Morgunblaðið - 16.03.2008, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2008 67
Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400
Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070
Mótormax Akureyri - Sími 460-6060
www.motormax.is
Páskatilboð Mótormax á síðustu 2008 vélsleðunum
er ávísun upp á 75.000 kr. í fatnaði og fylgihlutum og
frítt bensín fyrir 25.000 kr.
Láttu drauminn rætast núna, fáðu þér t.d. þennan
magnaða Yamaha Nytro RTX ER 40th anniversary
og við hjá Mótormax gefum þér kaupauka upp á
100.000 kr.
Síðustu sleðarnir á
páskatilboði
75.000kr.
fatnaður og
aukahlutir
25.000kr.
bensínkort
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ARMED America heitir vefsíða sem
geymir fjölda ljósmynda af Banda-
ríkjamönnum innan um vopn á heim-
ilum sínum. Skotvopnaeign Banda-
ríkjamanna er víðfræg og gefst hér
gott tækifæri til að virða fyrir sér
fólkið og byssurnar, spá og spek-
úlera í smekk manna fyrir skotvopn-
um og skoða hvernig þeir kjósa að
geyma þau á heimilum sínum.
Á síðunni segir að árið 1999 hafi
um 215.000.000 byssur verið í eigu
Bandaríkjamanna og einnig að skot-
vopn hafi verið að finna á öðru
hverju bandarísku heimili á þeim
tíma. Helstu baráttusamtök landsins
gegn skotvopnaeign almennings,
The Brady Campaign, telja skot-
vopnin 192.000.000 nú um stundir og
að þau eigi 39% þjóðarinnar.
Vefsíðan Armed America tengist
útgáfu bókar með ljósmyndum Kyle
Cassidy. Cassidy segir í inngangi að
hann hafi langað að hitta þessa
vopnuðu Bandaríkjamenn, sjá
hvernig þeir litu út og hvernig heim-
ili þeirra væru. Afraksturinn er bók-
in Armed America: Portraits of Am-
erican Gun Owners in Their Homes,
þ.e. Vopnuð Bandaríki: Portrett af
bandarískum skotvopnaeigendum á
heimilum sínum. Cassidy lagðist í
ferðalag um Bandaríkin þver og
endilöng og tók myndir í gríð og erg,
enda eru byssueigendur æstir í að
láta mynda sig, að því er segir á síð-
unni. Fjölda myndanna má sjá á síð-
unni auk svars hverrar fyrirsætu við
spurningunni „Af hverju áttu
byssu?“ Svörin eru jafnfjölbreytt og
fólkið og byssurnar.
Byssuglaðir Bandaríkjamenn Hluti fyrstu valmyndar á vefnum Armed
America, en þar má sjá myndir af Bandaríkjamönnum og byssum þeirra.
Gráir fyrir járnum
EINS og áhugamenn um Formúlu 1-
kappaksturinn vita verða útsend-
ingar frá honum framvegis á sjón-
varpsstöðinni Stöð 2 sporti, sem áður
hét Sýn.
Eigandi Formúlu 1 og fram-
kvæmdastjóri, Bernie Ecclestone,
setur það skilyrði fyrir útsendingum
á kappakstrinum að þær séu í opinni
dagskrá og á Stöð 2 sport því ekki
aðra valkosti en að opna dagskrána
þegar sýnt er frá kappakstri og tíma-
töku. Aðrir þættir tengdir Formúlu 1
eru í lokaðri dagskrá.
Í ljósi þessa er vert að vekja at-
hygli á því að stöðin næst með eft-
irfarandi leiðum: Í gegnum Digital
Ísland-myndlykil frá Vodafone, eða
myndlykil Símans fyrir Skjáinn, og
hafi menn ekki þessa myndlykla næst
stöðin í sérstökum sjónvörpum með
innbyggðum móttakara sem gerir
myndlyklana óþarfa.
Eigi menn engar af þeim græjum
sem taldar hafa verið upp næst stöðin
með hefðbundnu sjónvarpsloftneti,
skv. upplýsingum frá Stöð 2 sporti, á
eftirtöldum stöðum: í Reykjavik, á
Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi og
nágrenni – það er að segja ef útsend-
ingin er opin.
Bein útsending var í nótt frá kapp-
akstri og þáttur verður sýndur í
kvöld þar sem farið verður yfir móts-
helgina, að vísu í lokaðri dagskrá.
Næsta útsending verður svo um
páskana en að öllu jöfnu eru mót á
hálfsmánaðarfresti fram í nóvember.
Formúla 1 í opinni dag-
skrá á Stöð 2 sporti
Reuters
Spænt Sebastien Vettel á fullri ferð í Melbourne F1 Grand Prix kappakstrinum í fyrradag.
VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.ARMEDAMERICA.ORG»