Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 36

Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 36
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Eignir óskast • Höfum kaupanda að sérbýli í hverfi 103 eða 108, verðhugmynd 70-75 millj. Nánari upplýsingar veitir Magnús í síma 865-2310. • Erum með kaupanda að ca 100 fm íbúð í hverfi 104, 105 eða 108. Íbúðin má kosta á bilinu 27-33 millj. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Magnús í síma 865-2310. • Skipti! Erum með kaupanda að 35-40 millj. kr íbúð í skiptum fyrir sumarhús í Brennubyggð í Borgarfirði. Nánari upplýsingar veitir Brandur í síma 897-1401. • Leitum að 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í Rimahverfinu. Nánari upplýsingar veitir Magnús í síma 865-2310. 36 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Húsið er uppsteypt og vandað í alla staði. Stór og björt kaffistofa, góð hlaða og geymslur. Gott haughús. Losun einu sinni á ári með haugsugu eða krabba. Upplýsingar gefur: Valdimar Jóhannesson lögg. fasteignasali. GSM 897 2514 7-8 hesthús í Faxabóli Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk. 533 4200 Ársalir ehf - fasteignamiðlun 533 4200 eða 892 0667 STÓRGLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Í VAÐLAHEIÐI. Stórglæsilegt og vandað 248fm ein- býlishús á tveimur hæðum með bílskúr í Vaðlaheiði á móti Akureyri. Húsið er mjög stórri verönd sem snýr í suður, vestur og norður. Einstakt útsýni yfir Akureyri, og út og inn Eyjafjörð. Bíl- skúrinn er tilbúinn, flísalagður. Hiti er í gólfplötum bæði á efri og neðri hæð og bílskúr. Hægt er að hafa tvær íbúð- ir í húsinu. Húsið er nú rúmlega fokhelt og frágengið að utan. Hægt er að skila húsinu í núverandi ástandi, eða lengra komið. Verðtilboð. Nánari upplýsingar gefur Sigurður í hjá Húseign í síma 5850100 eða 8203799 og einnig hjá Gellir fasteignasala s. 461 2010 M bl 9 83 95 3 Baldvin Ómar Magnússon Löggiltur fasteignasali Smárarimi 106 - Einbýli á einni hæð Opið hús í dag milli kl. 14 og 15 BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON LÖGG. FASTEIGNASALAR Frábærlega skipulagt 172 fm einb. á einni hæð m. innb. bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, fjögur svefnh., sjónvarpsh., baðh., þvottahús og bílskúr. Parket á gólfum en flísar á forstofu, Góður sólpallur með skjólveggjum. Verð 59,5 millj. Gestir velkomnir, teikningar á staðnum. Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI Þ að var hávaði á hinum enda símalínunnar þeg- ar Stella, kærasta mín, hringdi til Ísraels í Elik, vin sinn. Hann var á hlaupum í átt að upptökum hávað- ans, en skammt frá heimili hans í suðurhluta Tel Avív hafði verið gerð sjálfsmorðárás. Það voru tvær vikur í brottför okkar og alþjóða- samfélagið stóð á öndinni í kjölfar sigurs Hamas-samtakanna í rík- isstjórnarkosningum í Palestínu meðan múslimaheimurinn virtist loga af reiði vegna birtingar móðg- andi teiknimynda af spámanni þeirra í evrópskum fjölmiðlum. Ekki var laust við nokkur óvissa ríkti varðandi ferðaáætlun okkar. En þrátt fyrir allt gengum við í lok febrúar um heitar götur Tel Avív. Íbúðarhúsin eru flest í Bau- haus-stíl og afslöppuð Miðjarð- arhafsstemning ríkir í borginni sem byggðist að mestu upp eftir síðari heimsstyrjöld þegar milljónir gyð- inga víðs vegar að streymdu til hins nýja ríkis í kjölfar ofsókna og útrým- ingarherferða nasista. Eitt það fyrsta sem kom mér undarlega fyrir sjónir voru hinir fjölmennu hópar ungra hermanna af báðum kynjum, sem virtust ráfa frjálslega um borg- ina með hríðskotariffla sem þau höfðu slengt kæruleysislega yfir öxl- ina eins og hversdagslegum fylgi- hlut. Þriggja ára herskylda fyrir drengi og tveggja ára fyrir stúlkur nær til flestra ungmenna ríkisins og hefur sett mikinn svip á samfélagið og ekki síst hugarfarið. Baráttan um gömlu borgina Daginn eftir héldum við til hinnar heilögu borgar Jerúsalem. Það aftr- aði hvorki okkur né öðrum farþegum að stíga upp í sams konar leigubíl og Palestínumaður hafði banað einum samferðamanna sinna í og sært fimm aðeins nokkrum vikum áður. Við héldum beint til gömlu borg- arinnar og ráfuðum allan daginn um þrönga stígana. Skipting hinnar eins ferkílómetra borgar í fjögur hverfi eftir trúarbrögðum (armenska kirkj- an, gyðingar, kristnir og múslimar) er ótrúleg í ljósi þess hversu sam- liggjandi þessi gjörólíku hverfi eru og í raun liggja skýr landamæri eftir þröngum stígum. Það var ekki fyrr en við yfirgáfum ferðamannasvæðin að við skynjuðum hvernig búsetu fólks var háttað sem kynslóðum saman hefur búið í hinni 3.000 ára borg sem hýsir 35.000 manns. Við lok dags gengum við austur í átt að Olíufjallinu þar sem arabaþorpið A Tur yrði dvalarstaður okkar næstu daga. Sólin var að setjast og skugg- arnir mjökuðu sér rólega upp gamla gyðingakirkjugarðinn þegar maður á mótorhjóli varaði okkur við tíðum ránum eftir sólsetur á þessum slóð- um. Ég fann fyrir hnút í maganum er við gengum meðfram hlöðnum veggjum umhverfis læst klaustur og kirkjur. En óáreitt komumst við til þorpsins þar sem okkar beið hlýtt viðmót fólks á götum úti ásamt hin- um hefðbundna arabíska mat, falafel og hummus. Þungskýjað yfir Betlehem Næstu daga gengum við um Jerú- salem og nutum andrúmslofts sem bar sterkari merki trúar og fortíðar. Andstæður urðu skýrari með hverj- um degi innan gömlu borgarmúr- anna og sýndu skoðanir fólks glöggt hversu djúp gjá er á milli trúarhópa, þar sem hver vantreystir öðrum. Það var þó í Betlehem sem þessi gjá sýndi sig óhugnanlega í formi 8 metra hás múrs sem síðan 2002 hef- ur risið 240 km af áætluðum 670 km og mun að lokum einangra byggðir Palestínumanna frá Ísrael sem og að fara frá 20 m upp í 20 km inn fyrir lögleg landamæri Vesturbakkans. Þrátt fyrir úrskurð Alþjóðadóm- stólsins um ólögmæti framkvæmd- arinnar hefur alþjóðasamfélagið ekkert aðhafst. Líkt og íbúarnir gengum við inn í steinsteypta landa- mærastöð við inngang borgarinnar, þar sem ungur ísraelskur hermaður vopnaður hríðskotariffli gekk á stál- grindargólfi yfir höfði okkar meðan skilríki móður og ungs sonar hennar voru könnuð að okkur virtist í óþarf- lega langan tíma. Okkur var hins vegar hleypt í gegn án tafar, og vor- um þar með bókstaflega komin inn í hina sögulegu borg Betlehem sem nú, líkt og miklar borgir til forna, er umkringd frekar en varin af múrn- um. Deginum vörðum við ásamt tveim kristnum aröbum sem búa í borginni. Fæðingarkirkjan var aug- ljós áfangastaður og þeir lögðu sig fram við að útskýra það sem fyrir augu okkar bar. Ein af afleiðingum átaka í landinu er aukin aðgreining trúarhópa og kom sérstaða leiðsögu- manna okkar sem minnihlutahóps skýrt fram. Þýski hópurinn sem gekk um svæðið hafði, líkt og þeir fáu ferða- mannahópar sem nú heimsækja borgina, ekið óhindrað inn. Ég tók fullorðinn mann tali og sagðist hann engin orð eiga til að lýsa tilfinn- ingum sínum yfir múrnum sem blasti við honum. Óhugsandi virtist honum næst lagi. Við sólsetur keyrð- um við að þöglum útjaðri borg- arinnar. Áður en við settumst inn í þykka sófa þar sem vatnspípur með ávaxtatóbaki voru bornar á borð fyr- ir okkur, leit ég yfir hrjóstrugt land- svæði Biblíunnar, í átt að stórri og nýlegri ísraelskri landnemabyggð. Blessun bedúína Við vöndumst bænaköllum við sól- arupprás en síður rigningu og níst- andi kulda sem herjaði á Jerúsalem. Því héldum við án tafar suður. Rút- an keyrði í fimm tíma gegnum Ne- gev-eyðimörkina að Eilat sem er syðsta borg Ísraels. Á leiðinn kom ég auga á kofabyggðir eyðimerk- urbedúína sem enn lifa sem hirð- ingjar með geitur og úlfalda. Þeir eru utangarðs og þykja annars flokks í samfélaginu. Fjöldinn allur af ungum hermönnum var á leið í helgarfrí og þar á meðal ung stúlka sem svaf á gólfinu með riffilinn sinn svo þétt hjúfraðan upp að sér að minnti á barn með bangsa. Eilat er vin í 13.000 km² eyðimörkinni sem náðist af arabaríkjunum í sex daga stríðinu árið 1967. Afraksturinn er glóandi þyrping hótela og skemmti- staða við Rauðahafið sem við þreytt- umst fljótt á. Kvöld eitt héldum við því af stað til Egyptalands og suður Sínaískagann þar sem bedúínar leigja út strákofa á ströndinni. Eftir klukkustundar prútt við landamærin og jafnlangan tíma í gömlum olíu- lyktandi bílskrjóð, stigum við út í skíra stjörnubjarta nóttina og mætt- um höfðingja svæðisins, Hashish, sem bauð okkur til setu og matar ásamt félögum sínum. Okkur var sýnd hin mesta gestrisni og vorum sögð blessuð af Allah. Næstu daga vorum við einu ferðamennirnir og nutum hitans í sólskini sem glamp- aði á glitrandi vatnsflötinn milli okk- ar og Sádi-Arabíu. Eyðimörkin fyrir aftan mig glóði heit og þurr. Eftir sólböð, köfun og tedrykkju héldum við af stað norður þar sem Stella átti flug til Parísar daginn eftir. Ég var Ljósmyndir/Svavar Jónatansson Vopnaðar Hópar ungra hermanna af báðum kynjum ráfuðu frjálslega um borgina með hríðskotariffla sem þau höfðu slengt kæruleysislega yfir öxl- ina eins og hversdagslegum fylgihlut. Harmleikur í Með óskýra minningu kristnifræðikennslu hélt Svavar Jónatansson til Ísraels öðru nafni heilaga landsins, með vel bundinn hnút í maganum. »Mér var sagt að trú- in væri í raun hinn eini styrkur hins al- menna borgara í bar- áttu við ofureflið sem að honum sækir. ferðalög

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.