljóst, að flokkurinn mun
hefja undirbúning að því nokkuð löngu áður. Gera
má ráð fyrir, að alla vega á árinu 2010 og jafnvel
síðari hluta árs 2009 muni aðild að Evrópusam-
bandinu einkenna mjög málflutning þingmanna og
annarra talsmanna Samfylkingarinnar, sem munu
þá væntanlega vinna markvisst að því að koma
málinu á dagskrá þjóðfélagsumræðna. Slík við-
leitni mun valda vaxandi spennu í samskiptum
stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingar. Þessa gætir nú þegar. Í grein í Morgun-
blaðinu í dag segir Sigurður Kári Kristjánsson,
einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, m.a.:
„Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, sagði í sjónvarpsþætti á sunnu-
dag, aðspurð um neikvæða afstöðu forystu Sjálf-
stæðisflokksins til ESB-aðildar, að þar væri á
ferðinni einhver „arfur af misskilinni þjóðernis-
pólitík.“
Í ljósi nýjustu upplýsinga, sem fyrir liggja og ég
hef hér rakið, er spurning, hvar misskilningurinn
liggur.
Að lokum er ástæða til að ítreka að stjórnarsátt-
máli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingar er skýr hvað varðar hugsanlega aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu. Í stuttu máli kveður
hann á um að slík aðild sé ekki á dagskrá á þessu
kjörtímabili, þó ýmsir eigi sér eflaust annan
draum.“
Það fer ekki á milli mála hvað þingmaðurinn er
að segja. Hann undirstrikar að um það hafi verið
samið á milli stjórnarflokkanna, að þetta mál yrði
ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili.
Það er svolítið erfitt að átta sig á hver pólitísk
markmið formanns Samfylkingarinnar eru með
þeirri yfirlýsingu, sem hún gaf í Kaupmannahöfn.
Hún mátti vita, að slík yfirlýsing mundi valda
spennu og titringi í samstarfsflokknum. Hugsan-
lega er Ingibjörg Sólrúnar þeirrar trúar að með
því að gera ESB-aðild að kosningamáli eftir þrjú
ár geti hún náð til þeirra kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins, sem hlynntir eru aðild að Evrópusam-
bandinu. Halldór Ásgrímsson, þá formaður Fram-
sóknarflokksins, var líka þeirrar trúar. Þegar
hann hóf umtalsverðan áróður fyrir aðild að Evr-
ópusambandinu var hann áreiðanlega þeirrar
skoðunar, að hann gæti náð til sín fylgi frá Sjálf-
stæðisflokknum. Það hefur alltaf legið fyrir, að
töluverður stuðningur er við aðild að ESB innan
Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt á meðal manna í við-
skiptalífinu, sem telja það henta viðskiptahags-
munum sínum, að Ísland verði aðili að Evrópu-
sambandinu.
Telja má líklegt að Jón Baldvin Hannibalsson,
þá formaður Alþýðuflokksins, hafi verið sömu
skoðunar á tíunda áratugnum, þegar hann hóf
markvissan áróður fyrir aðild að Evrópusamband-
inu.
Í báðum tilvikum var ljóst að þessir flokksfor-
ingjar á þeim tíma misskildu Sjálfstæðisflokkinn í
grundvallaratriðum og það gerir Ingibjörg Sólrún
líka nú. Tryggð stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins við flokk sinn er mikil. Þótt skoðana-
ágreiningur sé innan flokksins um einstök mál
eins og alltaf hefur verið, þýðir það ekki, að stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins yfirgefi hann í
stórum stíl. Þess vegna er óskynsamlegt af for-
manni Samfylkingar að ætla, að með því að gera
aðild að ESB að kosningamáli geti hún náð til sín
verulegu kjósendafylgi frá Sjálfstæðisflokknum.
Hitt er alveg ljóst að með þessu útspili veldur
hún verulegri spennu í samskiptum stjórnarflokk-
anna. Það gerði Halldór Ásgrímsson líka fyrir
nokkrum árum, þegar hann var utanríkisráðherra
og hóf sama leikinn og Ingibjörg Sólrún hefur haf-
ið nú. Auðvitað gerir formaður Samfylkingarinnar
sér grein fyrir þessu og þess vegna er ekki hægt
að skilja ummæli hennar á annan veg en þann, að
hún vilji beinlínis skapa slíka spennu.
Hvers vegna? Er það vegna þess, að hún vilji
knýja fram slit á stjórnarsamstarfi á þessu kjör-
tímabili með það í huga að hún sjálf myndi nýja
ríkisstjórn fyrir næstu kosningar og gangi til
þeirra, sem forsætisráðherra?
Ef hugsunin er sú getur hún tæpast gengið upp
á þessum forsendum, þótt hún gæti gengið upp á
öðrum forsendum. Enginn annar flokkur en Sam-
fylkingin, af þeim sem fulltrúa eiga á Alþingi, hef-
ur aðild að ESB á stefnuskrá sinni. Hins vegar
gæti Samfylkingin komizt langt með að mynda
nýja ríkisstjórn á kjörtímabilinu, svo fremi sem
slík ríkisstjórn hefði aðild að Evrópusambandinu
ekki á stefnuskrá sinni.
Það er líka erfitt að sjá, að Samfylkingin gæti
náð þessu stefnumáli sínu fram að kosningum
loknum vegna afstöðu annarra flokka, nema þá að
flokkurinn fengi meirihluta á Alþingi Íslendinga,
sem telja verður meira en hæpið, enda aldrei gerzt
í okkar samtíma, að einn flokkur hafi náð meiri-
hluta á Alþingi.
Hvað vakir þá fyrir formanni Samfylkingar?
Það getur varla verið markmið hennar að mála sig
út í horn, þótt það sýnist vera að gerast vegna
þess, að Samfylkingin er algerlega einangruð í af-
stöðu sinni til þessa máls.
Afstaða annarra flokka
A
fstaða Vinstri grænna til aðildar Ís-
lands að Evrópusambandinu er al-
veg skýr. Þeir eru andvígir slíkri
aðild. Ef samskipti flokka í milli
fara að markast af afstöðu þeirra
til aðildar, sem óhjákvæmilega
mun gerast verði Ingibjörgu Sólrúnu að ósk sinni,
liggur beint við að samstarf Vinstri grænna yrði
nánara við þá flokka, sem hafa sömu skoðun á
þessu stóra máli.
Vandi Vinstri grænna er hins vegar sá, að það er
smátt og smátt að koma í ljós, að þeir virðast ekki
hafa pólitískan kjark til þess að taka afstöðu gegn
Samfylkingunni þegar til úrslita dregur. Þetta
hefur komið fram í borgarstjórn Reykjavíkur, þar
sem Vinstri grænir voru um skeið í lykilstöðu en
glutruðu þeirri stöðu niður með afdrifaríkum
hætti. Þetta kemur líka fram á Alþingi. Það er í
raun stórmerkilegt hvað Vinstri grænir hafa lítið
haft sig í frammi á Alþingi vegna ferðar utanrík-
isráðherra til Afganistan, sem hefst um þessa
helgi. Ætla mætti, að Vinstri grænir teldu það
henta sínum pólitísku hagsmunum að efna til víð-
tækra umræðna á Alþíngi af þessu tilefni. Hvað
veldur því, að Íslendingar eru að hafa uppi tilburði
til þess að taka beinan eða óbeinan þátt í hernaðar-
aðgerðum í Afganistan? Hvers vegna hafa Vinstri
grænir ekki tekið þetta mál sterkt upp á Alþingi?
Það er ekki önnur ástæða sjáanleg en sú, að þeir
skirrist af einhverjum ástæðum við að fara í beina
andstöðu við Samfylkinguna. Er það vegna þess,
að Samfylkingunni hefur tekizt að binda hendur
Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur? En
hvað um það. Að fenginni reynslu er ekki við miklu
að búast af Vinstri grænum í þessum efnum.
Hins vegar er afstaða Framsóknarflokksins
býsna skýr eins og hún birtist í grein eftir Guðna
Ágústsson, formann Framsóknarflokksins, í
Morgunblaðinu í dag, laugardag. Guðni segir m.a.:
„Það hefur vakið athygli að fram að þessu hefur
engin ríkisstjórn haft aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu á dagskrá sinni. Ég hef sjálfur skipað mér
í hóp þeirra manna, sem hafa efasemdir um að
Evrópusambandsaðild henti okkar hagsmunum.
Þar eigum við aðra og stærri möguleika að mínu
mati með heiminn allan opinn og frjálsan og EES-
samninginn, sem viðskiptabrú við ESB.“
Formaður Framsóknarflokksins talar hér mjög
skýrt og hefur meirihluta Framsóknarflokksins á
bak við sig eins og hann vísar til með því að birta
niðurstöður nýlegrar könnunar um afstöðu manna
innan stjórnmálaflokkanna til aðildar að ESB.
En Framsóknarflokkurinn er ekki eini flokk-
urinn fyrir utan Vinstri græna, sem hefur þá skoð-
unm, sem Guðni Ágústsson hefur lýst. Hið sama á
við um Frjálslynda flokkinn.
Í stefnuyfirlýsingu Frjálslynda flokksins segir
m.a.:
„Ísland tengist Evrópu sífellt meira, ekki sízt
eftir að samningurinn um Evrópska efnahags-
svæðið tók gildi og nú með stækkun Evrópusam-
bandsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur allan vara á
um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusamband-
inu. Aðild kemur ekki til greina á meðan reglur
sambandsins eru óbreyttar í fiskveiðimálum.“
Þessi afstaða er alveg skýr enda mundi lítið
verða úr frambjóðendum Frjálslynda flokksins,
sem sækja fylgi sitt ekki sízt til grasrótarinnar í
sjávarplássunum, ef þeir tækju upp baráttu fyrir
því að yfirstjórn fiskimiðanna við Ísland færðist til
Brussel. Raunar má segja það sama um frambjóð-
endur Samfylkingarinnar. Hvernig ætla þeir
Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra og Lúðvík
Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingar-
innar, að útskýra það fyrir kjósendum sínum á
Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum, að þeir séu að
mæla með því að yfirstjórn fiskimiðanna færist til
Brussel?! Og hvernig ætla þeir að útskýra fyrir
sömu kjósendum örlög Króata í þessum efnum?
Hafi menn ekki veitt því eftirtekt er ástæða til
að benda á, að á Alþingi Íslendinga nú er skýr
meirihluti gegn aðild Íslands að Evrópusamband-
Laugardagur 15. mars
Reykjavíkur