Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 35 inu, jafnvel þótt þingmenn Vinstri grænna væru ekki taldir með. Staða Frjálslynda flokksins er áhugaverð í þessu sambandi. Flokkurinn er í raun klofnings- brot úr Sjálfstæðisflokknum og sækir fylgi sitt til kjósenda, sem ætla mætti að gætu stutt Sjálfstæð- isflokkinn. Það er alveg ljóst, eins og Morgunblað- ið hefur margsinnis bent á síðustu árin, að Sjálf- stæðisflokkurinn nær ekki fyrri stöðu í íslenzkum stjórnmálum nema sættir takist á milli Sjálfstæð- isflokks og þeirra Sjálfstæðismanna, sem skipa raðir Frjálslynda flokksins. Tveir fyrrverandi trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú í þing- flokki Vinstri grænna, þeir Guðjón Arnar Krist- jánsson og Jón Magnússon. Sjálfstæðisflokkurinn kom illa við Framsókn- armenn, þegar flokkurinn hafnaði áframhaldandi samstarfi við Framsóknarmenn í ríkisstjórn, þótt þingmeirihluti væri til staðar. Og tónninn í Fram- sóknarmönnum í garð Sjálfstæðisflokksins breytt- ist í samræmi við það. Nú hefur Ingibjörg Sólrún hins vegar komið Sjálfstæðisflokknum til hjálpar. Með yfirlýsingu sinni í Kaupmannahöfn hefur hún gert Framsóknarflokknum ljóst, að þrátt fyrir allt væri Sjálfstæðisflokkurinn fýsilegri samstarfsaðili í ríkisstjórn en Samfylkingin. Ekki ætlar Guðni Ágústsson að taka þátt í því að leiða Ísland inn í Evrópusambandið. Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn? H vað gerir Sjálfstæðisflokkurinn í þessari stöðu? Samfylkingin hefur dregið nýjar víglínur í ís- lenzkum stjórnmálum. Flokkur- inn hefur lýst því yfir, að hann stefni á að kosið verði um aðild að Evrópusambandinu í næstu þingkosningum. Í því felst óhjákvæmilega, að Samfylkingin mun hefja baráttu fyrir aðild á þessu kjörtímabili, þvert á það samkomulag, sem núverandi stjórnarflokkar gerðu sín í milli. Það verður auðvitað óþolandi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn að þeirri baráttu verði stjórnað úr utanríkisráðuneytinu, þar sem for- maður Samfylkingar situr í krafti atkvæða þing- manna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Ekki sízt þegar ljóst er að skýr meirihluti er á Alþingi á móti aðild að Evrópusambandinu. Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn? Situr hann og lætur þetta yfir sig ganga? Varla. Skyndilega er komin upp ný og áhugaverð staða í íslenzkum stjórnmálum. Og hún getur orðið enn áhugaverðari ef Vinstri grænir hrista af sér þá sál- rænu fjötra, sem þeir virðast vera í gagnvart Sam- fylkingunni. Hér á þessum vettvangi var lýst áhyggjum yfir stöðu Sjálfstæðisflokksins eftir myndun ríkis- stjórnar með Samfylkingunni vorið 2007 fyrir tæpu ári og talið, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti verið í þeirri stöðu, að enginn annar flokkur mundi vilja við hann tala og vinstri stjórn blasti við að loknum næstu kosningum. Ingibjörg Sólrún hefur gjörbreytt þessari stöðu með yfirlýsingu sinni í Kaupmannahöfn. Hún hef- ur opnað nýjar leiðir fyrir bæði Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Frjálslynda flokkinn og jafn- vel Vinstri græna, kunni þeir að notfæra sér það tækifæri. (Þeir eru að vísu ekki góðir í því að not- færa sér pólitísk tækifæri, sem blasa við þeim!) Sjálfstæðismenn hljóta að vera henni þakklátir fyrir það. En það er ekki nóg að þakka Ingibjörgu Sólrúnu. Þeir verða að sýna að þeir séu menn til þess að brjóta af sér viðjar vanans og leita á nýjar slóðir ef þær eru í augsýn og svo er nú. Nú gæti stefnt í alvarlegri vandamál í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar en við höfum áður kynnzt. Ástæðunnar er ekki að leita í okkar at- vinnulífi heldur hinu, að bankarnir á Íslandi og raunar nokkur íslenzk stórfyrirtæki eru orðin háð því, sem gerist á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vonandi breytist sú staða til batnaðar. Það getur margt óvænt gerzt á fjármálamörkuðum en við lif- um ekki á voninni einni. Í umræðum hér hefur komið fram sú skoðum, að aðild að Evrópusam- bandinu gæti bjargað okkur í þessum efnum. Menn ættu að líta til Írlands í þeim efnum. Þar er nú rætt um að hugsanlega þurfi að þjóðnýta írsku bankana eða alla vega einhverja þeirra. Sú skoðun hefur skotið upp kollinum í umræðum hér að það sama gæti gerzt undir lok þessa árs eða snemma á næsta ári í okkar samfélagi. Í frétt, sem birtist hér í blaðinu í gær, föstudag, kom fram sú skoðun sérfræðings á Írlandi að þeir gætu nánast ekkert gert. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að þeir eru aðilar að evrusvæðinu: menn taki eftir. Vegna þess að Írar eru aðilar að evrusvæðinu. Ekki vegna þess, að Írar standi utan við evrusvæðið. Þeir sem mest tala fyrir því að við leysum okkar vanda með aðild að ESB og með því að taka upp evru ættu að taka sér ferð á hendur til Írlands og kynna sér stöðuna þar. Forystumönnum Sjálfstæðisflokksins er vandi á höndum en sá vandi er minni en hann var fyrir nokkrum mánuðum vegna þess, að nú blasa við þeim ný tækifæri. Í stjórnmálum skiptir tímasetning miklu máli. »Hafi menn ekki veitt því eftirtekt er ástæða til að benda á, að á Alþingi Íslendinga nú er skýr meirihluti gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, jafnvel þótt þingmenn Vinstri grænna væru ekki taldir með. rbréf Ljósmynd/Helgi Garðarsson Vetrarstillur við Eskifjörð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.