Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 84. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is VINNUVÉLAR 48 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM VÉLAR OG TÆKI FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG Kommúnan >> 45 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu Á ÞRIÐJA tug atvinnubílstjóra á vörubifreiðum lokaði Ártúnsbrekku í rúman hálftíma á fjórða tímanum í gærdag til að mótmæla háu elds- neytisverði og aðgerðaleysi stjórn- valda. Slökkviliðsstjóri höfuðborg- arsvæðisins segir það geta skapað stórhættu þegar aðalsamgöngu- æðum borgarinnar er lokað fyr- irvaralaust. Forsvarsmaður bíl- stjóranna boðar hins vegar frekari lokanir og verða hvorki lögregla né slökkvilið látin vita með fyrirvara. Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri segir viðbragðskerfi, hvað varðar sjúkraflutning og slökkvi- starf, byggjast á að samgönguæðar séu opnar og því hefðu aðgerðirnar getað skapað stórhættu. „Ráðamenn verða að vakna,“ segir Sturla Jónsson atvinnubíl- stjóri sem telur ummæli Jóns Við- ars aðeins hræðsluáróður og vill að fólkið í landinu taki jafnframt við sér. Morgunblaðið/Júlíus „Ráða- menn verða að vakna“ Stífla Langar bílaraðir mynduðust þegar vörubílstjórarnir stöðvuðu bíla sína í Ártúnsbrekku. Þeir segjast hafa lagt upp með að opna um leið og lögreglan kæmi á vettvang. Við það stóðu þeir. MIKLAR sveiflur einkenndu ís- lenska hlutabréfamarkaðinn í gær, en fyrri helming dagsins stefndi í ríflega þriggja prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar. Um miðjan dag tók markaðurinn hins vegar að lækka skarpt og segir í Hálffimm- fréttum greiningardeildar Kaup- þings að skýringarinnar sé líklega að leita í hagnaðartöku fjárfesta. Þeir hafi séð sér leik á borði eftir um 13% hækkun í vikunni og selt hlutabréf af miklum móð. Hækkun dagsins gekk því að stórum hluta til baka og svo fór að hækkun vísitöl- unnar nam ekki nema 0,07% og stóð vísitalan við lok viðskipta í 5.025,85 stigum. Sömu sveiflusögu var að segja af krónunni en hún veiktist hins vegar um 1,8% í gær og stóð gengisvísital- an í 153, 3 stigum við lokun mark- aða í gær. Velta á millibankamark- aði var með mesta móti og nam hún rúmum 90 milljörðum króna. Hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu almennt í gær, en vísitölur í Bandaríkjunum og Japan lækkuðu hins vegar. Dow Jones lækkaði um 0,97%, Nikkei um 0,80% en breska FTSE hækkaði um 1,01%. | 15 Sveiflukenndir markaðir                   FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BAKKAFJÖRUHÖFN, sem nú er oft nefnd Landeyjahöfn og mun þjóna samgöngum til Vest- mannaeyja, verður alfarið byggð af ríkinu og í eigu þess, svokölluð landshöfn ef af verður, samkvæmt heimildum. Frumvarp samgönguráðherra um höfnina er þess efnis og hefur fengið samþykki í ríkisstjórn. Þessa dagana er verið að kynna það stjórnarþingmönnum og verður væntanlega lagt fyrir Alþingi að því loknu. Sem stendur er engin höfn á landinu landshöfn, og hefur svo verið síðan um 1990, þegar þrjár landshafnir voru afhentar sveitarfélögum til umsjónar og reksturs. Samkvæmt þessu er útséð um að Landeyjahöfn verði í eigu opinbers hlutafélags milli Vestmanna- eyjabæjar og Rangárþings eystra, eins og samn- ingaviðræður höfðu staðið um. Þær viðræður sigldu í strand eftir að hafa staðið í um ár, að því er virðist vegna hagsmunaárekstra milli sveitarfé- laganna tveggja. Annars vegar Rangárþings eystra sem sér aðra nýtingarmöguleika í höfninni en ferjusiglingar, til langs tíma litið, og hins vegar Vestmannaeyjabæjar sem ekki vill að sín höfn lendi í samkeppni við nálæga höfn, sem alfarið sé kostuð af ríkinu. Þá hefur bæjarráð Vestmanna- eyja lýst yfir andstöðu við frumvarpsdrögin sem ráðherra kynnti nýverið. Enn efasemdir um Bakkafjöru almennt Í gær birtist grein eftir Magnús Kristinsson, út- gerðarmann í Vestmannaeyjum, undir yfirskrift- inni „Ströndum ekki í Bakkafjöru“ á vefsíðunni sudurlandid.is. Þar lýsir Magnús miklum efa- semdum um að hagsmunum Eyjamanna sé best borgið með byggingu Landeyjahafnar. Nær sé að byggja stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og fá nýjan og hraðskreiðari Herjólf sem sigli áfram til Þorlákshafnar, þar sem þjónusta sé fyrir. Sam- gönguleiðir eigi að miðast við Reykjavík. Í samtali við Morgunblaðið segir Magnús ekki víst að framkvæmdin sé möguleg, og í öðru lagi að ekki sé ljóst hver verði hagsmunagæsluaðili hafn- arinnar. „Verði það ekki eyjarnar eru menn búnir að missa tögl og hagldir á höfn hér rétt hjá okkur. Það gæti orðið banabiti eyjanna,“ segir Magnús og horfir þá til langs tíma. „Það er frumskilyrði að Vestmannaeyingar hafi yfirráð yfir höfninni ef þetta verður niðurstaðan. En það breytir því ekki að um leið og menn samþykkja þróun á henni og skip fara að landa þar er búið að missa þjónustuna frá eyjunum,“ segir hann. Landeyjahöfn í eigu ríkis í óþökk Vestmannaeyinga Í HNOTSKURN »Eyjamenn buðu Rangæingum að eiga 40%í opinberu hlutafélagi á móti 60% hlut sín- um, með jafnmarga stjórnarmenn og jafna skiptingu stjórnarformennsku. »Skilyrðið var að aldrei yrði tekin ákvörð-un um frekari útfærslu eða þróun hafn- arinnar án samþykkis beggja sveitarfélaga. »Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir eft-irspurn eftir frekari aðstöðu við höfnina.  Gerólík sýn | 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.