Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN » Pétur telur að mengun frá aukinni umferðgeti stórskaðað lífríki Þingvallavatns. » Lögverndarsjóður náttúru styður mála-rekstur Péturs og geta þeir sem vilja styrkja hann lagt inn fé á reikning 1155-15- 30252, kt. 630802-2370. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í STEFNU Péturs M. Jónassonar vatnalíffræð- ings gegn Vegagerðinni sem þingfest var í gær er þess krafist að úrskurður umhverfisráðherra um að Vegagerðinni sé heimilt að leggja nýjan Gjá- bakkaveg verði ógildur. Til vara krefst hann þess að sá hluti vegarins sem mun liggja næst vatninu vestur Eldborgarhraun, þ.e.a.s. sá hluti vegarins sem Pétur segir að valdi mestum skaða, verði dæmdur ólögmætur. Í stefnunni er m.a. dregið í efa að skipulags- stjóri, Stefán Thors, hafi verið hæfur til að úr- skurða um málefni Gjábakkavegar vegna vensla hans við umboðsmann Vegagerðarinnar, Stefán Gunnar Thors, fagstjóra umhverfisdeildar VSÓ ráðgjafar. Í stefnunni er bent á að Stefán Gunnar sé sonur Stefáns Thors en sá fyrrnefndi hafi ann- ast gerð matsskýrslna og komið fram sem um- boðsmaður Vegagerðarinnar í samskiptum við Skipulagsstofnun. Þá byggir Pétur kröfur sínar á því að mat á umhverfisáhrifum hafi átt að fara fram samkvæmt lögunum eins og þeim var breytt eftir 2005 en ekki eldri lögum. Þá hafi verið brotið á andmæla- og upplýsingarétti auk þess sem um- hverfisráðuneytið hafi brotið gegn rannsóknar- reglu stjórnsýslulaga með því að ekki hafi verið leitað til annarra sérfróðra aðila um málið. Þá hafi ekki verið leitað umsagnar Þingvallanefndar. Vegagerðin hefur um langt skeið viljað leggja Gjábakkaveg á milli Laugarvatns og Bláskógar- byggðar en veginum er ætlað að koma í stað nú- verandi vegar, Kóngsvegar. Boðið út og byrjað í vor Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að lög- fræðingar Vegagerðarinnar telji ekki að stefna Péturs valdi því að fresta verði framkvæmdum við Gjábakkaveg á meðan hún er fyrir dómstólum. Verkið verði boðið út fljótlega og gerir Jón ráð fyr- ir að framkvæmdir geti hafist nú í vor. Stefnir Vegagerðinni til að stöðva nýjan Gjábakkaveg Morgunblaðið/Ómar Tært Gott er að kafa í tæru Þingvallavatni.  Vegagerðin telur ekki að stefnan fresti framkvæmdum  Styttist í útboð TVÆR lóur sáust í Kópavogi í fyrradag og á páskadag sáust fjórar lóur í grennd við Hornafjarðarflugvöll. Það styttist því í að veturinn kveðji og vorið haldi inn- reið sína með farfuglunum. Myndin er hins vegar af æðarfugli og litríkum æðarkóngi og var tekin á Ak- ureyri fyrir skömmu. Ljósmynd/Gyða Henningsdóttir Lóan er komin að kveða burt snjóinn FOKKERFLUGVÉL sem var í leiguflugi fyrir Flugfélag Íslands á leið frá Akureyri með stóran hóp ung- menna á leið á Íslandsmót á skíðum gerði tvær tilraunir til lendingar í miklu hvassviðri á Ísafirði um miðjan dag í gær en þurfti í bæði skiptin frá að hverfa. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var aldrei nein hætta á ferðum og tóku farþegar þessu með ró. Vélinni var snúið til Reykjavíkur og áætlað að farþegarnir færu með langferðabíl til Ísafjarðar. Tókst ekki að lenda BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að láta kanna hag- kvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkur- flugvallar og miðborgar Reykjavíkur sem og léttlestarkerfis í Reykjavík. Fram kemur að borgarráð er tilbúið að leggja til verkefnisins 10 milljónir króna að því tilskildu að ríkið leggi fram annað eins á móti. „Við úttektina verði endurskoðað- ar og uppfærðar fyrri úttektir sem unnar hafa verið um lestarsamgöng- ur á vegum borgarinnar og fjár- hags-, umhverfis- og skipulagsþætt- ir greindir. Ennfremur verði lagðar fram upplýsingar um kostnað vegna rekstrar lesta milli Reykjavíkur/ Keflavíkur og rekstrar léttlesta á höfuðborgarsvæðinu. Úttektin verði unnin í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar og samgönguyfirvöld í landinu,“ seg- ir m.a. í samþykktinni. Lestarsam- göngur skoðaðar Borgin vill leggja fram 10 milljónir TVEIMUR karlmönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að þremur ránum og rán- stilraun, vopnaðir sprautunálum, hef- ur verið sleppt úr haldi. Einn maður situr enn í haldi lögreglu og rennur gæsluvarðhald yfir honum út í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds. Í samtali við fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is, sagði Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæð- isins, að málið teldist upplýst. Ekki léki grunur á að fleiri væru viðriðnir málið og sá sem enn væri í haldi lög- reglunnar væri sá eini sem hefði látið til skarar skríða hverju sinni. Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu- varðhaldsúrskurð yfir manninum. Í úrskurðinum kemur fram að maður- inn hafi neitað aðild. Hann hafi þó enga skýringu veitt á því hvers vegna munir úr ránunum hafi fundist á dval- arstað hans. Ránin teljast upplýst ♦♦♦ ÚTFÖR Jónínu Sigríðar Gísladóttur, ekkju Pálma Jónssonar í Hagkaupum, var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkj- unnar í Reykjavík, jarðsöng. Kistuna báru Sigurður Pálmi Sigurbjörns- son, Jónína Bríet Jónsdóttir, Stella Rín Bielt- vedt, Jón Felix Sigurðsson, Pálmi Jónsson, Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir, Melkorka Katr- ín Tómasdóttir og Gísli Pálmi Sigurðsson. Morgunblaðið/Ómar Útför Jónínu S. Gísladóttur ÚTFÖR Helga Hallvarðssonar, fyrrverandi skip- herra, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gærdag. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur jarð- söng. Líkmenn voru Sigurður Steinar Ketilsson skipherra, Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Pétur Steindórsson flugstjóri, Hjalti Sæmundsson að- alvarðstjóri, Einar H. Valsson yfirstýrimaður, Jón Kr. Friðgeirsson bryti, Benedikt Svav- arsson vélstjóri og Birgir Jónsson lagerstjóri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útför Helga Hallvarðssonar PÓLSKUR karlmaður sem lögregla lýsti eftir, vegna gruns um aðild að hrottalegri líkamsárás í Keilufelli í Breiðholti sl. laugardag, gaf sig fram í gærmorgun. Maðurinn var yfir- heyrður í gærdag og að sögn lög- reglu verður farið fram á gæsluvarð- hald yfir honum í dag. Fimm aðrir karlmenn sitja í varð- haldi vegna sama máls. Sá eftirlýsti gaf sig fram ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.