Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 43

Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 43
» Skurðhjúkr- unarfræð- ingar mótmæla vaktabreyt- ingum á Landspítala, telja þær m.a. stofna sjúklingum í hættu og hafa því sagt upp störf- um frá og með 1/5. MIKILL meirihluti skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga á Landspítalanum lætur af störfum frá og með 1. maí næstkomandi vegna fyrirhugaðra breytinga á vaktafyr- irkomulagi. Breytingarnar á skurð- og svæfingardeildum Landspítalans eru gerðar undir því yfirskini að ver- ið sé að auka og bæta þjónustu við sjúklinga og færa vinnutíma hjúkr- unarfræðinga nær vinnutíma- tilskipun. Við teljum aðgerðirnar þvert á móti minnka þjónustu við sjúklinga og geti jafnvel stofnað þeim í hættu. Ein af breytingunum sem við erum andvígar felur í sér að nú verði skurð- hjúkrunarfræðingur alltaf í húsinu á Hringbraut en bakvöktum í Fossvog- inum hætt. Það þýðir að sérhæfðum skurðhjúkrunarfræðingum sem bregðast við á kvöld- og næt- urvöktum er fækkað úr þremur niður í einn, og er hann staðsettur á Hring- braut. Einn og utan sérsviðs Með nýja fyrirkomulaginu er þess- um eina skurðhjúkrunarfræðingi gert að sinna gæsluvakt, kvennadeild og augndeild samtímis. Hann á það því til dæmis á hættu að vera kall- aður samtímis til keisaraaðgerðar á kvennadeild og til bráðaaðgerðar á gjörgæsludeild. Það gefur augaleið að slíkt getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir sjúklinga. Að velja milli bráðatilfella, lífs og dauða, fellur ekki undir starfssvið hjúkrunarfræðinga. Skurðhjúkrunarfræðingar eru metnaðarfullir sérfræðingar með ólík sérsvið, rétt eins og skurðlæknar. Sem dæmi fara skurðhjúkrunarfræð- ingar í gegnum 9 mánaða samfellda þjálfun á hjartaskurðdeild áður en þeir standa bundna vakt á hjarta- skurðstofu. Þar til nú hefur það ávallt þótt brýn nauðsyn að hafa hjarta- skurðhjúkrunarfræðing á vakt eftir hjartaaðgerðir. Með sameiningu sviðanna er þessi sérhæfing virt að vettugi, og að kalla slíkt aukna og bætta þjónustu við sjúklinga er fá- sinna. Það er krafa okkar að allar þeir sem koma að skurðaðgerðum séu sérfræðingar í viðkomandi fagi og það hlýtur einnig að vera krafa sjúk- linga og aðstandenda þeirra. Sparnaður, ekki hagræðing Við höfnum því að þessar vakta- breytingar séu sjúklingum til góðs og leyfum okkur að auki að fullyrða að þær geti stofnað þeim í hættu. Breytingarnar snúast fyrst og fremst um sparnað. Við viljum hvorki að sá sparnaður bitni á sjúklingum með lakari þjónustu né á okkur, með auknu vinnuálagi og lægri launum. Þessu neitum við að taka þátt í og það er meðal annars þess vegna sem að við höfum gert upp hug okkar og munum láta af störfum frá og með 1. maí nk. Sjúklingum stofnað í hættu Elín Ýrr Halldórs- dóttir og Vigdís Árnadóttir fjalla um fyrirhugaðar breyt- ingar á vaktafyr- irkomulagi á Land- spítala Vigdís Árnadóttir Höfundar eru skurðhjúkrunarfræð- ingar á skurðstofu við Hringbraut. Elín Ýrr Halldórsdóttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 43 UMRÆÐAN Stangarhyl 5, sími 567 0765 Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á www.motas.is Skipalón 16-20 á Hvaleyrarholti 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir á frábærum stað. www.motas.is Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O T 3 56 41 0 1/ 07 Söluaðili: > Glæsilegar íbúðir, fyrir 50 ára og eldri, í Hafnarfirði Hvaleyrarholti Sölusýning í dag kl. 14:00 – 16:00 Skipalón • Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu. Ótrúlegt útsýni. • Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi inn af hjónaherbergi. • Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og uppþvottavél fylgja. • Granít á borðum og sólbekkjum. • Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu íbúðunum. • 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og minniháttar tilefni). • Þvottastæði í bílageymslu. • Golfvöllur í göngufæri. Verðdæmi: • 2ja herb. m/ bílskýli frá 18.500.000 kr. • 3ja herb. m/ bílskýli frá 24.500.000 kr. • 4ra herb. m/ bílskýli frá 29.000.000 kr. Viðar ehf (Amaro heildverslun) hefur ákveðið að selja fasteign sína við Frostagötu 6c á Akureyri. Eignin er 570 fermetrar auk millilofts að hluta. Ástand eignarinnar er mjög gott, tvær stórar innkeyrsludyr og stórt malbikað athafnarsvæði. Til greina kemur að selja eignina í einu lagi eða í hlutum. Bein sala eða makaskifti koma til greina. Upplýsingar um eignina gefur Kristján Skarphéðinsson í síma 899-3218 eða á amaro@amaro.is Til sölu á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.