Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 47
✝ Valur Magn-ússson rak-
arameistari fæddist
í Arabíu í Borg-
arnesi 29. desem-
ber 1926. Hann
andaðist á Landa-
koti 12. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Magnús Ólafsson, f.
í Borgarfirði 1.
október 1879, d. 3.
september 1974, og
Guðrún Guðmunds-
dóttir, f. á Hvít-
árvöllum 20. mars 1885, d. 22.
desember 1958. Valur átti fjögur
systkini, þau voru, sammæðra: 1)
Kristjana Margrét Jensdóttir, f.
20. apríl 1912, d. 10. mars 1995,
og alsystkini: 2) Gyða, f. 11. sept-
ember 1918, d. 25. mars 2000, 3)
Kristján Óskar, f. 24. september
1920, d. 9. apríl 1975, og 4) Þórð-
ur, f. 28. ágúst 1922, d. 20. des-
ember 1990.
Valur kvæntist hinn 21. júlí
1950 Guðrúnu Helgu Högnadótt-
ur, f. í Reykjavík 18. mars 1931.
Foreldrar hennar voru hjónin
Högni Eyjólfsson rafvirki, f. í
Reykjavík 19. júní 1905, d. 22.
desember 1979, og Sigríður Ein-
arsdóttir húsmóðir, f. í Holtahól-
um í Mýrahreppi í Austur-
Rán Gylfadóttir, 23. febrúar
1960. Börn Einars og Bjargar
Bragadóttur, f. 22. júlí 1963, eru
a) Eyþór Bragi, f. 18. janúar
1982, sambýliskona Þóra Kristín
Eyþórsdóttir, f. 11. mars 1982,
dóttir þeirra er Kristjana Rakel
Eyþórsdóttir. Sonur Eyþórs og
Hörpu Bjarnadóttur er Emil
Snær, f. 2. september 1998. b)
Kristrún, f. 11. mars 1985, sam-
býlismaður Hafsteinn Grétar
Kjartansson, f. 27 ágúst 1981,
börn þeirra eru Júlía Björg, f. 24.
apríl 2003, og Óðinn Þorri, f. 24.
október 2005. Börn Einars og
Kristínar Wíum Gunnarsdóttur, f.
24 ágúst 1975 eru Arnar Freyr, f.
2. júní 1996, Bryndís Ósk, f. 16
nóvember 1997, og Einar Smári,
f. 8. október 1999.
Valur lærði rakaraiðn í Iðn-
skólanum í Reykjavík, útskrif-
aðist 1944, fór til Danmerkur til
starfa og vann þar í 2 ár. Heim
kominn stofnaði hann eigin rak-
arstofu ásamt Pétri Guðjónssyni
á Skólavörðustíg 10 í Reykjavík.
1971 flutti hann sig um set að
Njálsgötu 11. 1975 hætti hann
störfum sem rakari og vann eftir
það hjá danska sendiráðinu í
Reykjavík, Flugleiðum, Heild-
versluninni Festi og hjá Land-
síma Íslands þar sem hann lauk
sínum starfsferli.
Útför Vals fór fram frá
Fossvogskapellu 26. febrúar, í
kyrrþey að ósk hins látna.
Skaftafellssýslu 28.
september 1907, d.
19. júní 1986. Synir
Vals og Guðrúnar
eru: 1) Högni for-
stöðumaður, f. 20.
september 1951,
kvæntur Lilju Ást-
valdsdóttur, f. 10.
apríl 1955. Börn
þeirra eru: a) Jón Ív-
ar, f. 25. desember
1975, d. 19. mars
1976. b) Guðrún
Helga, f. 10. júní
1977, gift Jón Hirti
Finnbjarnarsyni, f. 23. febrúar
1972, sonur þeirra er Finnbjörn
Hjartarson, f. 10. september
2003. c) Viðar Daði, f. 10. október
1981. d) Högni Valur, f. 15. ágúst
1983, sambýliskona Yrsa Örk
Þorsteinsdóttir, f. 16. júní 1985.
2) Magnús bifvélavirki, f. 2. októ-
ber 1955, kvæntur Ingileif Að-
alheiði Gunnarsdóttur, f. 16. des-
ember 1958. Dætur þeirra eru: a)
Sigríður Aðils, f. 29. janúar 1982,
sambýlismaður Halldór Haukur
Sigurðsson, f. 22. desember 1980.
Dóttir hans er Aníta Sól, f. 27.
nóvember 1999, og sonur þeirra
er Huginn Aðils, f. 21. september
2006. b) Ásrún Ester, f. 28. júlí
1988. 3) Einar bílstjóri, f. 29.
ágúst 1961, sambýliskona Olga
Þegar einhver sem maður elskar
kveður þennan heim, fara ótal minn-
ingar um hugann. Það að fara í helg-
arferð til Reykjarvíkur og gista hjá
ömmu og afa í Grænó var alltaf skem-
tilegur viðburður fyrir okkur systur.
Afi tók alltaf svo vel á móti okkur
og var endalaust tilbúinn að dekra við
afabörnin sín, hann var mjög dugleg-
ur að tefla og spila við okkur og las
upp úr Andrés fyrir svefninn. Ekki
má gleyma öllum ferðunum í laugarn-
ar sem við fórum með honum og
ömmu, ef einhver var tilbúinn til að
skreppa með manni í sund þá var það
hann afi enda fannst honum fátt betra
heldur en að fara í sund, liggja í heita
pottinum og ræða heimsmálin.
Ekki var heldur leiðinlegt í þau
skipti sem við fórum öll saman til
Spánar, við systurnar, mamma og
pabbi og afi og amma. Munum við þá
sérstaklega vel eftir því þegar við fór-
um til Benidorm 1992, við systurnar,
mamma og pabbi vorum á leiðinni
heim nokkrum dögum á undan ömmu
og afa og vorum í rútunni á leiðinni á
flugvöllinn. Við áttum hjólabretti sem
við unnum í tívolí og vildum endilega
fá að taka það með til Íslands svo
amma og afi buðust til að taka það
með fyrir okkur. Allt í einu heyrum
við: „Sjáðu gamla, þessi er hress“, lit-
um út um gluggann og þá stendur afi
úti með annan fótinn á hjólabrettinu,
alveg eins og alvöru hjólabrettatöff-
ari.
Já, það eru margar minningarnar
sem leita á mann þegar afi er ekki
lengur til staðar. Einna sárast verður
að heyra ekki lengur „sæl vinkona“
þegar maður kemur í heimsókn í
Grænó. Við viljum biðja góðan Guð að
veita ömmu styrk á þessum erfiðu
tímum
Bless elsku afi, þú hefur það svo
mikið betra þar sem þú ert núna.
Ástar- og saknaðarkveðjur frá okk-
ur systrum.
Sigríður Aðils og Ásrún
Ester Magnúsdætur.
Valur Magnússon
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Elskuleg móðir okkar,
SVAVA SÆUNN GUÐBERGSDÓTTIR,
til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík,
áður Álftamýri 46,
lést mánudaginn 10. mars á Landspítalanum við
Hringbraut.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Davíð Vilhjálmsson,
Svanhildur Vilhjálmsdóttir,
Sæunn Guðjónsdóttir,
Hanna Guðjónsdóttir.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES BJARNASON,
áður til heimilis í Sólheimum 25,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstu-
daginn 29. febrúar verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 19. mars kl. 15.00.
Guðmunda H. Jóhannesdóttir,
Bjarni M. Jóhannesson, Herdís Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
HJÁLMAR ÁGÚSTSSON
frá Bíldudal,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
lést föstudaginn 14. mars á Landakotsspítala.
Svandís Ásmundsdóttir,
Hera Hjálmarsdóttir,
Martha Ásdís Hjálmarsdóttir, Þorsteinn Arnór Jónsson,
Jakob Ágúst Hjálmarsson, Auður Daníelsdóttir.
✝
Ástkær systir mín og föðursystir okkar,
JÓRUNN ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Siglufirði,
áður Sléttuvegi 11,
sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn
8. mars, verður jarðsungin frá Grensáskirkju
mánudaginn 17. mars kl. 15.00.
Hannes Guðmundsson,
Ragnhildur Hannesdóttir,
Gerður Hannesdóttir,
Edda Hannesdóttir,
Guðrún Hannesdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar,
MÓEIÐUR HELGADÓTTIR
frá Selfossi,
sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á
Hellu miðvikudaginn 12. mars, verður jarðsungin
frá Selfosskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.30.
Helgi Garðarsson, Kristín Ólafsdóttir,
Haukur Garðarsson, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir,
Þorvarður Örnólfsson.
✝
Elskuleg systir okkar, frænka og mágkona,
AUÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Ytra-Skógarnesi,
síðast til heimilis á
Bræðraborgarstíg 55,
Reykjavík,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, fimmtu-
daginn 13. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jens Kristjánsson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
Einar Haukur Kristjánsson, Anna Jóna Sigurðardóttir,
Kristjana Ágústa Kristjánsdóttir,
Sigríður Dinah Dunn, Magnús Hansson,
Birgir Sigmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir
og aðrir ættingjar og vinir.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst.
Minningargreinar