Morgunblaðið - 16.03.2008, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 45
UMRÆÐAN
NÝLEGA var dreift á alþingi
skýrslu iðnaðarráð-
herra um kostnað við
Kárahnjúkavirkjun
sem þingflokkur
Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs ósk-
aði eftir.
Skýrslubeiðnin er
ákaflega skýr. Því vek-
ur það athygli hversu
loðið og óaðgengilegt
svarið er.
Meira en 14 millj-
arðar undanskildir
Iðnaðarráðherra
hefur því miður látið
Landsvirkjun eftir að
velja og hafna eftir
hentugleikum þær
spurningar sem Alþingi
samþykkti að beina til
ráðherra og mörgum er
enn ósvarað. Enginn
kostnaður sem fellur á
aðra en Landsvirkjun
er talinn til kostnaðar
og munar þar auðvitað
mest um flutnings-
virkin, háspennulínur
og -möstur, sem er að finna í bókhaldi
dótturfélags Landsvirkjunar, Lands-
neti, en þau eru óumdeilanlega hluti
framkvæmdarinnar. Skattaskuldir
ríkisins við Impregilo hefðu heldur
aldrei komið til nema vegna fram-
kvæmdanna. Aðeins þessir tveir liðir
hækka niðurstöðutöluna um 14 millj-
arða króna.
Þá vekur það athygli að heild-
arkostnaður skv. Landsvirkjun er
miðaður við september 2007 en ekki
síðustu áramót sem myndi enn
hækka áfallinn kostnað um litla 3,2
milljarða. Einnig vekur athygli að
fjármagnskostnaður virðist ekki
reiknaður eftir 30. september 2007.
Beðið var um áætlaðan heild-
arkostnað og til viðmiðunar skyldu
verksamningar og aðrir kostn-
aðarþættir framreiknaðir til sama
verðlags. Það var ekki gert. Þá var
beðið um upplýsingar um stór frávik
frá verksamningum og um uppgjörs-
samninga við verktaka í kjölfar
krafna. Ekkert af þessu er að finna í
skýrslu ráðherra.
Seinagangur og
ómarktækt arðsemismat
Það tók iðnaðarráðherra á fimmta
mánuð, eða 11 vikur umfram leiðbein-
ingu þingskapa, að skila þessari
skýrslu. Þetta er ámælisvert í ljósi
þess að Landsvirkjun hélt blaða-
mannafund 22. janúar sl. þar sem allt
sem skrifað stendur í skýrslunni var
kynnt.
Í kjölfar fréttamannafundarins
reiknaði Viðskiptablaðið út að fram-
kvæmdir við Kárahnjúka myndu fara
allt frá 70% til 100% fram úr áætlun.
Landsvirkjun segir 7%. Það er fráleit
niðurstaða en hins vegar ekki í fyrsta
sinn sem er deilt um staðreyndir þeg-
ar Kárahnjúkavirkjun er annars veg-
ar. Himinn og haf hefur jafnan verið á
milli fullyrðinga þeirra sem gerst
þekkja, hvort heldur það eru jarð-
fræðingar eða hagfræðingar, og svo
aftur hinna, m.a. stjórnmálamanna,
sem hafa verið ákveðnir í því að keyra
þetta verkefni í gegn, hvað sem það
kostaði.
Á blaðamannafundi Landsvirkj-
unar og í skýrslu ráðherra er kynnt
nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkj-
unar en arðsemin á eigið fé er nú sögð
13,4% en ekki 11,9% eins og við upp-
haf framkvæmda. Ástæðuna rekur
Landsvirkjun til hækkandi álverðs en
álverð hefur afgerandi áhrif á raf-
orkuverðið. Tveir virtir hagfræðingar
draga arðsemismatið í efa í viðtali við
Viðskiptablaðið í lok janúar og segja
það ekki trúverðugt. Ástæðan er m.a.
sú að í upphaflegum arðsemisútreikn-
ingum var stuðst við mat virtra er-
lendra sérfræðinga á álmarkaði,
CRU og King og byggðist það á þró-
un álverðs yfir lengri tíma. Í nýja
matinu er hins vegar aðeins stuðst við
einn topp og hann framreiknaður án
þess þó að fyrir liggi mat annarra en
Capacent Gallup við
Borgartún á þeirri að-
ferðafræði. Því sé lítið að
marka þetta nýja arð-
semismat.
Mörgum spurningum
ósvarað
Skýrslunni er eins og
að framan er rakið stór-
lega ábótavant. Þing-
flokkur VG mun óska
eftir skriflegum skýr-
ingum á nokkrum þeim
atriðum sem hér hafa
verið nefnd en einnig ít-
arlegum upplýsingum
um hvernig staðið var
að útreikningi á fjár-
magnskostnaði og við
hvaða vísitölur er stuðst
í svarinu. Við væntum
þess að iðnaðarráðherra
sé okkur sammála um
að það sé mikilvægt að
það liggi fyrir svart á
hvítu hver heildarkostn-
aðurinn við þessa um-
deildu og óafturkræfu
framkvæmd verður.
Kostnaður við Kára-
hnjúka vanmetinn
Álfheiður Ingadóttir skrifar um
kostnað við Kárahnjúkavirkjun
» Við væntum
þess að iðn-
aðarráðherra sé
okkur sammála
um að það sé
mikilvægt að
fyrir liggi hver
heildarkostn-
aðurinn verður.
Álfheiður Ingadóttir
Höfundur er þingmaður
Vinstri-grænna.
Strandvegur 9
Sjálandi, Garðabæ
Glæsileg og sérhönnuð íbúð
með óhindruðu útsýni
Opið hús í dag frá kl. 16-17
Glæsileg 114 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð með stórri verönd með skjól-
veggjum í vel staðsettu lyftuhúsi við Arnarnesvoginn. Sér geymsla er á
hæðinni og sér stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin er öll sérhönnuð af
Guðbjörgu Magnúsdóttur arkitekt og er afar vönduð á allan hátt. Glæsi-
legt eldhús með eyju og hvítum innréttingum, rúmgott sjónvarpshol, 3
rúmgóð herbergi, öll með skápum og vel innréttað baðherbergi.Nátt-
úruflísar og parket á gólfum. Óhindrað útsýni er að Álftanesi, út á vog-
inn og til norðausturs.
Verð 42,9 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 16-17
Íbúð merkt 0101
Verið velkomin.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Falleg og vel skipulögð
5 herb. 129 fm íbúð
ÍBÚÐ 0202 á 2. hæð í
Hlíðunum þ.m.t. 6,0 fm
sér geymsla í kjallara.
Íbúðin skiptist í bjart
anddyri, samliggjandi
skiptanlegar stofur með
útgangi á svalir til vest-
urs, eldhús með borð-
krók og ljósri innréttingu, þrjú herbergi, þvottaherbergi og flísalagt bað-
herbergi. Góð íbúð miðsvæðis í Reykjavík. Verð 33,7 millj.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Eskihlíð 8
Góð 5 herb. íbúð
Opið hús í dag frá kl. 13-15
Eignin verður til sýnis
í dag, sunnudag,
frá kl. 13-15.
Verið velkomin.
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
STRANDVEGUR 26 - GARÐABÆ
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16
Höfum til sölu mjög fallega 83 fermetra íbúð á annarri hæð í
lyftuhúsi ásamt stæði í lokuðu bílskýli. Íbúðin er mjög rúmgóð,
stór stofa og borðstofa, þvottahús er inn af eldhúsi og íbúðin
fallega innréttuð og með vönduðum gólfefnum. Góð staðsetning.
Bjalla merkt 201. Verð kr. 26,8 milljónir.
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
ASPARHOLT 5 - ÁLFTANESI
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16
Mjög falleg 3ja til 4ra herbergja 96 fm íbúð á annarri hæð. Íbúðin
er mjög rúmgóð og björt, stórar svalir og gott útsýni, stutt í skóla
og leikskóla. Íbúðin er sérstaklega fallega innr. Verð kr. 25,9 millj.
Bjalla merkt Kristján og Íris.
ÞEGAR ég hafði
lesið Morgunblaðs-
grein Valgerðar
Sverrisdóttur fyrrver-
andi iðnaðarráðherra,
og alþingismanns
Framsóknarflokksins,
hinn 12. mars, varð ég
um stund hugsi en tók
fljótlega að raula fyrir
munni mér kunna
barnagælu:
Bíum, bíum bamba,
börnin litlu ramba,
fram á fjalla kamba
að leita sér lamba.
Mörgum þykir með ólíkindum
hversu jafnt og þétt fylgið hefur
rjátlast af Framsóknarflokknum á
undanförnum árum. Þeim, sem
standa utan girðingar þar, finnst
áberandi hve sumum úr forystusveit
flokksins virðist umhugað um að
nánast reka flokksmenn sína fram á
fjalla kamba og beitilönd annarra
stjórnmálaflokka. Undirtónninn í
umræðu þeirra sem þannig reka
málin í Framsóknarflokknum er sá
að reyna ætíð að mikla eigin verk á
kostnað annarra stjórnmálaafla.
Með öllum ráðum er reynt að halda
þeirri bábilju að fólki að allt gott
sem gert er í samfélaginu sé ein-
göngu verkum og framgöngu fram-
sóknarmanna að þakka.
Leiðarljós smalamanna Fram-
sóknarflokksins í stjórnmálunum,
um þessar mundir, virðist ekki snú-
ast um það eitt að draga í dilkinn
sinn þau fáu lömb sem
flokkurinn átti á fjalli,
og honum voru mörk-
uð, heldur er fram-
sóknarmaddaman farin
að slá eign sinni á ann-
arra flokka fé. Það hef-
ur aldrei þótt til fyr-
irmyndar.
Þetta háttalag smal-
anna rýrir ekki ein-
ungis traust á þeim
einstaklingum sem
þannig láta heldur
dregur þetta einnig úr
tiltrú almennings á
Framsóknarflokknum.
Valgerður Sverrisdóttir er ein
þeirra sem þannig hafa verið í fram-
sókn gegn eigin flokki á und-
anförnum árum, og sérstaklega í
kjölfar síðustu alþingiskosninga.
Þetta birtist því sem næst í hvert
sinn er hún tjáir sig í ræðu og riti,
nú síðast í Morgunblaðinu hinn 12.
mars. Af skrifum og orðfæri Val-
gerðar virðist hún sérstaklega við-
kvæm ef sjálfstæðismenn tjá sig
ekki á réttan hátt, að hennar mati,
um einhver verkefni sem hún kann
að hafa skoðun á. Skrif hennar
flokkast undir það sem kalla má
,,gaggrýni“ og munu seint teljast til
uppbyggjandi umræðu. Þvert á
móti.
Norðausturkjördæmið þarf á öllu
öðru að halda en innbyrðis karpi og
metingi kjörinna fulltrúa sinna á Al-
þingi.
„Gaggrýni“ Valgerðar
Kristján Þór Júlíusson er ósátt-
ur við skrif Valgerðar Sverr-
isdóttur
Kristján Þór Júlíusson
» Þetta háttalag smal-
anna rýrir ekki ein-
ungis traust á þeim ein-
staklingum sem þannig
láta heldur dregur þetta
einnig úr tiltrú almenn-
ings á Framsókn-
arflokknum.
Höfundur er alþingismaður í Norð-
austurkjördæmi.
Fréttir í tölvupósti