Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 39
Háteigsvegur 3
Nýtt heimili í miðborginni. Við bjóðum ykkur að koma
og skoða vandaðar íbúðir rétt við Klambratúnið í dag
milli klukkan tvö og fimm.
Komdu við í miðbænum, við bjóðum upp á fallegar
íbúðir, kaffi og súkkulaði.
Opið hús
14:00 - 17:00
Nýtt heimili - fasteignasala
Hamraborg 10
Sími: 414 6600 Fax: 414 6601
www.nyttheimili.is
Reynir Erlingsson Lögg. fasteignasali
Hér er um að ræða um 1.035 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði í traustri leigu. Í
húsnæðinu eru reknar tvær verslanir auk kaffiteríu. Húsið stendur á stórri lóð með
nægum bílastæðum. Eignin gefur mikla möguleika hvað varðar nýtingu o.fl. Allar
nánari upplýsingar gefur Þorleifur St. Guðmundsson löggiltur fasteignasali. 7314
Skeifan - fjárfestingarkostur
Skeifan – Fjárfestingarkostur
aðild að ESB. Fram kemur í Evr-
ópuskýrslu stjórnmálaflokkanna, að
ekki sé til neitt „Evrópuverð“ á
matvælum og að aðild að ESB
snerti þetta mál aðeins að litlu leyti.
Hér vita allir að engir tollar eru á
innfluttum matvælum frá ESB
nema þeim búvörum sem íslenskir
bændur framleiða einnig. Í dag er
staðan sú að þær vörur sem hér eru
hlutfallslega dýrastar eru innfluttar
án tolla og koma verr út úr sam-
anburði á landbúnaðarvörum okkar.
Þarna á ég við grænmeti, innflutt
brauð og kornvörur, gosdrykki,
safa, sykur, súkkulaði og sælgæti,
olíur og feitmeti. Íslenskur landbún-
aður er okkur dýrmætur og þessar
niðurstöður kannana benda aðeins
til fórnar á auðlind landbúnaðarins
en ekki á lækkun á matvælaverði.
Hagvöxtur og full atvinna er
styrkur okkar Íslendinga og sér-
staða í Evrópu. Víða gengur 10-15%
vinnuafls um án atvinnu. Þá stöðu
vill enginn kjósa yfir börn sín. Hag-
vöxtur ESB er að auki miklu lægri
en á Íslandi þótt að sjálfsögðu verði
að hafa í huga að hagvöxtur og at-
vinnuleysi er mjög mismunandi á
milli landa og svæða innan sam-
bandsins.
Sannleikurinn er sá að hinn opni
heimur kann að færa okkur fleiri
tækifæri en fást með inngöngu í
ESB. Því væri það verðugt næsta
verkefni stjórnmálaflokkanna að
skoða hvernig Íslandi framtíð-
arinnar vegnar með áframhaldi
EES-samningsins og utan ESB.
Þetta ber að gera, ekki síst í ljósi
sérstöðu Íslands á nýjum kross-
götum við opnum siglingaleiða frá
Asíu til Evrópu og Norður-
Ameríku. Þar verður Ísland í nýju
stúkusæti varðandi orku- og farm-
flutninga.
Stærstu hindranir
hugsanlegrar aðildar að ESB
Þau atriði sem vega langþyngst
gegn hugsanlegri aðild Íslands að
ESB felast í Rómarsáttmálanum.
Innifalið í honum er að sérkröfur,
bæði í sjávarútvegi og landbúnaði,
eru nánast útilokaðar.
Lagasetningarvald á sviði sjávar-
útvegs er fyrst og fremst hjá stofn-
unum ESB og aðildarríkin hafa
framselt vald til stefnumótunar á
sviði sjávarútvegs til sambandsins.
Afleidd löggjöf á þessu sviði þarf
aukinn meirihluta atkvæða í ráð-
herraráðinu til að hljóta samþykki,
en Evrópuþingið hefur eingöngu
ráðgefandi hlutverk á þessu sviði.
Samkvæmt meginreglunni um
jafnan aðgang hafa öll aðildarríki
ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip
sín til veiða á öllum miðum aðild-
arríkjanna innan 200 mílna mark-
anna. Aðgangurinn er þó ekki ótak-
markaður því takmarkanir eru í
reglum sambandsins sem kveða á
um úthlutun veiðiheimilda með hlið-
sjón af reglu um hlutfallslegan stöð-
ugleika sem byggist á sögulegri
veiðireynslu.
Margir Íslendingar munu aldrei
sætta sig við framsal á sjálfsákvörð-
unarrétti íslensku þjóðarinnar til
Brussel. Þá felast í aðganginum að
ESB mikil fjárútlát. Þar deila menn
um upphæðir upp á 8–11 milljarða
króna eða u.þ.b. 2–6 milljarða króna
nettó.
Lokaorð
Mín niðurstaða sem einstaklings
og formanns í stjórnmálaflokki er
þessi. Það er ekkert sjálfgefið í
þessu efni. Það er mikilvægt bæði í
mínum flokki og öðrum að halda
umræðunni áfram og kanna alla
kosti hvað varðar framtíð Íslands,
horft til lengri og skemmri tíma.
Það gengur engin skyndilausn upp.
Pólitíkin og stjórnmálaflokkarnir
verða að setjast á rökstóla með okk-
ar framsýnasta fólki. Það er okkar
að hugsa eins og þeir sem færðu
landið okkar frá hungri og fátækt
yfir í eitt auðugasta land veraldar.
Höfundur er formaður Framsókn-
arflokksins.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn