Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 64

Morgunblaðið - 16.03.2008, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UNDANKEPPNI Músíktilrauna lauk sl. föstudagskvöld, en þá kepptu síðustu níu hljómsveitirnar um að komast í úrslit. Keppnin var óvenju jöfn þetta kvöld miðað við kvöldin fjögur sem á undan fóru og tónlistin líka óvenju fjölbreytt. Fyrsta sveit á svið að þessu sinni, Finnur, var þó á kunnuglegum slóð- um, kraftmikið rokk með smá harð- kjarnakryddi og votti af þungarokki. Ágæt hljómsveit en lagasmíðar og óöguð spilamennska stóð ekki alveg undir öllum hamaganginum. Næsta sveit, Bisexualevening (4 Boys and Tulips), skipti heldur en ekki um gír, rólyndisleg útpæld flétta þar sem lifandi hljóðfæraleik og rafeindahljóðum var blandað saman á smekklegan hátt. Taktur í laginu var smekklega unninn og gít- arspil frábært, en framvinda í laginu ekki mikil. Seinna lagið var skemmtilegra, vel sungið af tveimur söngkonum. Gítarinn var líka í stóru hlutverki hjá Elís, en nú var það rafmagns- gítar, tveir reyndar, sem voru vel fléttaðir saman. Lagið var óspenn- andi, en söngur fínn. Seinna lagið var betra, kveinstafakennt og vel flutt. Þeir félagar í Johnny Computer nýttu líka gítara vel í laglínum og annar gítarleikarinn skreytti lögin vel með smekklegu gítarspili. Þó ekki hafi verið mikil átök í fyrra lagi sveitarinnar þá var samt heilmikið að gerast. Harðkjarna- krydd og dauðadjass TÓNLIST Austurbær Músíktilraunir Tónabæjar og Hins húss- ins föstudaginn 14. mars. Þátt tóku Finn- ur, Bisexualevening (4 Boys and Tulips), Elís, Johnny Computer, Swive, 15 rauðar rósir, Agent Fresco, Earendel og Hughrif. MÚSÍKTILRAUNIR 15 rauðar rósir Hver spilaði sitt lag og á mismunandi hraða. Bisexualevening (4 Boys and Tulips) Rólyndisleg útpæld flétta af lifandi hljóðfæraleik og rafeindahljóðum. Elís Kveinstafakennt og vel flutt, en fyrra lagið þó óspennandi. Swive Tregablandin rómantík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.