Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 52

Morgunblaðið - 16.03.2008, Side 52
52 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Bæjar-stjórnir Reykjanes-bæjar og sveitar-félagsins Garðs sam-þykktu hvor um sig á miðviku-daginn beiðni Norður-áls um byggingar-leyfi fyrir ál-ver í Helgu-vík. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis-ráðherra lýsti furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórna sveitar-félaganna tveggja að veita Norður-áli fram-kvæmda- og byggingar-leyfi vegna ál-versins í Helgu-vík. Telur hún að efast megi um rétt-mæti slíkrar leyfis-veitingar nú í ljósi þess að málið er enn til um-fjöllunar í umhverfis-ráðuneytinu og vegna álita-efna sem Skipulags-stofnun vakti at-hygli á í áliti sínu um mat á umhverfis-áhrifum ál-versins. Bæjar-stjórar Reykjanes-bæjar og Sveitar-félagsins Garðs telja rétt að málum staðið og farið að lögum og reglum. Náttúru-verndar-samtök Íslands fagna gagn-rýni umhverfis-ráðherra. Byggingar-leyfi gagn-rýnt Ljósmynd/Víkurfréttir Framkvæmda-leyfi fyrir ál-ver í Helgu-vík sam-þykkt. Eliot Spitzer, ríkis-stjóri New York, tilkynnti á mið-viku-dag að hann hefði ákveðið að segja af sér eftir að hann var staðinn að stór-felldum vændis-kaupum. Rann-sókn málsins hefur leitt í ljós að Spitzer greiddi alls um 5,5 milljónum króna fyrir 6 eða 7 „stefnu-mót“ við vændis-konur síðustu 10 ár. Spitzer þótti áður harður ríkis-saksóknari sem tókst á við Gambino-mafíu-fjöl- skylduna í New York-borg áður en hann hóf her-ferð gegn spillingu í stór-fyrirtækjum borgarinnar. Hann var þá oft kallaður „hr. Hreinn“. Spitzer lætur af emb-ætti á morgun og við tekur aðstoðar-ríkisstjórinn David Paterson, sem verður fyrsti blökku-maðurinn í emb-ætti ríkis-stjóra í New York. Hann verður jafn-framt fyrsti blindi ríkis-stjórinn í sögu Banda-ríkjanna. Ríkis-stjóri New York sagði af sér Eliot Spitzer David Paterson Nýr list-rænn stjórn-andi Stjórn Lista-hátíðar í Reykjavík hefur ráðið Hrefnu Haraldsdóttur í stöðu list-ræns stjórn-anda Lista-hátíðar í Reykjavík næstu 4 ára. Hrefna hefur gegnt starfi fram-kvæmda-stjóra Lista-hátíðar í Reykjavík undan-farin sjö ár. Áður var hún m.a. framkvæmdastjóri Menningar-nætur í Reykjavík, Kaffileik-hússins og Stúdentaleikhússins. Hrefna er bókmennta-fræðingur. Skákmóti lokið Verðlauna-afhending á Alþjóð-lega Reykjavíkur-mótinu í skák var á miðviku-dag. Þrír sigur-vegarar voru jafnir og efstir í 1.-3. sæti. Það voru Hannes Hlífar Stefánsson og kín-versku stór-meistararnir Wang You og Wang Hao. Þeir skipta 8 þúsund dölum á milli sín. Stutt Kjara-samningarnir á al-menna vinnu-markaðinum hafa verið sam-þykktir með miklum meiri-hluta at-kvæða í öllum stéttar-félögum sem hafa lokið atkvæða-greiðslu og birt niður-stöðurnar. Mikil þátt-taka var meðal er-lendra starfs-manna í ein-stökum stéttar-félögum um kjarasamningana. Til dæmis um það greiddu 98 er-lendir starfs-menn í Verkalýðs-félagi Húsa-víkur og ná-grennis at-kvæði, eða um 70% þeirra sem höfðu atkvæðis-rétt. 517 ís-lenskir starfs-menn höfðu atkvæðis-rétt þar, og greiddu 183 at-kvæði, 35% þeirra sem voru á kjör-skrá. Kjara- samningar sam-þykktir Á sunnu-daginn fóru fram þing-kosningar á Spáni. Um kvöldið lýsti Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætis-ráðherra Spánar og leið-togi Sósíalista-flokksins, yfir sigri. Hann er því að hefja sitt annað kjör-tímabil. „Spænska þjóðin hefur talað skýrt og ákveðið að hefja nýtt tíma-bil án spennu, án átaka,“ sagði Zapatero við stuðnings-menn flokksins í höfuð-stöðvum hans í Madríd. Takmark sósíalista í kosninga-baráttunni var að ná hreinum meiri-hluta á þinginu, eða 176 þing-sætum. Þeir náðu hins vegar bara 169 þingsætum á móti 153 þingsætum Þjóðar-flokksins. Sósíalistar verða því að treysta á aðra þing-flokka til stjórnar-myndunar, og munu ræða við for-ystu allra þing-flokka. Zapatero sagðist ánægður með úr-slitin og sagði að þetta væru „þriðju bestu kosninga-niður-stöðurnar í sögu Sósíalista-flokksins“. Sósíal-istar unnu á Spáni Reuters José Luis Rodriguez Zapatero Söngva-keppni Sam-fés var haldin um seinustu helgi í Laugardals-höllinni. Þrjátíu atriði voru í söng-keppninni, frá jafn-mörgum félags-miðstöðvum víða um land. Stefanía Svavarsdóttir frá Félags-miðstöðinni Bólinu í Mosfells-bæ sigraði með laginu Fever. Í 2. sæti varð Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir frá Setrinu í Hafnar-firði og í 3. sæti Anton Örn Sandholt frá Ekkó í Kópa-vogi. Helga María Ragnarsdóttir frá Zelsíus í Ár-borg fékk sér-stök verð-laun fyrir besta frum-samda lagið. Stefanía sigraði í Samfés Morgunblaðið/Valdís Thor "Þetta var alveg geð-veik til-finning," sagði Stefanía. Íslenska lands-liðið í knatt-spyrnu kvenna vann alla sína fjóra leiki á alþjóð-lega mótinu í Algarve í Portúgal. Þær lentu í 7. sæti og náðu eins langt í mótinu og þeim var unnt þar sem það var í C-riðli mótsins en sterkustu lands-liðin skipuðu A- og B-riðlana, m.a. það finnska. Margrét Lára Viðarsdóttir varð marka-drottning Algarve-mótsins í knatt-spyrnu annað árið í röð. Hún skoraði sitt 6. mark í fjórum leikjum á mótinu á miðviku-dag þegar Ísland vann Finnland með glæsi-brag, 3:0, og varð ein á toppi marka-listans. Í fyrra deildi hún efsta sætinu með Carli Lloyd frá Banda-ríkjunum. Þær gerðu þá fjögur mörk hvor. Enginn tap-leikur í Algarve Algarvephotopress Stúlkurnar fagna. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.